Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 3
Framsóknarúrslit á Austurlandi:
HALLDÓR ASGRÍMSSON EFSTDR
TÓMAS ARNASON í ÖÐRU SÆTI
■ Halldór Ásgrímsson alþingismaður
varð í efsta sæti í prófkjöri Framsóknar-
flokksins sem fram fór á Austurlandi nú
um síðustu helgi. 1241 tóku þátt í
prófkjörinu og hlaut Halldór 1136
atkvæði alls og þar af 551 í l.sæti.
Tómas Árnason, sem skipað hefur
efsta sæti listans, varð í öðru sæti með
alls 1106 atkvæði og þar af 864 í 1. og
2. sæti. Jón Kristjánsson á Egilsstöðum
varð 3. með 313 atkvæði í 1. til 3. sæti
og alls 788 atkvæði. Guðrún Tryggva-
dóttir frá Egilsstöðum skipar4. sæti með
427 atkvæði í 1. - 4. sæti og alls 756
atkvæði, og Þórdts Bergsdóttir, Seyðis-
firði varð í 5. sæti með 520 atkvæði í 1.
til 5. sæti, og alls 709 atkvæði.
Ekki er kosningin í fyrsta sæti bind-
andi, því Halldór fékk ekki yfir 50%
greiddra atkvæða í það. Bæði Halldór
og Tómas fengu hinsvegar bindandi
kosningu í 2. sætið, en það kemur í hlut
kjörstjórnar að leggja fram tillögu um
uppröðun listans fyrir kjördæmisþing
Framsóknarflokksins sem haldið verður
á Fáskrúðsfirði nú á laugardaginn.
-AB
■ Útför þeirra sem létust í snjóflóðunum á Patreksfirði þann 22. janúar sl. var gerð frá Félagsheimilinu á Patreksfirði
á þriðjudag. Séra Þórarinn Þór jarðsöng. Þeir látnu voru Sigrún Guðhrandsdóttir, 6 ára, Sigurbjörg Sigurðardóttir, 58
ára, Valgerður Elínborg Jónsdóttir, 77 ára og Marteinn Ólafur Pétursson, 42ja ára. Mæðginin Valgerður og Marteinn
voru jarðsett á Patreksfirði, svo og Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sigrún verður hins vegar jarðsett n.k. mánudag í Reykjavík.
Mikið fjölmenni var við útförina og áætluðu menn að um 600 manns hefðu verið viðstaddir.
(DV-mynd Gunnar Andrésson).
„Eru að reyna að finna
eitthvert kerfi fyrir
ósamrýmanleg sjónarmið”
— segir Halldór Ásgrímsson, alþingismaður
um kjördæmamálið
■ Ekki nálgast samkomulag í kjör-
dæmamálinu, því að Alþýðubandalagið
hefur nú hafnað þeirri reikniaðferð sem
mest hefur verið til umræðu upp á
síðkastið, en hún var einskonar afbrigði
af meðaltalsreglunni, með þeirri reglu,
að menn næðu ekki kosningu sem
kjördæmakjörnir, nema þeir hefðu
a.m.k. þann fjölda atkvæða á bak við
sig, sem fælist á bak við meðaltalsþing-
manninn, eða með öðrum orðum, í
kjördæmi með 5 þúsund kjósendur og 5
þingmönnum, er meðaltalið 1 þúsund
atkvæði, sem væri því samkvæmt þessari
reglu lágmark til þess að geta talist
kjördæmakjörinn.
Tíminn ræddi í þessu sambandi við
Halldór Ásgrímsson, þingmann Austur-
lands, um kjördæmamálið og hans
sjónarmið, og einnig Karvel Pálmason
og Garðar Sigurðsson alþingismenn.
