Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 lliiimii Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Varnir vegna snjó- flóða og skriðufalla ■ Vegna hins hörmulega atburðar, sem nýlega gerðist á Patreksfirði er ástæða til þess að rifja það upp, að Alþingi hefur rætt og gert tillögur um ráðstafanir vegna snjóflóðahættunnar. Ar- angur hefur orðið nokkur, en þó minni en skyldi. A þinginu 1974 -1975 flutti Tómas Árnason tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum. Tillaga þessi var samþykkt lítið breytt og afgreidd sem ályktun frá Alþingi 14. maí 1975. Samkvæmt ályktuninni var ríkisstj órninni falið að láta fara fram rannsóknir á framannefnd- um náttúrufyrirbærum með það fyrir augum, hvort unnt væri að sjá fyrir og hindra snjóflóð og skriðuföll og hvaða vörnum yrði helzt komið við. _ í greinargerð fyrir áðurnefndri tillögu Tómasar Árnasonar^sagði m.a. á þessa leið: „Ýmsir íslendingar hafa unnið merkileg störf að gagnasöfnun í þessum fræðum. Olafur Jónsson hefur t.d. skrifað mikið og gagnmerkt ritverk um skriðuföll og snjóflóð. Almannavarnanefnd ríkisins hefur nokkuð hafist handa í þessum málum, m.a. með því að skrifa bæjaryfirvöldum í þeim kaupstöðum í landinu, þar sem snjóflóð gætu fallið, og óskað eftir kortlagningu hættusvæða. Enn fremur hefur nefndin beðið um álit á því hvaða vörnum væri hugsanlegt að koma við til varnar gegn snjóflóð- um. Erlendis hafa rannsóknir á snjóflóðum, fjall- hruni og jarðskriðum verið gerðar um alllanga hríð. í Sviss, Noregi, Bandaríkjunum og eflaust víðar er þessi starfsemi talsvert öflug í formi rannsóknar- og athugunarstöðva. Ein merkasta rannsóknarstöð um snjóflóð er í Davos í Sviss og er markmið hennar að vinna að vörnum gegn snjóflóðum og gera svonefndar snjóflóðaspár til viðvörunar. Þá er einnig unnið skipulega að björgunarstörfum, m.a. með hjálp hunda og rafbylgjutækja. Einnig fer fram fræðslustarf um snjóflóð, bæði með fyrirlestrum ogútgáfustarfi.“ Hér lýkur tilvitnun í greinargerðina fyrir tillögu Tómasar Árnasonar. í framhaldi af áðurnefndri ályktun Alþingis um þetta efni, fengu ýmsir aðilar mál þetta til frekari athugunar og komu fram ákveðnar ábendingar um aðgerðir, m.a. frá Rannsóknarráði ríkisins, en sérstök vinnunefnd á vegum þess gerði tillögur um skipulag snjóflóðarannsókna. Einn þáttur þeirrar tillögu hefur þegar komið til framkvæmda, en Íiað er að einn af sérfræðingum Veðurstofu slands annast sérstaklega snjóflóðarannsóknir og snjóflóðaspár. En meira þarf til ef vel á að vera. Atburðirnir á Patreksfirði ættu að verða hvatning til þess að meira verði gert í þessum efnum. Bimm skrifað og skrafað Upplausn í flokkakerfinu ■ Upplausn og órói í stjórnmálalífinu hefur ein- kennt þjóðlífið hin síðari ár og virðist fara vaxandi fremur en hitt. Fólk sem hefur ólíkar stjórnmálaskoðanir sver sig saman í framboð sem byggj- ast á baráttu fyrir einstöku málefni og iðulega er tekist á um menn en ekki skoðanir. Kvennaframboðin hafa t.d. í raun ekki nema eina skýra stefnu, að auka þátt kvenna í stjórnmálabaráttunni. Að öðru leyti er ekki tekin afstaða til manna eða mál- efna. Þetta gefur góða raun, framboðin ná umtalsverðu kjörfylgi. Sérframboð sjálf- stæðismanna í tveim kjördæm- um í síðustu kosningum snér- ust einvörðungu um persónur en ekki skoðanaágreining. Sá klofningur sem varð í liði sjálfstæðismanna er núver- andi stjórn var mynduð stafar. sömuleiðis ekki af skoðana- ágreiningi, menn völdu ýmist að fylgja Gunnari eða Geir að málum og allir segjast þeir berjast fyrir framgangi sjálf- stæðisstefnurtnar. Enn eru væringar er verið er að undirbúa framboð til næstu kosninga. Framsókn- armenn á Norðurlandi vestra eru ekki á einu máli um hvernig skipa skuli frambjóð- endum á lista fyrir næstu