Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 10
NAD Akure laun a ■ Um helgina var haldið fyrsta bikar- mót vetrarins í Hlíðarfjalli. Mótið er nefnt Hermannsmót í höfuðið á hinum merka og mæta íþróttafrömuði Her- manni Stefánssyni. Fyrri dag mótsins var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. Eftir fyrri ferð í svigi kvenna hafði Ásta Ásmunds- dóttir besta tímann, en fast á hæla henni kom Nanna Leifsdóttir þá komu þær Guðrún H. Kristjánsd. og Tinna Traustadóttir í næstu sætum. í síðari ferð féllu nokkrir keppendur úr leik, meðal þeirra er fengu byltu var Ásta Ásmundsdóttir. Sígurður sigraði I stórsvigi karla náði Björn Víkingsson bestum tíma þátttakenda í fyrri ferð, en stutt á eftir honum var hinn knái skíðamaður ísfirðinga Sigurður Jónsson, þriðji í röðinni varsíðan Elías Bjarnason og þá Erling Ingvason. í seinni ferð keyrði Sigurður best allra og skaust fram úr Birni er hafnaði í öðru sæti. Seinni dag mótsins var keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna. í stórsviginu náði Nanna Leifsdóttir bestum tíma þátttakenda í báðum umferðum og var því hinn öruggi sigurvegari. Á eftir henni kom síðan Guðrún H. Kristjáns- dóttir, sem er aðeins fimmtán ára gömul og er skíðakona sem vænta má mikils af í framtíðinni, í þriðja sæti var Tinna Traustadóttir. Nanna Leifsdóttir, sigraði því í hvorutveggja, svigi og stórsvigi, og um leið alpatvíkeppni en fyrir hana er veittur bikar til minningar um Helgu Júníusardóttur. Nanna sýndi mikið ör- yggi í öllum sínum ferðum og er vafalítið ein besta síðakona landsins í dag. Óvænt úrslit I svigi karla urðu úrslit nokkuð með ððrum hætti en búist var við. Fyrsta sæti hlaut kornungur Húsvíkingur Ámi Grét- ar hlutu 10 verd- á fyrsta mótinu ■ Sigurður Jónsson ar Árnason, en þess má geta að hann keppir enn unglingaflokki. Með glæsi- legri keyrslu í seinni ferð skaut hann öðrum þátttakendum aftur fyrir sig meðal þeirra voru Björn Víkingsson og Elías Bjarnason en þeir höfðu forystu eftir fyrri ferð. f öðru sæti varð Valþór Þorgeirsson og þriði Björn Víkingsson Björn sigraði í alpatvíkeppninni og hlaut til varðveislu glæsilegan bikar s.k. Hermannsbikar. Vantar ný tæki! En ekki er allt sem sýnist, í viðtali við Þröst Guðjónsson, hinn ötula formann skíðaráðs Akureyrar, kom fram að ekki hefði mátt muna miklu að tímataka á þessu móti færi úr skorðum. Slíkt er litið mjög alvarlegum augum, bæði af kepp- endum er lagt hafa gífurlega mikið á sig við æfingar til að standa sig í mótum sem þessum svo og af eftirlitsmönnum þess- ara móta. Því er það mjög brýnt erindi fýrir S.R.A. að eignast ný tímatökutæki, þar sem þessi einu er ráðið á nú eru ekki nógu góð fyrir þau tvö stórmót er haldin verða hér í Hlíðarfjalli seinna í vetur og eru mun fjölmennari en þetta Her- mannsmót. Að lokum má geta þess að mikill og góður skíðasnjór er nú í Hlíðarfjalli. Fab. ■ Tamara McKinney Konur: stig 1. Tainara McKinney Bandur. 162 2. Hanni Wenzel Liechtenst. 161 3. Erika Hess Sviss 135 4. Elisabeth Kirchler Austurr. 120 5. lrene Epple V-Þýskal. 107 6. Doris de Agostini Sviss _ 96 7. ChristÍBs Coepc-r Bánuár. 87 8. Maria Walliser Sviss 77 9. Cind) Nelson Bandar. 76 10. Mariá Epple V-Þýskal. 