Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. 9 Landbúnadur hefur miklu hlutverki ad gegna fyrir þjóðina — setningarræða Ásgeirs Bjarnasonar á Búnadarþingi SÍÐARI HLUTI Árið 1982 voru fluttar út landbúnaðar- afurðir fyrir kr. 577,4 milljónir og skipt- ast þær þannig: Óunnar vörur frá landbúnaði 1. Kindakjöt m.m. kr. 45.229 millj. 2. Mjólkurafurðir kr. 19.424 millj. 3. UIl, gærur, húðir kr. 20.888 millj. 4. Refa-ogminkask. kr. 9.495 millj. 5. Hross, lifandi kr. 3.551 millj. 6. Hlunnindi - lax/dúnn kr. 6.089 millj. 7. Ýmislegt kr. 8.485 millj. Samtals kr. 113.161 millj. Iðnaðarvörur frá landbúnaði: 1. Loðsútuð skinn og húðir m.m. kr. 100.898 millj. 2. Ullarvörur m.m. kr. 363.333 millj. ' um og starfa tveir menn á þess vegum, ásamt þremur sem Búnaðarþing kaus í fyrra að athugun laganna með eftirfar- andi í huga: 1. Hvort Bjargráðasjóður geti starfað áfram með líkum hætti og nú er. 2. Hvort Viðlagatrygging geti tekið við : hlutverki Bjargráðasjóðs að ein- hverju leyti. 3. Hvort heppilegt væri að taka upp sérstakt tryggingakerfi fyrir landbún- aðinn, sem taki við hluta af verkefn- um Bjargráðasjóðs, þannig að tekin verði upp skyldutrygging varðandi þá hætti, sem mestum skaða hafa valdið, s.s. uppskerubresti, skaða á búfé o.fl. ýmsu þarf að breyta í landbúnaði. Fram- leiðsluaukning í venjulegum búgreinum er ekki, eins og nú horfir, sú leiðin sem bætt getur afkomu. Það þarf því áfram að leita að nýjum leiðum og hagræða hlutum. Búnaðarskólarnir, Rannsókna- stofnanir landbúnaðarins, Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélag íslands vinna að því hver hjá sér og sameiginlega að móta og styrkja þann grundvöll sem landbúnaðurinn hvílir á og þar með búrekstur bændanna. Ég þakka þetta víðtæka samstarf og ég vona að það verði til þess að auðvelda lausn vanda- mál landbúnaðarins. Búskapur hefur í seinni tíð færst í það horf að verða verslun. Annars vegar mcð kaup á rekstrarvörum og sölu á búvörum og hins vegar viðskipti bóndans við búféð, jörðina og tæknina. Búreikn- ingar eru því orðir nauðsynlegir fyrir bóndann, og ráðunauturinn, sem þá á léttara með að leiðbeina út frá þeim gögnum, sem fyrir liggja. Tölvan mun í framtíðinni auðvelda búreikningahald, sú starfsemi er líka þegar hafin. Það er því margt sem bendir til þess að auka og efla þarf leiðbeiningar í landbúnaði, bæði - að því er varðar hefðbundinn búskap og ekki síður þegar nýjar bú- greinar eiga í hlut. Það hittist því illa á, þegar þörfin fyrir leiðbeiningarer mikil, og vaxandi að þá skuli ríkið draga hlutfallslega úr fjárveitingum til starf- semi ráðunauta, eins og nú er fyrirsjáan- legt, bæði hjá Búnaðarfélagi íslands og búnaðarsamböndum. Þar við bætist að fjármagn það sem sparast hefur samkvæmt jarðræktar- lögum, svo kallað „Hagræðingafé" hefur ekki skilað sér til lögákveðinna verk- efna. Þetta kemur sér illa. Búnaðarþing mun að sjálfsögðu fjalla um fjármál félagsins og starfsemi, ásamt mörgum öðrum málum sem þinginu hafa borist. Ég geri ekki hér grein fyrir málum Búnaðarþings frá í fyrra, það gerir búnaðarmálastjóri á fundi síðar í dag. Nýtt kjörtímabil er að hefjast á Búnaðarþingi og þeir eru margir þing- fulltrúar sem taka sér sæti í fyrsta sinn og bið ég þá sérstaklega velkomna um leið og ég bið alla