Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1983 í spegli tímans SYKI beint í æð! Heidurs- vördur sorp- hreinsunar- mannsins ■ Michael Giles og stúlkan hans hún Elaine Pillen gengn í hjónaband með pomp og prakt. Giles er „öskukarl" - eða á finu máli - sorphreins- unarmaður (á enn linna máli sorptæknir). Vinir hans og starfsfélagar í Reading, Berskhire í Englandi vildu heiðra ungu hjónin, svo þeg- ar þau komu frá kirkjunni, þá beið þeirra nýr, hvítur og finn „öskubíll" til að aka þeim í brúðkaupsferðina, og ekki nóg með það, heldur stóðu átta vinnufélagar Mic- liaels heiðursvörð i hreinum og pressuðum einkennisbún- ingi sorphreinsunarmanna með öskutunnulok á lofti, og var þetta hin fríðasta heiðurs- fylking. Q ■ Aumingja Shafik Sinno segist hafa fengi ð stelsýki sprautaða „beint í æð“, eins og sagt er. Shafik er Sýrlendingur, sem slasaðist illa í fjallgöngu, og þá missti hann mikið blóð. Hann var í sjaldgæfum blóð- flokki, og eini hlóðgjafinn sem til náðist með eins blóð, var fangi sem sat inni fyrir þjófnað og rán. Hann gaf slasaða manninum blóð sitt, eftir að honum hafði verið borguð peningaupphæð. Blóðgjöfin tókst vel og Shaf- ik Sinno hresstist, - en tveimur mánuðum seinna var hann tekinn fastur, er hann var að brjótast inn í hús til að stela. Shafik, sem aldrei áður hafði komist í kast við lögin, sagði að þetta væri allt blóðgjöfinni að kenna. Blóð sitt væri spillt, það væri þjófablóð! Hann ját- aði líka á sig sex aðra þjófnaði og sagði um leið, að þetta kæmi yfir sig allt í einu, að sig langaði til að stela, og hann hefði látið eftir löngun sinni. „Eg get ekkert gert að þessu“, sagði hann, - en iögreglan var ekki á sama máli. WjSeí *" " Wf/. ■ Hin hamingjusömu brúðhjón ganga gegnum heiðursfylkinguna. ■ Feðginin Mette og Rolv Wesenlund (Fleksnes) í norska áramótaskaupinu. DOTTIR FLEKSNES FAMN AB LDKA segist helst vilja alvarleg hlutverk ■ Rolv Wesenlund er orðinn einn af þekktari leikurum á Norðurlöndum, einkum vegna sjónvarpsþáttanna um Fleksnes, þar sem hann leikur aðalhlutverkið, Marve Fleksnes. Þessir þættir hafa farið víða, m.a. hafa nokkrir þeirra verið sýndir hér í sjón- varpinu nýlega. Nú hefur dóttirin Mette Fleksnes komið fram í norska sjónvarpinu í fyrsta sinn, en það var í „áramótaskaupi“ þeirra í Noregi, en þar kom hún fram í skemmtiþætti ásamt föður sínum. Ráðamenn við sjónvarpið segja, að hún hafi alls ekki fengið að leika í þættinum - aðeins vegna þess að hún var dóttir föður síns. Hún hafi vcrið prófuð og þótt mjög góð. Sjálf segir Mette; - auðvitað er mikil hjálp í því að þekkja „rétta fólkið í bransanum", en það eitt er ekki nóg. Sem bam og unglingur segist Mette hafa verið stillt og róleg - og þögul. „En það var nú kannski af því að enginn komst að nema pabbi“, segir hún hlæjandi. Hún var um tíma í New York og komst þar í leikskóla The American Drama and Musical Academy. Þar sagðist hún hafa orðið að vinna með skólanum, og verið svo heppin að fá vinnu i stóru vömhúsi, en reyndar illa launaða vinnu og erfiða. Nú hefur Mette Wesenlund fengið vinnu við leikhúsið í Bergen. Þrátt fyrir að grínþátt- urinn um áramótin hafi heppn- ast mjög vel, þá segist hún ekki hafa áhuga á slíku, en fyrst og fremst langi hana að takast á við alvarleg hlutverk. Þess vegna er hin unga leikkona full eftirvæntingar nú þegar hún tekur til starfa við leikhúsið. viðtal dagsins Gullströndin andar: „USTAMENN ORDNIR LEIÐIR Á AÐ HOKRA HVER í SÍNU HORNI” ■ „Gullströndin andar,“ nefn- ist listahátíð sem stendur yfir þessa dagana að Hringbraut 119, þar hafa uin 120 listamenn hönd í bagga, þar af eru milli 60 og 70 myndlistarmenn. Þetta er fólk á öllum aldri, eða öllu heldur ungt fólk á öllum aldri eins og þrír aðstandendur hátíðarinnar orð- uðu það þegar við litum þar inn í fyrradag. Viðmælendur okkar heita Elín Magnúsdóttir, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir. Við spyrjum þær fyrst; „Af hverju heitir hátiðin „Gullströndin andar?“ „Það er af því að strðndin hérna fyrir neðan var áður fyrr kölluð gullströndin og við kenn- um hátíðina við staðinn, strönd- ina sem hefur fengið nýtt líf við alla starfsemina sem hér fer fram. En nafnið gullströndin mun þannig til komið að hérna í fjörunni voru áður fyrr öskuhaugar Reykjavíkur.'1 „Og af hverju efnið þið til svona hátíðar? Til að byrja með þá viljum við taka fram að við erum ekki með neitt andóf gegn listahátíð eða mótmæli gegn henni. Það er búið til í blöðunum. Ástæðan fyrir því að þessi hátíð er haldin hér er einfaldlega sú að listamenn eru orðnir leiðir á því að hokra hver í sínu horni. Menn vilja koma út með það sem þeir eru að vinna að. Og hérna eigum við kost á geysistóru húsnæði sem við fáum ókeypis. Eigendur húsnæðisins hafa reynst okkur mjög vel og raunar hafa ýmsir aðilar veitt okkur mikið liðsinni. Okkur finnst eins og það hafi allt í einu komið til skjalanna ný meðvitund listamanna sem hafi gert þetta mögulegt. Hingað til hefur alltaf verið rígur milli listamanna, þeir hafa staðið hver á móti öðrum. En nú eru þeir skyndilega tilbúnir að vinna saman, myndlistarmenn, tón- listamenn og Ijóðskáld. Greini- lega orðnir leiðir á að pukra hver í sínu horni. Svona samvinnu og svona starfsemi hefði aldrei verið hægt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.