71 ■ Sökum frændskapar við tvo efstu menn birttim við hér lista yfir efstu menn í svigi karla: Stig 1. Stig Strand Svíþjóð ' 74 2. Ingcmar Stcninark Svíþjóð 70 3.4. Paolo de Chicsa Ítalíu Steve Mahre Bandar. 55 5.-6. Fran/ Gruber Austurr. Phil Mahre Bandnr. 45 7. Christian Orlainsky Austurr. 40 8. Michel Canac Frakklundi 38 9. Jacques Luethy Frakkl. 24 10. Bojan Kri/aj Júgóál. 23 Staðan í stigakeppni milli landa er þcssi: 1. Sviss 2. Austurríki 3. Bandaríkin 4. Frakkland 5. Ítalía 6. Vestur Þýskal. 7. Kanada 8. Liechtenstein 9. Svíþjóð 10. Tékkóslóvakía 1351 stig 1091 stig 553 stig 478 stig 367 stig 317 síig 251 stig 246 stig 172 stig 130 stig Bikárkeppni BTÍ ■ Til stendur að Biknrkcppni Borð- tennissambands íslands verði i fyrsta sinn haldin sunnudaginn 13. febrúar í Fossvogsskóla. Keppnin mun heljast klukkan 13.00. Ákveðið verður um næstu umferðir eftir að þátttaka i mótinu verður Ijós. Liðin í hikarkeppninni verða skipuð tveimur körlum og einni konu. Hvcrt félag getur sent eins mörg liö og það vill. Þátttökutilkynningar berist móta- nefnd í síma 30354, 83674 eða 74897 fyrir 10. febrúar. Þróttur vill gervigras Eftirfarandi ályktun Var samþykkt á fundi í stjórn knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík 20. janúar 1983. . Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar lýsir cindregnum stuðningi við áform meirihluta borgarstjórnar að hefja byggingu gervigrasvallar í Laugardaln- um á árinu 1983. Bygging þessa sýnir stórhug og á cftir að efla knattspyrnuna hér í Reykjavík um ókomin ár. Þá harmar stjórnin þá undstóöu sem fram hefur komið viö þetta mál og telur það sýni vanþekkingu og vanmat á störfum íþróttafélaganna í borginni og einnig virðingalcysi við það starf sem þar er unnið í þágu þúsunda ungmenna borgarinnar. * -mousrs»_cásL£— hljómflutningstæki að upphæð 25.000,- kr. Dregin RtiQgtfy Aðeins skuldlausii áskriiendur getatekið þátt í getrauninni. GetraunaseSlamir birtast í laugardagsblöðunum ■ Heimsbikarkeppnin á skiöum er alltaf í fullum gangi. Um síöustu helgi var keppt í öllum greinum skíðaíþrótta víða um heim. Staðan í heiinsbikar- kcppninni cftir síðustu helgi var þessi: Heildarstig, karlar: stig 1. Peter Mueller Sviss 123 2. Pirmin Zurbriggen Sviss 114 3. Ingemar Stenmark Svíþjóð 102 4. Petet-Luescher Sviss 99 5. -6. Harti Wirather Austurríki Phil Mahre Bandar. j 95 7.-8. Urs Raeber Sviss Conradin Cathomen Sviss 92 9. Frans Klammer Austurríki 86 10. Kcn Read Kanada 76 FIMMTIJDAGUR 3. FEBRUAR 1983 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 fþróttlr íþróttir llmsjón: Samúel örn ErJlngsson ■ Guðmundur Guðmundsson er talinn einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins, og fékk mjög lofsverða dóma um hæfni sína í Noregi. Guðmundur og félagar hans í landsliðinu gerðu mjög góða ferð til Norðurlandanna að þessu sinni, en standa þeir sig í B-keppninni í Hollandi?, sú spurning brennur nú heitt á vörum margra. Tímamynd Róbert. SIGRUBU 21:20 f ÆSISFÐMANMIÐK Frá Ingólfi Hannessyni frétta- manni Tímanns í Osló: ■ Islendingar lögðu Norðmenn að velli í Skedsmohallcn í Lilleström í gærkvöld 21-20, eftir æsispennandi síðari hálfleik og lokamínútur. Norðmenn byrjuðu leikinn í gær með miklum látum og greinilegt var að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Þeir skoruðu fyrsta markið