þingfulltrúa velkomna til þings. Ég óska þess, að gifta megi fylgja störfum Búnaðarþings og að því megi auðnast nú sem oft áður að benda á leiðir til lausnarvandasömum málum. Ég þakka ykkur öllum góðir gestir fyrir komuna og þann áhuga sem þið sýnið málefnum landbúnaðarins og Bún- aðarfélagi íslands. Sérstakar þakkir færi ég forseta ís- lands frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrir að heiðra Búnaðarþing með komu sinni hingað. Að endingu þakka ég með- stjórnendum mínum, búnaðarmála- stjóra, ráðunautum og öðru starfsfólki Búnaðarfélags íslands gott samstarf og vel unnin störf. 65. Búnaðarþingejsett. kr. 464.231 millj. Rúmlega 113 millj. króna fékkst fyrir óunnar vörur og rúmlega 464 millj. fyrir unnar vörur úr ull og skjnnum, þar af voru unnar ullarvörur 363,3 millj. kr. og fékkst fyrir þær sem næst 50 milljónum króna hærri upphæð en fyrir útflutning á kísiljárni og kísilgúr samanlagt. Bæði ullar- og skinnaiðnaður veitir fjölda manns vinnu og skapar verðmætar út- flutningsvörur. Þeir eru margir sem starfa við landbúnað og hafa framfæri sitt frá honum auk bænda. Afkoma bænda er misjöfn og það er ekki nýtt. Lítið má út af bera hjá þeim sem mikið skulda og verða að borga verðbólgulánin, sem hækka ört á meðan ekki er spyrnt við fótum gegn verðþensl- unni. Þeim mun seinna sem ráðist er gegn „vágesti" þessum - verðbólgunni - þeim mun erfiðara verður fyrir alla að mæta þeim kröppu kjörum, sem hún veldur og felur í sér. Einkum verður það erfitt fyrir þá sem minna mega sín. Lausaskuldamál bænda eru í athugun, eins og Búnaðarþing óskaði eftir í fyrra. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur starfað með líku sniði og áður, og bætt við höfuðstól sinn, svo eigin fjármagn fer heldur vaxandi, enda er þaðlandbún- aðinum nauðsynlegt að eignast eigin fjársjóð til útlána, sem og öðrum at- vinnuvegum. Útlán til byggingar yfir hefðbundnar búgreinar er nánast ein- göngu sem svarar eðlilegu viðhaldi, en aftur á móti hafa lán til byggingar yfir refi og minka talsvert aukist. Skil við Stofnlánadeildina í árslok 1982 voru lakari en í mörg undanfarin ár, eða sem ' næst 7% lakari heildarinnheimta en 1981. Vart er merkjanlegur munur á milli héraða, þó skera sig alltaf sum héruð úr með ágæt skil. Lífeyrissjóður bænda lánaði til sömu þátta og áður. Reiknað er með 37 millj. króna á þessu ári til bústofnslána, íbúðarhúsa og óbundinna lána og er það 50% hækkun frá fyrra ári. Lög um Bjargráðasjóð eru í endurskoðun. Sú breyting hefur orðið á nefndarskipun að félagsmálaráðuneyt- ið óskaði eftir að taka þátt í nefndarstörf- Bjargráðasjóður starfaði líkt og áður. Búnaðardeildin veitti á sl. ári í tjónabæt- ur 1.312.300 krónur og heyflutninga- styrki 386.870 krónur. Deildina vantaði tæpa milljón króna, til þess að tekjur væru jafnar gjöldum. Almenna deild Bjargráðasjóðs hafði heldur ekki tekjur á móti gjöldum. Það horfir því ekki vel með efnahag.Bjargráðasjóðs. Þótt það sé ýmislegt sem á móti blási í landbúnaði, þá er það nú svo, að það er margt sem spáir góðu um framtíð landbúnaðarins. Garðyrkjuskóli ríkis- ins, bændaskólarnir og búvísindadeild á Hvanneyri hafa þéttsetna bekki af ungu fólki, sem stundar búnaðarnám og nokkrir íslendingar eru erlendis að læra búvísindi. Allt þetta unga fólk