Tíminn - 24.02.1983, Page 20

Tíminn - 24.02.1983, Page 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýtega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag J ——abriel ,B HÖGGDEYFAR __, , • Hamarshöfða 1 QJvarahlutir sími365io. t/ Kauplagsnefnd úrskurðar verðbætur á laun 14.7% 1. mars LAUNAUMSLOGIN ÞYNGJAST Nl) UM 300 MILUÓNIR KR. Mánaðarleg laun allra launþega landsins nú 1.8-2 milljarðar Akurey 3 mánuði í viðgerð ■ Akurej, báturinn sem strandaði við Hornafjarðarús í vikunni sem leið, er nú í slipp hjá Skipalvftunni í Vestmanna- cyjum. Komið er í Ijús að skemmdir á bátnum eru meiri en á horfði í fyrstu og búist er við að viðgcrð taki að minnsta kosti þrjá til fjúra mánuði. Munar meslu i því sambandi að nauð- synlegt reynisl að skipa um kjöl og það kostar að taka verður vélina úr bátnum, brjúta steypu úr botninum n.fl. o.fl. -Sjó. ■ Kauplagsnefnd hefur úr- skurðað að verðbætur á laun eigi að hxkka um 14,74% frá 1. mars n.k. Samkvæmt j>ví lætur nærri að launaumslög Islendinga fyrir marsmánuð eigi að þyngjast samtals um c.a. 300 milljónir króna frá því sem í þeim var í febrúar (miðað við mánaðar- laun). Miðað við að launþegar í landinu séu um 108 þús. alls ættu um 2.700 krónur að bætast í umslag hvers þeirra að meðaltali umfram febrúarlaun. Samkvæmt upplýsingum hag- fræðings Vinnuveitendasam- bandsins lætur nærri að mánað- arleg laun allra launþega í land- inu séu nú á bilinu 1.8 til 2 milljarðar króna. Krónutölu- hækkun þeirrar upphæðar vegna 14,74% hækkunar verðbóta nemur þá á bilinu 265 til 295 milljónum króna á mánuði frá 1. mars. Beinar launagreiðslur ríkis- sjóðs á mánuði, þ.e. frá 15. janúar til 15. febrúar sl. námu tæpum 330 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Hösk- uldar Jónssonar, ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins. Við 14,74% verðbótahækkun hækka launaútgjöld ríkissjóðs því um rúmar 48,6 milljónir króna í marsmánuði. í þessum upphæðum eru hin ýmsu launa- tengdu gjöld hins vegar ekki meðtalin - en þau hækka að sjálfsögðu í sama hlutfalli og laun. Launagreiðslurtilverktaka er vinna að hinum ýmsu fram- kvæmdum á vegum ríkisins eru heldur ekki meðtaldar í fyrr- greindum tölum, þannig að auk- in launaútgjöld vegna þessarar verðbótahækkunar verða tölu- vert umfram það sem þessum 48,6 milljónum króna nemur. - HEI. SÉRSTÖK UTAN- ríkismAlanefnd norðurlandarAðs? Tillaga Halldórs Ásgrímssonar á Norðurlandaráðsþingi um aðild manna frá þjóðþingunum að fundum utanrlkisráðherranna ■ „Ég lagöi til að þegar utan- ríkisráðherra Norðurlandanna hittast einu sinni á ári verði í för með þeim menn frá þjóðþingun- um, t.d. formenn utanríkismála- nefnda og stjórnarandstööufull- trúar,“ sagði Halldór Ásgríms- son alþingismaður og einn af varaforsetum Norðurlandaráðs, þegar hann var spurður út í tillögu um utanríkismál, sem hann flutti á Norðurlandaráðs- þinginu í Osló. „Með þessu tel ég að unnt verði að skapa breiðari vettvang fyrir umræðu um utanríkismál sem gæti leitt til að í framtíðinni verði stofnuð sérstök sérstök utanríkismálanefnd á vegum ráðsins.“ Tillaga Halldórs vakti tals- verða athygli á Norðurlanda- ráðsþinginu og var hún m.a. reif- uð í norska Dagblaðinu í gær. Ilalldór sagði að menn hefðu yflrleitt tekið nokkuð vel í tillög- urnar og margir hefðu látið í Ijós þá skoðun að með þeim væri stigið skref, sem gæti orðið til þess að koma fastari formi á umræðu um utanríkismál. Það væri nauðsynlegt, m.a.. vegna vígbúnaðarkapphlaupsins í heiminum. - Sjó. Tíraamynd: SG/Vestmannaeyjum ■ í slipp stýrislaus og með brotinn kjöl. dropar ^tkureyri: Slys í skips si AP á Akureyri Dagur skýrir frá því að nú er svo að sjá sem fréttastofan AP sé búin að koma sér upp starfs- manni á Akureyri. Dagur segir: „Fyrir helgina var frétt í því merka blaði um slys sem átti sér stað í skipasmíðastöð í bænum, merkt AP-fréttastof- unni og undirskrift „fréttarit- ari“. Já, það var ekki seinna vænna að alþjóðleg fréttastofa kæmi sér upp starfsmanni í bænum til að fylgjast með því sem er að gerast. Um að gera að tala Fréttaritari Morgunblaðsins á Norðurlandaráðsþinginu hef- ur tekið sér einkennilegt verk- efni fyrir hendur, - hann hefur minnstar áhyggjur af því hvað þingfulltrúarnir hafa til mál- anna að leggja, en tíundar nákvæmlega í blaði sínu í gær hvort þessi og hinn fulltrúinn hafl talað eða ekki. Gerir hann loks samanburð á ræðufjölda Islendinganna í Helsinki á síð- asta Noröurlandaráðsþingi og svo á þinginu nú, það sem af er. I fréttinni er hvergi á það minnst hvert umræðuefnið hefði verið hjá þeim sem í pontuna stigu. Ergó - það er um að gera að tala. Hvort nokkra nauðsyn ber til skiptir minna máli. Ólán þingmannsins Þingsjá Þjóðviljans greinir í gær frá umræðum um vísitölu- frumvarpið og birtir ítarlegan úrdrátt úr ræðu Guðrúnar Helgadóttur, þar sem segir m.a.: „Sjálf hefði hún orðið fyrir því óláni að skrífa nokkur hundruð krónur meira út af ávísanaheftinu sínu. Sam- stundis hefði hann borist hótun um lokun reikningsins og gert að greiða 67 krónur fyrir hverj- ar hundrað sem hún hafði skrif- að út. í vikublaði nýverið hefði verið sagt frá manni sem hefði verið kominn 700 þúsund krón- -<C> MKm ur fram yfir á reikningnum sín um. Hvers konarefnahagskerfi væri þetta sem við byggjum við?“ Nú er spurningin, hvort Guðrún fær yfirdráttinn! Krummi ... ...telur það lán í óláni að mamma þeirra Jóns Odds og Jóns Bjama á ekki sæti í viðskipta- og fjárveitinga- nefndum...

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.