Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
abriel
V
HÖGGDEYFAR H
x■ Hamarshofða 1
QJv ð r 8 h I u 11 r sími 36510.
.HÆKKUNIN GERÐI EKKI BETUR
EN LEURÉTTA KIÖR SJÚMANNA’
en Ólafur Ragnar telur hana allt of háa, segir Steingrímur Hermannsson
■ Ólafur Ragnar Grímsson
réðst harkalega á sjávarútvegs-
ráðherra fyrir fiskverðsákvörðun
um síðustu áramót og taldi hana
brot á samkomulagi stjómar-
flokkanna og að hún skyti stoð-
uin undan árangri bráðabirgða-
laganna. En í gagnrýninni felst
ekkert annað en það að þing-
flokksformaðurinn og þeir sem
undir taka hafa ætlast til að
sjómenn bæru mun meiri launa-
skerðingu en menn í landi.
teingrímur Hermannsson
íáraði Ólafi Ragnari og hrakti
ishermi hans, eins og sagt var
frá í Tímanum í gær. En þar var
nokkuð losaralega farið með
gang mála og bað blaðið Stein-
grím að rekja stuttlega hvernig
staðið var að ákvörðuninni og
hvaða áhrif hún hafði á tekjur
sjómanna. Hann sagði:
„Það var náttúrlega öllum ljóst
að fyrir útgerðina mundi aldrei
nægja 7,72% hækkun eins og
varð á verðbótum 1. des. Það var
þess vegna sem verðlagsráð sjá-
varútvegsins ákvað eingöngu þá
fiskverðshækkun í 1 mánuð, frá
1. des. til áramóta. Þessu var
ríkisstjórninni að sjálfsögðu gerð
grein fyrir.
Ástæðan fyrir þessu er sú að
ýmsir kostnaðarliðir útgerðar-
innar, olía, veiðarfæri og fleira
hafði hækkað langtum meira og
ég vakti athygli á því að t.d.
iðnaðurinn fékk hækkun á sinni
framleiðslu talsvert framyfir
7.72% eitthvað nálægt 15-17%,
sömuleiðis bændur á sínum
rekstrarvörum það var eingöngu
launaliður bóndans sem var
skertur. Hins vegar var ekki
talið fært að greina þannig í
sundur í útgerðinni því að þá
væri með lögum verið að taka
framhjá skiptum, og það hefur
þessi ríkisstjórn ekki viljað gera.
Tekjur sjómanna höfðu skerst
miklu meira á síðasta ári heldur
en manna í landi vegna afla-
brestsins. Þeirra tekjur eru háðar
aflamagni. Á liðnum árum hefur
fiskverð verið hækkað minna
þegar afli hefur aukist. Menn
hafa sagt að útgerðin og sjómenn
fái auknar tekjur í auknum afla
og vitanlega virkar þetta gagn-
kvæmt þegar afli minnkar.
Þessi mál voru athuguð í des-
embers.l. og þá komst Þjóðhags-
stofnun og þeir 3 menn frá
aðilum að ríkisstjórninni sem til
voru kvaddir, að þeirri niður-
stöðu, að ef það ætti að koma
útgerðinni á núll, þá þyrfti 28%
fiskverðshækkuntilviðbótar. En
slík hækkun hefði aukið tekjur
sjómanna töluvert umfram það
sem er í landi og þá var athugað
hvað auka þyrfti þeirra tekjur
svo að þær yrðu sambærilegar
við tekjuaukningu í landi. Með
samanburði á fiskverði og kaup-
taxta var það talið allt að 10%.
Hins vegar þegar tekið var einnig
tillit til aflasamsetningar o.fl.
taldi ðg að það mætti verða
nokkuð meira og niðurstaðan
varð 14% fiskverðshækkun.
Samanburðartölur Þjóðhags-
stofnunar á tekjum sjómanna
sýna að með 14% hækkuninni
hafa þær verið leiðréttar á þann
veg að þær ná sama hlutfalli og
var á milli tekna sjómanna og
þeirra sem í landi unnu árið
1977.
Ólafur Ragnar kvartaði yfir
að fiskverðsákvörðunin hafi haft
verðbólguhvetjandi áhrif sem
næmi um 5-6%. Samkvæmt því
var leiðrétting á kjörum sjó-
manna of dýru verði keypt.“O.Ó.
HHHHHHHHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHH
Fundur íFramsóknar-
félagi Vestur-Húnvetninga:
Félagid standi ad
framboði í nafni Fram-
sóknarflokksins
■ Á fundi í Framsóknarfélagi
Vestur-Húnvetninga í fyrra-
kvöld - þar sem 58 félagsmenn
voru mættir - var samþykkt með,
verulegum meirihluta að félagið
standi að framboði í nafni Fram-
sóknarflokksins sem áður. En
jafnframt var samþykkt með
naumum meirihluta, að óska eft-
ir því við kjördæmisstjórn
flokksins í kjördæminu að þeim
framsóknarmönnum sem vilja
fara í sérframboð verði heimilað
að nota listabókstaf flokksins,
þ.e. bjóða fram BB-lista.
Að sögn Brynjólfs Sveinbergs-
sonar á Hvammstanga fóru mikl-
ar umræður fram um framboðs-
málin á fundinum, bæði framboð
flokksins í komandi kosningum
og hugsanlegt sérframboð, og
voru sjónarmið manna mjög
skipt. Hjá aðstandendum sér-
framboðs hafi komið fram að
þeir væru óánægðir framsóknar-
menn sem vildu þó ekki slíta
tengslin við Framsóknarflokk-
inn, en standa að sérstöku fram-
boði í þetta sinn.
