Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 11
10
VÖKVAPRESSA
MÚRBROT — FLEYGUN
HLJÓÐLÁT — RYKLAUS
Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær
sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjóturo milliveggi,
gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l.
Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn.
VERKTAK sím, 54491.
ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
i frystiskápa.
Góð þjónusta.
ífraslvBrk
REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði simi 50473
útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík.
Starf
framkvæmdastjóra
Listahátíðar í Reykjavík 1984, er auglýst laust til
umsóknar. Ráðið verður í starfið frá 1. apríl 1983 til 31.
desember 1984. Laun samkvæmt 21. launaflokki
B.S.R.B.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 1983.
Upplýsingar veita fulltrúar í framkvæmdastjórn Lista-
hátíðar.
Sími Listahátíðar í Reykjavík er: 12444
Pósthólf 88-121 Reykjavík.
Til sölu
Notaðar dráttarvélar og hey-
bindivélar
Upplýsingar veitir
Ágúst Ólafsson sími 99-8313.
Raflagnir
Fyrsta flokks
þjónusta
Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við
eða breyta raflögnum, minnir Samvirki
á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja,
sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar.
samvirki i\/
SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44,556
GLUGGAR
OG HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu verði
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.
Iþróttlr
Umsjón: Samúel örn Erllngsson
Allt getur gerst í körfuknattleik:
NJARÐVÍK VANN VAL!
I
Úrvalsdeild í Körfuknattleik,
íþróttahús Hagaskóla,
Valur - Njarðrík 83-84
Stigin:
Valur: Torfí Magnússon 24, Kristján
Ágústsson 21, Tim Dwyer 20, Jón
Steingrímsson 8, Ríkharður Hrafnkels-
son 6, Leifur Gústafsson 2, Hafsteinn
Hafsteinsson 2.
Njarðvík: Valur Ingimundarson 28,
Gunnar Þorvarðarson 22, Bill Kotter-
mann 16, Júlíus Valgeirsson 8, Ami
Lárusson 7, Ingimar Jónsson 2, Sturla
Örlygsson 1.
„Þetta var brjálæðislegt, hreint brjá-
Ixöislegt, ég skildi þetta hreint ekki, og
það er langt gengið, þegar Jón Stein-
grímsson, sem er einn prúðasti leikmað-
ur sem ég hef vitað, fær tæknivillu í
leik,“ sagði Jim Dooley landsliðs- og ÍR
þjálfari í körfuknattleik, eftir að Njarð-
víkingar höfðu sigrað Valsmenn með
einu stigi. „En svo voru Njarðvíkingar
næstum búnir að gefa Valsmönnum
sigurinn aftur, þetta sýnir aUt að körfu-
knattleikur er brjálaöur leikur“, sagði
Dooley ennfremur.
Og leikurinn varsannarlega brjálæðis-
legur. Úrslitin koma áreiðanlega flestum
á óvart. Njarðvíkingar, sem hafa verið
eins og magasleðar undanfarnar vikur,
sigruðu toppliðið, og allt í einu er
úrvalsdeildin orðin galopin að nýju.
Gangur leiksins var sá að liðin voru
jöfn allan tímann, en þó höfðu Njarðvík-
ingar frumkvæðið og yfir 6 stig í hálfleik.
Þegar 10 mínútur voru eftir komust
Valsmenn yfir 62-60. Valsmenn höfðu
síðan mest 3 stiga forskot. En þá hófst
vitleysan. Njarðvíkingar komust 3 stig
yfir og Torfi Magnússon var full tilsagn-
arsamur við dómarana, fékk tæknivíti.
Jón Steingrímsson fékk tæknivíti
skömmu síðar, og þegar Torfi hafði sagt
álit sitt á því, fékk hann iíka tæknivíti,
sitt annað í leiknum og 1 mínúta og 50
sekúndur eftir. Gunnar Þorvarðarson
skoraði úr þeim fjórum vítaskotum sem
þetta gaf, og þá höfðu Njarðvíkingar allt
í einu 7 stig yfir, 82-75. Ríkharður
skoraði, en Ingimar skoraði aftur fyrir
Njarðvík. Tim Dwyer skoraði fyrir Val,
79-84, Ríkharður skoraði 81-84, og Tim
Dwyer 83-84. Aðeins munaði hársbreidd
að Dwyer skoraði sigurkörfuna tveimur
sekúndum fyrir leiklok, en það tókst
ekki. Sigur Njarðvíkur í höfn.
