Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 a RAFSTRAUMUR SF. Háaloitisbraut 68. Box 653 Reykjavik, isiand. Önnumst alla raflagnaþjónustu í nýtt og eldra húsnæði. Leggjum Ejríkur s 54574 aherslu a vandaða Randver s. 41054 vinnu og goða þ,onustu. gtefán s 66389 Árs ábyrgð á efni. Löggiltir meistarar. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ymisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotiö, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 Ódýrar bókahillur Fyrir heimili og skrifstofur Stærð: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaðar. Verð kr. 1.990.— án hurða Tré- og glerhurðir fáaniegar Húsgögn og . . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900 Utboð Tilboöóskast í steyptarhlífðarhellurfyrirRafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. febr. 1983 kl. 11 f.h. INNKAÚPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 fréttir ■ Ekki eru allir háir í loftinu sem iðka skíðaíþróttina á Húsavík, enda skíðasvæðin skammt undan. Um 5 mínútna gangur er t.d. frá hóteldyrunum og að skíðalyftunum. Tímamyndir Þröstur Heilsuvikur á Húsavík: „Hefur myndast gód stemning íhópunum” — segir Auður Gunnarsdóttir, hótelstjóri á Húsavík HÚSAVÍK: „Ert þú feitur, stressaður eða þarfnast tilbreytingar?" er spurt á bæklingi sem okkur barst nýlega í hendur frá Hótelinu á Húsavík. Við leituðum því nánari upplýsinga hjá hótelstjóranum, Auði Guðmundsdótt- ur, hvort þar sé að finna lækningu við fyrrnefndum „velferðarþrautum". „Við bjóðum nú fólki á ný upp á svonefndar „Heilsuvikur á Húsavík", en þeir sem komu á þessar vikur hjá okkur fyrir áramótin voru mjög ánægðir a.m.k. Þetta virðist því höfða til fólks - ekki endilega að megra sig - sumir vilja bara afslöppun, hvíld og tilbreytingu, sagði Auður. Fyrsta heilsu- vikan á þessu ári hefst næsta sunnu- dag og síðan er meiningin að þær haldi áfram frani undir vorið. „Það er ýmislegt við að vera, “ svaraði Auður. „Það cr leikfimi, gönguferðir með fararstjórn, sund og gufuböð, nudd tvisvar í vikunni fyrir hvern einstakan og svo auðvitað skíðin - punkturinn yfir iið - þegar nægur snjór er. Það er því margt hægt að gera og hefur myndast mjög góð stemn ing innan þeirra hópa sem við höfum haft til þessa", sagði Auður. Þegar við fórum aö leita Auðar kom ■ „Fólk kemur ekki cndilega til að megra sig - sumir vilja bara afslöppun, hvíld og tilbreytingu“, segir Auður Gunnarsdóttir hótclstjóri á Húsavík. ’ í ljós að hún var stödd í Reykjavík. Hún hafði þurft að fara þangað á fund, eins og margir stjórnendur utan af landi þurfa gjarnan að gera. En getur hún ekki dregið eitthvað af öllum þessum fundum sem alltaf er verið að halda þangað norður? - Það er alltaf eitthvað um það líka, og hefur mælst mjög vel fyrir. Fólk getur þá farið á skíði í leiðinni og gert þar með mcira úr þessu. Einnig þykir mönnurn haldast betur utan um hópinn á svona stöðum heldur en þegar fundir eru haldnir í Reykjavík. Þar ætla svo margir að nota tækifær- ið til að gera eitthvað annað í leiðinni og því töluvert los á mannskapnum. Við eigum t.d. von á Verktakasam- bandinu sem ætlar að halda hjá okkur aðalfund sinn á hæstunni. Auður kvað mánuðina desember og janúar hafa verið daufa á hótelinu að venju. En í febrúarséþetta allt að lifna við. M.a. á hún von á tveim 20 manna hópum á næstunni og svo fjölgar þeim sem kaupa sér „helgarpakka" eða „miðvikupakka" - sem eru enn ódýrari - sem hægt er að kaupa bæði hjá Flugleiðum og ferðaskrifstofunum. HEI Æfa Gullna hliðið HÚSAVÍK: „Við erum að hefja æfingar á Gullna hliðinu undir stjórn Einars Þorbergssonar", sagði Hrefna Jónsdóttir formaður Leikfélags Húsa- víkur cr við spurðum við hvað þau væru að fást núna. En fyrirhugaða uppfærslu félagsins á „My fair lady" varð félagið að hætta við þar sem ekki fengust leyfi til þess, sem kunnugt er. -Þið ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur frekar en venjulega? Það er þetta margfræga þingeyska sjálfsálit - við verðum að reyna að halda því uppi sagði Hrefna og hló við. Nú er þetta mannmörg sýning - er alltaf nóg af leikurum? Það sem háir okkur cinna mest er að okkur vantar karlmenn á réttum aldri, þ.e. svona frá 25 og upp í sextugt. en við höfum hins vegar unga og fullorðna menn. En alitaf leysist þetta þó einhvernveginn - enda erum við nú ekki alveg karlmannslausar. þó það mætti vera meira af þeim. Hrefna sagði stefnt að frumsýningu upp úr miðjum mars, en þangað til verða æfingar á hverjunt degi. „Já, þetta er mikil vinna - að bæta daglegum æfingum ofan á fullan vinnu- dag-en þetta gerir fólk með ánægju." - Og aðsóknin góð? - Þaðeru alltafvel sóttarsýningarhjá okkur - ef veður og ófærð fara ekki illa með okkur eins og t.d. í fyrravetur. Húsið er að vísu lítið - tekur tæplega 140 manns í sæti - en við höfum upp undir 20 sýningar. Við erum líka hætt að ferðast með leiksýningarnar eins og áður var algengt. Það hefur þróast upp í það að nú kemur fólk til okkar langar leiðir - bæði úr okkar stóra héraði og einnig jafnvel hópar frá Akureyri, úr Eyjafirði, frá Kópaskeri og jafnvel Raufarhöfn. Fyrir áramótin kvað Hrefna leik- félagið í fyrsta skipti hafa sett upp sína fyrstu barnasýningu. „Við vissum því ekki fyrirfram hvernig viðtökur við fengjum. En þetta lukkaðist mjög vel og var mjög gaman - og við fengum miklar og góðar undirtekir úr salnum". HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.