Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. FEBRUAR 1983. 9 á vettvangi dagsins Ymsar upplýsingar um atvinnumál Vestfirdinga eftir Kristján G. Jóhannsson, Isafirði ■ Nú fyrir nokkru gaf Byggðadeiid Framkvæmdastofnunar út ritið „Hag- tölur landshluta Vestfirðir". Þær upplýs- ingar um atvinnuskiptingu, mannfjölda, tekjur og fiskafla, sem hér fara á eftir hef ég unnið upp úr áðurnefndu riti. Atvinnuskipting Atvinnuskipting á Vestfjörðum er að nokkru leyti frábrugðin því, sem er á landinu í heild og einnig er hún misjöfn eftir svæðum innan fjórðungsins. Segja má að það sé einkum tvennt, sem greinir Vestfirði frá landsmeðaltali hvað þessi mál varðar og það er í fyrsta lagi að hlutfallslega fleiri Vestfirðingar starfa í sjávarútvegi og landbúnaði og í öðru lagi að hlutfallslega færri starfa við þjónustu og almennan iðnað helduren landsmeð- altal segir til um. Ef við lítum nánar á þetta kemur í Ijós að helmingur ársverka á landinu er við þjónustu, á ísafirði er hlutfallið um 42%, í Bolungarvík um 28%, en á Vestfjörðum að ísafirði undanskildum er hlutfallið um 26%. í ísafirði eru 36% ársverka í sjávarútvegi, þ.e. við fiskveiðar og fiskvinnslu, í Bolungarvík cr þetta hlutfall 46%, en á Vestfjörðum að ísafirði undanskildum er það um 40%. Fiskveiðar og fiskvinnsl- an taka hins vegar einungis um 15% ársverka á landinu öllu. í töflu nr. 1 má sjá atvinnuskiptingu á Vestfjörðum og einnig landsmeðaltal. Mannfjöldinn og aukning hans Á tímabilinu frá 1974 til 1980 fjölgaði íslendingum um 5,8%, en á sama tíma fjölgaði Vestfirðingum um 5,4%, eða heldur minna. Á þessu sama tímabili fjölgaði fólki í Reykjavík og á Reykja- nesi samanlagt um 4,9% (sú fjölgun er reyndar öll á Reykjanesi), sem er nokk- uð minni fjölgun en á Vestfjörðum. Hins vegar fjölgaði íbúum mun rneira í nokkrum öðrum kjördæmum, t.d. á Vesturlandi um 7,4%, Norðurlandi eystra um 9% og á Austurlandi um 7.9%. Ef litið er á þróunina innan þessa tímabils sést að blómaskeið Vestfirðinga varðandi fólksfjölgun var á árunum 1976 til 1979, en þá var fjölgun íbúa á Vestfjörðum heldur meiri en landsmeð- altal. Tölur yfir tímabilið frá 1972 til 1981 sýna að Vestfirðir eiga í vök að verjast hvað íbúafjölgun varðar, á því tímabili var meðalíbúafjölgun á Vest- fjörðum á ári 0,6%, en landsmeðaltal var 1,1% á ári. íbúafjölgun er æði misjöfn milli staða í fjórðungnum á síðasta áratug og í meginatriðum er það á þann veg að margir þéttbýlisstaðir styrkjast, en fólki fækkar í sveitum. í eftirfarandi töflu (nr. 2) kemur fram árleg meðalbreyting íbúa- fjölgunar á árunum 1972 til 1981. Tekjur Vestfirðinga Meðaltekjur Vestfirðinga árið 1980 voru 4,9% hærri en meðaltekjur á landinu öllu, en þetta segir ekki alla söguna því það má benda á að tekjur eru Tafla 1. allt Isafj. Bolungarvík Vestflrðírað Atvinnuskipting áríð 1980 landið ísaf. undunsk. Landbúnaður . 7,8% 1,2% 2,4% 18,6% Fiskveiðar . 5,3% 9,5 % 15,1% 12,2% Fiskvinnsla . ■ 9,5% 26,8% 30,8% , 27,4% Iðnaður . .17,-2% i 10,1% 11,9% 7,8% Byggingarstarfsenú ...... . .10,1% 10,7% 11,7% 8,1% Verslun og jtjónusta . .42,8% 36,6% 25,7% 24,2% Saingöngur . . 