fær grund- vallarþekkingu í höfuðgreinum landbún- aðar, bæði bóklegt og verklegt. Ég bæði trúi á og treysti þessu unga fólki og skólastarfseminni til að glæða áhuga almennings á landbúnaðinum og líka til að finna þær búskaparleiðir sem bæði henta landi og þjóð. Það er stutt síðan að hér var haldin landbúnaðarráðstefna, þar sem saman voru komnir flestallir okkar búvísindamenn frá tilraunastöðv- um í landbúnaði og flestir ráðunautar, kennarar og skólastjórar ásamt nokkrum nemendum búnaðarskólanna og fulltrú- ar frá Stéttarsambandi bænda. Þessar ráðstefnur eru haldnar árlega og hefur svo lengi verið. Þar eru kynntar rann- sóknir, leiðbeiningar og ýmis vandamál landbúnaðarins. Menn ræða málin og kynnast hvors annars starfi og skoðun. Ég er ekki í neinum efa um það að þessi tilhögun á fræðslu og kynningu gerir mikið gagn. Menn hætta að pota hver fyrir sig og hugleiða störfin sameigin- lega. Það hefur sýnt sig hin síðari ár að starf rannsóknastofnana er betur tengt þjóðfélagsstarfseminni, en áður var, einkum vandamálum og viðfangsefnum atvinnuveganna. Vonir standa því til að rannsókna- og þróunarstarfsemin hér á landi geti með tímanum valdið þeirri nýsköpu sem eykur hagvöxt atvinnuveg- anna og þar með hagvöxt atvinnuveg- anna og þar með hagvöxt þjóðarinnar. Bændastéttinni er það vel ljóst, að Viljum vid af- nema þingrædið? — eftir Halldór Kristjánsson ■ í áliti stjórnarskrárnefndar er fátt um nýmæli. Þar er að vísu rætt um atriði sem ekki eru í gömlu stjórnarskránni en allt eru það gamlar hugmyndir og marg- ræddar. Sú helsta raunverulega breyting sem þar er rædd er að gera þingið eina málstofu. Sú breyting hefur þó verið til umræðu í nærri 40 ár. Hins vegar er nú að rísa flokkur flokksleysingja, svokallað Bandalag jafnaðarmanna, og hefur það takmark að afnema þingræðið. Það er meira mál og hefur lítið verið rætt hér á landi. Þingræðið hefur reynst okkur vel íslendingar hafa nú búið við þingræði síðan þeir fengu heimastjórnina 1904. Einkenni þingræðis eru þau að þingið myndar ríkisstjórnir og víkur þeim til hliðar. Meirihluti þjóðþingsins ræður ríkisstjórn. Með því móti á að vera tryggt samræmi í löggjafarstarfi og stjórnarstefnu. Okkur hefur gefist þingræðið vej. Auðvitað er ekki hægt að segja að allar framfarir og umbætur séu þingræðinu að þakka. Samt höfum við aldrei búið við betra stjórnarfar. Þar með er þó ekki sagt að það sé gallalaust. En þegar stofna skal samtök til að afnema það er skylt að leiða hugann að þessum málum. Þjóðkjörinn stjórnarformaður Bandalag jafnaðarmanna leggur til að forsætisráðherra verði þjóðkjörinn og síðan skipi hann ráðherra að vild sinni. Ekki liggur neitt fyrir um það hvernig Bandalagið ætlar að haga forsetaemb- ættinu en með þessari breytingu er lokið afskiptum forseta við stjórnarmyndanir. Hinn þjóðkjörni forsætisráðherra yrði raunverulegur þjóðhöfðingi. Eðlilegast mun því mörgum sýnast að forsetinn yrði stjórnarformaður. Sú hugmynd var líka til umræðu fyrir 35 árum. En hér skiptir ekki mestu máli hvað embættið væri kallað, hvort við köllum þjóðkjörinn stjórnarformann forseta eða forsætisráðherra eða hvort við leggj- um forsetaembættið og nafnið niður samfara breytingunni. Nauðsynleg tengsl eru slitin Það er kannski ekki fyllilega Ijóst hvort Bandalag