og voru ntjög grimmir. Þorgils Óttari tókst að læða inn marki 1-1, en síðan skullu á 3 norsk mörk í röð. Þar var að verki í öll skiptin Hans Christian Haneborg staðan var þar með 4-1 Norðmönnum í vil, og íslendingum tókst ekki að skora sitt annað mark fyrr en 17 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá komu tvö íslensk mörk í röð 3-4. Norðmenn svöruðu og staðan var 6-3 eftir skantma stund. Þessi munur, 2-4 ntörk hélst meira og minna út hálfleikinn, þar til staðan var 9-7 Norðmönnum í hag. íslenskur fjörkippur Þá tók íslenska liðið mikinn fjörkipp, og skoraði 3 mörk í rykk. íslenska liðið lék eins og það best getur leikið síðustu mínútur fyrri hálfleiks, og staðan því 10-9 fyrir ísland. Sama baráttan var upp á ten- ingnum í síðari hálfleik, nema nú fór hún harðnandi. Norðmenn voru grimmir, og mun sprækari en í gær. fslendingar virtust aftur á móti dálítið þreyttir. Munurinn var alltaf 1 inark á annan hvorn veginn það sem eftir lifði leiks, eða það var jafnt. Jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 15-16 Norðmönnum í hag. Allan þann tíma hélt Sigurður Sveinsson íslenska liðinu á floti með stórleik, þeim besta sem hann hefur leikið í allan vetur. Sigurður jafnaði 16-16, en þá höfðu fjölmargir íslenskir áhorfendur í Lilleström óttast að nú væri þetta búið. Tvö mörk fylgdu í kjölfarið hjá íslendingum, og íslensk- skum námsmönnum og öðrum ís- lendingum sem mættir voru á svæðið volgnaði um hjartaræturnar. Spennandi lokamínútur 18-16 íslandi í hag, en leikurinn var ekki aldeilis búinn. Guðmundur Guðmundsson kom íslandi í 19-17, en þrjú mörk gamla jaxlsins Vidars Bauer í norska liðinu, sem lék sinn 101. landsleik í gær, gerðu það að verkum að Norðmenn jöfnuðu. Fyrst 19-19, Bjarni skoraði 20-19, en Bauer jafnaði 20-20. Þá braust Páll Ólafsson í gegn og skoraði 21-20 með miklu harðfylgi. Þetta mark réði úrslitum leiksins. Þegar þetta gerðist voru 2 og hálf mínúta eftir. Mikil taugaspenna ríkti, f slendingar misstu hraðaupphlaup í vaskinn, eftir aó Norðmenn höfðu klikkað. Norð- mönnum brást bogalistin aftur, og íslendingar hófu sókn sem endaði með stangarskoti Páls. Enn fengu íslendingar boltann, en töpuðu hon- um 5 sekúndum fyrir leikslok, Norð- menn brunuðu upp, fengu aukakast, en það hafnaði í íslenska varnar- veggnum eftir að leiktíminn var útrunninn. Sannarlega spennandi lokamínútur. Liðin Norðmenn léku mun betur en í fyrri leiknunt, þar átti mestan þátt Haneborg, sem skoraði grimmt. Gamli refurinn Rune Svensson varði eins og berserkur sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var góður varnarmaður- inn Jan Wangen. Auk þess var Bauer drjúgur í lokin. íslenska liði lék leikinn ekkert sérstaklega vel, miðað við oft áður en segja má að leikurinn hafi verið framar öllum vonum eftir stranga keppnisferð. Einnig vegna þess að í leiknum vantaði tvo mjög öfluga varnarmenn í liðið, þá Hans og Kristján, auk þess sem Kristján leikur mjög stórt hlutverk í sókninni. Vel má því við þessi úrslit una. Sigurður Sveinsson stóð nokkuð upp úr íslenska liðinu. Hann sýndi gamla Þróttartakta, og skoraði hvert markið öðru fallegra, og sýndi og sannaði að hann er virkilega að ná sér á strik. Leikur Sigurðar var stóri og Ijósi punkturinn við leik íslenska liðsins. Mörk íslands: Sigurður6/2, Alfreð 4, Steindór 3, Þorgils Óttar, Páll og Guðmundur 2 hver, og Bjarni og Ólafur 1 hvor. Fyrir Norðmenn skoruðu mest: Haneborg 7, Helland, Jorgensen og Bauer 3 hver. IngH/SÖE eftir leikinri Góöur cndir á erfiðri ferð‘k ■ Þad >ar j»«n s>unu i lukin at> >inna þessa t>« leiki >iA Norðmenn*'. sagði Hilmar Björnssun landsliðsþjáifari. ..