7,3% 5,1% 2,5% ' 1,7% l 100,0% 100,0% ! ioo,o% 100,0% Tafla 2. árleg mcðalbreyting Staður ' ntannfjölda ísafjörður +1,2% Bolungarvík . +2.7% Súðavík ....... +2,2% Suðureyri ....... +0,1% Flateyri ....... +1,2% Þingeyri ....... . . . . . +1,8% Patreksfjörður +0,3% Tálknafjörður +5,8% Bíldudalur . +0,9% Hólniavík . +2,4% ísafjarðarsýslur - sveitir . . . -3,8% Barðastr.sýslur - sveitir . . . -1,7% Strandusýsla - sveitir -1,1% Tafla 3 Illutfallslegt frávik frá mcðaltckjum á Staður iandinu árið 1980 Isafjörður r ..... • +19,4% Bolungarvík nokkuð misjafnar eftir atvinnugreinum og svæðum innan fjórðungsins. Sem dæmi má nefna að tekjur af fiskveiðum eru að meðaltali um 44% hærri á ísafirði, en landsmeðaltal í þessari at- vinnugrein er. Ef litið er á meðaltekjur eftir svæðum innan Vestfjarða sést að þær eru tiltölúlega háar á þéttbýlissvæðinu við Djúp og á Tálknafirði. Einnig kemur í Ijós að meðaltekjur eru yfirleitt mjög lágar í sveitum. í töflu 3 er sýnt hlutfalls- legt frávik frá meðaltekjum á landinu árið 1980 á ýmsum stöðum á Vestfjörð- um. Fiskafli Vestfirðinga Botnfiskafli Vestfirðinga jókst mikið á síðastliðnum áratug, frá 1971 til 1980 var aukningin 102% eða úr 47.444 tonn upp í 95.852 tonn. Á þessu tímabili jókst hlutdeild Vestfirðinga í heildarbotnfisk- afla landsmanna úr 11,2% árið 1971 upp í 14.5% árið 1980. Þetta hlutfall komst hæst árið 1978 í 17,4% en hefur lækkað aftur. Þessi aukna hlutdeild Vestfirðinga í botnfiskafla landsmanna er töluverð í tonnum talið, því hefði hlutdeildin 1980 verið sú sama og 1971, þ.e. 11,2%, hefði botnfiskafli Vestfirð- inga orðið 73.864 tonn eða 21.988 tonn- um lægri en hann varð í raun og veru og samsvarar það um það bil afla fjögurra togara. í töflu 4 er yfirlit yfir botnfiskafla Vestfirðinga eftir löndunarhöfnum árin 1971 og 1980 og aukningin á tímabilinu ásamt meðalíbúafjölgun á ári: Verkunarskipting fiskaflans Fróðlegt er að bera saman hvernig aflinn er verkaður, þ.e. skiptingu á milli hinna helstu verkunargreina, sem cru frysting, söltun og hersla. Þessi skipting er æði misjöfn á milli staða hér á Vestfjörðum, en þetta er athyglisvert út frá því sjónarmiði að þessarverkunarað- ferðir skapa misjafnlega mikla vinnu Patreksfjörður .................................................+ 4,0% Tálknafjörður...................................................+33,4% Flateyri........................................................+11,1% Suðureyri.....................................+ 9,9% Þingeyri........................................................+ 3,3% Hólmavík........................................................- 4,4% Strandasýsla . . . .,............................................. -22,6% Barðastrandarsýsla...............................................- 3,2% Isafjarðarsýslur................................................- 2,0% Tafla4 Fiskaflinn mcðalíbúa- fjölgun miðað við tonn upp úr sjó. í töflu 5 Staður 1971 1980 Aukning áári kemur fram skipting á milli fyrrgreindra Bíldudalur 935 tonn 3.598 tonn 285% 0,9% verkunaraðferða árið 1980 og til gamans Bolungurvík 8.020 tonn 15.323 tonn 91% " 2,7% fylgir með botnfiskafli á hvern íbúa. Elateyri 4.328 tonn -7.472 tonn 73% 1,2% (rækjuafli meðtalinn). Hólmavík 186tonn 1.232 tonn 562% 2,4% Þrír staðir skera sig úr með mjög hátt ísafjörður 14.299 tonn 29.583 tonn 107% 1,2% hlutfall aflans í frystingu þ.e. lsafjörður, Patreksfjörður 6.543 tonn 11.682 tonn 79% 0,3% Hólmavík og Tálknafjörður, en á hinn Suðureyri 4.950 tonn 9.191 tonn 86% 0,1% veginn sker Patreksfjörður sig úr með Súðavík •2.370 tonn 5.977 tonn 152% 2,2% mjög lágt hlutfall í frystingu. Tálknafjörður 2.439 tonn 5.139 tonn 111% 5,8% Þingeyri 3.374 tonn 6.655 tonn 97% 1,8% ' Aldursskipting íbúanna Aldursskipting íbúanna á