Tíminn - 24.02.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983.
5
fréttir
■ Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og Lilja Kristjánsdóttir í samsæti íþróttaráðs Reykja-
víkur í gær. (Tímamynd: G.E.)
Heiðraðir fyrir störf í
þágu Sundhallarinnar
■ Þegar úthlutað var úr Styrktarsjóði
íþróttaráðs Reykjavíkur í gær voru þær
heiðraðar Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og
Lilja Kristjánsdóttir, sem báðar hafa
unnið í Sundhöll Reykjavíkurfrá því um
það leyti er hún tók til starfa, en þær létu
af föstum störfum um síðustu áramót.
Hlutu þær fagra blómvendi í viðurkenn-
ingarskyni.
Ingibjörg hóf störf hjá Sundhöllinni
árið 1937 og hafði gegnt störfum í 45 ár
og sjö mánuði er hún hætti. Lilja mun
hafa átt tveimur árum skemmri starfsald-
ur. Mun það orðið sjaldgæft að starfs-
menn haldi slíkri tryggð við sama staðinn
svo lengi, en þegar við ræddum við
Ingibjörgu, þakkaði hún það þeim góða
starfsanda, sem í Sundhöllinni hefði
jafnan ríkt. Hún hefði eflaust haldið
áfram að eigin sögn, hefði sjónin ekki
verið tekin að daprast, en Lilja, sem
lætur af starfi vegna aldursmarka, mun
áfram starfa í hlutastarfi.
-AM.
■ Guðrún Harðardóttir.
FUF kemur upp
fimm manna
jafnréttisnefnd
■ Stjórn Félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík, samþykkti á fundi
þann 20. febrúar sl. að skipa fimm
manna jafnréttisnefnd. í nefndinni eiga
sæti Guðrún Harðardóttir, formaður,
Reykjavík, Arnþór Helgason, Seltjarn-
arnesi, Elín Björk Jóhannesdóttir,
Reykjavík, Karl Óskar Hjaltason, Sel-
tjarnarnesi og Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, Reykjavík.
Hlutverk nefndarinnar er að semja
drög að ályktun um jafnréttismál og gera
jafnframt tillögur um leiðir til þess að
koma á meira jafnrétti í íslensku þjóðfé-
lagi. Nefndin á að fjalla um jafnréttismál
á breiðum grundvelli og leitast við að
taka velflesta þætti á sviði jafnréttismála
til umfjöllunar.
Hinn nýskipaði formaður jafnréttis-
nefndar, Guðrún Harðardóttir, sagði í
viðtali við blaðamann Tímans að stefnt
yrði að því að nefndin skilaði áliti hið
fyrsta, en ljóst væri þó að um viðamikinn
málaflokk væri að ræða og þyrfti að
vanda vel til verks. Hún sagði að jafn-
framt jafnrétti kynjannna yrði tekið til
umfjöllunar jafnrétti fatlaðra, launajafn-
rétti, starfsmöguleikar, félagsleg þjón-
usta og margt fleira. Hún benti einnig á
að mikið vantaði á að íslenskir stjórn-
málaflokkar hefðu mótað einhverj heild-
arstefnu á sviði jafnréttismála, þó að
vissulega mætti finna margt í stefnu-
skrám eða flokkssamþykktum, þar að
lútandi. Guðrún sagði að lokum að hún
hlakkaði til að takast á við þetta viða-
mikla hagsmuna- og mannréttindamál,
enda nefndin skipuð harðsnúnu liði
Seltirninga og Reykvíkinga og góður
árangur ætti því ekki að þurfa að láta á
sér standa.
Frisenette
kemur aftur
— kabarett
sýningar með
honum í
Háskólabíó
■ Dávaldurinn Frisenette, sem Islend-
ingum er að góðu kunnúr, kemur aftur
hingað til lands um helgina og í næstu
viku verða haldnar kabarettsýningar
með honum í Háskólabíói.
Ásamt Frisenette koma fram á þessum
sýningum þeir Jörundur Guðmundsson
og Laddi ásamt fleirum. Sýningarnar
verða á þriðjudags- og miðvikudags-
kvöld og þá sem miðnætursýningar og
hefjast kl. 23.15, á fimmtudags- og
föstudagskvöld og hefjast kl. 20.00, auk
þess sem sýning verður á laugardag kl. 5.
Að sögn Jörundar er síðan ætlunin að
halda aukasýningu og verður ágóðanum
af henni varið til að styrkja gott málefni,
tengt börnum.
- FRI.
Sænsk-íslensk
ordabóká
markaðinn
■ Út er komin mikil sænsk-íslensk
orðabók eftir þá Gösta Holm prófessor
í norrænum fræðum í Lundi í Svfþjóð og
Aðalstein Davíðsson, menntaskóla-
kennara í Reykjavík. Auk þess hafa
ýmsir fleiri unnið við bókina, norrænu-
fræðingar við háskólann í Lundi og
íslendingarnir Gyða Helgadóttir, Erna
Árnadóttir, Ólafur Sigurðsson og dr.
Sigurður Þórarinsson. Þetta er fyrsta
sænsk-íslenska orðabókin sem lítur
dagsins ljós og er myndarlega af stað
farið, þar sem stærð hennar er um 900
bls.
Bókin kemur út samtímis hér og í
Svíþjóð, hinn íslenski útgefandi er Ál-
menna bókafélagið og hinn sænski Walt-
er Ekstrand Bokförlag, Lundi. Hún
hefur verið í smíðum í 13 ár og vinnan
einkum farið fram í Lundi.,
Við samninguna hefur verið lögð
áhersla á að bókin sé handhæg notendum
hvort heldur þeir eru íslenskir eða
sænskir. í upphafi hennar er greinargerð
um sænskan framburð og málfræði og
einnig íslenskan framburð og beygingar-
fræði íslenskunnar. Þá eru og skrár yfir
starfsheiti sænskra og íslenskra starfs-
manna ríkis og kirkju og skrá yfir
allmörg staðanöfn víðsvegar um heim á
sænsku og íslensku.
SEDRUSHÚSGÖGN, Súðavogi 32, s. 84047.
Hornsóti
ýmsum
stærðum.
eða stofu. Fást i stón með háum fót-
um og mjúku saeti.
Þægllegír íyrir,ola'
bökunv
t>ú kemur
og semur
, . me& tarin notuð sófasett
•x við tökum ve' m
lU9'ðU- „ „no í nf(. á sann-