Tíminn - 24.02.1983, Page 3
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983
Framleidslu-
eftirlit sjávar-
afurða verði
lagt niður
Ríkismat
sjávarafurða
stofnað:
„STEFNUM AB ÞVIAB
ALLUR AFli VERBI 1
FIOKKS HRAEFNI
— segir Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra
v
■ „Með þessu stefnum við að því að
allur afli sem á land berst verði 1. flokks
hráefni" sagði Steingrímur Hermanns-
son sjávarútvegsráðherra m.a. á blaða-
mannafundi sem ráðuneytið efndi til, til
að kynna nýtt frumvarp um Ríkismat
sjávarafurða en með því er ætlunin að
leggja niður Framleiðslueftirlit sjávar-
afurða og koma nýrri skipan á gæðamat
og gæðaeftirlit með sjávarafurðum.
Miklar umræður hafa verið undanfar-
in ár um bætt hráefnis- og vörugæði og
nauðsyn þess að endurskoða lög um
Framleiðslueftirlit sjávarafurða og
nokkur eftir að sjávarútvegsráðherra
tók við störfum skilaði nefnd, undir
forystu Bjöms Dagbjartssonar, skýrslu
um breytta skipan fiskmatsmála en
nefndin hafði verið skipuð til að endur-
skoða lög um Framleiðslueftirlitið.
í skýrslunni er lagt til að sett verði á
fót Fiskmatsráð er hafi yfirumsjón með
gæðaeftirliti og mati á sjávarafurðum.
Gert er ráð fyrir að ferskfiskeftirlit og
afurðamat verði skilið að, afurðamat
einfaldað og ábyrgð framleiðenda aukin.
Jafnframt er lagt til að sölusamtök og
útflytjendur komi á fót eigin framleiðslu-
eftirliti.
Fiskmatsráð var síðan skipað fyrir
rúmu ári síðan og því falið að semja
lagafrumvarp um Ríkismat sjávarafurða
en frumvarpið er í veigamiklum atriðum
samhljóða tillögum nefndar þeirrar sem
áður er vísað til.
Steingrímur Hermannsson sagði að
frumvarp þetta hefði verið kynnt ríkis-
stjórninni en hann átti ekki von á að það
yrði lagt fram á þessu þingi.
Hann sagði að helstu nýmælin í
frumvarpinu væru að stofnuninni væri
sett fagleg ráðgjafanefnd, Fiskmatsráð,
en á því rúma ári sem það hefði starfað
hefði reynslan af því verið mjög góð.
Starfsemi stofnunarinnar er skipt í
tvær deildir, ferskfiskdeild og afurða-
deild. Ábyrgð framleiðenda á eigin
framleiðslu aukin og framleiðsla til út-
flutnings leyfisbundin og væri ráðuneyt-
inu þannig heimilt að svipta framleið-
enda framleiðsluleyfi sýni hann vítaverða
meðferð hráefnis eða komi alvarlegir
gallar í ljós í afurðum hans.
Steingrímur sagði að nauðsynlegt væri
að stórauka eftirlit með bæði ferskfiski
og afurðum en samhliða því ætti síðan
að koma aukin fræðsla, og hefði ráðu-
neytið ákveðið að standa fyrir fræðslu og
Sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, kynnir blaðamönnum hið nýja frumvarp um Ríkismat sjávarafurða.
(Tímamynd: G.E.)
Verdhækk-
anir á naud-
synjavörum
■ Verðlagsráð hefur heimilað hækk-
un á smjörlíki, 30,4 prósent á borð-
smjörlíki og 22,4 prósent á jurtasmjör-
líki. Verð á borðsmjörlíki er eftir
hækkunina 33 krónur á kíló, en kíló af
jurtasmjörlíki kpstar 48,20 krónur.
Ennfremur var heintiluð 21,5 pró-
sent hækkun á salfiski í neytendaum-
búðum, þannig að kílóið hækkar úr
44,25 í 54 krónur. Loks var Jeyfð 14,4
til 18,3 prósent hækkun á vísitölu-
brauðum. -Sjó.
Ráðinn að
Litla Hrauni
■ Gústaf Lillendahl hefur nú verið
ráðinn forstjóri vinnuhælisins að Litla
Hrauni frá 15. maí nk. skv. frétt frá
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í
gær. Umsækjendur um starfið voru tíu
talsins.
Baldur Möller tjáði blaðinu í gær að
Gústaf, sem undanfarin ár hefur starf-
að hjá Eimskipafclagi íslands, hefði
verið ráðinn vegna mjög góöra með-
mæla sem hann hefði fengið af þeim er
til hans þekktu, auk þess sem hann er
glöggur í bókhaldsmálum, en það
þykir kostur í forstjórastarfinu, sem
m.a. sést af því að núverandi forstjóri,
Jón Böðvarsson, er lærður rekstrar-
verkfræðingur.
kynningarstarfi fyrir bættum gæðum ís-
lenskra sjávarafurða og ráðið til sín
Jóhann Briem til að annast skipulag og
stjórnun þess verkefnis.
