Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983.
5
fréttir
Kosninga-
lagafrum-
varp lagt
f ram á Al-
þingi í dag:
MEGIHÞÆTTIR NYRRfl
KOSNINGALAGA SKYRÐIR
þ.á.m. helstu breytingar í kjördæmamálinu
■ í dag verður lagt fram á Alþingi
frumvarp tii laga um breytingar á lögum
um kosningar til Alþingis, og þar á
meðal er að sjálfsögðu tillögur í kjör-
dxmamálinu, sem hvað mest hefur verið
þingað um undanfarnar vikur og mán-
uði.
Tíminn hefur aflað sér upplýsinga um
innihald frumvarpsins, og verður hér á
síðunni reynt að gera grein fyrir því
helsta sem fram kemur í þessu frumvarpi
og viðamikilli greinagerð sem því fylgir.
Fyrst er til að nefna þá grein sem
verður 5. grein laganna, ef frumvarpið
nær fram að ganga. Hún orðist svo,
samkvæmt frumvarpinu: „Þingsæti eru
63 og skiptast milli kjördæma á þennan
hátt:
a) 40 þingsæti skiptast þannig milli kjör-
dæma að 5 koma í hlut hvers.
b) 22 þingsætum skal ráðstafa fyrir
hverjar kosningar með því að skipta
þeim á milli kjördæma. Við þá
skiptingu er lögð til grundvallar tala
kjósenda á kjörskrá í hverju kjör-
dæmi í næstu alþingiskosningum á
undan. Um skiptingu þingsætanna
gilda þessar reglur:
1. í hverju kjördæmi skal deila tölu
kjósenda á kjörskrá í næstu alþing-
iskosningum á undan með tölunum
11,15,19,23o.s.frv., einsoft og þörf
krefur. Útkomutölur eru skráðar fyr-
ir hvert kjördæmi.
2. Ráðstafa skal einu þingsæti í
senn. Fyrsta sætið hlýtur það kjör-
dæmi sem hæsta útkomutölu hefur.
Sú tala er síðan felld niður. Annað
þingsætið kemur í hlut þess kjördæm-
is sem nú hefur hæsta utkomutölu
o.s.frv., uns öllum sætunum hefur
veri ráðstafað.
3. Nú eru tvær eða fleiri útkomu-
tölur jafnháar, þegar að þeim kemur
samkvæmt 2. tölulið, og skal þá hluta
um röð þeirra.
c) Einu þingsæti er ráðstafað til kjör-
dæmis samkvæmt ákvæðum 114. gr.
5. töluliðar, (innskot blm. en það er
63. þingsætið, sem hefur verið nefnt
„Flakkarinn,‘ í allri undirbúnings-
vinnu að frumvarpinu.)
Að loknum kosningum til Alþingis
auglýsir dómsmálaráðuneytið hvernig
þingsæti samkvæmt a- og b-lið þessarar
greinar skiptast milli kjördæma í næstu
kosningum. Með þingsætatölu kjördæm-
is er átt við samtölu þingsæta í kjördæm-
inu samkvæmt a- og b-lið.“
Úthlutad samkvæmt
meðaltalsaðferð
í greinagerð með frumvarpinu segir
að markmiðið sé að tryggja sem fyllst
samræmi milli þingfylgis og atkvæða-
styrks þingflokka, bæði hvað varðar heild
arskiptingu atkvæða og innan hvers
kjördæmis. Kjósendur eiga að geta haft
meiri áhrif á röð frambjóðenda, sam-
kvæmt frumvarpinu og auk þess er lagt
til að kosningaaldur lækki úr 20 árum í
ÍK
í greinagerðinni segir jafnframt að
lagt sé til að „regla stærstu brota" eða
með öðrum orðum „meðaltalsaðferðin"
sem hefur áður verið kynnt allrækilega í
Tímanum, verði lögð til grundvallar við
úthlutun þingsæta. Þá segir orðrétt:
„Þingmenn verði 63 en kjördæmi hin
sömu og nú eða 8 talsins... skal ráðstafa
40 þingsætum þannig að 5 komi í hlut
hvers kjördæmis. í frumvarpi þessu er
fjallað um ráðstöfun þeirra 23 sæta sem
þá eru eftir. Eitt þessara sæta er óbundið
kjördæmum en ætlunin er að hinum 22
sé skipt fyrir hverjar kosningar milli
kjördæmanna til að jafna vægi at-
kvæða...