„Maður horfir ekki bara upp á að
menn segi manni að halda kjafti og það
rétt við hliðina á manni,“ sagði Krist-
björn Albertsson dómari eftir leikinn,
en hann dæmdi leikinn ásamt Jóni Otta
Ólafssyni. Og dómgæslan var ekki illa af
hendi leyst, dálítill hiti í leiknum í lokin,
en Valsmenn geta sjálfum sér um kennt,
ef þeir hefðu haldið ró sinni, hefðu þeir
líklegast unnið leikinn.
UBK sló IS út
í bikarkeppninni
og HK sló Fram
■ Breiðablik gerði sér lítið fyrir og sló IS
út úr bikarkeppninni í blaki, er liðin
mættust í fyrrakvöld. Breiðabliksstúlk-
umar, sem hafa tapað fyrir IS í þremur
leikjum liðanna í Islandsmótinu í vetur
gáfu aldrei eftir þumlung í leiknum, og
þegar upp var staðið höfðu þær sigrað
3-0.
Fyrsta hrina í leiknum var allspenn-
andi, jafnræði með liðunum. Jafnt var á
mörgum tölum, en að lokum komust ÍS
stúlkurnar í 14-12. En þá fór í uppgjöf
besi leikmaður Breiðabliks í leiknum,
Sigurborg Gunnarsdóttir. Sigurborg gaf
upp fjórar sterkar uppgjafir, sem ÍS
stúlkunum gekk illa að ráða við. Unnu
Breiðabliksstúlkur þá hrinu 16-14, og
lagði það línuna fyrir leikinn. Kópavogs-
stúlkurnar sigruðu síðan í báðum næstu
hrinum, 15-7 og 15-7.
Eins og áður sagði var Sigurborg
íblaki kvenna. ÍS sigradi Vlking
út
Gunnarsdóttir mjög góð í leiknum, spil-
aði vel upp, enda einn sterkasti uppspil-
ari okkar í dag. Hún átti og stórleik í
vörninni aftur á velli, smöss sem fóru
beint í gólfið. Kristín Eysteinsdóttir var
einnig sterk í liði UBK. Kristín hefur
ekki unnið sér fast sæti í liðinu í vetur,
en sýndi og sannaði í leiknum að hún
gefur stöðu meðal fyrstu sex ekki svo
auðveldlega eftir. Aðrar í liðinu stóðu
sig vel. Engin stóð upp úr þreytulegu liði
Stúdenta, en liðið er nýkomið úr langri
og strangri keppnisferð um erlenda
grund.
ÍS lagði Yíking
■ Á eftir bikarleik kvennanna í fyrra-
kvöld var leikur ÍS og Víkings í fyrstu
deild karla. Sigruðu Stúdentar næsta
örugglega, en þó veittu Víkingar tals-
verða mótspyrnu. Úrslitin urðu 3-0,
15-5, 15-11 og 15-12. Steingrimur Sig-
fússson stóð manna helst upp úr meðal-
mennskunni hjá ÍS í leiknum, einnig átti
Indriði Amórsson góð smöss.
HK sló Fram út
■ Seint í fyrrakvöld hófst svo bikar-
leikur Fram og HK í blakinu. Þessi lið
eru ekki alveg án þess að vita hvort af
hinu, þeim var spáð fyrir íslandsmótið
að þau mundu slást um fyrstu deildar
sætið, og það hafa liðin svo sannarlega
gert. Munu leika hreinan úrslitaleik 6.
mars. En liðin drógust saman í bikar-
keppninni, og þar varð hörð rimma, sem
lauk með sigri HK3-1,15-13,4-15,18-16
og 15-8. HK kemst því áfram í 8 liða
úrslit. Kristján Már Unnarsson var
hættulegastur í liði Fram í þessum leik,
en Kjartan Busk var bestur HK manna.
300 ÞIIS. UTHLUTAD
■ í vikunni var úthlutað styrkjum úr
styrktarsjóði íþróttaráðs Reykjavíkur.
Að þessu sinni var úthlutað krónum 300
þús., en sjóðurinn er uppbyggður á
tekjum sem fást fyrir auglýsingar í
íþróttamannvirkjum borgarinnar. Við
úthlutun er sérstaklega haft í huga að
verðlauna góðan árangur, unglingastarf
og létta kostnað hjá félögum sem tapað
hafa á erlendum samskiptum. Auk þess
eru jafnan heiðraðir nokkrir einstakling-
ar, sem verið hafa öðrum til fyrirmyndar
um reglulega iðkun íþrótta og fórnfús
félagsstörf.
