Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. flokksstarf 17 umsjón: B.St. og K.L. andlát Jón Pálsson, sundkennari, lést í Landa- kotsspítala mánudaginn 21. febrúar. Gunnar Sæniundsson, bóndi, Breiða- blik, Arborg Manitoba, andaðist 18. febrúar í sjúkrahúsi í Arborg. Hjálpræðisherinn ■ bessa dagana hefur Hjálpræðisherinn heimsókn frá Noregi, ofursti Gunnar Akerö sem verður staddur í Reykjavík í dag og morgun og á sunnudag, þá daga verða almennar samkomur kl. 20.30 og föstudaginn einnig kl. 23.00. Allir velkomnir. Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn 90 ára ■ 26. febrúar fagnar Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn 90 ára afmæli félagsins. Félagið var stofnað 21. janúar 1893. 1 fyrstu stjórn FÍNK (sem þá hét Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn) sátu eftirtaldir: Bjarni Jónsson frá Vogi, sem var aðalhvatamaður að stofnun stúdentafélags- ins, Guðmundur Björnsson og Bjarni Sæ- mundsson. Fram til ársins 1918, var aðalum- ræðuefni félagsfunda sjálfstæðisbaráttan og létu Hafnarstúdentar mikið að sér kveða í þeirri baráttu. Má með sanni segja að þeir hafi að einhverju leyti mótað skoðanir margra heima á Fróni um þessi mál, því oft var spurt: „Hvað segja Hafnarstúdentar um þetta". Eftir heimastjórnina 1918, dofnaði frekar yfir félaginu, en aldrei mun það hafa lagst alveg niður. Á stríðsárunum lifnaði heldur betur yfir félaginu á nýjan leik, og voru ávallt haldnar kvöldvökur hálfsmánað- arlega. Gaf félagið m.a. út tímaritið Frón er prófessor Jón Helgason og Jakob Benedikts- son ritstýrðu og var það kærkomin lesning fyrir þá Íslendinga er höfðu einangrast í Kaupmannahöfn í stríðinu. Á eftirstríðsár- unum og fram á daginn í dag, hefur starfsemi félagsins verið mismikil, allt eftir stöðu fall- vatna hins pólitfska lífs í umheiminum. í dag eru 260 námsmenn meðlimir í félaginu. Afmælisveislan verður sem áður sagði, haldin laugardaginn 26. febrúar kl. 18.00, í salarkynnum Kaupmannahafnarháskóla á Amager. Verður matur á boðstólum, skemmtiatriði og ræðuhöld. Skemmtuninni lýkur síðan með dansi, þar sem hljómsveitin Ego mun standa fyrir tónlistinni. Miðarnir á afmælishátíðina seldust upp á tveimur dögum og verða alls um 325 manns á hátíðinni. sundstadir Reykjavfk: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13—15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug i síma 15004, í Laugardalslaug í sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga oþið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatfmar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatimar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennirsaunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin allá virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 . kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I april og október .verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykajvík, simi 16050. Sím- svari í Rvík, simi 16420. FÍKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur S.U.F. verður haldinn í Rauðarárstíg 18, 26. febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. kl. 10.00 Setning 2. kl. 10.05 Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. kl. 10.10 Skýrsla stjórnar og umræður. 4. kl. 11.55 Skipun nefnda. 5. kl. 13.00 Nefndastörf. 6. kl. 16.00 Afgreiðsla mála. 7. kl. 18.00 Önnur mál. Formannafundur SUF Daginn eftir, sunnudaginn 27. febrúar kl. 13, verður formannafundur S.U.F. í húsnæði flokksins. Til hans eru boðaðir formenn aðildarfé- laga S.U.F. (FUF félaga) eða fulltrúar þeirra. Á fundinum verður rætt um starfsemi S.U.F. og aðildarfélaga. Ætlunin er að samræma og skipuleggja störf samtakanna. Áríðandi er að fulltrúar allra FUF félaga mæti. Framkvæmdastjórn S.U.F. Góugleði Framsóknarfélaganna í Reykjavík Framsóknarfélögin í Reykjavíkefnatil Góugleði í Leikhúskjallaranum laugardaginn 5. mars n.k., og hefst borðhaldið kl. 19.00. Þar verður hin fjölbreytilegasta dagskrá, sem nánar verður auglýst í Tímanum í þessari viku. Aðgöngumiðaverð er