jafnaðarmanna ætlar að láta þingið halda fjárveitingavaldinu eða ekki. Þó mun verða að gera ráð fyrir því. Opinber gjöld eru lögð á með lögum. Meðan svo er ákveður Alþingi skatta, tolla og aðrar álögur Jiverju nafni sem nefnast. Hér er komið að hyrningarsteinum þjóðskipulagsins. Þingræðið tryggir sam- starf fjárveitingarvalds og framkvæmda- valds. Þingið útvegar það fjármagn sem ríkisstjórn þess þarf með. Afnám þingræðisins slítur þetta sam- band og býður heim togstreytu cða beinni baráttu milli þings og stjórnar. Hér er ekki einasta um að ræða að þingið skammti stjórninni fjármagnið í heild, heldur ákveða fjárlög skiptingu milli flokka. Þessu má verja til mennta- mála samkvæmt nánari sundurliðun, þessu til heilsugæslu, löggæslu o.s.frv. Sumir liðir kunna að verða ríflegri en stjórnin kærir sig um, aðrir miklu lægri en hún telur nægja. Aðskilnaður með löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi á þennan hátt býður heim ófriði og vandræðum. Þeim sem hafa vit á þessum málum mun tæpast þykja girnilegt að sitja í ríkisstjórn með þessu skipulagi. Samræmd stjórn er nauðsyn Bandalag jafnaðarmanna vill ekki að alþingismenn gegni stjórnsýslustörfum utan löggjafarsviðsins. Víst væri ástæða til að hamla gegn því að þingmenn taki að sér umfangsmikil störf utan hjá þingmennskunni. Það er svo skynsamleg verkstjórn, að kalla má sjálfsagða. Hins vegar er það nauðsýn að áhrifa- stofnanir í þjóðfélaginu svo sem t.d. Seðlabankinn og Framkvæmdastofnunin hafi gott samstarf við ríkisstjórn og þingmeirihluta og vinni í sömu stefnu. Það er nefnilega stjórnleysi cf hver höndin er upp á móti annarri. Og stjórnleysi er flestu verra. Trúarblindan er viðsjárverð Menn eru gallagripir. Fram hjá því komumst við ekki. Því er ástæðulaust að láta sig dreyma um fullkomið og galla- laust þjóðfélag. En siðareglur setjum viö, reynum að lifa samkvæmt þeim og krefjumst þess að aðrir geri það. Þcgar litið er um öxl og athuguð 50 ára stjórnmálasaga kemur í Ijós að óþörfustu og viðsjárverðustu menn í stjórnmálum cru þeir sem trúa því að allsherjarlausn vcrði fundin með einhverju ákvcðnu skipulagi. Þar gildir einu hvort menn vilja kalla sig kommúnista, þjóðernis- jafnaðarmenn eða Bandalag jafnaðar- manna. Víst þarf alltaf að halda vöku sinni og ástunda heilbrigða gagnrýni cn til blindra trúmanna höfum við ekkert að sækja stjórnfræðilega. Það ætti fengin reynsla að sannfæra okkur um. Samstaða. en ekki sundrung Sumum finnst að lýðræðið sé ekki fullkomið nema hverskonar smáhópar geti gert sig gildandi og látið til sín taka. Þess ber þó að gæta að annað er meira vert en að leysa þjóðfélagið upp í smábrot. Við þurfum að fá stjórnhæfan meirihluta. Því ber fremur að velja þær leiðir sem þrýsta mönnum saman en hinar sem sundra. Það er nefnilega samstaða en ekki sundrung sem nauðsynleg er til þess að landi og þjóð verði stjórnað. Reynsla þjóða af mörgum smáflokk- um er ekki góð. Sums staðar hefur hún orðið lýðræðinu og þingræðinu hættuleg. Menn, sem ekki þola að vera minni- hlutamenn í flokki, eru frjálsir ferða sinna og eiga að vera það. Enginn bannar þeim að reyna sjálfstæðan búskap. Þar með er ekki sagt að slíkir Húsavíkur-Jónar séu líklegir til að frelsa heiminn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.