Tíminn - 24.02.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 24.02.1983, Qupperneq 12
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1*>83. umsjón: B.St. og K.L. Nýlega fékk Heimilistíminn bækling, sem gefinn er út af SÍS, eða Samband of Iceland, eins og segir á útsíðu. Þar er verið að kynna íslenska dilkakjötið - á dönsku, en sams konar bæklingur hefur verið gefinn út á fleiri tungumálum. Á dönsku heitir ritið: Det islandske lam - Verdens fineste lammeköd. Margar fall- egar myndir eru þarna frá íslenskum öræfum, þar sem sagt er að lömbin gangi sumarlangt í haga, sem sé óspilltur af hvers konar mengun, og megi því jafna íslensku lambakjöti við bestu villibráð, þar sem háfjallagróður landsins gefi kjötinu sérstakan keim. Uppskriftir að réttum úr íslensku lambakjöti eru gefnar í þessum bæklingi, og eru myndir af þessum réttum sérstak- lega glæsilegar. Hér koma tvö sýnishorn af lambakjötsréttunum: Steikt lamba- læri með hátlda- brag (fyrir 6-7 manns) Lambabógur með hrís- grjónum og karrýsósu (fyrir 4) ■ Lömbin ganga sumarlangt á hálendinu, og bíta kjarngóðan gróðurinn í ósnortinni nátturunni, segir í bæklingnum “Det islandske lam“ ■ Hátíðabragur er vissulega yfir sunnudagssteikinni, þar sem hún er svona fallega tilreidd á silfurbakka. - 1 sæmilcga stórt lambalæri (ca. 2 Vi kg) salt og sítrónu-pipar (lemon-pepper) safi ur 1/2 sítrónu Látið frostið alveg fara úr lærinu (helst í ísskáp í 2-3 daga a.m.k.). Skerið mjaðmabeinið úr og skrapið leggbeinið hreint. Nuddið kjötið vel með sítrónu- safanum, salti og sítrónupipar. Setjið læríð í steikaraskúffuna og steikið það við 200 gráðu hita C í um það bil 13A klukkutíma. Penslið kjötið öðru hverju með bráðnu smjörí. Berist fram með fylltum tómötum, asparges-stykkjum (úr dós - óskorinn heill asparges er bestur), blómkáli (léttsoðnu) og bökuðum kartöflum, sem fyllltar hafa veríð með krydduðum sýrð- um rjóma. Sósa úr safanum af kjötinu er notuð með. ■ Lambabóg á að sjóða í potti,. eftir þessari uppskríft, en sumir kjósa að brúna hann aðeins smástund í heitu smjöri á pönnu eftir suðuna. Lambabógur er úrbeinaður og vafinn saman í rúllu. Þá er vafið utan um kjötrúlluna og hún sett í þykkan pott með 2 laukum, sellerístöngli, nokkrum piparkornum og saltað eftir smekk. Soðið í 1 'A klt. Látið nú einn fínt saxaðan lauk krauma í 150 gr. af bráðnu smjöri á pönnu þar til laukurinn hefur aðeins skipt um lit, þá skal strá matskeið (lítil matskeið, sléttfull) af karrý út í og um það bil 100 gr, af hveiti, og bakað upp með síuðu kjötsoðinu, þar til sósan er mátulega þykk. Soðin hrísgrjón borin með. ■ Hvítu og svörtu Pöndu bangsamir era með fallega rauða slaufu um hálsinn. Petra panda og litli Pippur ■ Litlu pöndu-bangsarnir eru prjón- aðir úr hvítu og svörtu garoi og með rauðar silkislaufur um hálsinn. Stóri bangsinn heitir Petra panda, en sá litli Pippur, - en svo getur auðvitað hver og cinn skírt sinn bangsa eftir þvi sem hann langar til. Það sem þarf til að búa til Petru pöndu er: 1 hnota (50 gr) af svörtu og 1 hnota af hvítu Patons garni (Patons Beehive Shetiand Chunky) og prjóna 4 mm (no. 8), t.d. Milward Disc prjóna. Efnið í Pipp pöndu er 1 hnota (50 gr) af hvítu garni af Patons Beehive (4-þætt) og 3 mm (no 11) prjóna, ..og önnur hnota cins af svörtu. Fyrir hvern bangsa þarf líka tvö augu (eða tölur - stærri hvít og svört ofan á), svolítið af svörtu filti, rauðan silkiborða í slaufur og eitthvað mjúkt cfni til að stoppa bangsana upp með. Stærð þeirra er: Petra 27 sm á hæð en Pippur 16 sm. Þensla: 8 lykkjur á 5 sm ef notaðir eru 4 mm (no. 8) prjónar og 14 lykkjur á 5 sm með 3 mm (no 11) prjónum. Skammstafanir: p = prjóna, br = brugðið, 1 =lykkja sm =sentimetrar, t.sk. = til skiptis, b = byrjun, áfra = áframhald, úrt. = úrtaka, eftirf. = eftirfylgjandi, auk. = aukið í, sm = saman, sv = svart, hv = hvítt. Petra panda Bolurinn: Byrjiö ineð svörtu garni. Fitjið upp 16 lykkjur. Byrjið á br. umferð, og prjónið svo áfram í öfugu sléttaprjóni (prjónið því brugðið á rcttunni) auk. 1 lykkju báðum megin í annarri umferð, þar til komnar eru 22 I. Aukið svo 1 I; í aðra hvora umferð þar til komnar eru 28 1. Prjónið þá 20 umferðir beint. Takið næst úr 1 lykkju báðum megin í næstu umferð, og síðan eins í 2 skipti í annarri hverri umfcrð. Takið nú úr í hverri umferð, þar til eftir eru 12 lykkjur. prjónið þá tvær umferðir beint. Fcllið af. Prjónið annað stykki alveg eins. nema úr hvftu garni. Höfuðið (hnakkastykkið); Fitjið upp mcð hvítu garni 12 I. Byrjið á brugðinni umferð, haldið áfram í öfugu sléttaprjóni (prjóna brugðið á réttunni). Aukið 1 lykkju báðum meg- in í þriðju umf. og eins /f næstu umferðum þar til lykkjurnar eru 24. Prjónið þá 10 umf. bcint. Takið nú úr 1 1. báðum megin í næstu umf. og svo í annarri hvorri umf. tvisvar sinnum. Tijkið þá ur 1 I. báðum megin í hverri urnf. þar til 12 I. eru eftir. Fellið af. Framstykkið (ennisstykki): Fitjið um 14 I. mcð hvítu garni og prjónið fyrstu umf. brugðið. Haldið svo áfram í öf.sl.prjóni (prjóna brugðið á rétt- unni). Aukir 11 I. báðum megin næstu 2 umf. Þá á að taka ur 1 lykkju báðum megin í annafri hverri umf. þar til 4 1. eru eftir. Prjónið þá I umf. og fellið svo af. Hliðarstykki (á höfuð): Byrjið háls- megin með að fitja upp 6 lykkjur. Prjónið fyrstu umf. brugðið, prjónið svo 2 umf. öf.sl.prjón. Aukið 1 I. báðum megin næstu 4 umf. Haldið frambrúninni jafnri. Aukið í 1 I. í enda næstu umf. og byrjun þar nasstu. Þá eru 16 lykkjur. Prjönið 2 umf. beint, og cndið þannig frambrúnina. Fcllið af 4 lykkjur í byrjun næstu umf. Takið ur 1 I. í byrjun annarrar hv.umf. þar til eru 9 I. Takið þá úr 1 I. báðum megin í annarri hv.umf. þar til eru eftir 3 1. síðan prjónið saman 2 lykkjur á hliðarbrún og festið svo. Prjónið svo annað stykki eins, en öfugt við hitt í sniði. Handleggir (2 stk): Fitjið upp 16 lykkjur rneð svörtu og .prjónið 18 umferðir í öf. sléttuprjóni. Fellið af. Fætur (2 stk): Fitjið upp 18 I. með svörtu garni. Prjónið 20 umf. í öf. sléttaprjóni. Fellið af. Hrammar (2 stk): Fitjið upp með hvítu 4 I. prjónið eina umf. brugðið og haldið áfr. í öf. sléttupr. Aukið í 11. báðurn megin nastu 2 umf. Prjónið þá 3 umf. beint. Takið ur 1 I. báðum megin næstu 2 umf. Prjónið 1 umf. og fellið svo af. Fætur (2 stk): Fitjið upp með hv. garni 5 I. prjónið brugðið fyrstu umf. og haldið svo áfram í öf.sléttapr. Aukið 1 1. í báðum megin næstu 2 umf. prjónið 4 umf. beint. Takið þá úr 1 I. báðum megin næstu 2 umf. Prjónið 1 umf. og fellið af. Eyru (4 stk); Fitjið upp með svörtu garni 6 1. Fyrsta umf. brugðin og svo öf.sléttapr. prjónið 2 umf., en aukið síðan í báðum megin næstu 2 umf., en prjónið 4 umf. beint. Takiö úr 1 1. báðum megin næstu 2 umf. og fellið af. Samsetningin: Bcst er að pressa ekki stykkin. Með réttuna á stykkjun- um saman er bolurinn saumaður, en hálsinn skilinn eftir opinn (þar á að vera felit af). Snúið nú bolnum við og troðið hann upp. Saumið höfuðstykkin (hliðar) saman, (látið réttuna snúa saman) frá hálsi að þar sem fellt er af um nefið. Saumið ennisstykkið í, saumið svo hnakka- og framstykki saman, en hafið opið hálsmegin. Snúið nú við og troðið upp. og aðgætið að það sé vel troðið fyrir nefið. Saumið höfuðið á bolinn. Saurnið handleggi og fætur og saum- ið svo framan við handleggina hvítu bæturnar (hrammana) og fætur eins. Troðið svo í handleggi og fætur og saumið við bolinn, fætur svo hægt sé að láta bangsa sitja. Saumið nef: og munn með svörtu garni eins og myndin sýnir. Hnýtið rauðan borða um hálsinn. Pippur panda Stykkin eru prjónuð eins og Petra panda, en notaðir 3 mm prjónar (no. 11) og 4-þætt garn (Paton Beehive).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.