Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983. Utgelandi: Framsóknarllokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrilstolustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Algreiðslustjóri: Sigurður Brynjóllsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn . skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hl. Hetjur verkalýdsins ■ Þótt margt sé fundið að stjórnkerfinu í austantjalds- löndunum, má þó nefna eitt, sem telja má til fyrirmyndar. Par er þeim, sem helga sig verkalýðsbaráttunni, sem að vísu er háð með talsvert öðrum hætti þar en hér, veitt sérstök heiðursmerki fyrir gott starf. Pessi heiðursmerki fela í sér nafnbótina: Hetja verkalýðsins. Ef taka ætti skrif Þjóðviljans fullkomlega alvarlega um þá hörðu baráttu, sem ráðherrar og þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa haldið uppi í þingsölum gegn vísitölu- frumvarpinu svonefnda, bæri þeim vissulega heiðursnafn- bótin hetja verkalýðsins, ef hér ríktu svipaðar venjur og austantjalds. ..Þessi hetjulega barátta hefur líka borið umtalsverðan árangur. Nú um mánaðamótin munu laun verkamanna og verkakvenna hækka um 1100-1200 krónur á mánuði. Það munar um þá upphæð, ef vísitölukerfið væri ekki svo kostulega úr garði gert, að þessar krónur verða horfnar í verðbólguhítina innan örfárra vikna. Til eru líka þeir, sem ekki munu fá kaupuppbót. Fyrirtæki, sem ekki geta risið undir meiri útgjöldum verða að bregðast þannig við að fækka starfsfólki. Vonandi verða þeir fáir, sem fá uppsagnir í stað krónufjölgunar í launaumslaginu sínu. Ekki myndi heldur Margaret Thatcher hafa áhyggjur af slíku. Þetta má a .m.k. ekki varpa skugga á þann sigur, sem ráðherrar og þingmenn Alþýðubandalagsins hafa unnið á Alþingi, þegar þeir komu í veg fyrir, að vísitölubótum væri frestað í einn mánuð meðan leitað væri víðtækari ráða gegn verðbólgunni. Fyrir þennan sigur ættu þeir vissulega skilið að fá kross ekki síður en samherjar þeirra austan járntjaldsins. Hér fá þeir hins vegar ekki kross. Þeir fá þó nokkra viðurkenningu. Þingmannslaun Guðrúnar Helgadóttur, Guðmundar J., Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar hækka um 4000 krónur á mánuði eða fiórfalt meira en laun láglaunamanna í Alþýðusambandi íslands. Sé jafnframt tekið tillit til ráðherralauna Svavars og Ragnars verður hækkunin 7500-8000 á mánuði. Þótt verðbólgan vaxi ört, tekur það hana talsverðan tíma að eyða þessu, þótt annað gildi um 1100-1200 krónur. En verður er verkamaður launa sinna og vísitölubætur ber að miða við afköst. Það væri ekki réttlátt, ef hetjur verkalýðsins fengju ekki eitthvað fyrir snúð sinn. Hjálparhellurnar ■ Það eru eiginlcga fleiri en ráðherrar og þingmenn Alþýðubandalagsins, sem eiga skilið að hljóta nafnbótina hetja verkalýðsins í sambandi við vísitölufrumvarpið. Rangt væri að gleyma garminum honum Katli. Ráðherrar og þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu ekki getað unnið þennan sigur, ef þeir hefðu ekki notið góðrar aðstoðar þingmanna Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- airdstöðu. Þótt þessir þingmenn forðuðust að láta í ljós, hvort þeir væru með eða móti vísitölufrumvarpinu, gerðu þeir flest sem þeir gátu til að flækjast fyrir framgangi þess. Þetta nægði til að stöðva það. Þessi vinnubrögð verða ekki beinlínis talin hetjuleg. En árangurinn varð samt hinn sami. Nú er Þjóðviljinn líka farinn að ræða með sérstakri virðingu um þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnarand- stöðu, eða með ekki ólíkum hætti og hann fjallaði áður um Sjálfstæðisflokksmenn í ríkisstjóm. Hið nýja tilhugalíf leynir sér ekki. - Þ.