Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 9 á vettvangi dagsins landfari ■ Gæfa okkar er mikil því að náttúru- auðlindir landsins eru margar, sem alkunna er. Fiskur í ám og vötnum er ein þeirra. Nýting laxins er í góðu horfi og arðsemi mikil, enda laxveiði stunduð af kappi og starfsemin vel þróuð. Hið sama verður ekki sagt um vatnasilung, sem er þó ekki síður en laxinn verðmæt náttúrugjöf, ef rétt er á spilum haldið. Veiðiástundun er víða lítil og engan veginn í samræmi við framleiðslugetu silungsvatna. íslenski silungurinn er vannýttur i í ríkum mæli, segja fróðir menn. Bætt veiðitækni Prátt fyrir umrætt ástand silungsmála, hefur veiði verið stunduð sómasamlega í mörgum vötnum og sumsstaðar vel. Vaxandi stangveiði í silungsvötnum mun ekki duga til að fullnægja í langri framtíð kröfunni, ef svo má segja, um hagfellda nýtingu íslenska silungsstofns- Einar Hannesson: Við Grænalón á Skaftártunguafrétti, Stórauka þarf veiði á silungi ins. Það verður því að koma til stóraukin veiði í þeim vötnum, sem hafa verið vanrækt til þessa. Umbætur þurfa því að verða í sambandi við silungsmálin. Að því er stefnt þessi árin á vegum veiðifélaga og fleiri aðila, sem málið er skylt. Aö Störíum er sérstök samstarfs- nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga, Búnaðar- félagi íslands og Veiðimálastofnun. Verkefni þessarar nefndar er m.a. veiðarfæratilraunir og markaðsmál silungs. Netaveiði leigð út Algengast er að aðeins sé leigð út stangveiði í vötnum. Veiðifélögin á Landmannaafrétti og Skaftártungu- afrétti hafa þó leigt út bæði net- og stangveiði. Fyrr hefur hér í blaðinu verið skýrt frá starfsemi fyrrgreinda félagsins og m.a. sagt frá leigumála í sambandi við netaveiði í vötnum á Landmanna- afrétti, sunnan Tungnaár og net- og stangveiði í öðrum vötnum á þessum afrétti. Að þessu sinni er ætlunin að greina frá því, sem hefur verið að gerast í sambandi við Grænalón og Stakahnúks- vatn á afrétti Skaftártungumanna, en téð vötm eru skammt suðaustan við Tungnaaá. Magnús Kristjánsson, skrif- stofustjóri í Vík í Mýrdal, forustumað- ur samtaka veiðimanna í kauptúninu, sem hefur nefnd vötn á leigu hjá Veiðifélagi Skaftártungumanna, hefur góðfúslega veitt okkur upplýsingar um félag sitt og starfsemina. ■ Einar Hannesson. Fjölskyldubúðir við Grænalón Veiðisamtökin í Vík voru stofnuð árið 1969 í þeim tilgangi að taka á leigu veiði í Grænalóni og Stakahnúksvatni og stunda þar fiskrækt. Félagsmenn voru 12 talsins og síðar var jafnan fyllt í þá tölu þegar einhverjir hættu í félaginu. Veiði- hús var reist við Grænalón, en það bjó aðstöðu fyrir fjölskyldur leigutaka. Þannig geta börn verið með í hvaða veðri sem er, og aðstaða fékkst jafnframt til þess að stunda aðra útiveru, svo sem náttúruskoðun á hálendinu, með að- stöðu í húsinu. Veiðifyrirkomulag er þannig, að út- hlutað er í upphafi árlegs veiðitíma heigarveiui til fc'agsmanna. Hins vegar er öllum félagsmönnum frjálst að vera við vötnin og í húsinu í miðri viku. Heimilt er að veiða í net og á stöng. Bæði veiðist urriði og bleikja. Leigufjár- hæð var í upphafi leigutímans að hluta fólgin í seiðasleppingu. Síðar kom í Ijós að hætta var á offjölgun silungs, en