Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 18
Wámtm FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 18 Guðmundur G. Þórarinsson: Töpum 1. millj. dollara á dag vegna þvergird- ings Hjörleifs — ráðherra boðar einhliða aðgerðir ■ Á meðan utanríkismálanefnd reifaði mótmæli gegn hvalveiðbanni á löngum fundum í fyrradag notuðu þingmenn, sem ekki voru uppteknir þar, tímann til að fjalla um orkuverð og komu víða við. Olafur Þ. Þórðarson hóf umræðuna utan dagskrár og gerði orkuverðið frá Landsvirkjun að umtalsefni. Hann sagði að afleiðingum af röngum orkusölu- samningum væri velt yfir á almenning. Vcrst verða „hin köldu svæði“ landsins úti, en það eru þau svæði landsins sem ekki búa við hitaveitu og nýta rafmagn til upphitunar. En þau svæði borga stórkostlegan skatt til stóriðjunnarsagði Ólafur. Sú stefna sem mörkuð var fyrir nokkrum árum, að nýta innlenda orku- gjafa til húsahitunar hefur snúist upp í martröð hjá þeim sem mest þurfa að greiða. Hann sagði það undarlegt háttar- lag að hækka orkuverð um 800% á þrem árum og hlyti það að eiga sinn þátt í ■ Hjörlcifur Guttormsson. verðbólguþróuninni. En á sama tíma og raforkan hækkar svona ofboðslega hækkar byggingavísitala um 270%. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarrað- herra kvað orkuverð ekki hafa hækkað um nema 600% á þrem árum, en á þessu ári er ráðgcrð hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar um 125%. Vegna mik- illa framkvæmda hefur Landsvirkjun tekið há erlend lán og skuldaði um s.l. áramót sem svarar 331 milljón dollara, en 65% lánanna eru í dollurum. En með hækkuðum vöxtum fer fiármagnsbyrð- in vaxandi. En aðalástæðuna fyrir háu rafmagns- verði sagði ráðherrann vera, orkusöluna til stóriðju, sérstaklega til ísals, og væri verðið langt undir því að greiða orku- framleiðsluna. Hér er að finna megin- skýringuna á þeim búskap sem Lands- virkjun býr við, en fyrirtækið var rekiö með 150 millj. kr. tapi á síðasta ári og er markmiðið að vinna það upp. Hjörleifur kvaðst hafa gert tillögur í ríkisstjórninni um að verðlagning Lands- ■ Ólafur Þ. Þórðarson. ■ Guðmundur G. Þórarinsson. virkjunar verði sett undir verðlagseftirlit og ákvörðunarvald stjórnvalda, svo að þau geti haft áhrif á verðlagningu rafveitufyrirtækja. Boðaði hann frum- varp um þetta efni á næstunni. Þá boðaði iðnaðarráðherra, að hann hefði undirbúið einhliða aðgerðir til að fá leiðrétt orkuverðið til ísals. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði rangt að hátt orkuverð væri vegna la'gs verðs til stóriðju og lýsti ábyrgð á hendur iðnaðarráðherra fyrir að standa í vegi fyrir að hægt verði að ná samningum um hækkun orkuverðs til ísals. Hann sagði að ekki væri ágreiningur um að hækka verði raforkuverðið til álversins heldur um hvernig iðnaðarráðherra hefurstaðið að málum og hafi hann reynst ófær um að ná hagstæðum samningum. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að það hlyti að vera undrunarefni hvernig staða orkufyrirtækjanna er. Að sumu leyti hefur lítil fyrirhyggja verið sýnd, reistar byggðalínur fyrir erlent lánsfé og þær eru einnig reknar fyrir erlent fé. Guðmundur sagðist sammála iðnaðar- ráðherra um að hækka verði orkuverðið til áliðjunnar sem fyrst, en eins og nú er græða Svisslendingarnir 1. milljón doll- ara á mánuði á lágu orkuverði. Hann sagðist sannfærður um að hægt væri að koma samningum á en ávallt hefði verið komið í veg fyrir það vegna þvergirðings- háttar og stífni iðnaðarráðherra. Það er engu að tapa þótt samningavið- ræður hefjist og ef þær leiða ekki til jákvæðrar niðurstöðu er hægt að grípa til einhliða aðgerða. En við misstum af tækifæri er áliðnaðurinn í heiminum var í uppsveiflu, en hann er nú í lægð. Það deilir enginn um, sagði Guðmundur G. Þórarinsson, að við þurfum að fá hækkað orkuvcrð, heldur hvernig staðið er að þeim málum af hálfu iðnaðarráð- herra og það er eingöngu þvermóðsku hans að kenna að viðræðurnar eru ekki komnar á. Allir vita, en sumir að reiðhjól barna eru best geymd inni að vetrarlagi. ||UMFEROAR ÓÓListahátíðíReykjavíkó Kvikmyndahátíð Sýningar í Regnboganum Fimmtudagur 3. febrúar 1983 Blóöbönd - eða þýsku systurnar - Die Bleierne Zeit - eftir Margarethe von Trotta. V-Þýskaland 1982. kl. 3:00 Margrómað listaverk, sem fjallar um tvær prestdætur, 5:00 önnur er blaðamaður og hin borgarskæruliði. Fyrir- 7:00 myndirnar eru Guðrún Ensslin og systir hennar. 