Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.02.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 13 menningarmáll KABARETT ■ Fjórðu tónleikar Islensku hljóm- sveitarinnar - „Tónlistin. þjónn list- anna“ - voru bráðsniðugir og skemmti- legir, ekki síst hugmyndin sjálf. Frá tónlistarsjónarmiði þótti mér að vísu það atriðið best þar sem tónlistin var einskis þjónn nema sjálfrar sín, í þremur miilispilum eftir Monteverdi. Stjórnand- inn, Guðmundur Emilsson, hafði valið tónlistina og útsett, og hver sem hans þáttur var í henni var hún mjög geðþekk á að hlýða og vel flutt. Næst komu þrjár „ballöður" sem Sigurður Skúlason leikari flutti við píanósamspil Önnu Málfríðar Sigurðar- dóttur. Þýðingar voru eftir Böðvar Guðmundsson, en Ijóðin og lögin Jörðin kvödd eftir von Pratovevere og Shubert, Heiðveig fagra eftir Hebbel og Schumann, og Munkurinn sorgmæddi eftir Franz Liszt. Mér fannst ekki verulegur styrkur að tónlistinni fyrir kvæðin nema helst í hinu síðasta, Munknum sorgmædda, enda er sú „ballada" líklega best fallin til áhrifaríks undirleiks. Þýðingar Böðvars virtust mér heldur stirðar, eða a.m.k. æði torskildar við fyrstu heyrn, þótt ekki lái ég það honum - það er víst auðveldara um að tala en í að komast að þýða kvæði svo mynd verði ár. Brúðuleikhúsið tókst prýðisvel, við undirleik Divertimentos frá 1976 eftir ungverskan Svía, Miklos Maros. Að vísu hlýtur það að segjast, að tónlistin var þarna sannur þjónn - maður tók varla eftir henni, en vafalaust hefur hún gert sitt til að sýningin tækist vel. Langbesta atriðið, í heildina séð, þótti mér kvikmyndasýningin: Pacific 231 eftir Jean Mitry við tónlist eftir Honeg- ger. Franski menningarfulltrúinn skrif- ar fróðlegan pistil í leikskrá um þessa sýningu og baráttu þeirra Guðmundar Emilssonar við að útvega mynd eftir Arthur Honegger og Abel Gance. Þótt maður gengi undir ntanns hönd í Frakklandi við að leita að einhverri hinna 40 kvikmynda, sem þeir Gance og Honegger gerðu saman, allt fyrir ekki, því nóturnar eru að mestu glataðar. Loks fannst þessi 16 mm mynd, í kvikmyndasafni sendiráðsins hér að manni skilst, og hafði verið talin glötuð í nokkur ár, sannarlega stórkostleg mynd. Um hana sagði Honegger: „Það sem ég leita í „Pacific 231“ er ekki hljóðlíking þessarar eimreiðar heldur þýðing sjónrænna áhrifa og nautnar af tónsmíð. Hún gengur út frá hlutlægri athugun: rólegur andardráttur vélarinn- ar í hvíld, áreynsla þegar farið er af stað, síðan hraðaaukningin. sem leiðir að hinu Ijóðræna ástandi 300 tonna lestar sem brunar með 120 km hraða á klst. „Þessi mynd tekk fyrstu verðlaun fyrir klippingu á Cannes-hátíðinni 1949. Sieglinde Kahmann söng nú tvær óperuaríur eftir Puccini. Sieglinde er mikið dramatísk söngkona og vafalítið fremst hérlendra söngkvenna í sona aríunt nú um stundir. Og loks kom íslenski dansflokkurinn með nýjan ballett við tónlist cftir Skúla Halldórsson. Þctta er ballettsvíta, Hrif, og var frumflutt þarna, bráðfalleg og skemmtileg tónlist. Það cr mikil heið- ríkja yíir tónlist Skúla sem minnir á vor og birtu. Nú var fyrrum kollega minn, ballettgagnrýnandi Tímans, illa fjarri til að gera fræðilega úttekt á fótmenntinni, en alltaf furða cg mig á því að dansarar Islenska dansflokksins skuli vera greini- legir eftirbátar amerískra „chorus girls" - Ballett er vafalaust það listform sem mestrar fullkomnunar krefst til þess að vera frambærilegt og þrátt fyrir miklar framfarir á íslenski dansflokkurinn ennþá langa leið og stranga fyrir höndum. 