kr. 350.00. Aðgöngumiðasalan er í fullum gangi á skrifstofu fulltrúaráðsins að Rauðarárstíg 18, sími 24480, og er þeim sem áhuga hafa, ráðlagt að hafa sem fyrst samband við Baldur og panta miða og borð. Framsóknarfélögin f Reykjavík. hhh P Bingó á Hótel Heklu Félag Ungra framsóknarmanna í Reykjavík heldur bingó n.k. sunnudag að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Sala bingóspjalda hefst kl. 13.30 og þá verður salurinn opnaður. Byrjað verður að spila kl. 14.30. Stjórnandi er Baldur Hólmgeirsson. Kaffiveitingar. - Allir velkomnir. FUF, Reykjavík. Framsóknarfélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 (niðri) fimmtudaginn 3. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Heiðursfélagar FR. 3. Kosning stjórnar 4. Önnur mál. Tillaga stjórnar um aðal- og v aramenn í fulltrúaráði á næsta starfsári liggur frammi á skrifstofu flokksins fram til aðalfundar. Aðrar tillögur um fulltrúa skulu berast skriflega og undirritaðar til skrifstofunnar eigi síðar en miðvikudaginn 2. mars. Stjórnin. Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 28. febr. 1983 kl. 20.30 í Goðatúni 2 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Þjóðmálaritinu SÝN NAFN: _____________________________________________ HEIMILISFANG: _____________________________________ PÓSTNÚMER OG SVEITARFÉLAG:_________________________ SÍMI: _____________ □ Hjálagt fylgir áskriftargjald fyrir eitt ár (4 tbl.) 200 kr. □ Vinsamlega sendið mér fyrsta tölublað í póstkröfu að upphæð kr. 200, sem er greiðsla fyrir 4. tbl. —K- Póstleggið og sendið til: Samband Ungra Framsóknarmanna Rauðarárstíg 18 105 Reykjavík Hádegisverðarfundur verður haldinn í Hótel Heklu Rauðarárstíg 18 (sal niðri) miðvikudaginn 2. mars kl. 12.00. Gestur fundarins verður Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Fundarstjóri: Finnur Ingólfsson FUF Reykjavík. Höfn Hornafirði Árshátíð Framsóknarfélags A-Skaftfellinga verður haldin aö Hótel Höfn laugardaginn 5. mars kl. 20. Góð skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist fyrir 28. febr. hjá Ásgerði í síma 8265 og hjá Hannesi í síma 8576. Síðast komust færri að en vildu. Skemmtinefnd. Kópavogur Samvinnumál Framsóknarfélögin í Kópavogi gangast fyrir fræðslufundi um sam- vinnumál mánudaginn 28. febr. n.k. kl. 20.15 í Hamraborg 5,3. hæð. Fjallað verður um skipulag og stefnu samvinnuhreyfingarinnar. Leiðbeinandi verður Guðmundur Guðmundsson fræðslufulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga. Allt áhugafólk velkomið Fræðslunefnd. Borgarnes nærsveitir Þriggja kvölda keppni í félagsvist hefst í samkomuhúsinu i Borgarnesi föstudaginn 25. þ.m. kl. 20.30 Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarfélag Bolungarvíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Bolungarvíkur verður haldinn í fundar- herbergi Mjölnis hf. laugardaginn 26. febrúar og hefst kl. 14. Dagskrá: Kjör fulltrúa á kjördæmisþing Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Áríðandi að sem flestir mæti á fundinn Stjórnin Fundur um skipulagsmál Reykjavíkur Borgarmálaráð Framsóknarflokksins heldur kynningarfund að Hótel Heklu um skipulagsmál fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20.30 Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi ræðir um lóðir og bygginga- lönd. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður borgarskipulags greinir frá þróun byggðar í Reykjavík. Gylfi Guðjónsson, arkitekt ræöir um byggðarsvæði norðan Grafar- vogs. Fundarstjóri verður Gerður Steinþórsdóttir. Komið og kynnist skipulagsmálum höfuðborgarinnar. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins. Björn Líndal deildarstjóri og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, dagskrárgerðarmaður verða til viðtals að Rauðarárstíg 18, laugardag- inn 12. febrúar nk. kl. 10-12. Starfsmaður FUF Elín Björg Jóhannesdóttir verður til viðtals alla fimmtudaga kl.l 14-18, sími 24480. Aðra daga svarar skrifstofa SUF, sími 29380. FUF Reykjavík. m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.