Úthlutun fyrir árið 1982 var sem hér
segir:
kr.
kr.
kr.
40.000,-
40.000,-
30.000,-
Víkingur, handknattleiksd.
og knattspyrnud. kr. 100,000,-
K.R. handknattleiksdeild
Þróttur, blakdeild
Í.R. frjálsíþróttadeild
Ármann, fimleikadeild
unglingastarf.
Fram, knattspyrnudcild
unglingastarf
Iþróttafélag fatlaðra,
v/ erlendra samskipta
kr. 30.000,-
kr. 30.000,-
kr. 30.000,-
Samtals» kr. 300.000,-
Einstaklingar sem sérstaklega voru
heiðraðir voru:
Ellen Sighvatsson, fyrir störf að skíða-
málum.
Ólafur Þorsteinsson,heildsali fyrir störf
að íþróttamálum og iðkun íþrótta eink-
um skíðaferða um áratugi.
Óskar Pétursson, gullsmiður, fyrir sund-
iðkun
Sigurður Ólafsson, verzlunarmaður,
fyrir iðkun knattspyrnu og félagsstörf.
Þorkell Þorkelsson, forstjóri, fyrir
félagsstörf.
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og Lilja
Kristjánsdóttir sem unnið hafa í Sund-
höll Reykjavíkur frá því að hún tók til
starfa en létu um síðustu áramót af
föstum störfum voru heiðraðir og afhent-
ir blómvendir.
■ Þessi hlutu viðurkenningu fyrir íþróttaiðkun og vel unnin störf að uppbyggingu og aðhlynningu íþrótta í áratugi. F.v.
Ellen Sighvatsson, Sigurður Ólafsson, Þorkell Þorkelsson og Óskar Pétursson. Olafur Þorsteinsson gat ekki hætt í hófið
og er þar af leiðandi ekki á myndinni. Tímamynd: GE.
• og stunda keppni og æfingar f frjálsum íþróttum
6 ISLENDINGAR VIÐ NAM I
HASKÓLANUM í ALABAMA
\
■ Sex íslendingar sutnda nú nám
við háskóiann í Alabama í
Bandáríkjunum, og er allt þetta
fólk einnig við keppni og æfingar
í frjálsum íþróttum. Öll þessi ung-
menni eiga það sameiginlegt að
vera meðal besta og efnilegasta
frjálsíþróttafólks í dag. Það gerist
nú æ algegnagara að íþróttafólk
héðan af klakanum fari til annarra
landa til að stunda xfingar og
keppni, þar sem æfingaaðstaða er
heppilegri en hér, og eða þar sem
tækifærin gefast til að lifa á íþrótt
sinn. Nægir í þessu sambandi að
nefna knattspymumennina okkar,
sem eru í atvinnumennsku víða
um heiminn, skíðamenn sem æfa
og keppa í Ölpunum, og Skandi-
avíu, og síðast en ekki síst frjáls-
íþróttafólkið sem fer mest til
Bandaríkjanna, og stundar þar
nám, um leið og það stundar sína
íþrótt af kappi.
Við háskólann í Alabama eru
eins og áður segir sex Islendingar
við nám, æfingar, og keppni. Þau
eru:
Þórdís Gísladóttir 21 árs ÍR
ingur. Þórdís er Islandsmethafi í
hástökki kvenna utan og innan-
húss, hefur stokkið 1.86 metra.
Þórdís sigraði á bandaríska
háskólameistaramótinu utanhúss
sl. vor, og stökk þar 1.86 m
Þórdís varð með þessu afreki sínu
fyrsta konan við háskólann í AI-
abama til að vinna bandarískan
meistaramótstitil. Þórdís er á
þriðja námsári við skólann.
íris Grönfeldt 20 ára Borgfirð-
ingur og íslandsmethafi í spjót-
kasti kvenna, 51,58 m. íris hóf
nám við háskólann í Alabama nú
í janúar, og eru bundnar miklar
vonir við árangur hennar við
skólann.
Vésteinn Hafsteinsson 22 ára
kringlukastari úr HSK. Hann kast-
aði 59,48 metra síðastliðið sumar,
og er það þriðji besti árangur
íslendings í greininni frá upphafi.
