Tíminn - 03.02.1983, Side 2

Tíminn - 03.02.1983, Side 2
Hvalveiðibannsmálid: iitanríkismAlanefnd KLOFNAÐI í MAUNU ■ Það reyndist tafsanit að komast að niðurstöðu varðandi hvalveiðibannið á Alþingi í gær. Utanríkismálanefnd hefur haldið marga fundi um málið síðustu tvu dagana og þingflokkar funduðu aftur og aftur. I fyrradag komst utanríkismála- nefnd ekki að niðurstöðu og var fundi frestað á Alþingi, en átti að hefjast kl. 13.00 eða klukkustund fyrr en venjulcga og á eftir áttu að vcrða deiidarfundir, þar sem m.a. átti að gera út um bráðabirgðalögin í neðri deild, en engar tímasetningar stóðust. Kl. 13.00 frestaði forseti lujidi vegna þingflokksfunda og aftur kl. 14.00 vegna fundar í utanríkis- málanefnd. Margir þingmenn þreyttust á biðinni og Árni Gunnarsson notaði tækifærið til að lýsa yfir að starfshættir þingsins væru gjörsamlega óþolandi og erfitt að taka þátt í þessum skrípalcik lengur. Forsætisráðherra lýsti því yfir vegna fyrirspurnar, að sú yfirlýsing sem stjórn- ingaf daginn áðurvegna hvalveiðibanns- ins stæði óbreytt, en hún var á þá lund að mótmæla hvalveiðibanninu, en ef þingið samþykkti að mótmæla ekki mundi ríkisstjórnin fara eftir því. Forsætisráðherra lýsti því yfir vegna fyrirspurnar, að sú yfirlýsing sem stjórn- in gafdaginn áðurvcgna hvalveiðibanns- ins stæði óbreytt, en hún var á þá lund að mótmæla hvalvciðibanninu, en cf þingið samþykkti að mótmæla ekki mundi ríkisstjórnin fara eftir því. Þar komaðkl. 15.15aðutanríkismála- nel'nd hafði lokið störfum og var klofin í málinu. Meirihluti nefndarinnar vildi ekki mótmæla hvalveiðibanninu cn minnihlutinn vildi mótmæla. í meirihlutavoruHalldórÁsgrímsson, Olafur Ragnar Grímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Albert Guðmunds- son. Halldór hafði framsögu fyrir meirihlutanum. Hann tók fram að Al- þjóðahvalveiðistofnunin væri afar undarleg stofnun og endurskoða þyrfti á hvaða hátt við tökum þátt í alþjóð- legum stofnunum. En þrátt fyrir að við mótmælum ekki hvalveiðibanninu hljótum við að vinna að því á al- þjóðavettvangi að við getum nýtt okkar auðlindir. Nefndarálitið fer hér á eftir: Utanríkismálanefnd hefur að undan- förnu fjallað ýtarlega um hvort sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins varðandi bann við hvalveiðum skuli mótmælt. Nefndin hefur kallað til fundar fjöl- marga aðila sem hafa veitt margvíslegar upplýsingar. Að athuguðu máli er það niðurstaða meirihluta ncfndarinnar, að ekki sé ráðlegt að bera fram mótmæli. Nefndarmenn telja að mikilvægt sé að auka enn rannsóknir á hvalastofnunum, þannig að ávallt sé til staðar besta möguleg vísindaleg þekking, sem liggi til grundvallar umræðum og ákvörðun- um um veiðar í framtíðinni. Með tilliti til ofangreindra sjónarmiða leggur meirihluti nefndarmanna til, að tillögugreinin orðist svo: „Alþingi ályktar að samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins um takmörkun hvalveiða, sem kunngerð var með bréfi til ríkisstjórnarinnar dags. 2. sept. 1982, verði ekki mótmælt af íslands hálfu.“ Geir Hallgrímsson hafði orð fyrir minnihluta nefndarinnar, en auk hans skipuðu minnihlutann þeir Jóhann Ein- varðsson og Kjartan Jóhannsson. Eins og sjá má skiptust nefndarmenn ekki eftir flokkum. Geir hafði framsögu og sagði vafasamt að stöðva veiðar sem stundaðar eru undir vísindalcgu eftirliti og gæti það leitt út á hættulegar brautir. Með því að mótmæla ekki banninu værum við að glata rétti til að taka eigin ákvarðanir um nýtingu eigin auðlinda. Nefndarálit minnihlutans er þannig: Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar í framhaldi af ákvörð- un ríkisstjórnarinnar 1. febr. sl., að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um algert bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986 verði mótmælt. Jafnframt beinir Alþingi því til ríkis- stjórnarinnar, að auka enn rannsóknir á hvalastofnum hér við land, í samvinnu við vísindaráð Alþjóðahvalveiðiráðsins í því skyni að fyrir liggi sem fullkomnust þekking á þessum hvalastofnum, við frekari meðferð málsins. Hjörleifur Guttormsson lýsti því yfir að það væri