31.1 Sigurður Steinþórssun Tónlist John Speight Myrkir músíkdagar Tónskáldafélagið stendur fyrir tónlist- arvikunni Myrkum músíkdögum ár hvert í lok janúar. I þetta sinn vom fimm tón- leikar dagana 24. til 30. janúar, þar sem einkum voru flutt verk íslenskra tón- skálda, en að auki fáein merkisverk eftir útlenda menn. Ekki hafði tónlistargagn- rýnandi Tímans aðstæður til að sækja hátíð þessa í heild sinni, illu heilli, því „enginn getur meira en hann getur'- eins og þar stendur. Hinn 27. janúar lék Sinfóníuhljómsveit íslands í hinni ný- byggðu (en ennþá að mestu ófrágengnu) Langholtskirkju undir stjórn Páls P. Pálssonar fimrn verk eftir jafnmörg íslensk tónskáld. Þrjú þeirra hafði ég heyrt áður, Tileinkunn Jóns Nordal, sem frumflutt var við hina fyrstu frumsýningu íslensku óperunnar. Helgi stef Hallgríms Helgasonar á sinfóníu- hljómleikum, og óbókonsert.Leifs Þór- arinssonar. Octo november eftir Áskel Másson var þarna fyrst á efnisskrá, tileinkað minningu Ottós N. Þorláksson- ar og frumflutt af íslensku hljómsveitinni í desember sl. og loks var frumflutt á tónleikunum Athmos fyrir flautu og hljómsveit eftir Magnús Bl. Jóhannsson. Þetta nýja verk Magnúsar cr mjög fallegt en dálítið „Kitsch" - minnir raunar á Panflautulögin sem ailtaf er verið að spila í fjölmiðla þessa mánuð- ina. Og Bernard Wilkinson spilaði mjög fallega, enda verður því ekki neitað að hljóntburðurinn í Langholtskirkju lyftir mjögundir tóninn í flautunni. Þessi sami hljómburður eyðilagði Helgistef Hall- gríms hins vegar fullkomlega en gerði úr því ærandi óskapnað - ég tel að þetta verk eigi ennþá eftir að fá þá úrvinnslu stjórnanda og ytri aðstæður sem leyfa áheyrendum að fella um það réttlátan dóm. Kristján Stephensen spilaði óbó- konsertinn listilega vel, eins og við mátti búast, en ekki þótti mér eins mikið til konsertsins koma nú eins og í fyrra sinnið. Tileinkunn Jóns Nordal er mjög áheyrilegt verk þótt varla teljist það meðal stórvirkja skáldsins, og sama má segja um Octo november. Þótt þessir tónleikar væru sæmiiega sóttir nægði áheyrendaskari ekki til að deyta hljómburðinn í Langholtskirkju, sem undir þeim kringumstæðum er ennþá verri hljómsveitarsalur en Royal Albert Hall í London, því hvert einasta hljóð lifir í Langholtskirkju í margar sekúndur eftir að það er vakið. Af einhverjum ástæðum gætti þessa ekki þegar Jólaóratorían var flutt, en var hins vegar mjög áberandi á „hitatónleikun- um“ í desember og á þessum tónleikum. 