Vésteinn er nú að hefja sitt annað
námsár við skólann, en er nýlega
orðinn löglegur með liðinu, og er
því að hefja sitt fyrsta keppnistím-
abil.
Sigurður Einarsson 20 ára spjót-
kastari úr Ármanni. Sigurður á
best 74,76 metra í spjótkasti, en
það er þriðji besti árangur íslend-
ings í greininni. Sigurður hefur átt
við meiðsli að stríða síðastliðin
tvö ár, en er nú á hraðri uppleið,
og ætti að geta bætt sig verulega,
ef ekki verður um frekari meiðsl
að ræða. Sigurður er á fyrsta ári
við skólann.
Pétur Guðmundsson 20 ára
kúluvarpari úr HSK. Péturkastaði
16,20 metra síðastliðið sumar, og
sýndi þá örar framfarir. Pétur
notar hin svokallaða snúnings-
stíl, og er fyrsti Islendingurinn
sem nær sæmilegum tökum á þeim
stíl. Pétur er einnig vel liðtækur
blakmaður á íslenskan mæli
kvarða. Pétur hóf nám við skólann
í janúar.
Þráinn Hafsteinsson 25 ára, tug-
þrautarmaður úr HSK. Þráinn er
gamalkunnur frjálsíþróttagarpur,
hóf ungur að keppa og hefur verið
framarlega síðastliðin 10 ár hér á
landi. Þráinn er bróðir Vésteins.
Þráinn á best 7343 stig í tugþraut
og er sá árangur síðan í fyrra.
Þráinn er á þriðja ári við háskól-
ann í Alabama.
Karlalið háskólans í Alabama
hafnaði í 9. sæti i stigakeppni
Háskólameistaramótsins á síðasta
keppnistímabili, og stefnir liðið á
sigur á mótinu í ár. Frægasta
stjarna liðsins er bandaríski
spretthlauparinn Calvin Smith,
sem á 10,05 sekúndur best í 100
metra hlaupi... Smith á einnig
tímann 9,91 í meðvindi.
Keppni í fullum gangi
Kvennalið skólans hafnaði í 15.
sæti í Háskólameistaramótinu í
fyrra, og er þar stefnt á eitt af 10
efstu sætunum í ár.
Innanhússkeppnistímabilið í
frjálsum íþróttum stendur nú sem
hæst í Bandaríkjunum. Þórdís
Gísladóttir hefur keppt í fimm
mótum á tímabilinu, og lofar. ár-
angur hennar mjög góðu. Hún
jafnaði íslandsmet sitt á fyrsta
mótinu (1.83m.), stökk 1,78 m. á
öðru mótinu, setti íslandsmet á
þriðja mótinu (1,86 m.), jafnaði
það met á fjórða mótinu, og stökk
1,73 m. á fimníta mótinu.
Vésteinn Hafsteinsson kastaði
kúlunni 16,79 metra á sínu fyrsta
móti 11. febrúar, og er það 30 cm
betra en hann kastaði lengst utan-
húss síðastliðið sumar.
Pétur Guðmundsson kastaði
15,72 metra í janúar, en varð
síðan fyrir meiðslum á fingri og
hefur ekki keppt síðan.
Tvö stórmót framundan
Framundan eru há okkar fólki í
Alabama tvö stór og mikilvæg
mót, Suð-Austurhlutameistara-
mót háskólanna, en þar keppa
Þórdís, Vésteinn og Pétur, og
Meistaramót háskólanna í Mic-
higanfylki í Pontiac. Þar hefur
Þórdís tryggt sér rétt til þátttöku,
og mun þar þreyta keppni við alla
bestu hástökkvara bandarískra
háskóla.
Utanhússkeppnistímabilið hefst
síðan í Bandaríkjunum 20. mars,
og verða þá mót um hverja helgi
fram að Háskólameistaramótinu
utanhúss sem verður 2-4. júní.
■ Þórdís Gísladóttir. Hvenær
bætir hún metið næst?
■ Vésteinn Hafsteinsson
stöðugri framför.
er i
■ Þráinn Hafsteinsson er í fullu
fjöri og æfir stíft, og gifsið sem
hann er í á myndinni er horfið fyrir
iöngu.
■ Irisi Grðnfeldt eru ætlaðir
stórir hlutir í Alabama.
« Sigurður Einarsson er nú orð-
inn góður af meiðslunum.
