Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR1983.
7
erlent yfirlit
DAUmll
KeprofT
Liberace
skemmta
saman í
■ Ivan RebrofT, „sjngjandi
Rússinn frá Berlín“, eins og
hann er gjarna kaiiaður, er nú
á förum til Las Vegas, þarsem
hann ætlar að koma fram með
Liberace á frægum , skemmti-
stað.
Að sögn Ivans eru þeir góðir
vinir og innsigluðu vináttuna
enn frekar, þegar þeir rákust
hvor á annan í Ástraliu fyrir
skemmstu.
Þar senr þeir eru báðir fyrir-
ferðarmiklir og skrautlegir,
má búast við að þarna verði
góð skemmtun á ferðinni.
Ný tfska í Hollywood:
Niður með
brennivfnið —
upp með teið!
■ Hjartaknúsarinn alræmdi Upplýst er, að eftirlætis te
Warren Beatty reið á vaðið. Warrens sé kínverskt Hu-kwa,
Fljótlega fylgdu ■ kjölfarið Robert kýs helst Lapsang So-
m.a. Robert Redford, Kathar- uchong, Katharine hefur dá-
ine Hepburn og Peter „Col- læti á Broken orange og Peter
umbo“ Falk. Nýr siður hefur lieldur sig við Earl Gray.
rutt sér til rúms í Hollywoad. Er sagt, að þessi siður hafi
í stað hins hefðbundna hana- hieypt fjöri í tesölu vestan
stélstíma, sem lengi hefur tíðk- hafs, því að allir vilja lifa sem
ast í vel stæðum þjóðfélags- mest í líkingu við átrúnaðar-
hópum í Bandaríkjunum, býð- goðin sín og flestir geta leyft
ur þetta fólk nú í „Five o’clock sér að drekka te, endrum og
tea“ að enskum höfðingjasið. sinnum a.m.k.
Af hverju lá
Jackie svona
mikið á?
■ Athygli vakti það, þegar Vildi hún ekki láta þá komast
Jackie Kennedy Onassis var að því að förunautur hennar
nýlega viðstödd leiksýningu í þetta kvöld var leikstjórinn
New York, hvað hún yfirgaf Michael Cacayannis?
sæti sitt í mikilli skyndingu í
sýningarlok. Ýmsar getgátur Leyndamiálið upplýstist,
voru uppi um, hver ástæðan til þcgar séð var hvert hún tók
þcssa mikla flýtis hennar væri. stefnuna. Jackie stefndi nefni-
Var hún að forðast fréttamenn, iega beinustu leið á snyrting-
sem sífellt eru á slóð hennar? Una!
frekar en hitt. Sumir vilja að
þegar passíusálmarnir eru lesnir
þá eigi að draga seiminn eins og
jafnvel er talið að hafi verið gert
áður fyrr, en ég ákvað að gera
það ekki og þá hugsaði ég út frá
því að sálmarnir eru ortir á sama
tíma og Bach var að semja
Jóhannesarpassíuna og mörg
sálmalaganna í Jóhannesar-
passíunni eru í sömu hrynjandi
og passíusálmarnir. Hví þá að
vera að draga seiminn. Það var
þannig eftir ýmsar vangaveltur,
að ég ákvað að lesa á þann hátt
sem ég geri.
Hefurðu fengið viðbrögð frá
hlustendum?
Já, margir hafa komið aðmáli
við mig og ég hef haft mjög
mikla ánægju af þessu, það má
segja að allflestir þakka fyrir
hversu skýrt og rólega er lesið,
svo að þeir missa ekkert úr. En
auðvitað eru eins og ég sagði
áðan nokkrir.sem vilja að lesar-
inn dragi seiminn, aðrir vilja
hafa gamaldags áherslur o.s.frv.
Þú hefur auðvitað verið þaul-
kunnugur passíusálmunum áður
en þú fórst að lesa þá nú?
Eg segi nú ekki að ég hafi
verið þaulkunnugur þeim, en ég
get kannske orðað það þannig
að ég hafi komið við þá alla
áður, og þá á þann hátt að ég hef
áður sungið fyrir og eftir lestur
fyrsta og síðasta vers úr hverjum
sálmi.
Ef við víkjum að öðru, ert þú
enn á fullri ferð í söngnum?
Ég varð nú reyndar fyrir því
fyrir tveimur árum að fá aðkenn-
ingu af astma og þá ákvað ég að
leggja sönginn á hilluna. En það
hefur reynst hægara sagt en gert.