31.1.Sigurður Steinþórsson Á föstudaginn 28. janúar höfðu Myrk- ir músíkdagar og Háskólatónleikar sam- eiginlega tónleika í Norræna húsinu sem helgaðir voru tónskáldinu John Speight. Þarna voru flutt 7 verk af ýmsu tagi sem með einum eða öðrum hætti færðu áheyrendum heim sanninn um það að John Speight er athyglisvert tónskáld, sem flestir vita alltof lítið til. Verkin voru þessi: Vier Stúcke fyrir flautu og píanó, fjórar skyndimyndir frá árunum 1971 -77. Bernard Wilkinson og Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir fluttu. Einleikaverk fyrir flautu (1981), Bern- ard Wilkinson lék. Einleiksverk fyrir klarinettu (1982), Einar Jóhannesson lék. Fimrn stykki fyrir píanó, frá 1978 og 1981; Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir flutti. Tríó fyrir fiðlu, knéfiðlu og píanó (1978); Hildigunnur Halldórsdóttir, Sig- urður Halldórsson og Daníei Þorsteins- son léku. Kvintett fyrir fiðlu. lágfiðlu, knéfiðlu, kontrabassa og píanó (1982): Michael Shelton, Sesselía Halldórsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Richard Korn og Svein- björg Vilhjálmsdóttir. Missa brevis (1975) sem kór undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar flutti. Þessi sjö verk eru mjög ólík, enda spanna þau meira en 10 ára skeið. Athyglisverðust þóttu mér einleiksverk- in fyrir flautu og klarinettu. svo og tvö píanóverkanna, „Deux hommages“ sem eiga að votta Olivier Messaien og Igor Stravinsky virðingu - bæði mjög skemmtileg. Þá var Messan, einkum síðari hlutinn (Gloría) bæði falleg og athyglisvcrð. Jónas Ingimundarson skýrði frá því, sem ég vissi ekki áður, að „söngvinir" hittust í Skálholti cina helgi í júní á ári hverju og æfðu upp verk, sem síðan væri flutt í kirkjunni á öðrum degi. Missa Brevis cftir John Speight hafði þannig verið æfð og flutt í Skálholti fyrir tveimur cða þremur árum. Vier Stúcke bera einkenni hinna fyrstu meistara seríalismans, örstutt og hnitmiðuð, en Tríóið er hcfðbundið líkt og það sé samið handa nemcndum; hinir ungu Ijóðfæraleikarar gcrðu því mjög góð skil. „Kvintettinn er mun yfirgrips- meira samleiksverk", eins og segir í skránni og prýðilega skemmtilegur. í efnisskránni segir að John Speight sé fæddur Englendingur, sem lærði í London bæði söng og tónsmíðar. Hann fluttist hingað til lands 1972 og er nú íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið talsvcrt virkur í tónlistarlífi hér, sem söngvari og kennari, og nú fengu menn að heyra nokkur at' tónverkum hans á tónleikum, sem að flestu leyti voru mjög ánægjulegir. 31.1 Sigurður Steinþórsson ■ Svipmyndir úr Leiðinni. ■ Hinn ógæfusami Ah Q. Tyrknesk þjód- félagsadeila — og kfnverskt gaman og alvara ■ LEIÐIN. Leikstjóri: Serif Goren eftir handriti Yilmaz Guney. Aðalhlut- verk: Tarik Akan, Serif Sezer, Halil Ergun. Tyrknesk, 1982. SAGAN AF AH Q. Lcikstjóri: Cen Fan. Aðalhlutverk: Yen Aucnkai. Kínversk, 1981. Það er óvenjulegt að sjá hér á landi kvikmyndir frá Tyrklandi og Kínverska alþýðulýðveldinu. Tækifæri gefst til þess á Kvikmyndahátíðinni. Báðar myndirn- ar voru forvitnilegar, en sú tyrkneska þó alveg sérstaklega. Leiðin á sér merkilega sögu, þar sem höfundur hennar, Yilmaz Guney, dvaldi í fangelsi á meðan myndin var tekin og varð því að koma handriti og leiðbein- ingum sínum til aðstoðarmanna, sem önnuðust töku