Þ. skrifað og skrafað Hvítþvegnir kerfiskariar ■ Alþýöubandalagsmenn hafa lengi þann steininn. klappað aö gagnrýna allt og alla í íslensku þjóðfélagi og telja allt sem miður fer öörum að kenna og þykjast hvergi hafa nærri komið þar scm eitthvað fer úrskeiðis, eða cr gagnrýni vert. Þessi málflutningur er iðulega þeim mun furðulegri fyrir þá sök að þeir hafa 'verið einkar duglegir að koma sér fyrir í „kerfinu". Fulltrúar þeirra liafa um langt skeið skipað margar af æðstu valda- og áhrifastöðum, og þeir eru inni í öllum nefndum og ráðum sem einhvers mega sín, þar með talið banka- ráðum. En allt valdakerfi þeirra sýnist furðu áhrifalítið þegar þeir taka á honum stóra sín- um að ráöast á „kerfið". Eitt hið síðasta af þessu tagi er þegar Ólafur Ragnar Grínis- son heldur því blákalt fram á Alþingi að vondir framsókn- armenn liafi kippt megin- stoðum undan bráðabirgða- lögunum margumtöluðu með ákvörðun um fiskverð um s.l. áramót, hækkað laun sjómanna um of og valdið aukinni verðbólgu. Þcssa dagana berjast al- þýðubandalagsmenn um á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir að tekið verði upp skynsamlegt vísitölukerfi til að reikna út laun. Með því þykjast þeir vcra að vernda kaup launafólksins, cn ásaka þá sem vilja færa málin til skynsamlegri vegar um að vilja skerða kjörin. þótt það liggi í augum uppi að ekki er vcrið að leggja til kjaraskerð- ingu. Guðrún Helgadóttir fór vítt yfir cr hún flutti ræðu á Alþingi þar scm hún mælti á móti nýja viðmiðunarkerf- inu. „Þetta frumvarp um nýtt viðmiðunarkerfi eru engar efnahagsráðstafanir handa fólkinu í landinu. Það er áreiðanlega handa einhverj- um öðrum. Það er nákvæm- lega sama hvar við grípum niður. Allt venjulegt launa- ■ fólk í landinu veit líka að núvcrandi ríkisstjórn liefur ckki lyft litla fingri til að leiðrétta það hróplcga órétt- læti, sem á sér stað í skatt- greiðslum landsmanna." Síðan fór þingmaðurinn nokkrum völdum orðum um þá sem lán fá í bönkum og hverjir eiga það fé og nýta fjármagnið til eigin þarfa, og að það séu ekki þeir sem greiða skatta í þessu þjóðfé- lagi. „Það erum við hin, launþegarnir í landinu, sem önnumst þaðeingöngu." Síð- an rakti Guðrún hve lítill áhugi er á skatteftirliti og illa búið að þeirri stofnun sem það á að annast. Allt er þetta gott og blessað. En þessi lestur lenti inni í skammarræðu um við- miðunarkerfi og ráðherra framsóknar- og sjálfstæðis- manna. En hver skyldi vera ábyrgur fyrir sköttum, skattareglum og eftirliti? Flokksbróðir Guðrúnar Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra. „Eintóm vitleysa“ Það er siður stjórnmála- manna, og sérstaklega all- aballa að tala afskaplega fjálglega um verkalýðshreyf- inguna. Alþýðubandalagið segist meirá að segja eiga í hcnni tögl og hagldir og sé stcfna flokksins samrunnin vilja og markmiðum verka- lýðshreyfingarinnar. En Guðrún tók hreyfinguna svo- lítið til bæna í greindri ræðu og sagði: „Öllum er okkur auðvitað Ijóst að verkalýðs- hreyfingin hefur unnið mikið starf í þessu þjóðfélagi, cn hún eins og aðrir hefur misst sjónar á þeim meginverkefn- um sem henni ætti að vera ætluð í baráttu sinni fyrir