Jóhann var mættur á fundinn og sagði
hann að meðal þess sem í btgerð væri,
væri að gefa mönnum, í gegnum fjöl-
miðla, kost á því að kynnast neysluvenj-
um fólksins á Bandaríkjamarkaði,
standa fyrir heimsóknum á vinnustaði,
nýta alla þeirra möguleika í fjölmiðlum,
vinna efni á myndbönd, standa fyrir
fræðslu í skólum o.f.l.
Ráðuneytið mun fá úthlutað um 10
milij. kr. í orkusparnaðar- og gæðamál,
og þar af er áætlað að verja 3 millj. í
gæðamálin sem að mestu færu í þetta
kynningarstarf.
Björn Dagbjartsson formaður nefndar
þeirrar sem vann upphaflegu skýrsluna
var einnig á fundinum. Hann sagði að
þeir hefðu upphaflega lagt til að fersk-
fiskmatið yrði alfarið í höndum kaup-
enda og seljenda en þetta hefði verið
nær eina veigamikla atriðið þar sem
Fiskmatsráð hefði ekki viljað stíga skref-
ið til fulls. Hann benti á til samanburðar
að slíkt kerfi væri við lýði í Kanada og í
Noregi væri málum þannig háttað að
allur fiskur úr sjó væri 1. flokks nema
kaupendur kvæðu á um annað og þá
gætu seljendur kallað til matsmann ef
þeir væru ekki ánægðir með úrskurð
kaupenda.
Hann sagði að þeir hefðu gert könnun
á þessu hérlendis og þá komið í ljós að
29 eftirlitsmenn ynnu hjá fyrirtækjunum,
sem þeir dæmdu aflann hjá, sjálfir og
ekki hefði verið um að ræða að fleiri
kvartanir hefðu borist þaðan.
-FRI
Frumvarp
um einhliða
verdhækkun
■ Frumvarp til laga um leiðréttingu
orkuverðs til íslenska álfélagsins h.f. er
titillinn á einhliða aðgerðum til hækkun-
ar á orkuverði til álversins, sem iðnaðar-
ráðherra lagði fram í neðri deild í gær.
Hjörleifur Guttormsson er fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarpsins en allir þing-
menn Alþýðubandalagsins í neðri deild
eru meðflytjendur. Frumvarpið ásamt
fylgiskjölum er 350 blaðsíðna bók og
hafa þingmenn ekki áður séð þingskjal
svo risavaxið að umfangi. Sjálft frum-
varpið rúmast á einni síðu.
Meginatriðin eru að lagt er til að nú
þegar verði raforkuverð til álversins
hækkað úr 5.45 mill. f 12.5 mill til
bráðabirgða, eða sem næst tvöföldun á
orkuverðinu. Ráð er gert fyrir endur-
skoðun á rafmagnssamningnum með
samkomulagi við Alusuisse, en takist
það ekki fyrir 1. jan. 1984 hækki raforku-
verðið í 15—20 mill. - O.Ó.
/ ^Luxemborg,
paradís ferðmanns
ins, í hjarta fS Evrópu.
/S/SÓ dýrir bílaleigubílar.
Þægilegir^ferðamöguleikar.
Stutt að fara til Brussel, Parísar,
Rómar eða Vínarborgar. Fallegt
umhverfi, góðir gististaðir við>Sallra
hæfi/Sf/S Frábær matur og þjónusta
steikur.^ostar, vín og hlýlegt viðmót.
Luxemborg er tilvalinn^staöur fyrir þá
sem vilja ferðast og ráöa feröatilhögun
og tíma sínum sjálfir. Luxemborg er mið
svæðis Luxemborg er mátulega stór fyrir
þá sem vilja fara í stuttar skoöunarferðir
í Luxemborg er að finna útibú frá helstu
tískuverslunum Parísar og Brussel. Luxemborg er frábær staður.ÆáfLuxemborg,
paradisferðmannsins, í hjarta^S Evrópu.jS/STÓdýrir bílaleigubílar. Þægilegir
ferðamöguleikar./S/S Stutt að fara til Brussel, Parísar, Rómar eða Vínarborgar.
Fallegt umhverfi.góðirgististaðirvið/ffallra hæfi^Frábær matur og þjónusta
steikur./ff ostar, vín og hlýlegt viðmót. Luxemborg er tilvalinnySstaður fyrir þá
sem vilja ferðast og ráða ferðatilhögun og tima sínum sjálfir. Luxemborg er
miðsvæðis. Luxemborg er mátulega stór fyrir þá semviljafara í stuttar
skoðunarferðir/S I Luxemborg er að finna útibú fráhelstu tískuverslu
num Parísar og Brússel. Luxemborg er frábær staður. /SLuxemborg,
paradís ferðmannsins, í hjarta/S Evrópu./tf Ódýrir bílaleigubilar.
Þægilegir/Æferðamöguleikar. Stutt að fara til Brússel, Parísar,
Rómar eða Vínarborgar. Fallegtumhverfi.góðirgististaðir
við/áPallra hæfi/SFrábær matur og þjónusta Staður
fyrir þig og fjölskyldu þína. Fáðu upplýsingar
hjá Flugleiðum eða ferðaskrifstofum um
ferðirtil /Z Luxemborgar.
•miðað cr við gcngi 10.2. '83
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi
Helgarfargjöld kn 6.040
Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofumar veita allar
upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla.