Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 1
— Óþarfi að láta kúga sig, segir Steingrímur Hermannsson ■ Alþingi samþykkti kl. 21.30 í gærkvöldi aö mótmæla ekki hvalveiðibanninu með 29 atkvæðum gegn 28. 3 þingmenn voru fjarstaddir. Sjávarútvegsráðherra sendi því ekki skeyti til Alþjóðahvalveiðiráðsins til að mótmæla banninu og mun hvalveiðum við ísland samkvæmt þessu verða hætt frá og með árinu 1986. Bráðabirgða- lögin: Frestað til mánudags ■ Umræðan um hvalvciði- hannið glcypti allan tíma Al- þingis í gxr og sátu því bráðabirgðalögin á hakanum, en umrxðu og atkvxðagrciðslu um þau átti að Ijúka i gxr. I dag varða engir deildafundir og því verður þetta margþvxlda mál að bíða enn um sinn. Ráðgert er að taka það til endanlegrar afgreiðslu á mánu- dag, cn oft cr búið að lýsa yfir áður að cndanlega xtti að ganga frá málurn tiltekinn dag, svo að engum ætti að koma á óvart þótt afgreiðsla neðri deildar á frumvarpinu dragist. En fari bráðabirgðalögin gegn- um deildina í nxstu viku þarf að senda þau aftur til efri deildar vcgna breytingartillögu og jafnvel til neðri deildar aftur enn síðar. Umrxðan um bráðabirgðalögin er álíka líf- seig og ríkisstjórnin. Olíugjald verður til umrxðu í neðri deild á morgun föstu- dag. _OÓ Fresturinn til að mótmæla rann ót á miðnætti s.l.. Sjávarút- vegsráðherra hafði ákveðið að mótmæla banninu, en sagðist hlíta úrslitum Alþingis og var fjallað um málið í allan gærdag og fram á kvöld. Hinn naumi meirihluti sýnir að mikill ágrein- ingur var um málið og var mörgum heitt í hamsi á þingi er um það var fjallað. Eftir atkvæðagreiðsluna sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Tímann, að hann hafi að vissu leyti orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin, en hann hafi alltaf sagst mundu hlíta niðurstöðum Alþingis. Hann sagðist fagna því að það var þingið sem tók þessa afstöðu en ekki hann og sætti sig fullkom- lega við hana. Steingrímur kvaðst harma að andstaðan við mótmælin væri í mörgum tilvikum byggð á röng- um forsendum, tilfinningar látn- ar ráða og sumir hefðu látið hræðslu við hótanir ráða afstöðu sinni. Sumir virtust hafa þann skilning að við gætum sagt okkur ■ Utanríkismálanefnd skilaði loks áliti sínu um kl. 15 í gærdag. Halldór að ekki skuli bera fram mótmæli gegn hvalveiðum. Ásgrímsson rnxlir hér fyrir áliti meirihluta nefndarinnar í gær um Tímamvnd Róbert. ór Alþjóðahvalveiðiráðinu og farið að veiða hval eftir 3 ár, sem er rangt og leitt að menn skuli byggja á slíkum hugmyndum. Það væri óþarfi að láta kóga sig og hefði átt að láta á það reyna hvort tækist að stefna fiskmörk- uðum erlcndis í hættu. Stein- grímur minnti á að þegar hann var dómsmálaráðherra hafi hann látið taka Grænfriðunga og færa í land er þeir voru að ónáða hvalveiðiskip og hafi engin eftir- köst orðið vegna þeirrar aðgerð- Hvalveidi- flotinn í brotajárn Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf sagði eftir að málalok urðu ljós að ekkert væri við hvalveiðiskipin að gera eftir að bannið gengur í gildi nema ef Stálfclagið hefði áhuga á þeim í brotajárn. Það væri hluthafa að ákveða hvað gert verður, en Ijóst' er að hvalveiði verður ekki stunduð hér við land ncma næstu þrjó árin. Hann sagði að ljóst væri að þrýstihópar gætu ráðið öllu sem þcir vildu á fslandi og að með þessari samþykkt væri ljóst að þeir gætu ráðið málum að vild. Nánar um hvalveiðibanniö og umrxðurnar í gxr á bls. 2 Enn einn sigur í safnið — Noregur-ísland 20-21 bls. 10-11 FJÖLBREYTTARA OG BETRA Fimmtudagur 8. febrúar 1983 26. tölublað - 67. árgangur. Naumur meirihluti Alþingis samþykkti að mótmæla ekki: HVALVEKMR STÖÐVAÐAR 1986! Grænfriðungar hóta að mótmæla við skrifstofur Flug- leiða erlendis, mótmæli íslendingar hvalveiðibanninu: „VIÐ ERIIM ALVEG gAttawr A ÞESSU — segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða ■ Grænfriðungar, eða Green- peace International, hafa hótað Flugleiðum að ef íslendingar mótmæli hvalveiðibanninu muni samtökin efna til mótmæla fyrir utan söluskrifstofur Flugieiða beggja megin Atlantshafsins. „Við erum alveg gáttaðir á þessu og þykir með ósköpum að þessir menn ætla sér að beina spjótum sínum að okkur, enda stundum við ekki hvalveiðar, og því eru þessir menn að hcngja bakara fyrir smið“ sagði Sigurð- ur Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Ttmann en Græn- friðungar sendu honum skeyti í lok síðasta mánaðar þar sem ofangreint kom fram. Sigurður sendi samdægurs skeyti til formanns þessara sam- taka, Mr. Mctaggart, þar sem færð voru rök að því að aðgerðir við skrifstofur Flugleiða væru út í hött, hér væri um einkafyrirtæki að ræða sem væri óháð ríkis- stjórn landsins að öðru leyti en því að ríkissjóður væri hluthafi. Mótmæli kynnu hinsvegar að skaða fyrirtækið og fór hann fram á að þeim yrði aflýst. Enn barst orðsending frá Grænfriðungum þar sem þeir staðfestu fyrri ásetning sinn. Sigurður sagði að Græn- friðungar hefðu ekki dagsett þessi mótmæli sín, en að þcir ættu fyllilega von á að ór þeim yrði, færi svo að hvalveiðibann- inu yrði mótmælt. -FRI Rannsókn f jármálamisferl- ismálsins miðar vel áfram: BÍLASAU KÆRÐI MENNINA ■ „Rannsókn piálsins heldur enn áfram og henni hefur miðað Vel“ sagði - Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins í samtali við Tímann cn hann stjórnar rann- sókninni á fjármálamisferlis- máli því sern RLR hcfur nú til ' meðferðar. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Það mun hafa vcrið bílasali sem upphaflega kærði þá tvo menn scm nó sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins, en þeir cru báðir lögfræðingar. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.