Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983. SEDBysHysGow^S^p^52^ Æm evmk eöa stófu. Fást í stól) með háum fot- Hornsófi í sjónvarpsk um 0g miúku sæti. ýmsum stæröum. SS' tvrir«*>- só1asettm£^^ bokurm veika. Þú Kerrvur og Höfum einmg nolu gjörnu veröi. SEDRUSHÚSGÖGN, Súðavogi 32, s. 84047. STOR- GLÆSI- LEG ASKRIFENDA GETRAUN! Nú drögum við 3. mars 1983 um eitt eintak ’m □AIHATSU CHA 1983 ; ■ ■ ■ Nú er stóra tækifærið að vera með Aðeins skuldlausir áskrifendur getatekið þátt í getrauninni. Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum sttas Síðumúla 15, Reykjavík fréttir ■ Frá símafundinum með Richard Burt aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ljósm: Fríðrík Brekkan. Sérkennilegur blaöamannafund- ur í menningarstofnun: í BEINU SAMBANDI VIÐ HVÍTA HÚSIÐ — aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna svaraði spurningum blaðamanna í gegnum videóskerm ■ Sérkennilegur blaðamannafundur fór fram ~í gær í Menningarstofnun Bandaríkjanna, en þar svaraði sá af aðstoðarutanríkisráðherrum Bandaríkj- anna sem fer með málefni Evrópu, Richard R. Burt spurningum íslenskra fréttamanna um horfurnarí afvopnunar- viðræðum stórveldanna og um stefnu Bandaríkjastjórnar í vígbúnaðarmálum. Burt var þó ekki sjálfur á staðnum heldur birtist hann á videoskermi í byrjun fundarins og eftir að hafa flutt •stutt ávarp svaraði hann spurningum sem fréttamenn beindu til hans, en þeim hafði verið komið í beint samband við skrifstofu ráðherrans í Hvíta húsinu. Blaðafulltrúi Menningarstofnunarinnar Kenneth Yates, og sendiherra Banda- ríkjanna hér Marshall Brement sem einnig var viðstaddur sögðu að fundir með þessu skipulagi væru haldnir í vaxandi mæli erlendis og hefði Menning- arstofnun fullan hug á að halda fleiri slíka. Aðstoðarráðherrann sagði í ávarpi sínu að Bandaríkjastjórn vonaðist til að árangur myndi nást af viðræðum stór- veldanna í Genf, hann lagði áherslu á vilja Bandaríkjanna til samninga jafn- framt því sem hann varaði við undan- slætti í vígbúnaðarmálum, samningar yrðu að byggjast á jafnvægi milli stór- veldanna, en ekki gæti orðið um afvopn- un að ræða undir þeim kringumstæðum aðSovétmenn viðhaldi þeim yfir- burðum sem hann taldi þá hafa í kjarnorkuvígbúnaði í dag-Þá benti hann á að framferði Rússa á alþjóðavettvangi benti ekki til samningavilja og tók sem dæmi Afganistan og Póllandsmálin. Samningar yrðu aðeins gerðir þannig að þeir ógnuðu ekki öryggi bandamanna Bandaríkjanna, hvorki í Evrópu né annars staðar. Þá sagði hann aðsamning- ar kæmu aðeins til greina að hægt væri að hafa raunhæft eftirlit með fram- kvæmd þeiTra en sagði að Sovétmenn hefðu ekki tekið slíkt eftirlit í mál. Hann viðurkenndi hins vegar, að allar nýjar uppgötvanir drægju úr möguleikunum á að slíku eftirliti yrði komið við. Spurningar blaðamanna beindust að ýmsum þáttum. Burt sagði um herstöð- ina í Keflavík að hún væri mikilvægur hlekkur í eftirlitskerfi hér á norður- höfum og nauðsynleg til að viðhalda frelsi á Norður-Atlantshafi, eins og hann komst að orði. Hann vísaði hins vegar frá sér nánari spurningum um búnað Keflavíkurstöðvarinnar og neitaði að svara þeirri spurningu hvort þar hefðu verið eða væru geymd kjarnorkuvopn. Hann sagði að stöðin nú væri ekki skotmark í stríðsástandi, en ísland væri skotmark ef það væri óvarið. Ekkert land er skotmark ef þar eru nægar varnir til að hindra að á það sé ráðist sagði ráðherrann. Burt sagði að of mikið væri gert úr ósætti Nato ríkja og deilum Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra í Evrópu að undanförnu. Um væri að ræða vissan skoðanaágreining, en oft áður hefðu öldur risið mun hærra, eins og í Súez stríðinu og á tímum sjö daga stríðsins. Aðspurður um hugsanleg áhrif kosning- anna í Vestur Þýskalandi á framvinduna í vígbúnaðar- og afvopnunarmálum sagði hann að Bandaríkin miðuðu ekki stefnu sína við kosningar í einstökum aðildariöndum Nato, í svipuðum dúr svaraði hann spurningu um hvort viðhorf væru að einhverju leyti breytt eftir leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum; stefna Bandaríkjanna gagnvart Sovétríkjunum miðaðist ekki við einstaklinga. Ekkert hefði gerst sem sýndi merki þess að nokkrar breytingar væru í nánd í Sovét- ríkjunum með tilkomu Andropovs sem æðsta manns. jgk Hækkanir á greidslum til samlagslæknanna ■ Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur nú sett þrjár reglugerðir skv. 43. grein almannatryggingalaga nr. 67/1971, varðandi breytingar á greiðslum sjúkra- tryggðra til samlagslækna, greiðslum sjúkratryggðra á sérfræðingshjálp, í rannsóknum og röntgengreinum og greiðslum almannatrygginga á lyfja- kostnaði. Öðlast breytingar þessar gildi frá og með 1. mars n.k., en þær eru. 1. í stað kr. 12 skal greiða samlagslækn- um kr. 15 fyrir hvert viðtal á stofu og í stað kr. 25 skal greiða kr. 30 fyrir hverja vitjun læknis til sjúklings. 2. Fyrir sérfræðihjálp skai í stað kr. 50 greiða kr. 64 þ.e.a.s. fyrir hverja komu til sérfræðings, fyrir hverja ránnsókn hjá rannsóknastofu eða sérfræðingi og fyrir hverja röntgen- greiningu. Elli- og örorkulífeyrisþeg- ar greiða hálft gjald eða kr. 32. 3. Fyrir hverja afgreiðslu lyfja skv. lyfja- verðskrá I og af innlendum sérlyfjum skal samlagsmaður greiða kr. 26 í stað kr. 20 og fyrir hverja afgreiðslu skv. lyfjaverðskrá II (erlend sérlyf) kr. 64 í stað kr. 50. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar greiða hálft gjald eða kr. 13 og 32. Greiðsluupphæðúm var síðast breytt 15. mars 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.