myndarinnar. Honum tókst hins vegar að sleppa úr fangelsinu í tæka tíð til að taka þátt í klippingu og öðrum frágangi myndarinnar. Og í Cannes s.I. vor fékk Guncy svo gullvcrð- laun í viðurkenningarskyni. . Þessi kvikmynd er ólík sumum öðrum kvikmyndum, sem mikið hefur verið fjallað um og crfitt var að gcra, að hún uppfyllir þær væntingar sem umtalið vekur meðal áhorfandans og vel það. Þetta er ein bcsta myndin á Kvik- myndahátíðinni og sýnir inn í það miðaldaþjóðfélag, sem enn cr við lýði í Tyrklandi - sem þó telst oft Evrópuríki. Söguþráðurinn er margskiptur en samt sem áður samtengdur. Myndin hefst í tyrknesku fangelsi, þar sem verið er að úthluta nokkrum leyfum til fanga, sem fá að fara heim til sín í eina viku. Fylgst er síðan með nokkrum þessara fanga, lífsreynslú þcirra og örlögum, sem um lcið vcrður gagnrýnin skoðun á tyrknesku þjóðfélagsástandi. Landið er undir herstjórn, og þcss verður vart út um allt vegna endalausra leita hermanna á fólki og í farangri. En það ófrelsi, sem herstjórnin er dæmigerð fyrir, er aðeins hluti af því sem þrúgar landsmenn. Ekki er síður mikilvæg sú kúgun, sem felst í trúarofstæki, fordómum og hefðurn hefndar og heiðurs, sem virðast komnar aftur úr grárri forneskju. Þessi alda- gamla kúgun beinist ekki síst gegn konunum, scm eru eign karlmannanna og mega ekki einu sinni tala við aðra karlmenn nema nteð leyfi eiginmanna sinna. Víxlspor í þcim efnum þurfa sumar þeirra að greiða fyrir með lífi sínu. Þessi kúgun birtist einnig í áhrifamikl- um hætti gagnvart Kúrdum, sem búa í þeim héruðum scm liggja að sýrlensku landamærunum, en þar á milli eru gaddavírsgirðingar og á hverri nóttu slær í bardaga á milli ungra Kúrda og tyrkncskra hermanna. Leiðin sýnir inn í framandi og oft óhugnanlegt þjóðfélag, þar sem hlekkir nútíma hervalds og fjötrar fordóma og. ofstækis halda heilli þjóð í hcljargreip- um. Persónusköpun er í mörgum tilvik- um góð, enda myndin vel leikin, og oft á tíðum einkennist myndatakan af hug- myndaauðgi, þótt stundum megi sjá merki þess að myndin hafi verið tekin við óvenjulcgar og erfiðar aðstæður. Sagan af Ali Q er af allt öðrum toga; gamanrriynd, sem um leið er pólitísk ádeila. Framan af er hún mjög létt, fjörug og skemmtileg, enda fer leikarinn í hlutvcrki fákæna sveitamannsins Ah O á kostum, en þegar líður á myndina verður pólitíska ádeilan öllu öðru yfir- sterkara. Miðað við fyrri myndir frá Kína mun þó pólitíkin í þessari mynd í minnsta lagi, og oft á tíðum er tekið á málunum af þeini léttlcika, sem ekki hefur beinlínis einkennt kínverskar kvikmyndir síðari ára. -ESJ. Regnboginn: LeBðin ★★★_____ Sagan af Ah Q ★ Make more money Working overseas in countries like USA, Canada, Saudi Arabia, Venezuela, etc. permanent/temporary workers needed are tradespeople, labourers, professionals etc. For full information send, by ordinary mail only, your name and address along with 3 international reply coupons available at the post office to: Foreign employment, Dept. 5032, 701 Washington Street, Buffalo, N.Y. 14205, U.S.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.