vilji Alþýðubandalagsmanna að mótmæla ekki banninu og væru ráðherrar flokksins sama sinnis, þótt þeir hafi ekki mótmælt ákvörðun sjávar- útvegsráðherra í ríkisstjórninni. Guðrún Helgadóttir Iagði hart að þingheimi að greiða atkvæði gegn mót- mælunum. Steingrímur Hermannsson sagði að lítill tími væri til stefnu því mótmælin þyrftu að berast fyrir miðnætti og bað þingmenn að ljúka málinu sem fyrst. Hann lagði áherslu á að samkvæmt áliti færustu vísindamanna væru hvalastofnar við ísland ekki í hættu, og kvaðst vona að enginn mótmælti banninu af þeirri ástæðu. Það væri illt að verða fyrir þrýstingi hópa sem ekki hafa kynnt sér málin en láta tilfinningarnar ráða. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu hvort menn gerðu sér nokkra grein fyrir hvað alfriðun hvala hefði í för með sér og hvort það gæti ekki þýtt útrýmingu annarra tegunda í lífríki sjávar. Ef við mótmælum ekki núna verður afturkoma til hvalveiða sannarlega erfið, sagði Steingrímur. Steingrímur las bréf það sem hann hugðist senda Alþjóðahvalveiðiráðinu fyrir miðnætti ef svo vildi verkast. Kaflar úr orðsendingunni: Athygli er vakin á því að V ísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC), sem meta á ástand hvaiastofna, hefur ekki séð ástæðu til að mæla með allsherjar stöðvun hvalveiða. Ákvörðun 34. árs- fundar ráðsins um stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni, úthafsveiðar 1985ogveið- ar frá strandstöðvum 1986, er því alls ekki byggð á vísindalegum niðurstöðum, svo sem til er ætlast, skv. V. grein 2. mgr. Alþjóðasáttmálans um skipan hval- veiða. Það er skoðun ísl. stjórnvalda að heimilt skuli að nýta hvali eins og önnur dýr í lífríki okkar, en sú nýting skuli framkvæmd í samræmi við vísindalegar niðurstöður um nýtanleika hvers ein- staks hvalastofns, þannig að hæfileg nýting verði tryggð og jafnframt fyrir- byggt að um ofveiði verði að ræða. Því ber að flýta fyrir endurmati á stofnstærð- um. Það verður best gert með alþjóðlegri samvinnu undir stjórn Alþjóða hval- veiðiráðsins (IWC), t.d. með því að nýta hvalveiðiskipin í vaxandi mæli til rann- sóknarstarfa jafnhliða veiðum. Sé veið- um hins vegar hætt, eru allar líkur á því að fjármagn til hvalarannsókna muni fljótlega minnka og rannsóknir dragast saman. Með hliðsjón af framangreindu, mót- mælir ríkisstjórn Islands hér með breyt- ingu þeirri, sem samþykkt var af Alþjóða hvalveiðiráðinu á 10. gr. í Viðauka við Alþjóðasáttmálann um skipan hvalveiða, 1946 með nýrri undir- málsgrein (E) um stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni, strandveiðar frá ára- mótum 1986 og úthafsveiðar 1985/86. Ríkisstjórn íslands mun leggja áherslu á að auka rannsóknirá hvalastofnunum, og jafnframt að mannúðlegum aðferðum verði beitt við hvalveiðar. Ríkisstjórn íslands er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að endurskoða ofan- greinda niðurstöðu, ef fram koma ný viðhorf, sem breyta ofangreindum rök- stuðningi. Sigurlaug Bjarnadóttir sagði þetta kvalræðismál og mundi hún nauðug beygja sig undir hótanir stórveldis og ofstækisfullra náttúruverndarmanna og greiða atkvæði á móti mótmælum. Eiður Guðnason, sem lagði fram þingsályktunartillöguna, sem fjallað var um ásamt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sagði greinilegt að þingmenn heyktust fyrir hótunum stórveldis, sem heldur að við séum eitthvert bananalýðveldi og ætluðu að selja ákvörðunarrétt um eigin málefni fyrir nokkra fiska. Eiður vildi láta á það reyna hvort hótanir um að hætt yrði að kaupa ísl. fisk í Bandaríkj- unum yrðu framkvæmdar eða ekki. Margir þingmenn tóku til máls ogstóð fundur fram eftir kvöldi og fresturinn til að mótmæla styttist óðum. Sinfóníuhljóm- sveit íslands: Tónleikar f kvöld ■ Áttundu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld og hefjast að venju kl. 20.30. Stjórnandi verður aðalstjórnandi sveitarinnar, Jean Rierre Jacquillat og einleikari breski píanóleikarinn Philip Jenkins. Á efnisskráni eru Divertimento Béla Bartok, pfanókonsert eftir Róbert Schumann og ballett svítan Rómeó og Júlía eftir Sergei Prokofief. Philip