Þrátl f>rir aö leikurínn halí ekki veriö frekar slakur hjá okkur » k>uld, er anæjiöur með |)ennan alaii^a, ekki sisl þar sen» >iö nuluöum ekki lykilmenn*'. ..Éjí >ar ánægöur m eö harattuna i leiknum". sagöi Hilmar. „Strákamir rifu sig upp mjög >el á kuilum. Þá >ar éj» mjög ánægöur meft Sigurö Sveinsson. hann nafti sér vel á strik." „Endapunktur á góðri ferð" ■ „Þetta >ar endapunktur á gódri ferd", sagði Sigurður S>einssun eftir leikinn. „Vid bördumst eins ug Ijon. ug ég er ámegður meö minn hlut. þetta gekk vel". „Eins og nótt og dagur“ ■ Þessir leikir voru eins og nótt og dagur hjá nurska liðinu", sagöi (itinnar Pettersen, fyrirliöi og iykilmaöur nurska iiöstns, en hann gat ekki tekiö þatt i leikjunum gegn íslendingum. en fvlgdist meö þeiin báöum. „Vurnin var mun belri og Jan Wangen kom sérlega vel út i kvöld. íslenska liöiö var mjug gutl í fyrri iciknum, en ég var dálitiö hissa á því hversu vel gekk aö stööva Alfreö Gtsla* sun í leiknum. Aö vísu var þaö lagt upp fyrir leikinn aö Jan Wangen mundi síöövs kur*n, er< ekki w á að þaö gengi s>o vel sem raun barAitni". „Resti maöur islenska iiösins er an efa Guömundur Guömundsson. hann er geystlega fljötur og útsjonarsamur leik- maöur, einnig eru þeir gúöir, Alfreö og Siguröur Sveinsson. góöar skvttur." „Synd að tapa“ ■ „Þaö var synd aö tapa þessunt leik". sagöi Thor tdvin Helland. „primus- mölor" norska liösins. „I»aö >ar einkum slæmt þar sem norska liöiö >ar ntun hetra framan af. ísiendingar eru meö mjög gutt liö." - Islenska liöiö er t.d. ntiklu léttara ug skemmtilegra liö en þaö svissneska, ineö unga ug snugga stráka. Kn hitt er svu annaö mál, aö þaö getur margt spilaö inn í i keppni eins og B-keppninni. Sviss- lenska liöiö er miklu þvngra en þaö íslenska, og ég >ona sannarlega aö íslenska liöinu gangi allt ,í haginn i keppninni." „Skemmtilegustu leikmenn islenska liösins eru Alfreö (rislason ogGuömund- ur (■uömiindsson". KRISTIN ER STERKUST ■ Krístín Magnúsdóttir er sterkust badmintonmanna hér á landi sam- kvæmt styrkleikalista Badminton- sambandsins. Badmintonsambandið hefur nú skipað leikmönnum upp eftir styrk- leika, samkvæmt samþykkt frá síðasta ársþingi. Badmintonfólk mun síðan fá stig samkvæmt styrkleika hvers móts eftir ákveðnum reglum héðan í frá. Styrkleikalistinn mun birtast eftir því sem þurfa þykir í Tímanum hér eftir. Heildarstyrkleikalisti sambandsins lítur svona út: stig 1. Kristín Magnúsdóttir TBR 26,5 2. Broddi Kristjánsson TBR 26,1 3. Guðmundur Adolfss. TBR 15,6 4. Kristín Berglind TBR 15,0 5. Víðir Bragason IA 12,1 6. Sigfús Ægir Árnason TBR 11,2 7. Þórdís Edwald TBR 10,6 8. ÞorsteinnPállHængss.TBR 4,8 9. Haraldur Komelíusson TBR 4,5 10. Sif Friðleifsdóttir TBR 3,6 f einstökum flokkum eru styrkleika- listar á þessa leið: Einliðaleikur Karlar: 1. Broddi Kristjánsson TBR 26,0 2. Guðmundnur Ádoiíss. TBR 14,7 3. Víðri Bragason IA 9,3 4. ÞorsteinnPállHængssonTBR 6,5 5. Sigfús Ægir Árnason TBR 5,2 6. Indriði Björnsson TBR 1,0 Konur: 1. Kristín Magnúsdóttir TBR 25,8 2. Þórdís Edwald TBR 13,0 3. Kristín Berglind TBR 11,2 4. Elísabet Þórðardóttir TBR 4,4 5. Ragnheiður Jónasdóttir IA 4,2 6. Inga Kjartansdóttir TBR 0,6 Tvíliðaleikur Karlar: 1. Broddi Kristjánsson/ Guðm. Adolfsson 25,4 2. Sigfús Æ. Ámason/ Víðir Bragason 21,9 3. Haraldur Komelíusson/ Þorsteinn Hængss. 4,0 4.-6. Indriði Bjömsson/ Þorsteinn Hængsson 3,0 4.-6. Sigurður Haraldsson/ Haraldur Komelíuss. 3,0 ■ Kristín Magnúsdóttir hefur flest styrkleikastig íslenskra badminton- leikara. Tímamynd Róbert 4.-6. Óskar Bragason/ Reynir Guðmundsson 3,01 7. Sigurður Haraldsson/ Þorgeir Jóhannsson 2,4 j; Tvfliðaleikur Konur: 1. Kristín Magnúsdóttir/ Kristín Berglind 27,21 2. Hanna Lára Pálsdóttir/ Lovísa Sigurðard. 13,81 3. Inga Kjartansdóttir/ Þórdís Edwald 7,81 4. Ragnheiður Jónasdóttir/ Sif Friðleifsd. 6,01 5. Þómnn Óskarsd./ Elísabet Þórðardóttir 4,21 6. Þórunn Óskarsd./ Þórdís Edwald 3,0 Tvenndarleikur 1. Broddi Kristjánsson/ Kristín Magnúsdóttir 26,8 2. Vildís K. Guðmundsson/ Sigfus Ægir 8,4 3. Haraldur Kornelíuss./ Kristín Beglind 8,0 4. Þórdís Edwald/ Guðmundur Adolfsson 7,2 5. Víðir Bragason/ Sif Friðleifsdóttir 6,0 6. Lovísa Sigurðard./ Haraldur Kornelíuss. 2,6 7. Þorsteinn Hængsson/ Inga Kjartansdóttir 0,4 ÖRUGGIIR SKUR HJJt ÞRÚTTI — sigraði IS 15:0 í síðustu hrinunni ■ Eins og minnst var á í blaðinu í gær, sigraði Þróttur ÍS í fyrstu deild kvenna í blaki í fyrrakvöld. Úrslit leiksins urðu 3-1,15-11, 15-12, 17-15 og 15-0. Þróttarstúlkur byrjuðu leikinn nokk- uð vel, og sigruðu í tveimur fyrstu hrinunum eftir dálítinn barning. ÍS náði að sigra í þriðju hrinu eftir spennandi lokakafla, en þar með tók Þróttur völdin á vellinum, og afgreiddi Stúdínurnar á 8 mínútum, 15-0. Var hrinan ein þeirra þegar allt gengur upp hjá öðru liðinu, og allt er búið hiá hinu. Steina Ólafsdótt- ir landsliðskona úr Þrótti tók 13 uppgjaf- ir í röð, sem gáfu 12 stig og Linda Jónsdóttir blakari og körfutröll með meiru kláraði síðan hrinuna. Jóhanna Guðjónsdóttir þótti jafnbest Þróttar- stúlkna í leiknum, en Þóra Andrésdóttir var sterk ÍS megin. Staðan í fyrstu deild kvenna í blakinu eftir leikinn í gær og leiki síðustu helgar er nú þessi: ÍS-ÚBK .........................3-0 Þróttur-Víkingur................3-0 ÍS-Þróttur ......................1-3 Þróttur........ 11 11 0 33-8 22 ÍS ............. 11 9 2 30-7 18 UBK ............. 10 4 6 16-19 8 KA .............. 8 1 7 3-21 2 Víkingur....... 10 0 10 3-27 0 Staðan í fyrstu deild karla er nú þessi: Víkingur-ÍS ....................1-3 Þróttur........ 10 10 0 30-5 20 ÍS .............. 9 8 2 26-7 16 Bjarmi........... 9 4 5 12-18 8 UMSE.......... 9.2 7 8-24 4 Víkingur....... 10 0 10 8-30 0 2. deild karla: HK ................ 6 4 2 13-7 8 Samhygð ........... 642 14-11 8 Fram................ 4 2 2 9-8 4 UBK ................ 624 10-14 4 Þróttur............. 4 13 5-112 í síðustu hrinunni. ■ Þær komu við sögu í sigri Þróttar á ÍS í fyrrakvöld: F.v. Björg Björnsdóttir fyrirliði Þróttar, Jóhanna Guöjónsdóttir besti maður leiksins, og Steina Ólafsdóttir, sem tók 12 stig í röð með uppgjöfum Tímamynd Ella

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.