kosningar. Á fundi kjördæma- aráðs var kosið um röð manna og varð hún óbreytt. Friðji maður á listanum sem nú situr á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn, sætti sig ekki við úrslit, hafnaði sæti sínu og gekk af fundi ásamt hópi manna. Skýringin sem gefin var er sú að menn þessir sættu sig ekki við röð efstu manna þótt það skipti í sjálfu sér ekki nokkru máli þar sem efstu menn listans eru öruggir að ná endurkjöri. Engar skýringar hafa verið gefnar á hvort hér er um stjórnmála- legan ágreining að ræða eða aðeins persónulegan. Ekki hefur frést suður fyrir heiðar hvort fleiri tíðinda sé að vænta frá óánægðum fram- sóknarmönnum í Húnaþingi. Á Vestfjörðum eru nokkr- ir sjálfstæðismenn á fullu að undirbúa sérframboð vegna óánægju um skipan þess lista er forráðamenn flokksins í kjördæminu ákváðu. Tækifæri að ná sér niðri á kerfínu Fregnir fjúka um margs- kyns framboð sem ýmsir aðilar eru að velta fyrir sér og er markmiðið að vinna að sérstökum áhugamálum á Alþingi. í því grugguga vatni sem stjórnmálalífið á íslandi svamlar nú í dorga lukku- riddarar og sálnaveiðarar sem segja „kerfinu“ stríð á hend- ur og hraðsjóða formúlur sem leysa eiga allan vanda. Fremstur í flokki er Vil- mundur Gylfason sem orðinn er sameiningartákn allra þeirra sem orðnir eru á móti Stjórnmálaflokkum og öllu þeirra æði. Vilmundur er lýðræðissinnaður bylting- armaður sem ætlar að hafa endaskipti á stjórnkerfinu á fljótvirkan hátt og býður öllum að koma til sín sem þyrstir eftir réttlætinu, og berja á kerfinu. Að öðru leyti geta fylgendur hans hafa hvaða skoðun sem þá lýstir á þjóðmálunum. Morgunblaðið ákallar í leiðara sínum í gær sjálfstæðis- menn á Vestfjörðum að láta af óþekktinni og standa vörð um einingu síns gamla flokks, og segir að ef þeir rjúfi friðinn verði öllum Ijóst að sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð tökum á vandamál- um sínum. Falinn ágreiningur Pétur Reimarsson skrifar í gær grein í Þjóðviljann um óróa í flokkakerfinu. Hann veltir fyrir sér hvernig á þessum óróa stendur og bendir réttilega á að það sé ekkert nýtt að óánægju gæti í flokkakerfinu og að óá- nægðir hópar brjótist stund- um út úr flokkum þegar þeim finnast sín sjónarmið hafa orðið undir. En Pétur skrifar: „Það er hins vegar í' engu samhengi við þetta þegar Gunnar Thoroddsen klýfur Sjálfstæðisflokkinn til að mynda núverandi ríkisstjórn (eða klýfur hann ekki). Þar er gengið í berhögg við vilja allra stofnana þess flokks á óheiðarlegan hátt og það er erfítt að ímynda sér nokkur samtök þar sem ekki yrði litið á slíkt sem formiega úrsagnarbeiðni úr viðkom- andi samtökum. En þetta sýnir kannski hve Sjálfstæðis- flokkurinn er öflugt borgara- legt bandalag sem setur heildarhagsmuni sína ofar svona tímabundnum af- glöpum hóps flokksmanna." Pétur reynir að gera grein fyrir hvað valdi því að stjórn- málaflokkamir njóta takmark- aðs trausts og hvers vegna þeir eru allir spyrtir saman í huga almenns kjósanda þótt þeir hafi ólík stefnumið. Hann skrifar: „Sú breyting hefur einnig almennt orðið í þjóðfélaginu undanfama áratugi, að það hefur orðið opnara, þannig að fólk hefur greiðari aðgang að upplýsingum og skoðana- skipti og ágreiningur er gerð- ur opinber. Slíkt er af hinu góða, því það gefur fólki meiri möguleika á að mynda sér sjálfstæða skoðun á mál- efnum en taka ekki eingöngu afstöðu vegna þess að séra Jón heldur henni fram. Hér er um að ræða þróun í lýðræðisátt. Stjórnmálaflokkarnir hafa að ýmsu leyti átt erfitt með að laga sig að þessum breyt- ingum. Par hefur yfírleitt gilt sú regla að ágreiningur fái ekki að koma upp á yfirborð- ið nema í undantekningartil- vikum. Meira að segja hafa flokkarnir tíðkað þessi vinnubrögð þegar þeir eru í samstarfi hver við annan hvort sem um hefur verið að ræða samstarf í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum. Þaö hefur þá litið út sem allt sé í góðii lagi óg samstarfið ágætt og ágreiningur lítill. Þannig hafa flokkamir svikist um að skýra það út fyrir stuðnings- mönnum sínum hvaða mála- miðlanir hafa verið gerðar, hvernig og til hvers. Þess vegna fá flokkarnir það orð á sig að þeir séu allir eins, að það sé sami rassinn undir þeim öllum og þeir svíki allt sem þeir lofa.