Á fundinum voru bornar fram
tvær tillögur. Hin fyrri var svo-
hljóðandi: „Almennur fundur í
Framsóknarfélagi V-Húnvetn-
inga samþykkir að tilnefna tvo
menn á lista Framsóknarflokks-
ins við næstu alþingiskosningar".
Þessi tillaga var samþykkt með
44 samhljóða atkvæðum.
Síðar á fundinum kom svo
fram svohljóðandi tillaga frá
BB-lista mönnum: „Almennur
félagsfundur í Framsóknarfélagi
V-Húnvetninga beinir því til og
óskar eftir við kjördæmisstjórn
flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi-vestra, að hún gefi leyfi
sitt til að bókstafur flokksins,
þ.e.a.s. BB verði notaður á lista
framsóknarmanna sem boðinn
verður fram sérstaklega utan við
hið hefðbundna framboð flokks-
ins í kjördæminu." Þessi síðari
tillaga var samþykkt með 26
atkvæðum gegn 22.
Brynjólfur sagði umræður á
fundinum hafa verið mjög hrein-
skilnislegar þannig að allir viti
nú sjónarmið hverra annarra.
Þess má geta, að Ingólfur
Guðnason, alþingismaður frá
Hvammstanga, þar sem fundur-
inn var haldinn, var ekki á
fundinum.
- HEI.
Ekki áform um kærur á hendur
fleirum en Video-son í bráðina
■ „Um það hefur ekki verið
talað sérstaklega. Enda ætla ég
að það sem kemur út úr mála-
rekstri gegn Video-son muni
gilda um önnur fyrirtæki svipaðs
eðlis,“ sagði Hörður Vilhjálms-
son, fjármálastjóri útvarpsins,
þegar hann var spurður hvort
stofnunin hygðist kæra kapal-
sjónvarpsstöðvar í kjölfar kær-
unnar á hendur Video-son, sem
ríkissaksóknari gaf út í fyrradag.
Annars sagðist Hörður telja
það hlutverk ríkissaksóknara að
kæra í þessum tilfellum. Kvaðst
hann ætla að það yrði gert þegar
niðurstaða í þessu eina lægi fyrir.
Þórður Björnsson, ríkissak-
sóknari, sagði í samtali við Tím-
ann í gær að Video-son kæran
væri sú eina sem borist hefði inn
á embættið. Hún kæmi upphaf-
lega frá útvarpsstjóra seint á
árinu 1981. Síðan hefði málið
verið í rannsókn og athugun.
Ekki taldi Þórður að embættið
tæki fleiri slík mál til meðferðar
nema að kærur bærust.
- Sjó
Vetrar-
speglun í
Hafnar-
fjarðar-
hrauni
(Tímamynd
Árni
Sæberg)
Blaðburöarbörn
óskast
Tímann
vantar
fólk t'ií
blaðburðar
í eftirtalin
hverfi:
Skaftahlíð
Bólstaðarhlíð
Laugarteigur
Briinavegur
Selvogsgrunnur
•Mmiím sími:86300
dropar
Sparsami Davíð!
Því hefur margoft verið fram
haldið af andstæðingum yfir-
manns „Davíðsborgar“ að
hann sé hin mesta eyðslukló,'
sem sói sameiginlegum fjár-
munum Reykvíkinga í veislu-
höld handa sér og öðrum borg-
arfulltrúum, o.þ.h. Dropar
hafa það fyrir satt að þetta sé
mikil einföldum af hálfu and-
stæðinganna, því Davíð sé svo
aðhaldssamur og sparsamur á
sumum sviðum, að til hreinnar
„fyrirmyndar“ sé. Ein saga
sem styður þessa fullyrðingu er
af sjúklingi sem þurfti að fara í
aðgerð á Borgarspítalanum
fyrr í þessum mánuði, og áður
en aðgerðin var framkvæmd
var að venju tappað af sjúkl-
ingnum blóði, til hinna ýmsu
rannsókna. Þegar þeirri af-
töppun meinatæknanna var
svo lokið og blóðið beinlínis
draup úr löngutöng sjúklings-
ins, þá gerðist hann svo frekur,
þegar hann sá fararsnið á tækn-
unum, að biðja þá nú blessaða
um plástur. Svör meinatækn-
anna voru á þessa leið. „Bless-
uð góða, það er enginn plástur
tU - hann Davíð er búinn að
taka af okkur alla plástra.“
Gott veganesti það, áður en
lagst er á skurðborðið!
Flottir á því þar
Fréttabréf Eimskipafélags
íslands greinir frá því að í
desember sl. kom eitt leigu-
skipa félagsins til Reykjavíkur
frá Portsmouth. Mcðal annars
varnings með skipinu voru
gámar með vindlingum frá
Rolf Johansen & Co. Skömmu
eftir að skipið sigldi frá Ports-
mouth, hafði sölustjóri hjá
Rolf Johansen samband við
[IRMAKil
Eimskip og sagði að aðskota-
hlutur kynni að vera í tiltekn-
um gám. Við hleðslu vindling-
anna í N-Carolina, taldi einn.
hleðslumannanna sig hafa týnt
giftingarhríng sínum, gullhring
með þrem demöntum. Var
þess faríð á leit að starfsmenn
Eimskip athuguðu það sérstak-
lega við losun þessa gáms hvort
hringurínn fyndist. Við losun
fannst hringurinn reyndar,
óskemmdur, innst inni í
gámnum. Hringnum var þcgar
skilað til Rolf Johansen, sem
kom honum áleiðis til eiganda.
Já, verkamennirnir í N-Caro-
lina ganga með demants-
skreytta hringa í vinnunni.
Flottir á því þar!
Krummi ...
...veltir því fyrir sér hvort
verðbætur til verkamanna um
mánaðamótin muni hrökkva
fyrir eins og cinum gullhring?