Tíminn - 24.02.1983, Page 7

Tíminn - 24.02.1983, Page 7
FIMMTUDAGUR 24.FEBRÚAR 1983. 7 llla gengur að gifta Brooke! ■ í fjölmiðlum er sífellt verið að gera Brooke Shields upp giftingarþanka, þó að aðeins sé skammt síðan hún varð gjafvaxta. Einna rómantískasti orðrómurinn þess efnis er sá, sem bendlað hefur hana við Albert prins af Mónakó, en hann er að vísu sagður runninn undan rifjum móður Brooke, sem hefur ótakmarkaðan metnað fyrir hönd dóttur sinnar. En nú fyrir skemmstu mun- aði mjóu að nýr piltur væri í sigtinu, a.m.k. hjá þeim sem stjórna auglýsingum í kvik- myndabransanum. Þeir komu allt í einu auga á Brooke og Lex Barker, son Tarzanleikar- ans fræga með sama nafni, sem dó 1973, sitja saman úti í skuggsýnu horni á veitingastað nokkrum. Þarna þóttust þeir sjá mjög eftirsóknarvert par, sem hægt væri að gera sér mikinn mat úr, a.m.k. fyrir framan kvikmyndavélarnar, en enn betra væri ef eitthvað væri meira á milli þeirra. Þeir áttu heldur betur eftir að verða fyrir vonbrigðum. í Ijós kom að gagnkvæmt álit unga fólksins var mjög á eina lund. - Sætur, en hégómlegur og leiöinlegur, sagði Brooke um Lex. - Sæt, en hégómleg og lciðinleg, sagði Lex um Bro- oke! ■ Draumapar auglýsendanna var ekki tilkippilegt Listaverka safn Sophiu reyndist falsað ■ Fyrir nokkrum árum lögðu ítölsk yHrvöld hald á stórt og mikið listaverkasafn í eigu þeirra Sophiu Loren og Carlos Ponti. Var það sagt tekið upp í vangoldna skatta þeirra hjóna. Listaverkunum var komið fyrir á safni í Milano og hefur rykfallið þar síðustu árin. Nú stóð til að skipta safninu upp og senda listaverkin á hin og þessi listasöfn. Var þá farið að huga nánar að verkunum. Heldur urðu yfirvöldin löng í framan, þegar í Ijós kom, að listaverkin voru flest, ef ekki öll fölsuð! séð, hvar er hún á vegi stödd? „Þessi vetur hefur verið af- skaplega erfiður og þeir sem að hljómsveitinni standa hafa þurft að leggja mjög hart að sér og margt hefur komið upp sem ekki varð séð fyrir. Til dæmis, þá er prógrammið sjálft mjög sér- kennilegt svo ekki sé meira sagt og það hefur verið hreint ótrú- lega erfitt að fá nótur að sumum verkunum. Nóturnar að sinfóníu Weills eru hreinlega gulnaðar af elli og hafa greinilega aldrei verið snertar. Yfirleitt eru nótur sem stjórnendur fá í hendur útkrotaðar og snjáðar eftir mikla notkun. Það kostaði alveg ótrú- lega fyrirhöfn að fá þessar nótur og loks varð það okkur til happs að einn stjórnarmanna þurfti að fara til Vínarborgar og þar gat hann loks náð eintaki. Við lékum kvikmyndamúsík eftir Honegger á síðustu tónleikum og nótur að henni fengum við eftir þriggja mánaða bréfa-ogskeytasending- ar og afskipti menningardeildar franska sendiráðsins og loksins fengum við þær eftir að hafa komist í samband við ekkju tónskáldsins. Þetta sýnir alla vega að við höfum ekki verið með verk á dagskrá sem alltaf er verið að flytja. En það hefur reynst okkar styrkur frekar en hitt. Nú er verið að selja áskriftar- skírteini á tónleikana fram til vors og við vonumst til að við getum fyllt Gamla bíó af áskrif- endum að tónleikunum. Það skiptir öllu