Tíminn - 24.02.1983, Page 13

Tíminn - 24.02.1983, Page 13
4"* '/ FIMMTUÖAGUR 24.FEBRÚAR 1983. menningarmál ■ Frá Akranesi. Ad skrá alla byggðina Æviskrár Akurnesinga. Skráð hefur Ari Gíslason. Fyrsta bindi. Aage-Fróði. Prentverk Akraness hf. 1982. ■ Sögufélag Borgarfjarðar hefur á- kveðið að láta gera og gefa út æviskrár allra þeirra sem hafa stöðvast á Akranesi eftir 1930. Eldri Akurnesingar munu finnast í Borgfirskum æviskrám. í þess- ari útgáfu á að mega finna alla sem dvalið hafa fjögur ár eða lengur á Akranesi 1930-1980 og fæddir eru fyrir 1961. Þess er þó að geta að börn eru talin hjá foreldrum sínum allt fram að 1980 þó að ekki sé um þau sérstök grein. Gert er ráð fyrir að þetta manntal Akurnesinga verði fjögur bindi og fylgir annað bindi fast á eftir hinu fyrsta en áætlað að hin tvö komi að tveimur árum liðnum. Fjöldi mynda eru í bindinu. Þær eru tölusettar og eru 798 í fyrsta bindi. Ókunnugurmaðurhefurenga aðstöðu til að dæma um nákvæmni svona verks. Þó munu flestir fullorðnir íslendingar eiga kunningja og frændur á Akranesi svo að taka megi nokkur sýnishorn sem þeir eru dómbærir um. Að því leyti sem ég hef athugað um fólk sem ég þekki til er bókin trúverðug. Þó að kjörsonur sé athugasemdalaust talinn sonur er það víst ekki annað en lög standa til. Formðaur Sögufélags Borgarfjarðar, séra Jón Einarsson í Saurbæ fylgir útgáf- unni úr hlaði með nokkrum orðum og segir þar að áhugi, elja og ósérhlífni Ara Gíslasonar í þágu þessa verks séu með ólíkindum. Þess má geta að prentaðar heimildir eru taldar aftast í bindinu og eru það rúmlega 50 verk. Þess er þá að gæta að sumt af því eru meira en eitt bindi og í tölunni eru dagblöð sem birt hafa minningargreinar. Það er mikið verk að kanna þetta allt en hinsvegar auðvelda rit eins og Borgfirskar ævi- skrár, Ættir Þingeyinga, Dalamenn, Arnardalsættin, Bókagerðarmenn o.s.frv. vinnu við samningu svona rita. Ari Gíslason hefur verið mikilvirtur fræðimaður. Hann hefur unnið með öðrum að Arnardalsætt, Borgfirskum æviskrám og Deildartunguætt. Hann hefur tekið saman prentaratal, Ættar- skrá Bjarna Hermannssonar, Bæjarætt og Niðjatal Páls Breckmanns í Suður- búð. Það kom út á síðasta ári og m un vera unnið samtímis Æviskrám Akur- nesinga. Þessi upptalning gefur þeim sem einhverja nasasjón hafa af mann- fræði og ættfræðistörfum nokkra hug- mynd um hvílíkur afreksmaður Ari Gíslason er á þessu sviði. Skrá er birt með nöfnum þeirra sem myndir eru af í bindinu og raðtala myndar með nafni svo greiðlegt er að leita myndir uppi auk þess sem þær eru að mestu í stafrófsröð. Prentun mynda, eins og önnur prentun, er góð. Akurnesingar eru hér að eignast sér- staklega myndarlegt rit um sjálfa sig. H.KR. ^ ■ Halldór Kristjáns- son skrifar um bækur KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR 9. fulltrúafundur Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur verður haldinn í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, 5. hæð, dagana 24. og 25. febrúar 1983. DAGSKRÁ Fimmtudaginn 24. febrúar Kl. 11.00 Stjórnarfundur LKL Öruggur Akstur. Kl. 12.10 Sameiginlegur hádegisverður. Ávarp: Hallgrímur Sigurðsson, framkv.stj. Kl. 13.00 Fundarsetning: Baldvin Ottósson, form. LKL ÖA. Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 13.20 Ávarp: Steingrímur Hermannsson, samgöngumálaráðherra. Kl. 13.30 Erindi: Davíð Á Gunnarsson, framkvæmda- stjóri. -Hvað kosta umferðarslysin? Umræður og fyrirspurnir. Erindi: Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn. -Umferðin í dag. -Umræður og fyrirspurnir. Kl. 14.00 Kl. 14.30 Erindi: Ómar Ragnarsson, / fréttamaður. -Rjóðvegaakstur. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.30 Skýrsla stjórnar LKL Öruggur Akstur. Baldvin Ottósson, formaður. Umræður og fyrirspurnir. Nefndarkosning: Norræna umferðaröryggis- árið 1983. Umferðar- og vegamál. Starfsemi Klúbbanna Öruggur Akstur. Allsherjarnefnd. Kl. 19.00 Kvöldverður. Föstudaginn 25. febrúar Kl. 9.00 Lok nefndarstarfa - frágangurtillagna. Kl. 10.00 Fréttir úr heimahögum (skýrslur). Fulltrúar klúbbanna hafa orðið. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Nefndir skila störfum. Nefndarmenn hafa framsögu. Umræður. Kl. .15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Framhaldsumræður og afgreiðsla nefndarálita. Kl. 17.00 Stjórnarkjör - fundarslit. kl. 19.00 Kvöldverður. Stjórn Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460. Opiðaila daga kl. 13.00-23400

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.