þá var ákveðið fast leigugjald í peningum og fjárhæð fylgir kaupgjaldsvísitölu. Leigusali, ábúendur í Skaftártungu- hreppi, hefur auk leigugjalds aðgang að veiðihúsinu og því þægindi og öryggi af því, þegar bændur fara inn á afréttinn, t.d. að haustinu. Sýnt er, að það samstarf, sem tekist hefur með veiðiréttarhöfum á afrétti Skaftártungu og veiðimönnum í Vík í Mýrdal, hefur verið báðum aðilum hagstætt. Fjölskyldubúðir Víkurmanna við Grænalón eru skemmtileg fram- kvæmd og til eftirbreytni fyrir aðra, sem gætu boðið upp á svipaða hluti. Eigendur veiðivatna þurfa í meira mæli en hingað til að vinna að þessum málurn og m.a. kanna möguleika á að leigja út net- og gildruveiði því vafalaust eru ýmsir, er hafa aðstöðu til að sinna þessu, sem vilja taka á lcigu slíka veiði, jafnframt stangveiðileigu. Einar Hannesson ■ Við veiðihúsið hjá Grænalóni í Skaftártunguafrétti. Þrír ættliðir sjást á myndinni, Magnús Kristjánsson stendur við dyr veiðihússins. Alþingi götunnar ■ I umræðum og áróðri með og móti ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans um hækkun á fargjöldum strætisvagn- anna án samráðs við -erðlagsyfirvöld velur hver sér rök eftir sínum smekk. Veigamestu rökin gegn hækkuninni eru að fara skuli að lögum. Okkur getur líkað misvel við fyrirmæli laga en það er gömul og gróin reynsla með íslenskri þjóð að ef lögin eru rofin þá er friðurinn rofinn og mættu fleiri þjóðir hafa sér þau sannindi að leiðarljósi. A öllum tímum hafa þeir verið til sem hafa ekki viljað sætta sig við þetta. Fyrir nokkrum áratugum lagði Magn- ús Kjartansson, þá ritstjóri Þjóðviljans, fram þá kenningu sína að „Alþingi götunnar" tæki völdin í sínar hendur. Pólitískir andstæðingar Magnúsar brugðust hart við og vændu hann um ólýðræðisleg vinnubrögð og höfðu þar mikið til síns máls. Nú hefur það gerst að Magnús Kjartansson hefur fengið ósk stna upp- fyllta. Alþingi götunnar tók til sinna ráða með ákvörðun borgarstjórnarmeiri- hlutans, með yfirgötustrákinn Davíð Oddsson borgarstjóra, í fararbroddi. Að vísu entist sigurvíman enn skemur en hjá Jörundi hundadagakonungi. Dómsvaldið í landinu dæmdi gjörðir Alþingis götunnar ólöglegar og bíða menn nú átekta. Vert er að vekja athygli á að Þjóðvilj- inn hefur ekki komið auga á að það er fyrrverandi ritstjóri hans sem er þarna andlegur lærifaðir borgarstjórnarmeiri- hlutans, en blaðið hefur nú skipað sér í hlutverk varðar borgaralegra dyggða gegn ólýðræðislegum vinnubrögðum í þetta sinn Sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Heimurinn fer ekki að öllu leyti versnandi. B.F. Sovéskar jöf nur fyrir Evrópu ■ Hinar nýju tillögur Sovétríkjanna um að jafnaðarmcrki verði sett á milli Sovétríkjanna og NATO, hvað snertir meðaldrægar kjarnorkueldflaúgar í Evr- ópu, þar sem lagt er til, að sovéskum meðaldrægum eldflaugum verði fækkað fil jafns við það, sem til er í vopnabúrum Englands og Frakklands, vekja mótmæli á Vesturlöndum, þar sem menn telja, að þessi vopnabúr séu sjálfstæð og þess vegna eigi þau ekki að vera umræðuefni á tvíhliða samningaviðræðum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um kjarnorkuvígbúnað í Evrópu. Þetta sjónarmið er jafnframt mjög útbreitt