máli fyrir okkur. Við ætlum ekki að þylja neinar tölur hér en nú þurfum við virkilega á stuðningi tónlistarunnenda að halda. Það eru allir mjög ham- ingjusamir yfir þessu framtaki og klappa okkur á bakið, en við þurfum raunverulegan stuðning. íslenska hljómsveitin hefur sýnt það með starfi sínu í vetur að það er þörf fyrir hana. Það þarf ekki annað en að líta á öll þau innlendu verk sem við höfum frumflutt og eigum eftir að frum- flytja á vetrinum. Og að lokum mjög mikilvæg skilaboð. Síminn hjá okkur er 22035. Við svörum milli kl. 9 og 12 á morgnana. Kaupið áskrift- arkort!“ - JGK. erlent yfirlit ■ Yasir Arafat og Haled Al-Fhaoum, forseti Þjóðarráðsins Arafat áfram óumdeildur leiötogi Palestínumanna Fylgismönnum hans fjölgar í Þjóðarráðinu ■ UNDANFARNA daga hef- ur staðið yfir í Alsír þing Pales- tínumanna, skipað 360 fulltrú- um. Þing þetta er kallað Þjóðar- ráð Palestínumanna og er hlut- verk þess að marka stefnu Frels- issamtaka Palestínumanna. Frelsissamtök Palestínu- manna, PLO, eru mynduð af allmörgum smærri hreyfingum eða félögum, sem flest hafa skæruliðahópum á að skipa. Stærst er hreyfingin, sem Yasir Arafat veitir forustu og hefur hann því verið valinn til forustu í PLO. Hreyfingarnar, sem standa að Frelsissamtökum Palestínu- manna, eru að mörgu leyti ósam- stæðar. Sumar eru mjög herská- ar og róttækar og hafna öllum samningaleiðum. Aðrar leggja meiri áherzlu á samningaleiðina. Það hefur orðið hlutskipti Ara- fats að reyna að halda þessum hópum saman og marka sameig- inlega stefnu. Flestum kemur saman um, að þetta hafi Arafat heppnazt furðuvel og hann því náð því að verða nokkurn veginn óumdeild- ur leiðtogi Frelsissamtakanna. Að þessu sinni var því spáð að staða Arafats myndi verða mjög erfið á fundum Þjóðarráðsins og jafnvel myndi hann lenda í minnihluta. Tvennt þótti einkum geta bení til slíkrar niðurstöðu. Annað var hinn mikli ósigur, sem PLO beið í Líbanon á síðastliðnu sumri. Þótt Arafat sýndi mikið hugrekki í þessum átökum, hefur nokkur gagnrýni beinzt gegn honum vegna þess hvernig fór. Þá virðist styrjöldin í Líbanon hafa gefið byr í seglin þeim öflum innan PLO, sem vilja láta hart mæta hörðu. Hitt hefur svo sætt enn meiri gagnrýni, en það eru viðræður þær, sem Arafat hefur átt við Hussein Jórdaníukonung að undanförnu. Hinir róttækari for- ustumenn í samtökum Palestínu- manna virðast fullir tortryggni í sambandi við þessar viðræður. ARAFAT virðist hafa fylgt þeim vinnubrögðum á fundum Þjóðarráðsins að lofa hinum rót- tæku forustumönnum að tala fyrstir, heyra hvaða undirtektir þeir fengu og kanna síðan hvernig helzt mætti ná samstöðu. Það er ekki nýtt að hann hafi ■ George Habash og Arafat hagað starfsháttum sínum þannig. Það, sem barst út frá fyrstu fundum Þjóðarráðsins, gat bent til þess, að Arafat ætti í vök að verjast. Sérstaklega harðorðirog róttækir voru fulltrúar þeirra hreyfinga, sem hafa aðalbæki- stöðvar í Sýrlandi og Líbýu. Þá gilti þetta ekki síður um George Habash, sem lengi hefur verið leiðtogi þess skæruliðahópsins, sem ósáttfúsastur hefur þótt og fer ekki dult með