“ Ráfa um sali Alþingis eins og ráðvilltir danaprinsar ■ SEÐLABANKINN hefur scnt frá sér yfirlit um stöðu efnahagsmálanna um nýliðin áramót og horfurnar á þessu ári. Þar kemur skýrt fram, hversu alvarlegt ástand hefur skapast í cfnahagsmálum landsmanna vegna margvíslegra ytri áfaila. Seðlabankinn telur að rætur þessarar þróunar megi að verulegu leyti rekja til mjög versnandi ytri aðstæðna á síðastliðnu ári, cinkum minnkandi sjávarafla og söluerfiðleika á erlendum mörkuðum, cn jafnframt hafi komið enn einu sinni í ljós, hversu fljótt hið lögboðna vísitölukerfi magnar áhrif utanaðkoinandi örðugleika og hversu varhugaverð öll frestun nauðsynlegra gagnráðstafana er fyrir efnahagslcgt jafnvægi. Þetta hefur margsinnis verið bent á, en því miður ekki á það hlustað af öllum aðilum núverandi stjórnarsam- starfs. Og stjúrnarandstaðan hefur aðeins hugsað um innri vandamál og uppgjör í valdastreitunni. Þetta ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar hefur tekið á sig hinar kostulegustu myndir í sambandi við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem stjórnarandstæðingar segjast vilja fella en vilja samt sem áður ekki fella! Geir Hallgrímsson og ýmsir aðrir stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum hafa að undanförnu ráfað um sali Alþingis eins og Hamlet Danaprins og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Að vera eða vera ekki á móti bráðabirgðalögunum, það er spurningin sem þessir seinheppnu danaprinsar hafa tuldrað fyrir munni sér. Þeir vildu helst geta gert hvoru tveggja, en hafa því miður aðeins citt atkvæði hver og það er ekki til skiptanna. Sagt er að sumir sjálfstæðisþingmenn séu orðnir svo æfir út í vegvillta forystu sína, að þeir séu í alvöru farnir að leita að þeim Fontinbras, sem erfa eigi ríkið. EKKI cr framtíðarspá Seðlabankans sérlcga glæsileg. „Fari fram sem liorfir", segir þar, „verður mjög mikill halli á viðskiptajöfnuði einnig á þessu ári, og skuldastaðan við útlönd mun komast á enn hættulegra stig. Jafnframt heldur verðbólga áfram að magnast og grafa undan fjárhagslegu trausti og sparifjármyndun, en háu atvinnustigi haldið uppi með erlcndri skuldasöfnun og verðbólgumyndandi útlánum innanlands. Við þessum vanda verður að bregðast hið allra fyrsta, því hver mánuður er dýr í vaxandi erlendum skuldum, sem langan tima tekur að greiða niður. Meginmarkmiðið í efnahagsmálum hlýtur því, eins og nú er komið, að vera að draga úr og eyða sem fyrst viðskiptahallanum við útlönd, sem ógnar efnahagslegu öryggi landsmanna". Seðlabankinn bendir m.a. á, að ef breytingar á genginu að undanförnu eigi að hafa tilætluð áhríf, verði að koma í veg fyrir að þær renni úheftar út í framleiðslukostnað og verðlag. Reyndar sé Ijóst, að lengra þuríí að ganga og stefna sem fyrst að gagngerri endurskoðun hins lögboðna vísitölukerfis verðlags og launa, ef komast á út úr þeim ógöngum, sem íslcnsk efnahagsmál séu nú í. í ágúst síðastliðnum varð um það samkcmulag meðal stjórnarsinna að breyta vísitölugrundvellinum og viðmiðunar- kerfinu í heild. Það stjórnarfrumvarp hefur hins vcgar ekki enn séð dagsins Ijós. Væri nú ekki rétt að fara að ganga frá því máli nú þcgar stjórnmálamenn landsins hafa loksins losnað af hvalbeininu? -Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.