Vestfjörð- um er töluvert frábrugðin því sem er á landinu í heild. Þetta er á þann vcg að Vestfirðingareru hlutfallslega fjölmenn- ari í yngri árgöngunum þ.e. 0-29 ára. Þetta sést í töflu 6 hér á cftir. Þessi staðreynd er afar athyglisverð og sýnir að það eru hlutfallslega fleiri að vaxa upp og koma af fullum krafti inn í atvinnulífið á Vestfjörðum heldur en er á landinu í heild. Hins vegar eru tiltölu- lega'færri, sem eru á síðari hluta starfs- ævi sinnar eða komnir á eftirlaunaaldur. Ég ætla hér að lokum að sýna hvað þetta þýðir í fjölda talið. Áriö 1980 voru Vestfirðingar undir þrítugu 6.228, en ef reiknað væri með landsmeðaltali hcfðu þeir átt að vera 5.714, þ.e. 514 færri en raunverulega var. Það er nokkuð mikið í samfélagi 10.446 manna, eins og íbúa- fjöldinn á Vestfjörðum var árið 1980. ísaflrði 22. janúar 1983. 47.444 tonn 95.852 tonn 102% Tafla 5 Staður frysting SÖItUB hersla kg/ihúa ísafjörður '93% - 4% "37o 9.930 Bolungarvík 76% 15% . 9% 12.550 Patreksfjöröur 45% 30% 25% 11.320 Tálknafjörður 92% 8%, 17.480 Flateyri 66% 7% 27% 16.280 Þingeyri 83% 107o 7% 15.410 Suöureyri 87% 8% 5%, 48.380 Súðavík 79% 20% 1% 27.570 Bíidudalur 84% 4% 12% 12.710 Hólmavik 93% 6% 1% 5.480 Talla 6. Aldursskipting árið 1980 . Vestfirðir Landiöallt Isafj., Bolungarvík * ogísafj.sýslur. 0-14 ára 29,2% 27,1% 29,4% 15-24 ára 21,6% -19,37o 21,9% 25-39ára 20,9% 21,47o \ 21,8%> 40+69 ára 21,7% 25,4% 20,9% 70áraogyfir . 6,6% 6,8%, 6,07o menningarmál GOTT BARNAEFNI ALLI OG HEIÐA Hljómplata ög bók fyrír böm. Flytjendur: Aðalsteinn Bergdal og Ragnheiður Steindórsdóttir við píanó- undirleik Hannesar Baldurssonar. Höfundur: Asger Pedersen. Þýðing texta: Óskar Ingimarsson Útgefandi: ÍSAFOLD. Gott barnaefni er alltof sjaldgæft á íslenskum hljómplötumarkaði. Sjálfsagt eru ástæðurnar margar, en ein hin veigamesta er ugglaust sú, að í viðskiptum þarf að höfða til kaupenda - og lítil börn eru ekki sjálf kaupendur, þeim er frekar gefið það sem fullorðnir halda að þau vilji. Þess vegna eru „poppaðar" barna- plötur „barnastjörnur" með strengja- sveit og fleiri „skrautlegar" útgáfur svo áberandi. Hljómplatan ALLl OG HEIÐA er kærkomin tilbreyting frá fyrrgreindum barnaplötum. Hún er einföld og skýr og sniðin fyrir hlustendur sem eru á þeim aldri að vera að uppgötva ýmsar staðreyndir lífsins, svo sem nauðsyn þess að vinna. Þá auðgar textinn orðaforða hinna ungu hlustenda. Svo sem fyrr segir er platan einföld: aðeins systkinin Alli og Heiða sem syngja ogundirleikurinn eitt píanó. Söngvararnir sem eru þekktir leikarar, gera efninu góð skil, einkum vandar Ragnheiður flutninginn. Framburður þeirra er mjög skýr svo að hvert orð kemst til skila. Þá er píanóleikurinn misfellulítill, og píanóið yfirgnæfir hvergi laglínu eða texta. Lögin eru einföld og hugljúf, textarnir liprir og á góðri íslensku - ekki endur- teknarinnihaldslitlarlínurafturogaftur. Reyndar er platan byggð upp eins og samtengdur leikur systkinanna Alla og Heiðu. Sá leikur fær stuðning bókar sem fylgir plötunni og hefur að geyma alla textana tengda saman með stuttri sögu. Bókin getur verið hjálp við lestrarnám og eins eru myndir Ólafar Knudsen bráðskemmtilegar og upplagt að lita þær, eins og segir á bókarkápu. Útgefandinn mun vera 105 ára gamalt fyrirtæki, og er þetta fyrsta plata þess. Vissulega hljóta 100 árum yngri hlust- endur að þakka öldungnum fróðlega skemmtun. Atli Asmundssun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.