að hann vill kollvarpa ísrael. Þessir ræðumcnn vildu ekki aðeins hafna með öllu tillögum þeim, sem eru kenndar við Reag- an forseta, en þær gera ráðfyrir, að Palestínumenn á vesturbakk- anum fái heimastjórn og verði í tengslum við Jórdaníu, en ekki ísrael. Samkvæmt þeim eiga ís- raelsmenn að hætta iandnámi sínu á vesturbakkanum. Það var einnig sjónarmið þess- ara ræðumanna, að Þjóðarráðið hafnaði einnig tillögum Araba- ríkjanna, sem samþykktar voru á fundi þeirra í Fes á síðastliðnu hausti. Þær gengu að sjálfsögðu miklu lengra en tillögur Reagans og gerðu ráð fyrir, að Palestínu- menn á vesturbakkanum mynd- uðu sjálfstætt ríki. Fes-tillögurnar hafa hins vegar sætt gagnrýni róttækari leiðtoga Palestínumanna vegna þess, að þær gera óbeint ráð fyrir viður- kenningu á Israel. MEÐAN Arafat lofaði hinum róttæku leiðtogum að tala, án þess að svara þeim, undirbjó hann í kyrrþey val nýrra fulltrúa, sem fengju sæti í Þjóðarráðinu, en ákveðið hafði verið að fjölga fulltrúum þar í 400 úr 360. Ber- sýnilega hefur þetta verk borið árangur. Af hinum 40 nýju full- trúum eru 29 taldir eindregnir stuðningsmenn Arafats. Jafnhliða þessu undirbjó Arafat svo ályktanir þær, sem komu frá Þjóðarráðinu. Algert samkomulag var um að hafna tillögum Reagans, en þó með vissum fyrirvara. Arafat vildi ekki láta koma fram beina synjun á þeim þætti í tillögum Reagans, sem gcrði ráð fyrir, að ísraelsmenn hættu strax land- náminu á vesturbakkanum. Samkomulag náðist einnig um að lýsa fylgi viö Fes-tillögur Arabaríkjanna, en einnig með vissum fyrirvara. Hinir róttæku leiðtogar vildu ekki láta það koma beint fram, að með því væri verið að samþykkja óbeina viðurkenningu á ísrael. Þegar öllum þcssuni undirbún- ingi var lokið, steig Arafat loks í ræðustólinn á lokuðum fundi. Ákveðið var að láta sem minnst fréttast af ræðu hans. Það hefur hins vegar frétzt af fundi þessum, að máli hans hafi verið vel tekið. Arafat hafði enn einu sinni tekizt að finna þann meðalveg, sem hinar mismunandi hreyfing- ar Palestínumanna gátu samein- azt um. Arafat er eftir fundi Þjóðar- ráðsins áfram hinn óumdeildi leiðtogi Palestínumanna. En svigrúm hans til samninga er þó sennilega heldur minnaen áður. Nokkuð getur þetta þó ráðizt af því, hvernig sambúð Banda- ríkjanna og fsraels verður og hvaða möguleika Palestínumenn telja, að Bandaríkin hafi til áhrifa á ísrael. Svo virðist sem Arafat og ýmsir hófsamir leiðtogar Pales- tínumanna hafi trú á því, að Bandaríkin vilji semja á þann hátt, sem þeir gætu sætt sig við, en það muni stranda á ísrael. Viðræðurnar um brottflutning ísraelshers frá Líbanon þykja staðfesta þetta. Hingað til hefur ekki annað komið í Ijós en að ísraelsstjórn fari sínu fram og taki ekki minnsta tillit til Banda- ríkjamanna. Það var upphaflega stefna Bandaríkjastjórnar, að ísraels- her yrði farinn frá Ltbanon fyrir áramót. Enn er þó ekkert far- arsnið á honurn. Meðan svo er, hafa leiðtogar Palestínumanna litla trú á að samkomulag við ísrael sé í nánd. Arafat verður að haga sér í samræmi við það. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.