Reikniaðferðinni sem beitt er við
frarnangremda skiptingu, svipar til þeirr-
ar aðferðar sem notuð er við skiptingu
uppbótarsæta milli þingflokka í gildandi
kosningalögum. Tölu kjósenda í hverju
kjördæmi er deilt með sérstökum deili-
tölum og sætum síðan raðað á kjördæm-
in eftir lækkandi útkomutölum.“ Segir í
framhaldi þessarar málsgreinar að þar
sem þingsætin 22 sem eftir eru til út-
hlutunar, að 63. sætinu undanskildu séu
ekki nógu mörg til þess að deilitölurnar
6, 7, 8, 9 o.s.frv. nái að jafna vægi
atkvæða til fulls, og því þyki eðlilegt að
þannig sé skipt að vægi atkvæða minnki
með vaxandi stærð kjördæma og því sé
náð með því að nota deilitölur sem taki
stærri skref en þær fyrrgreindu, eða með
tölunum 11,15,19, 23 o.s.frv.
Reykjavík fengi
18 þingsæti og
Reykjanes 11
Það má ætla að í fyrsta sinn sem kosið
verður samkvæmt nýjum kosninga-
lögum, ef frumvarp þetta verður að
lögum, þá verði skipting þingsæta miðuð
við tölu kjósenda í apríl 1983. Þar sem
ekki er hægt að miða við þær tölur,
einfaldlega þar sem þær liggja ekki fyrir
enn, er í greinagerðinni miðað við tölu
kjósenda í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningunum sl. ár, þegar greint er frá
því hvernig þingsæti myndu skiptast á
milli kjördæma eftir næstu alþingiskosn-
ingar:
Reykjavík
Reykjanes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland véstra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
18 þingsæti
11 þingsæti
5 þingsæti
5 þingsæti
5 þingsæti
7 þingsæti
5 þingsæti
6 þingsæti
Samtals 62 þingsæti
Auk þess er einu þingsæti úthlutað til
kjördæmis eftir kosningar.
Úthlutun þingsæta
í kjördæmum
í greinagerðinni segir að samkvæmt
þeirri úthlutunaraðferð sem hér sé lögð
til grundvallar sé leitast við að ná meira
samræmi milli atkvæðafylgis og
þingstyrks, en jafnframt sé spornað við
því með sérákvæðum að fá atkvæði dugi
til þess að listi fái þingsæti.
Til þess að lesendur átti sig á hvernig
yrði úthlutað þingsætum í kjördæmum
samkvæmt frumvarpi því sem hér er til
umfjöllunar, verður nú greint frá einu
dæmi úr greinagerð frumvarpsins, þar
sem gengið er út frá því hvernig þingsæti
í einu kjördæmi, 5 talsins, myndu
skiptast, miðað við að 10 þúsund gild
atkvæði hefðu verið í kosningunum. Sjá
töflu 1.
Listaheitin í eftirfarandi dæmi eru
ímynduð, að sjálfsögðu:
Úthlutunarröðin yrði nú þessi: 1.
sætið til X-listans á þingsætahlut 2.150,
2. til Y-lista á þingsætahlut 1.350, 3. tií
X-lista á þingsætahlut 1.150,4. til Z-list-
ans á þingsætahlut 0.850 og það 5. til
Ö-listans á þingsætahlut 0.650.
Til þess að stuðla að jöfnuði milli
flokka er vikið frá þessari reglu að því er
varðar úthlutun síðasta þingsætis í fimm,
sex og sjö manna kjördæmum og tveggja
til fjögurra síðustu þingsætanna í fjöl-
mennustu kjördæmunum," segir í
greinagerðinni, er fjallað er um ofan-
greint dæmi.
Verða að hafa 5%
gildra atkvæða
Þar sem greint er frá sérákvæðum,
varðandi lágmarksfylgi í greinagerðinni
segir m.a.: „Við úthlutun jöfnunarsæta
er það skilyrði sett að stjórnmálasamtök
hafi hlotið 5% gildra atkvæða samanlagt
af landinu öllu... sé það meira skulu þau
eiga rétt á jöfnunarsætum hvort sem þau
hafa einhvers staðar hlotið þingsæti í
kjördæmi... eða ekki.“
Þar segir jafnframt: „Til þess að
ákveða hve mörg jöfnunarsæti hver
stjórnmálasamtök skuli hljóta, er beitt
sömu aðferð og nú er í gildi um skiptingu
uppbótarsæta, en hún er fólgin í því að
deila með atkvæðatölu hverra stjórn-
málasamtaka, með tölunum 1, 2, 3, 4,
o.s.frv. fella niður hæstu útkomutölur,
jafnmargar og nemur heildartölu þing-
sæta sem framboðið hefur þegar hlotið,
en úthluta síðan jöfnunarsætunum á
hæstu útkomutölur."