BJARNI SIGRAÐI Á AKUREYRI
■ Síðastliðinn laugardag hélt Júdóráð
Akureyrar sitt fyrsta mót sem opið er
öllum júdómönnum landsins en hingað
til hefur JRA einungis haldið innnanfé-
•lagsmót.
Á þessu fyrsta júdó-Iandsmóti, sem
haldið er á Akureyri, kepptu 40 manns
og var skipt í fjóra flokka.
Bjarni Friðriksson, sem er tvímæla-
laust okkar sterkasti júdómaður, sigraði
nokkuð örugglega í sínum flokki. Kol-
beinn Gíslason veitti honum þó harða
keppni, enda er Kolbeinn í hópi okkar
sterkustu júdómanna.
Mótsstjóri var Þorsteinn Hjaltason og
tímavörður Hjalti Þorsteinsson.
Halldór Guðbjörnsson bar nokkuð af
í sínum flokki, en Sigurbjörn Sigurðsson
veitti honum mikla keppni. Sigurbjörn
er upprennandi júdómaður og Broddi
Magnússon sömuleiðis.
Úrslitaglíma þeirra Ómars Sigurðs-
sonar og Gfsla Wíum var mjög hörð og
tvísýn og mátti lengi vel ekki á milli sjá
hvor hafði betur.
1 unglingaflokknum voru margar
snarpar glímur og það er víst að ef þessir
ungu kappar æfa vel munu þeir ná langt.
Mikla athygli vakti Lísbet Birgite í
kvennaflokknum en hún veitti Margréti
Þráinsdóttur, sem má telja eina bestu
júdókonu landsins, harða keppni og
vann aðra andstæðinga sína örugglega.
I undir 78 kg. flokki karla, sem
gráðaðir voru 4. kyu og undir, var
geysilega hörð barátta um efstu sætin.
Úrslitaglíman milli Árna og Sævars var
mjög tvísýn en undir lokin náði Sævar
yfirhöndinni og sigraði,.
I yfir 78 kg. flokknum bar Runólfur
Gunnlaugsson nokkuð af en greinilegt
er að Kristján Þorkelsson er einnig mjög
sterkur júdómaður en hann virtist ekki
ná sér á strik í úrslitaglímunni við
Runólf.
Úrslit í mótinu urðu þessi:
UNGLINGAFLOKKUR:
1. sæti: Magni Hauksson ÍBA
2. sæti: Friðbjörn Benediktsson ÍBA
3. sæti: Ástvaldur Sigurbergsson, Ár-
manni.
KVENNAFLOKKUR:
1. sæti: Margrét Þráinsdóttir, Ármanni.
2. sæti: Lísbet Birgite, ÍBA.
3. sæti: Eygló Sigurðardóttir, Ármanni.
FLOKKUR KARLA
4. KYU OG UNDIR:
UNDIR78 KG.:
1. sæti: Sævar Kristjánsson Gerplu
2. sæti: Árni Ingólfsson ÍBA
3. sæti: Magnús Skúlason Ármanni
3. sæti: Geir Karlsson UMFK
YFIR78 KG.:
1. sæti: Runólfur Gunnlaugsson Ár-
manni
2. sæti: Kristján Þorkelsson ÍBA
3. sæti: Kristján Kristjánsson Ármanni
FLOKKUR KARLA
3. KYU OG YFIR:
UNDIR 71 KG. :
1. sæti: Halldór Guðbjörnsson JFR
2. sæti: Sigurbjörn Sigurðsson UMFK
3. sæti: Broddi Magnússon ÍBA
UNDIR78 KG.:
1. sæti: Ómar Sigurdsson UMFK
2. sæti: Gísli Wíum Ármanni
3. sæti: Magriús Hauksson UMFK
3. sæti: Níels Hermannsson Ármanni
YFIR 78 KG.:
1. sæti: Bjarni Fridriksson Ármanni
2. sæti: Kolbeinn Gíslason Ármanni
3. sæti: Sigurður Hauksson UMFK
Dómarar mótsins voru þeir Cees van
de Ven, Þóroddur Þórhallsson, Þor-
steinn Pétursson og Yosihihiko Yura.
Verðlaun á mótinu, sem voru hin
veglegustu, kostaði Júdóráð Akureyrar.
- Þ.H./SÖE
■ Bjami Friðriksson, sem hér sést í hálfkláraðri glímu er okkar
sterkasti júdómaður. Hann sigraði á júdómóti á Akureyri um
helgina.