bættum launakjörum þó að vissulega hafi henni orðið þar mikið ágengt. En ein- hvers staðar á leiðinni hefur afskaplega margt farið úr- skeiðis. Það getur verið að það megi fara alla leið ofan í þjóðarsálina til þess að finna skýringu á því. En alla vcga er það orðið svo nú, að innan verkalýðshreyfingarinnar er einn hópurinn á móti öðrum. Menn bítast um bitann í staðinn fyrir að vinna sameig- inlega að markmiðum, sem verkalýðshreyfingin hefði átt að segja sér, þ.e. að allir landsmenn búi við þokkaleg launakjör. I stað þess að krefjast manncskjuvinsamlegra kjarabóta svo sem sæmilegra launa fyrir sæmilegan vinnu- dag þannig að fólk geti unnið þann vinnudag sem eðlilegur má teljast og síðan átt ein- hverjar frístundir og tíma til að sinna öðru því, sem fólkið í landinu hefur tekið að sér, svo sem uppeldi barna sinna, í stað þess hafa launin verið þanin til hins ítrasta, ekki með heiðarlegum dagvinnu- launum, heldur með því að finna alls konar hliðarað- gerðir, bónus, sem margir eru afskaplega hrifnir af, einnig í mínum flokki. Og ekki skal ég draga dul á það, livers kyns álag, að ég nú ekki tali um cftir- og nætur- vinnu, þannig að fólk hefur unnið 14-16 tíma á sólar- hring, jú, jú, þénað töluverða peninga á kostnað heilsu sinnar, á kostnað lífsham- ingju sinnar, á kostnað barna sinna. Þetta er auðvitað eng- in verkalýðsbarátta. Þetta er fyrir löngu komið út í cin- tóma vitleysu." Sem sagt „eintóm vit- leysa". En hverjir eru drif- fjöðrin í vitieysunni, sem kölluð er verkalýðsbarátta og hverjir berjast hatrammleg- ast gegn skynsamlegum lausnum á raunverulegum endurbótum á því kerfi sem fer verst af öllu með láglauna- fólkið? Laun ekki gefín upp til skatts? Enn skal ■ gripið í ræðu Guðrúnar Helgadóttur: „Einkafyrirtæki láta sig ekki lengur dreyma um að ráða fólk á launum samkvæmt taxta verkalýðsfélaganna. Menn fá engan almennilegan starfskraft á þeim launum. Það er alvitað, að ef einka- fyrirtæki vantar duglega skrifstofustúlku. þá borgar það henni miklu hærra kaup en gcrist t.d. hjá því opin- bera, og ef þeir svo ekki bjóða henni að gefa það svo ekki allt upp til skatta. Það liggur við að ég skilji þetta mætavel. Hver maður sem reka vill gott fyrirtæki reynir auðvitað að tryggja sér al- mennilegt starfsfólk. Vita- skuld kjósa margir heldur að vinna hjá einkafyrirtækjum heldur en því opinbera, þeg- ar slíkur launamismunur er í boði. En þetta hefnir sín allt saman. Óánægðir launþegar með léleg laun og lítinn sýni- legan áhuga á að störf þeirra séu metin að vcrðleikum, verða að sjálfsögðu vondur starfskraftur, sem þýðir fleiri starfsmenn, stærri stofnanir, útþenslu báknsins, sem hæg- lega væri hægt að reka miklu skynsamlegar og miklu betur með því að launa fólkið al- mennilega." Þessi ræða er flutt til að mótmæla lagfæringu á við- miöunarkcrfi launa. Nær sanni hefði verið að flytja hana þegar þeir félagar fjármálaráðherra og aðstoð- arráðherra hans voru að þrúkka um laun opinberra starfsmanna og voru ekkert billegir þegar t.d. starfsfólk hcilbrigðiskerfisins fór fram á að fá sæmileg laun fyrir sæmilega vinnu. En eins og endranær, all- aballar eru stikkfrí, jafnt valdamiklu kerfiskarlarnirog' jarlarnir í verkalýðshreyfing- unni þegar þeir „bítast um bitann." OÓ starkaður skrifar Þegar magn og gæði fara ekki saman í stjórnmálum ■ SkVRSI.t M\l ARADHKRRANN i rikisstjorninni ætl- ar ckki a<1 gera \yaí) endasleppt; nVjasta þingmal hans er sk>rsla upp a einar 360 hladsíður! I ni |>að ina >ist sejýa, aA (>ar lari ekki saman magn oj» }»æi)i, enda er plagg þetta nu cinungis sett 1‘rain sem lidur i kosningabarattu Alþvduhanda* lagsins, en ekki til aA levsa malid. I»ad híOur þvi næstu rikisstjornar ad taka a saniningum vid alverid reyna ad na Iram þeirri hækkun a rafurkuverAinu, sem eröðru mikilvæg- ara i þessu mali fyrir Islendinga. I»aö j»erist ekki meö þvi aö leggja fram þvkkan skjalahunka a Alþingi. I n þaö er lleira sem er stort i sniöum en rvrt aö gæöum þessa dajjana. Oll laun i landinu hækka a þriöjudaginn um tæplega 15%. Samkvæmt þvi visitiilukerfi, sem verkalvösfor* ingjarnir - þessir sem eru aö hugsa um laglaunafolkiö - o}» pólitiskir oddvitar þeirra a alþingi vilja halda dauöahaldi i. hækku laun lá|*iaunafólksins um þusund kall eöa svo á manuöi, en laun þeirra. sem hæstu launin hala. um margfalda þa upphæö. I»aö folk. sem hefur t.d. 10 þusund a manuöi. fær þannig um 1500 kronur í bætur fv rir þær veröhækkanir sem oröið hala siðustu þrja mánuðfna. Halaunamennirnir. þeir sem hafa t.d. 50 þúsund krónur. fá 7-8 þusund króna kauphækkun fvrir somu veröhækkanir! Þetta er þaö frahæra kerfi, sem þeir verkalýðsleiðtogar, sem þvkjast vera að verja hagsmuni laglaunafúlksins, halda dauðahaldi i - oj» trúi þvi svo hversem vill að þetta se láglaunafólkinu i hag. ()}; hver skyldi svo verða afieiðin}> þessarar hækkunar? Að sjálfsögðu aðeins annað af tvennu; nv kollstevpa þar sem }»engið si}»ur og allt liækkar, eða þa stöðvun vissra atvinnufvr* irtækja með tilheyrandi samdrætti og atvinnuleysi. I minnk- andi þjoðartekjum o}j samdrætti hæði i aíla o}> sölu á erlendum mörkuðum, o}» með dúndrandi viöskiptahalla, eru þessar aíleiðingar oumflyjanlegar-nema tekið sé á málunum, en um það hefur ekki náðst samstaöa hvorki i rikisstjórninni né milli stjórnaraðila við stjórnarandstöðuna, sem viröist hafa allt annað að hugsa þessa dagana en vandamál efnahagslifsins. KI.M Ijosi punkturinn i þessu ollu saman er að nú viröist komið samkoniulag um kjördæmamalið, og þvi má vænta þess, að það mál hljóti afgreiöslu i þinginu i næstu viku. I»að ætti endanlega aö trvggja að kosningar geti farið fram 23. april eins og að er stefnt. Yonandi leiða þær kosningar til þess að hægt verði að mvnda starfhæfan meirihluta á Alþingi. Sú ríkisstjorn. sem þa tæki við stjórntaumum. vrði auðvitað að taka a efnahagsmalunum hæði til skemmri og lengri tíma. hvort það veröur hins vegar gert er allt i ovissu um enn, vegna þess að sumir aðilar a þingi vilja eyða sumrinu i kosningabar- attu og aðrar kosningar. \ onandi afgreiðir Alþingi kjördæmamalið farsællega og með almennu samkomulagi. l»aö gæfi i það minnsta almenn* ingi aðra nivnd af þingstörfum en einkuni hefur blasað við undanfarið, þar sem hver höndin hefur verið uppi á móti annarri og engin samstaða um hlutina. Að afgreiðslu kjör- dæmamálsins iokinni á svo auðvjtað að rjúfa þing og efna til alþingiskosninga; lata þjoðina kveða upp sinn dóm og velja þá forystu, sem hun trevstir best fvrir stjórn mála. \ onandi her þjóðiua þa gæfu til að kjosa þá. sem svnt hafa ábyrgð og raunsæi. en ekki upphlaups- og vlirhoösöfi, sem ekki liafa til aö bera þann kjark sem þarf til að takast á við þau gifurlegu vandammál sem bíða úrlausnar. - Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.