Lítum þá á hver þingsætatala kjör-
dæma hefði orðið samkvæmt þessu frum-
varpi, miðað við kosningaúrslitin 1979:
Reykjavík 18
Reykjanes 11
Vesturland 5
Vestfirðir 5
Norðurland v. 5
Norðurland e. 7
Austurland 5
Suðurland 6
Og í framhaldi af því lítum við á
hvernig atkvæði skiptast á lista í hverju
kjördæmi, einnig samkvæmt úrslitum
1979, svo og þingsætahlutar listanna.
Og að lokum skoðum við svo töflu 111,
sem sýnir hvernig þingsætin hefðu
endanlega skipst samkvæmt þessu frum-
varpi, auk þess sem sýnt er hver at-
kvæðafjöldi á bak við þingmann er og til
samanburðar er innan sviga raunveruleg
úrslit 1979. Sjá töflu III.
Það vekur athygli að úthlutunjöfn-
unarsæta, samkvæmt framangreindu,
verður í þessum kosningum, því sem
næst til þess að sama niðurstaða fæst, og
ef öllum þingsætunum hefði verið úthlut-
að á grundvelli úrslita í hvetju kjördæmi
fyrir sig.
-AB
Tufla 1
Listi Atkvxði Þingsxtahlutur Tala þingsxta
Xlisti 4300 2.15(1 2
Y listi 2700 1.350 1
Zlisti 1700 0.850 1
tí listi 1300 0.650 1
> Tafla 11
Aðrir
A B D G samt. Samtals
Revkjavík 8691 7252 21428 10888 638 48897
3.199 2.670 7.888 4.008 0.235 18.000
Reykjanes 6187 4430 10194 4679 92 25582
2.660 1.905 4.383 2.012 0.040 11.000
Vesturland 1165 2812 2320 1203 0 7500
0.777 1.875 1.547 0.802 0.000 5.000
Vestnrðir 1188 1645 1735 808 0 5376
1.105 1.530 1.614 0.751 0.000 5.000
Norðurlandv. 611 2506 1606 984 0 5707
0.535 2.196 1.407 0.862 0.000 5.000
Norðurlande. 1789 5896 2758 2141 857 13441
0.932 3.071 1.436 1.115 0.446 7.000
Austurland 414 2963 1369 2154 0 6900
0.300 2.147 0.992 1.561 0.000 5.000
Suðurland 1535 3357 2428 1544 1484 10384
0.890 1.946 1.408 0.895 0.860 6.000
- Tafla III
A B D G Samtals
RV. þingsxti 3(3) 2(2) 9(6) 4(4) 18(15)
atkvxði 2897 3626 2381 2722 2717
(2897) (3636) • (3571) (2722) (3260)
RN. þingsxti 3(2) 2(1) 4(3) 2(1) 11(7)
atkvxði 2062 2215 2549 2340 2326
(3094) (4430) (3398) (4679) (3655)
VL. þingsxti 1(1) 2(2) 2(2) 1(1) 6(6)
atkvxði 1165 1406 1160 1203 1250
(1165) (1406) (1160) (1203) (1250)
VF. þingsxti 1(2) 1(2) 2(2) 1(0) 5(6)
atkvxði 1188 1645 868 808 1075
(583) (823) (868) (896)
NV. þingsxti 1(0) 2(3) 1(2) 1(1) 5(6)
atkvxði 611 1253 1606 984 1141
(835) (803) (984) (951)
NE. þingsxti 1(1) 3(3) 2(2) 1(1) 7(7)
atkvxði 1789 1965 1379 2141 1920
(1789) (1965) (1379) (2141) (1920)
AL. þingsxti 2(2) 1(2) 2(2) 5(6)
atkvxði 1482 1369 1077 1380
(1482) (685) (1077) (1150)
SL. þingsxti 1(1) 2(2) 2(2) Kl) 6(7)
atkvxði 1535 1679 1214 1544 1725
(1525) (1679) (1214) (1544) 1478)
Samt.þingsxti 11(10) 16(17) 23(21) 13(11) 63(60)
atkvxði 1962 1929 1906 1877 1964
(2158) (1815) (2088) (2218) (2063)
-