United áfram
' Manchester United tryggði sér í gær-
kvöldi réttinn til að leika við Liverpooi
í úrslitum mjólkurbikarsins í gærkvöldi
með því að sigra Arsenal 2-1 á Old
TrafTord. Áður hafði United unnið 4-2
á Highbury, svo að þetta var nokkuð
öniggt.
England
marði Wales
Englendingar náðu að sigra Wales í
landslcik í knattspyrnu í gærkvöldi,
2-1.
KA sigraði
KA sigraði Ármann í síðasta leik
annarrar deildarkeppninnar í gær-
kvöldi 26-21. Staðan ■ hálfleik var
16-7. í fyrri halfleik var eitt lið á
vellinum, en Ármenningar voru sterkir
í síðari hálfieik, og allt fór í vitleysu hjá
KA. Minnstur var munurinn 3 mörk.
Friðjón Jónsson skoraði 7 mörk fyrir
KA, Guðmundur Guðmundsson 5 og
Þorleifur Ananíasson 5. Björn Jó-
hannsson skoraði 8 mörk fyrir Ármann
og Einar Nábeje 4.
KA hcfur þriggja stiga forskot á
Hauka eftir að deildinni er lukið, og 5
stig á UBK og Gróttu. Liðin fara með
stigin með sér í úrslitakeppnina, og
leiðréttist hér með sú vitleysa sem sett
var fram í þriðjudagsblaðinu um að
svo væri ckki. Orsökin var misskilning-
ur blm.
Sólá
unglingamóti
■ Sól og gott veður settu svip á
skíðamót unglinga sem haldið var í
Hlíöarfjalli á við Akureyri um síðustu
helgi. Keppt var í svigi og stórsvigi
14- 16 ára og þátttakendur 130 lalsins
víða að af landinu. Úrslit urðu þessi:
13-14 ára stúlkur:
Svig:
1. Snædís Úlriksdóttir, Reykjavík
2. Kristín Jóhannsdóttir, Akureyri
3. Gúnda Vigfúsdóttir, ÚÍA
stórsvig:
1. Snædís Úlriksdóttir, Reykjuvik
2. Katrin Þorláksdóttir, ísafírði
3. Arna ívarsdóttir, Akureyri
15- 16 ára stúlkur
svig:
1. Anna Maria Malmquist, Akureyri
2. Guðrún H. Kristjánsd. Akureyri
3. Tinna Traustadúttir, Akureyri
Stórsvig:
1. Guðrún H. Kristjánsd. Akureyri
2. Guðrun J. Magnúsdóttir, Akureyri
3. Tinna Traustadóttir, Akureyri
drengir 13-14 ára:
Svig:
1. Björn Brynjar Gíslason, Akureyri
2. Birkir Sveinsson ÚÍA
3. Sveinn Rúnarsson, Reykjavík
Stórsvig:
í. Brynjar Bragason, Akureyri
l. Bjöm Brynjar Gísiason, Akureyri
.1. Hilmir Valsson, Akureyri
15-16 ára drcngir:
svig:
1. Atli G. Einarsson, Ísafírði
2. Árni G. Árnason, Húsavík
3. Guðmundur Sigurjónss. Akureyri
Stórsvig:
1. Guðmundur Sigurjónss. Akureyri
2. Arni G. Amason, Húsavik
3. Þór Ómar Jónsson, Reykjavik
Sundmót
*
Armanns
Sundmót Armanns verður haldið í
Sundhöll Reykjavíkur, miðvikudag 9.
marz 1983 og hefst kl. 20:00 Keppnis-
greinar verða:
1. grein 200 m flugsund karla
2. grein 100 m skriðsund kvenna
3. grcin 100 m bringusund karla
4. grein 100 m flugsund kvcnna
5. grein 100 m skriðsund karla
(bikarsund)
6. grein 100 m baksund kvenna
7. grein 200 m fjórsund karla
8. grcin 100 m bringusund kvenna
9. grein 4x100 m skriðsund karla
10. grein 4x100 m skriðsund kvenna
Stigabikar SSÍ er fyrir besta afrek
mótsins
Skráningum ber að skila á þar tH
gerðum skráningarkortum til Péturs
Péturssonar, Tcigaseli 5, 109 Reykja-
vík (sími 75008) eigi síðar en laugar-
daginn 5. marz nk.