Ég syng ennþá mikið við jarðar-
farir, stundum er ég þar að efna
gömul loforð sem ég vil ekki
ganga á bak. Núna er ég að
syngja í tveim óperum, Tosca
sem á að fara að flytja í konsert-
formi hér og síðan í óperunni
Míkadó hjá íslensku óperunni.
Svo að það er í nógu að snúast
hjá mér, þótt ég hafi ætlað að
vera hættur.
kosningasigur 1972. Stjórn hans
kom fram miklum umbótum, en
hlaut ekki vinsældir að launum.
Fraser var kosinn leiðtogi
Frjálslynda flokksins 1975. Und-
ir forustu hans beitti stjórnar-
andstaðan stöðvunarvaldi í öld-
ungadeild þingsins til að hindra
afgreiðslu fjárlaga. Sú deila
leiddi til þess, að ríkisstjórinn
beitti vafasömu valdi sínu til að
víkja ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins frá völdum og fela
Fraser stjórnarforustuna. Fyrsta
verk hans var að rjúfa þing og
beið Verkamannaflokkurinn þá
mikinn ósigur.
Fraser hefur á ýmsan hátt
tekizt stjórnarforustan betur en
yfirleitt var spáð í fyrstu. Efna-
hagskreppan, sem ríkir nú í
heiminum, hefur þó valdið
Astraiíu miklum erfiðleikum,
einkum er atvinnuleysið tilfinn-
anlegt.
BOB HAWKE, sem var ein-
róma kjörinn formaður Verka-
mannaflokksins eftir að Bill
Haydcn hafði beðizt lausnar,
hefur lengi verið talinn sigur-
vænlegasta leiðtogaefni Verka-
rnannaflokksins. Honum tókst
þó ekki að sigra Hayden á
flokksþinginu síðastliðið sumar,
þegar þeir kepptu um for-
mennskuna. Ástæðan var sú, að
vinstri armur flokksins stóð með
Hayden.
Eftir afsögn Haydens átti
flokkurinn ekki annars kost en
að fylkja sér um Hawke.
Hawke er prestssonur. Miklar
gáfur hans kornu fljótt í Ijós og
fékk hann því styrk til að stunda
nám í Oxford, þar sem hann
lagði stund á hagfræði.
Hawke þótti á þessum árum
og um nokkurt skeið síðar helzt
til mikill gleðimaður, sem kunni
vel að mcta vín og konur. Hjóna-
VERÐUR HROKI FRASERS
HONUM LOKS AÐ FALLI?
Hawke er spáð sigri í Ástralíu
Frjálslynda flokksins og Lands-
byggðarflokksins annars vegar,
og Verkamannaflokksins hins
vegar, sé nú um 10% Verka-
mannaflokknum í vil.
Verkamannaflokkurinn þarf
alls ekki að fá svo mikið fylgi til
að sigra. Miðað við úrslit þing-
kosninganna 1980, þarf hann
ekki að bæta við sig nema 1.3%
af atkvæðamagni’nu í ellefu kjör-
dæmum til að sigra. Hann fékk í
þingkosningunum 1980 52 þing-
menn kjörna, en stjórnarfiokk-
arnir 73.
ÝMISLEGT er svipað með
þeim Fraser og Bob Hawke, sem
einróma var kjörinn til að taka
við forustu Verkamannaflokks-
ins eftir að Fraser hafði boðað
kosningarnar.
Þeir eru t.d. báðir 53 ára. Þeir
hafa báðir stundað nám í Oxford
og þeir hafa báðir haft það
markmið síðan í æsku að gegna
embætti forsætisráðherra.
ÖIIu lengra nær samanbúrður-
inn ekki. 1 framkomu eru þeir
t.d. sagðir býsna ólíkir. Fraserer
fáskiptinn og þurr í viðmóti og
hefur því ef til'vill fengið rang-
lega það orð á sig að vera
hrokafullur. Hawke er alþýð-
legur og skemmtilegur. Hann er
mikill ræðuskörungur, en það er
Fraser ekki nema í meðallagi.
Fraser er eins og áður segir 53
ára. Hann er kominn af stór-
bændaætt, sem rekur rætur til
Skotlands. Hann tók við stóru
búi af föður sínum eftir heim-
komuna frá Oxford, en þar þótti
hann slakur og latur námsmaður.
Áhugi hans beindist að búskap
og stjórnmálum. Hann var kos-
■ Robert Hawke
inn á þing tiltölulega ungur og
hefur átt þar sæti síðan. Hann
komst fljótlega í ráðherrastöðu
og var um skeið varnarmálaráð-
herra, þótt hann hefði ekkert
komið nálægt þeim málum áður.
Fraser var á þessum árum
einna þekktastur fyrir stuðning
sinn við Bandaríkin í Víetnam-
styrjöldinni.
Verkamannaflokkurinn
myndaði fyrstu stjórn sína eftir
band lians er þó sagt gott, enda
sé eiginkona hans umburðarlynd
og skilji vel mann sinn. Fyrir
tvcimur árum gerðist Hawke
bindindismaður á áfengi og hefur
haldið bindindið síðan.
Fljótlega eftir heimkomuna
frá Oxford gerðist Hawke hag-
fræðilegur ráðunautur verka-
lýðssamtakanna. Hann vann sér
svo miklar vinsældir í því starfi,
að hann var kjörinn formaður
verkalýðssamtakanna fyrir tólf
árum. Því starfi gegndi hann í 10
ár, eða þangað til 1980 að hann
var kosinn á þing. I Ástralíu
þykir þingmennska ekki sam-
rýmast því að gegna formennsku
í stéttarsamtökum.
Það var ljóst, að Hawke
stcfndi þá að meira en þing-
mennskunni einni saman, enda
var hann þá búinn að hljóta þann
úrskurð í mörgum skoðana-
könnunum að vera vinsælasti
stjórnmálamaður Ástralíu.
Tvennt hefur átt mestan þátt í
þessum vinsældum Hawkes.
Annað er það, að hann hefur
reynzt laginn samningamaður í
kaupdeilum og þannig oft afstýrt
verkföllum. Vinstraarmi Verka-
mannaflokksin's hefur þó stund-
um þótt hann of undanláts-
samur.
Hitt er það, að hann kemur
betur fyrir í sjónvarpi en aðrir
stjórnmálamenn í Ástralíu.
Hann er ekki aðeins vel máli
farinn, heldur þykir trúverðugur
og sannfærandi.
Helzt er það haft á móti
honum, að hann sé óvanur að
stjórna. Flest bendir þó til, að
ástralskir kjósendur ætli að taka
áhættuna, sem fylgir því.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
■ÞAÐ orð hefur farið af John
Malcolm Fraser, sem hefur verið
forsætisráðherra Ástralíu síðan
1975, að hann væri hrokafullur
og hefði mikið sjálfstraust. Ýms-
ir spáðu því, að honum gæti
orðið hált af þessu eftir að hann
varð valdamesti maður landsins.
Fraser hefur hins vegar þótt
reynast betur en spáð var. Hann
hefur nú sigrað í þrennum þing-
kosningum, en tvívegis hefur
hann efnt til kosninga áður en
kjörtímabilinu lauk. I bæði
skiptin voru skoðanakannanir
honum andstæðar, en Fraser
virðist hafa vitað betur hvenær
væri hagstætt fyrir hann að leggja
málin í vald kjósenda.
Nú hefur hann gert þetta í
þriðja sinn. Þingkosningar munu
fara fram í Ástralíu 5. marz
næstkomandi. Fraser boðaði til
þeirra með eins mánaðar fyrir-
vara. Skoðanakannanir voru
honum þá óhagstæðar, en þó
ekki verulega.
Kosningarnar komu mönnum
á óvart. Auk niðurstaða skoð-
anakannananna stafaði það af
því, að efnahagsspár bentu til
þess, að bati væri í vændum
sfðari hluta þessa árs. Kjörtíma-
bilinu átti ekki að Ijúka fyrr en
seint á árinu.
Það mun hafa ráðið mestu um
þessa ákvörðun Frasers.að leið-
togi Verkamannaflokksins, sem
er helzti stjórnarandstöðuflokk-
urinn, hafði beðizt lausnar vegna
vantrúar á því, að hann gæti leitt
flokkinn til sigurs í næstu kosn-
ingum. Fraser ákvað að grípa
tækifærið og láta kjósa áður en
hinn nýi foringi hefði nægan
tíma til að kynna sig.
Sitthvað þykir orðið benda til
þess, að Fraser hafi að þessu
sinni brugðizt bogalistin. Skoð-
anakannanir benda til að munur-
inn á fylgi stjórnarflokkanna,
■ Fraser var á yngri árum mikill kappakstursgarpur og er það
raunar enn.