Jenkins hefur leikið einlcik með mörgum þekktum hljómsveitum og leikið inn á hljómplötur. Hann var um árabil kennari við Tónlistaskólann á Akureyri og hcfur haldið fjölmarga tónleika hér á landi og því íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur. Jenkins er nú prófessor í píanóleik við Royal Akademy of Music í London. Sölustofnun lagmetis er andvfjg mót- mælunum ■ I frétt frá Sölustofnun lagmetis segir að stjórn S.L. hefur fjallað um fyrirhuguð mótmæli fíkisstjómar ls- lands gegn ákvörðun alþjóða hval- veiðiráðsins að banna hvalveiðar frá árinu 1986. Stofnunin tekur ekki afstöðu til þeirra vísindalegu raka, sem færð hafa verið með og móti slíku hvalveiðibanni, en telur á því verulega hættu, að verði hvalveiðibanninu mót- mælt af íslendinga hálfu gæti það haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar fyrir útflutningshagsmuni okkar í Bandaríkjunum. . Minna má á, að vörumerki á íslcnsku lagmeti í Bandaríkjunum er Iceland Waters og gera má ráð fyrir vaxandi sölu á þann markað, ef ekki- kemur til óvæntra truflana. Stofnunin lýsir því yfir andstöðu við þegar kynntar fyrirætlanir ríkisstjóm- arinnarað mótmæla hvalveiðibanninu. Verkamannabústaðir í Hafnarfirði Stjóm verkamannabústaða í Hafnarfirði hefur ákveðið að auglýsa að nýju eftir umsóknum vegna Víðivangs 1. Þeir einir hafa rétt til kaupa á íbúð í verkamannabústööum, sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili í Hafnarfirði. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft meðaltekjur fyrir s.l. þrjú ár sem séu .ekki hærri en kr. 91.500 - fyrir einhleyping eða hjón. Fyrir hvert barn innan við 16 ára aldur sem er á framfaeri umsækjenda bætast við kr. 8.1200.-. Greiðslukjör: Umsækjandi, sem fær úthlutað íbúð, skal inna af hendi greiðslu sem nemur 10% af verði íbúðar og greiðist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan átta vikna frá dagsetningu tilkynningar og úthlutun íbúðar, en seinni helmingurinn samkvæmt nánari ákvöröun stjórnar. Þeir aðilar sem sóttu um þann 9. nóv. 1982 -1. des. 1982 þurfa ekki að endurnýja sínar umsóknir. Allar aðrar umsóknir þarf að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmálaskrifstofunni, Strand- götu 6 og ber að skila umsóknum þangað eigi síðar en 18. febrúar n.k. Hafnarfirði, 1. febrúar 1983. Stjórn verkamannabústaöa f Hafnarfirði. Heidurslaunum Brunabótafélags íslands úthlutað: ■ Fjórmenningamir sem hlutu heiðurslaun Brunabótafélagsins að þessu sinni, í neðri röð þeir Amór, Birgir, Hafsteinn og Þórir. Fyrir aftan þá era forráðamenn Brunabótafélagsins, þeir Hilmar Pálsson, Ingi R. Helgason, Stefán Reykjalín, Birgir Bjamason og Þórður Jónsson. Tímamynd GE „Margir sóttu um riú” -sagði Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins ■ „Megintilgangur þessara heiðurslauna er að veita mönnum tækifæri til að vinna að málum sem til gagns eru landi og þjóð en að þessu sinni sóttu margir um launin" sagði Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótafélags (slands m.a. í ávarpsorðum sínum er Brunabótafélagið veitti svokölluð heiðurslaun sín í annað sinn. Heiðurslaun þessi eru veitt fjórum aðilum í senn, en í fyrra er þeim var fyrst úthlutað hlutu fjórir skákmenn þau. Laun- in nema samsvarandi upphæð og 20 þrep í launaflokki opinberra starfsmanna eru en þau eru veitt til þriggja mánaða í senn. Þeir fjórir sem hlutu launin nú eru Arnór Pétursson, Birgir Björnsson, Hafsteinn Hafliðason og Þórir S. Guðbergsson. Arnóri eru veitt launin til að vinna að undirbúningi þátttöku íslands í olympíu- leikum fatlaðra sem haldnir verða í júní 1984. Birgir hlaut launin til að kynna sér eldvama- og öryggismál í skipasmíðastöðv- um og á öðrum stórum vinnustöðum erlendis. Hafsteinn hlaut launin til að sinna útbreiðslu og fræðslustarfi á sviði gróður- og garðyrkju og Þórir til að sinna áfram- haldandi starfi sínu á sviði upplýsinga- og þjónustustarfs fyrir aldraða. Það var Stefán Reykjalín formaður stjórnar Bmnabótafélagsins sem afhenti þeim fjórmenningunum heiðurslaunin. -FRI/HEL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.