Tíminn - 24.02.1983, Side 4

Tíminn - 24.02.1983, Side 4
FIMMTUDAGUR 24.FEBRUAR 1983. TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn °5^Suður,andsbraut 18 mnrettmgar símí 86 900 Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford M. Ferguson Perkins Zetor L. Rover D. Ursus ofl. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími29080 Kjarnaborun Tökum Ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTt OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborunsf. Símar 38203-33882 + Alúöarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför Aðalsteins Jónssonar frá Vaðbrekku Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Ingibjörg Jónsdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir JónJónsson Jóhanna Aðalsteinsdóttir Helgi Bjarnason Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson Sigrún Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Hákon Aðalsteinsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Birgir Þór Ásgeirsson Kristján Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ari Bergþórsson Svava Jakobsdóttir Ellen Sætre Sigríður Sigurðardóttir SirrýLaufdal Sigurlína Davíðsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Dagný Kristjánsdóttir Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Bjargar Björnsdóttur Brunnavöllum F.h. aðstandenda Helga Björnsdóttir Ráðstefna um umferdarmál: Hvað kosta umferðarslysin þjóðfélagið? ■ Á annað hundrað manns munu sitja ráðstefnu um umferð og skipulag gatnakerfis, sem haldin verður í Reykjavík n.k. fimmtudag og föstu- dag. Tilgangur ráðstcfnunnar er m.a. að ræða hvernig draga megi úr umferð- arslysum með lagfæringum á núver- andi gatnakerfi og með breytingum á skipulagi svo umferðin verði hættu- minni. M.a. verða kynntarnýjarleiðir, sem reyndar hafa verið erlendis og farið í skoðunarferð um ný hverfi í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða flutt 14 fram- söguerindi og málefnið rætt frá ýmsum sjónarhornum. Meðal þess sem rætt verður e'r skipulag landnotkunar og umferðakerfis í þéttbýli, hvað um- ferðaslysin kosti þjóðfélagið, aðferðir til að draga úr hraða í íbúðahverfum, hálka og snjór og hjólrciðastígar. Þátt- takendur ráðstefnunnar eru einkum fólk sem skipar umferðarnefndir og skipulagsnefndir sveitarfélaga og, tæknimenn sveitarfélaganna. Að ráðstefnu þessari standa Sam- band íslenskra sveitarfélaga í samráði við Umferðarráð, Skipulag ríkisins, Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Rannsóknarstofnun byggingariðnað- arins og þær stofnanir Reykjavíkur- borgar sem fara með umferðarmál. -HEI MFA býður launþegum í söngkór ■ Hugmynd um stofnun söngkórs - þar sem gert cr ráð fyrir að kórfélagar verði einkum félagsmenn stéttarfélag- anna í Reykjavík og nágrenni - verður kynnt á fundi í Listasafni ASÍ að Grensásvegi 16 í Reykjavík mánudags- kvöldið 28. febrúar n.k. Á vegum MFA og Nemendasam- bands Félagsmálaskóla alþýðu hefur um nokkurt skeið verið rætt um stofn- un blandaðs kórs, þar sem félags- mönnum stéttarfélaganna gefistkostur á að æfa og læra söng. Tónskóli Sigursveins Kristinssonar hefur sýnt þessu sérstakan áhuga og leggur því lið í formi kórstjórnar, kennslu og fleira. En ekki er krafist neinnar ákveðinnar lágmarkskunnáttu í söng eða tónlist þegar starfið hefst, þannig að allir sem áhuga hafa og ástæður til, geta verið með. Ráðgert er að reglulegar æfingar verði á mánudagskvöldum í Listasafni ASÍ og er þess vænst að sem flestir félagsmenn stéttarfélaganna og makar þeirra komi á fundinn næstkomandi mánudagskvöld, en hann hefst kl. 20.30 (hálf níu). -HEI ■ Leikarar, leikstjóri og aðrir þeir sem vinna að sýningu leikhóps Mána á Deleríum Búbonis í Mánagarði. Leikstjórinn Ingunn Jensdóttir er í miðið í fremstu röð, en leikhópurinn segir að koma hennar í héraðið hafi veri mikils virði fyrir leiklistarstarfið, þar sem nú þurfi ekki lengur að leita til Reykjavíkur eftir leikstjóra. Leikhópur Umf. Mána í Nesjum: „Deleríum búbonis” í Mánagarði Hornafjörður: Nýstofnaður leikhópur Ungmennafélagsins Mána í Nesjum frumsýnir „Deleríum Búbonis" eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í Mána- garði í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21.00. Leikstjóri er ingunn Jensdóttir. Undirleik annast Sigurjón Bjarnason og Einar Sigurjónsson. Lcikendur eru níu, þau: Hreinn Eiríksson, Eiríkur Sigurðsson, Arnbjörg Sveinsdóttir. Ragnheiður Halldórsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Ásmundur Gísla- son, Þorleifur Hjaltason, Jón Valdi- marsson og Guðlaug Guðmundsdóttir. Ungmennafélagið Máni í Nesjum í Hornafirði varð 75 ára á s.l. ári. Á fyrstu árum félagsins voru leiksýningar árviss viðburður. Mun áhugi á leiklist alltaf hafa verið mikill í sveitinni og sjaldan liðið svo ár fram yfir 1960 að ekki væri efnt til leiksýningar. Undan- farin 20 ár hafa leiksýningar hins vegar einkum verið á vegum Leikfélags Homafjarðar, en ungmennafélögin í sveitunum látið minna til sín taka. A þessu afmælisári Mána er því gerð tilraun til að endurvekja áhuga á leikstarfsemi í Nesjum og leikhópur Mána stofnaður í því skyni. Deleríum Búbonis er fyrsta verkefni Ieikhópsins. Næstu sýningar leikhóps Mána verða síðan á laugardaginn kl. 15,00 og n.k. sunnudagskvöld, þriðjudags- kvöld og fimmtudagskvöld kl. 21.00 öll kvöldin. -HEI Minni vinna í Gardinum bitnar mest á Keflvikingum Gerðahreppur: „Minnkuð atvinna hér hjá okkur í Garðinum bitnar kannski meira á Keflvíkingum heldur en okkur. Þegar öll hús hérna eru í gangi þá vinnur hér mikill fjöldi fólks úr Keflavík, en þegar eitthvað minnkar fækkar þeim. Ég veit t.d. til þess að í einni fiskverkuninni hérna hafa unnið 20-30 manns úr Keflavík, en þeir munu nú ekki vera orðnir nema um 6 talsins", sagði Jón Hjálmarsson, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Gerða- hrepps er við leituðum hjá honum frétta af atvinnuástandinu í Garðinum, m.a. vegna þess að engin frysting er nú í gangi í ísstöðinni. Jón kvaðst ekki vita nákvæmlega hve margir væru á atvinnuleysisskrá núna - líklega 6-10 manns - en ástandið hafi verið að lagast þar sem fiskiríið hjá bátunum virðist nú heldur vera að glæðast. Auk nokkuð margra báta sagðihanneinn af togurunum úr Garðinum landa heima - hjá Garð- skaga h.f. -HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.