9:00 Aðalhlutverk: Jutta Lampe og Barbara Sukowa. Mynd- in fékk Gullljónið í Feneyjum 1981 sem besta myndin. ÍSLENSKUR SKÝRINGARTEXTI: Með allt á hreinu -eftir Ágúst Guðmundsson. ísland 1982. kl. 11:00 Nýjasta íslenska kvikmyndin. Söngva- og gleðiipynd, sem fjallar um hljómsveitabransann, baráttu kynjanna, íslenska drauminn og ótalmargt fleira. AÐEINS ÞESSIEINA SÝNING. Hjarta harðstjórans—eða Boccaccio ÍUngverjalandÍ -A Zsarnok Szive avagy Boccaccio kl. 3:05 Magyarrországon - eftir Miklós Jancsó. Ungverjaland 5:05 /Ítalía 1981 7:05 Mjög sérkennileg kvikmynd, sem fjallar með stílfærðum 9:05 hætti um atburði í Ungverjalandi á 15. öld. ENSKUR 11:05 SKÝRINGARTEXTI. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR. BÖNNUÐINNAN12 ÁRA. Líf Og störf RÓSU rafvirkja -The Life and Times of Rosie the Riveter eftir Connie Field. Bandaríkin 1980. kl. 3:10 Skemmtileg og fersk heimildamynd, sem gerist í Banda- 7:10 ríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni, þegar konur tóku 11:10 við „karlastörfum“, en voru síðan hraktar heim í eldhús- in, er hetjurnar sneru aftur af vígvellinum. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Brot -Smithereens eftir Susan Seidelman. Bandaríkin 1982. kl. 510 Þróttmikil og litrík mynd, sem gerist meðal utangarðs- 9:10 fólks í New York. Afbragðs dæmi um ferska strauma í amerískri kvikmyndagerð. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Mamma — lífíð er núna - Mamma várt liv er nu - eftir Suzanne Osten. Svíþjóð 1982. kl. 3:15 Athyglisverð og mjög persónuleg kvikmynd um móður 9:15 leikstjórans, Gerd Osten sem var einn heisti kvikmynda- 11:15 gagnrýnandi Svíþjóðar á sínum tíma, en sá aldrei þann draum sinn verða að veruleika, að gera kvikmynd. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Vitfírrt - Die Berúhrte eftir Helmu Sanders-Brahms. V.-Þýskalandl981. kl. 5:15 Harmleikur geðkloflnnar stúlku, sem reynir að koma á 7:15 samskiptum við annað fólk með þvi að gefa sig alla, í bókstaflegri merkingu. Verðlaun: „Sutherland Trophy“ í London 1981. ENSKUR SKÝRINGARTEXTI. BÖNNUÐ BÖRNUMINNAN16 ÁRA. SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miðasala í Regnbogamim sími 19000 Kvikmyndsir StlfK Sími 78900 o-Bi-a Salur 1 Frumsýnir nýjustu mynd Arthurs Penn Fjórir Vinir (Four Frlends) Ný frábær mynd gerð af snillingn- um Arthur Penn en hann gerði myndirnar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini sem kynnast i menntaskóla og verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta i þá daga. AðalhluWerk: Craig Wasson, Jodi Thelen, Michael Huddleston, Jim Metzler. Handrit: Steven Tesich. Leikstjóri: Arthur Penn. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05,11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Flóttinn (Pursult) Flóttinn er spennandi og jafnframt fyndin mynd sem sýnir hvernig J.R. Meade sleppur undan lög- reglu og fylgisveinum hennar á stórkostlegan hátt. Myndin er byggð á sannsögulegum heim- lldum. Aðalhlutverk: Robert Duvall, T reat Williams, Kathryn Harrold Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Hækkað verð Salur 3 Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) _ »4» Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5 og 7 Sportbíllinn < (Stingray) Fjörug og skemmtileg bilamynd. Aðalhlutverk Christopher Mitc- hum og Les Lannom. Sýnd kl. 9 og 11. Salur 4 Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins) Peir eru sérvaldir, allir sjálfboðalið- ar svífast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Þetta er umsögn um.hina frægu SAS (Special Air Service) Þyrlu-björgunarsveit. Liðstyrkur ■ þeirra var það eina sem hægt var. að treysta á. Aðalhlv: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Widmark, Robert Webber Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Ath. breyttan sýningarlíma. Bönnuð börnum innan 14 ára. HÆKKAÐ VERÐ Salur 5 Being There Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.