Tíminn - 24.02.1983, Side 6

Tíminn - 24.02.1983, Side 6
FÍMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. VERDIIR ELVB TEK- INN í DÝRUNGATÖUI ■ í augum aðdáenda Elvis Presley er hann ódauðlegur. Músíkin, sem hann skildi eftir sig, sér til þess. Á dánardegi Elvis flykkjast þeir að gröf hans þúsundum saman til að votta honum virðingu sína, og margir eru þeir, sem halda því fram, að hann búi yfir óút- skýrðum kröftum, þó að iátinn sé. í þeirra hópi eru tvær ungar stúlkur og prestur, sem hafa beint þeim tilmxlum til páfa, að Elvis Presley verði tekinn í dýrlingatölu. -Á okkur hefur gerst krafta- verk, sem við getum engum öðrum þakkað en Elvis, segja tvíburasysturnar Judy og Jenny Caroll. Þær eru 23 ára ■ John Lennon með syni sínum Sean, sem Yoko hugleiddi að láta eyöa í móðurkviði Yoko birtir myndir úr fjölskyldu- albúminu ■ Yoko Ono, ckkja Johns Lennon, hefur nú leyft opin- bera birtingu á ýmsum mynd- um úr fjölskyldualbúminu. Þær eru flestar af John og syni þcirra, Sean. í kjölfarið á myndbirtingunni lét Yoko það uppskátt, að þcgar hún varð og búa í Pleasantville. Þegar þær voru 16 ára misstu þær báðar sjón vegna sjúkdóms. Enginn læknir gat ráðið þar bót á. En svo fóru þær pfla- grímsför að gröf rokkkóngsins,. og þar gerðist það ómögulega. Þær endurheimtu skyndilega og án nokkurra skiljanlegra skýringa sjónina! Sóknarprestur þeirra systra hefur skrifað greinargerð um þennan atburð og sent í páfa- garð með þeirri beiðni, að Elvis verði tekinn í helgra manna tölu. -I mínum augum er Elvis heilagur maður, segir presturinn. POPPTONLESKAR ALDARINNAR ■ Ef dæmið gengur upp, má búast við að mcstu popp- tónleikar aldarinnar fari fram á Ullevi-leikvanginum í Gautaborg 5.-7. ágúst nk. Tónleikarnir verða haldnir á vegum Sameinuðu þjóð- anna og eiga að standa í þrjá daga. Agóðinn á að renna til bama í stríðsherjuðum löndum og hefur tónlistarhátíðinni verið gefið nafn í samræmi við það, eða „Friðarhátíð“. Nú þegar hafa veriö nefnd nöfn nokkurra frægustu popptónlistarmanna heims í sambandi við þessa hátíð. Má þar nefna Paul McCart- ney, Abba og Bob Dylan sem dæmi. ófrísk að Sean, hafi hún hug- leitt að láta eyða l'óstrinu! Skýringuna á þessum hug- renningum kvað Yoko vera þá, að þegar hún skildi við fyrri mann sinn, hefði hún oröiö að afsala sér umráðaréttinum yfir barni þeirra hjóna. Þetta varð henni slík lífsreynsla, að hún hét að ganga aldrci framar í gegnuin slíkt. En þegar Yoko ræddi málið við John, var hann ekki til viötals um fóstureyðingu. Hann lofaði að taka sinn þátt í barnauppeldinu og það loforð stóð hann svo sannarlega við. Þar kom aftur á móti, að Yoko tók fullan þátt í störfum manns síns. Líklcgt er, að Yoko, sem nú er orðin 50 ára og komin í tygi við ungverskan arkitekt, harmi ekki nú, að John taldi henni hughvarf á sínum tíma. Raquel Welch gerði góðverk — fékk litlar þakkir fyrir ■ Raquel Welch, sem hér áöur fyrr á árunum átti alla velgengni sína í kvikmyndum að þakka líkamsfegurð og vel þroskuðum barmi, hefur að undanförnu verið að gera það gott sem alvöru leikkona á sviði á Broadway. Þar tók hún við hlutverki því, sem Laureen Bacall hafði farið með áður í leikritinu „Kona ársins“, og hefur hlotið einróma lof fyrir frammistöðu sína. Nú um daginn vildi Raquel sýna, að hún væri öll að þroskast. Henni datt í hug að bjóða fátækri 94 ára gamalli konu, búsettri í New York, Mae Cornell að nafni, að vera sériegur gestur sinn á einni sýningu. Að sýningu lokinni bauð Raquel gömlu konunni upp á svið og spurði hana í áheyrn annarra leikhúsgesta, hvernig henni hefði litist á. Sú gamla var ekkert að skafa utan af hlutunum, þó að hún ætti Raquel skuld að gjalda. í stað þess að heyra hana syngja sýningunni og Raquel lof og prís, heyrðist hátt og snjallt um allt leikhús dómur hennar: „Æ, þetta var ósköp þreyt- andi“! ■ Raquel Welch vill láta taka sig alvarlega sem leikkonu ■ Elvis Presley er enn mikill áhrifamaður, þó að nokkur ár séu liðin frá dauða hans. En að hann gerði kraftaverk hafði víst fáum dottið í hug! ■ Þorsteinn Hannesson og Guðmundur Emilsson. Tímamynd: Árni. Weills, verki sem næstum aldrei heyrist, hvorki austan hafs né vestan og hvergi er að finna í plötukatalógum að hún hafi ver- ið gefin út á plötu. Nei, það er alveg okkar eigin framtak að kynna Weill, það er engin hreyf- ing nú fremur en endranær er- lendis fyrir því að flytja verk hans.“ Ef við snúum okkur að ís- lensku hljómsveitinni aimennt Fyrstu tónleikar sldara misseris íslensku hljómsveitarinnar: HELGAÐIR TÓNLIST KURT WEILLS ■ „Stofnun íslensku hljóm- sveitarinnar á sínum tíma var eiginlega eins og að leggja upp í fjallgöngu, þar sem enginn þckkti leiðina almennilega, hvað þá að þeir kynnu á útbúnaðinn. Enda höfum við lent í hrakning- um og margir verða sjálfsagt mæddir og sárir þegar upp verð- ur komið í vor. En við ætlum að komast upp,“ sögðu þeir Guð- mundur Emilsson stjórnandi ís- lensku hljómsveitarinnar og dr. Þorsteinn Hannesson einn stjórnarmanna hennar í gær. Á laugardaginn hefst seinna miss- eri starfsársins með tónleikum sem einvörðungu verða helgaðir minningu þýska tónskáldsins Kurts Weill. Verður m.a. frum- flutt nýtt verk eftir Alta Heimi Sveinsson sem nefnist „I minn- ingu Kurt Weill“ Er það af einhverju sérstöku tilefni sem þið veljið Kurt Weill? „Ekki annað tilefni en það að þetta er góð og skemmtileg tónlist," svarar Þorsteinn, „og hún er afar lítið flutt, bæði hér og erlendis. Almenningur þekkir Weill lík- lega best af samstarfi hans við leikritaskáldið Bertholt Brecht, stóð hann kannske í skugga hans sem lístamaður? „Það má vera en Weill hefur alltaf verið dáður af tónlistar- mönnum sem sjálfstæður lista- maður," segir Guðmundur. En þeir voru fleiri sem þekktu hann aðallega af leikhústónlistinni og þegar hann kom fram með verk eins og „Dauðinn í skóginum," þá áttu menn erfitt með að melta þessa tónlist, fannst hún kald- ranaleg og tormelt. Textinn er eftir Brecht og fjallar um mis- þyrmingu á manni einhvers stað- ar í Missisippiskóginum í Banda- ríkjunum. Þettaerafarsérkenni- legur texti, þótt ég sé búinn að marglesa hann þá finnst mér enn sem hægt sé að skilja hann á marga vegu. Öll verkin á efnisskránni eru frumflutt hér á landi nema svítan við Túskildingsóperuna. Tón- leikarnir enda 'á seinni sinfóníu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.