á íslandi. Hvað má segja í þessum efnum? í raun eiga beinar viðræður sér ekki stað á viðráðunum í Genf um vígbúnað Englands og Frakkland s. Og það eru ekki Sovétríkin, sem lcggja til að takmarka hann einhliða. Þau leggja til, að hann verði tekinn með í reikninginn, þar sem viðræðurnar fara fram á grundvelli jafnréttis og jafns öryggis. England og Frakkland telja kjarnorkuvopnabú sin- sjálfstæð og full- valda „öfl til að halda Sovétríkjunum í skefjum“. í því tilfelli verða þau að viðurkenna rétt Sovétríkjanna til að eiga samsvarandi vopn í sínu vopnabúri. í tillögu Sovétríkjanna er jafnframt gert ráð fyrir, að í framtíðinni megi fækka eldflaugum, ef England eða Frakkland ákveða að fækka þeim vopnum, sem þau hafa til að „halda Sovétríkjunum í skefjum." Áðurnefnt „sjálfstæði" lítur á sama tíma út fyrir að vcra bundið skilyrðum og formlegt. Það cr erfitt að gera sér í hugarlund slíkt ástand, a.m.k. þegar um er að ræða að Sovétríkin dragist inn í, að þessir bandamenn Bandaríkjanna í NATO fari að hefja „sjálfstæðar" að- gerðir. Það verður að gera ráð fyrir því, að þau lönd, sem eru aðilar að NATO muni hegða sér eins og félögum í hernaðarbandalagi sæmir - annars er ekki til neins að stofna slíkt bandalag. Claude Shaison, ráðherra utanríkis- tengsla í Frakklandi lýsti nýlega yfir, svo ekki var um að villast: „Frakkland getur ekki verið hlutlaust kjarnorkuveldi." Enn erfiðara er að hugsa sér England án þess að taka þátt í hinum strategísku áætlunum NATO. Þess vegna telja Sovétríkin réttlátt að telja þessi kjarn- orkuveldi með. En það er til enn betri hugmynd - sovéska tillagan um að öllum tegundum kjarnorkubúnaðar verði hafnað, jafnt mcðaldrægum scm taktískum, sem beint er að skotmörkum í Evrópu, en Vestur- lönd vilja ekki ræða þá tillögu. Það mætti setja eldflaugajafnvægið í Evrópu upp í eftirfarandi formúlu: (A+B + C)-D=0, þar sem A er enska kjarnorkuvopnabúr- ið (64 eldflaugar); B er franska kjarnorkuvopnabúrið (98 eldflaugar); C er bandarísku „Evróeldflaugarnar); D er sovésku „Evróeldflaugarnar". Ef A+B=D, þá er C sama sem 0 samkvæmt sovésku tillögunni. Ef C er ekki sama sem 0, þ.e. ef bandarískar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar verða settar upp á meginlandi Evrópu, þá er búið að raska jöfnunni og sovéski aðilinn er neyddur til að taka skref í áttina til að koma á jafnvægi. í kjölfar aukins kjarnorkuandspænis í Evrópu styrkist ekki friðurinn í Evrópu, heldur þvert á móti, hann verður enn þá brothættari. Formúlan sýnir stöðu mála með eldflaugarnar. Sovéska tillagan býður einnig upp á að fækkað verði niður í jafnt stig flugvélum, sem bera kjarnorkuvopn á umræddu svæði jafnt Sovétríkjanna og NATO. Sé fjöldi þessara flugvéla táknaður með X og notaðar hinar þekktu stærðir í fyrri formúlunni, þá lítur formúlan svona út: (64+98+0+X)-(D + X)=0 Það er greinilegt í þessu tilfelli að D er sama sem 162. Þar sem D er jafngildi A og B er gert ráð fyrir að D minnki í sama hlutfalli og A eða B alveg niður í 0. Það virðist sem svo, að sovéska jafnan verðskuldi að hún sé tekin alvarlega. Reykjavík, 24.1. 83 Jcvgeni Barbukho, yfirmaður APN á íslandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.