„Það sem er til okkar komið í þessú
máli,“ sagði Halldór, „er í sjálfu sér
ekkert annað en hugmyndir. Vandamál-
ið er það, að menn eru að reyna að finna
eitthvert kerfi fyrir ósamrýmanleg sjón-
armið. Fyrst segja menn að vægi
atkvæða í fámennari byggðum landsins
eigi að vera meira - það er almennt
samkomulag um það á milli flokka. í
hinu orðinu segja menn að það eigi að
vera algjör jöfnuður á milli flokka.
Þversögnin í þessum tveimur meiningum
er slík, að dæmið gengur ekki upp, og
þess vegna verður aldrei hægt að
sameina það, nema með verulegu klúðri.
Ef flokkur sem hefur sterka stöðu úti
í fámennari byggðum, fær einskis að
njóta þá er í raun og veru ekki verið að
viðurkenna þá reglu að atkvæði úti á'
landi eigi að vega meira en atkvæðin í
þéttbýlinu. Menn vilja viðurkenna þá
reglu í orði, en þegar til framkvæmdanna
kemur, þá verður lítið um slíka viður-
kenningu. Að mínu mati væri heiðar-
legra fyrir þá sem leggja mesta áherslu
á sjónarmiðið „jafnvægi milli flokka" að
segja það hreint út, að þeir vilji jafnt
vægi atkvæða alls staðar á landinu;
heldur en að vera með þann tvískinnungs-
hátt sem felst í því að vera með eina
afstöðu í orði, en aðra á borði.“
Halldór sagðist vita að sjónarmið þau
sem hann og fleiri hefðu, þ.e. að það
væri réttlætismál að fámennari byggðir
landsins byggju við þann rétt sem fælist
í því að atkvæði þeirra vægju þyngra en
þéttbýlisatkvæðin, væru mjög rík meðal
þjóðarinnar.
„Mér finnst að ákveðnir flokkar leggi
svo mikla áherslu á jafnvægi á milli
flokkanna,“ sagði Halldór, „að þcirvilji
skjóta hitt sjónarmiðið gjörsamlega í
kaf.“
Halldór sagðist telja að samkomulag
í þessu máli, þ.e. eitt allsherjar sam-
komulag allra flokka, næðist aðeins
fram með því að allir flokkarnir tækju
að einhverju leyti tillit til sjónarmiða
hinna, og bökkuðu með eitthvað. Að-
spurður um hvort slíkt samkomulag væri
í augsýn, sagði Halldór: „Ég gct ekki
sagt um það, á þessu stigi."
Karvel Pálmason um kjördæma-
máliö:
„Ekki reiðubúinn að sam-
þykkja það eitt“
„Útaf fyrir sig, er ég ekki á móti því
að leiðrétta vægi atkvæða, en ég vil
leiðrétta flciri mannréttindamál heldur
en það, eitt og sér,“ sagði Karvel
Pálmason, alþingismaður þegar Tíminn
spurði hann um afstöðu hans í kjördæma-
málinu.
Karvel sagði að sín afstaða til kjör-
■ Ilalldór Ásgrímsson.
■ Tómas Árnason.
„Kosning í 1. sætið
er ekki bindandi”
- segir Halldór Ásgrfmsson
■ „Við þingmcnn Frantsóknar-
flokksins á Austurlandi fengum mjög
afgerandi kosningu í þessu prófkjöri
fiokksins og þaö er ég ánægður með,"
sagði Halldór Ásgrímsson, alþingis-
ntaður i samtali við Tímann um úrslit
prófkjörs Framsóknartlokksins á
Austurlandi, en þar varö Halldór í
efsta sæti.
„Nú, ég vcrð að segja það, að það
kom mér á óvart aö ég skyldi fá svo
mörg atkvæði í fyrsta sæti -égátti ekki
von á því. flitt crsvo aftutannað mál,
að það munar svo fáum atkvæðum á
okkur Tómasi í fyrsta sætinu, að þar
er ekki um neinn afgerandi mun aö
ræða," sagöi Halldór.
Halldór fékk 551 atkvæði i I. sæti,
en Tóntas fékk 514 atkvæði og var
Hatldór spurður hvort hann lití svo á
scm eölilcgt væri að hann skipaöi I.
sæti lista Framsóknarfiokksins í næstu
alþingiskosningum og Tómas 2. sætið,
en í síðustu kosningum varTómas í t.
sæti og Halldór í öðru: „Það liggur
ekkert annað fyrir núna, en þessi
kosning í prófkjörinu. Það var mikið
af nýju fólki, glæsilegum frambjóðend-
um, sent fengu ágæta kosningu og
eðlilega dreilðist fylgi þeirra mikið yfir
kjördæmið, en nú verður það vcrkcfni
uppslillingarnefndar að gera tillögu til
okkar kjördæntisþings, um listá. Þcir
ntunu að sjállsögðu hafa ntið af
þessum úrslitum, en það er einnig svo
að ekki eru úrslitin bindandi í öll sætin.
M.a. er cnginn afgcrandi munur í 1.
sætið og þar af leiðandi er sú kosning
ekki bindandi."
-AB
„Úrslitin komu
mér á óvart”
— segir Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra
■ „Þessi úrslit komu mér dálitið á
óvart. cn við Halldór skipunt nú
trúnaöarstööur fyrir Framsóknar-
flokkinn, hann sem varafortnaður og
ég sem ritari, þannig aö Austfirðing-
tim, okkar stuðningsfólki, hefur senni-
lega þótt það viðeigandi að skipta
þessu svona bróðurlega á milli okkar,"
sagði Tómas Árnasott, viðskiptaráð-
hcrra, í samtali við Tíniann en hann
varð í öðru sæti í prófkjðri Framsókn-
arflokksins, á Austurlandi nú um
helgina, en Tómas var í síðustu
kosningum í fyrsta sæti listans.
„Það var kannski nokkrunt tilviljun-
um háð, hvernig niðurstaðan varð,“
sagði Tómas.
-AB
dæmamálsins cins og sér, lægi ekki fyrir,
hann vildi taka fleira inn í. „Égerekkert
reiðubúinn til þess að samþykkja þetta
eitt og sér,“ sagði Karvel og aðspurður
um það hvort hann teldi mögulegt að
afgreiða kjördæmamálið með öðrum
málum, sagði hann: „Það fer ekki inn í
stjórnarskrána, en flokkarnirgetakomið
sér saman um að leiðrétta aðra hluti í
leiðinni. Það sýnir sig með þessu hjá
formönnunum, að það er hægt að
komast æði langt, hafi menn áhuga og
vilja til þess að ganga að málum."
Karvel var að því spurður hversvegna
hann teldi það svo nauðsynlegt að önnur
mál yrðu afgreidd með kjördæmamálinu
og sagði hann þá: „Vegna þess að það
er mjög nauðsynlegt að leiðrétta annað
misrétti í þjóðfélaginu - þetta er ekki
eina misréttið". Aðspurður um eitt
dæmi sem leiðrétta þyrfti, sagði Karvel:
„Ja, ég nefni bara scm dæmi orkujöfnun-
ina - það er ástæða til þess að leiðrétta
það, ekki síður en annað."
„Bara ánægður með þessa
lausn í kjördæmamálinu“
segir Garöar Sigurösson
alþingismaður
„Miðað við þær lagfæringar sem nú er
búið að gera á meðaltalsaðferðinni
svokölluðu, þ.e. að sníða þann agnúa
af, að menn geti náð kosningu úti á
landi, með fáránlega fá atkvæði á bak
við sig, er ég bara ánægður með þessa
lausn í kjördæmamálinu, þ.e.a.s. ef hún
verður ofaná, en í þessari nýju hugmynd,
er sett fram ákveðið lágmark, sem menn
vcrða að hafa á bak við sig, og þá lítur
þetta allt bctur út,“ sagði Garðar
Sigurðsson, alþingismaður þegar Tíminn
spurði hann álits á hugmyndum for-
mannanna í kjördæmamálinu. -AB