Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983. Og hver vogar sér svo að segja: „Bara húsmóðirf ? ■ Oddný Valgeirsdóttir fiskur og grænmeti. Klukkan er langt gengin í tvö þegar allir eru búnir að borða, en við því er ekkert að gera, því krakkarnir koma svo seint úr skólanum í dag. Ég get ekki að því gert, að mér finnst það oft þreytandi. Og nú þarf ég að gera nokkra reikninga, sem fara þarf með í inn- heimtu. Ég lýk við reikningana á klukkutíma, en ég verð að bíða með að fara með þá þar til á mánudag. Ég fæ þá nokkuð góðan tíma til að undirbúa migfyrir morgundaginn. Það er fundur hjá málfreyjudeildinni ÖSP, og stjórnatskipti verða á fundinum, og því er mínu starfi sem forseti deildar- innar að ljúka. í þessum félagsskap er skipt um stjórn árlega. Að vísu höfum við haft rúman hálfan mánuð til undirbúnings, en að mörgu er að huga fyrir þennan fund. Við fáum til okkar á fundinn konur úr málfreyjudeild úr Reykjavík, og auk þess eru nokkrar áhugasamar konur, sem verða gestir okkar. Næst hringi ég í þær málfreyjur, sem eru formenn nefnda. Þær munu skila skýrslum um nefndarstörf að loknu starfsári. Nokkur óljós atriði eru leyst í símtali, og allt virðist í besta lagi. Sem fráfarandi forseti mun ég auk þess að stjórna fundi - hafa lokaorð á fundinum. Ég fer því aftur yfir nokkur minnisatriði, skrifa dálítið niður hjá mér, og minni sjálfa mig á það, að muna nú eftir að spyrja um „lögmæti fundar". En það er nokkuð, sem mér er gjarnt að gleyma. Orðið er áliðið dags og matarkaup heimilisins fyrir helgina eru eftir. Ég þríf veskið mitt og hendist út í bíl og keyri á óleyfilegum hraða sem leið liggur að stórmarkaðinum Skagaver. Stressið, sem var að því komið að taka völdin í huga mér, leysist upp og hverfur er ég kem inn. Glaðleg starfs- stúlka verslunarinnar býður viðskipta- vinum rjúkandi heitt kaffi og meðlæti. Og í þessu notalega andrúmslofti „slappa ég af“, þrátt fyrir að ég hafði „gleymt" að taka með mér listann yfir innkaupin (reyndar ekki í fyrsta skipti). 1 rólegheitum geng ég nú um með innkaupakörfuna, gef mér tíma til að skvaldra dálítið við starfsfólkið og kunningja, og set í körfuna það sém líklegast er að vanti. Kvöldmaturinn verður súpa, brauð og álegg, ákveð ég. Og þegar heim kemur er enginn sem hreyfir við því mótmælum. Stelpurnar sjá um uppvaskið á kvöldin, svo ég get leyft mér að setjast inn í stofu með kaffið, - þennan þjóðardrykk. En síminn hringir. Fyrsti varaforseti M.F.D. ASPAR hringir: „Veistu hvort við þurfum á aukaborðum að halda fyrir fundinn á morgun?'- Þessu hafði ég alveg gleymt. Ég segi henni að ég skjótist út í Framsóknar- hús (við höldum alia okkar fundi þar) og athugi málið. Jú, það reynist rétt vera, okkur kemur til með að vanta fjögur borð. Ég hringi í 1. varaforseta og hún ætlar að útvega borð. Við röbbum dálítið saman, og komum okkur saman um á hvaða tíma daginn eftir við byrjum undirbúning fundarins með að koma fyrir borðum og stólum. Nú er liðið á kvöldið, og þar sem ég cr morgunmanneskja syfjar mig oft yfir sjónvarpinu, og það bregst ekki nú heldur. Dagur er að kveldi kominn. Einum degi í lífi heimavinnandi húsmóður er að ljúka. - Og hver vogar sér svo að segja „bara húsmóðir"?. ■ Nú fáum við dagsskýrslu frá Akra- nesi. Sendandi liennar er Oddný Val- geirsdóttir. Oddný er fædd í Kcykju- vík, en alin upp í Kópavogi. Hún hefur átt heiina á Akranesi sl. 5 ár. Maður hennar, Valdimar Þorvaldsson, er vél- virki, og reyndar búfræðingur líka. Hann er með sjállstæðan atvinnu- rekstur, vélaleigu og vélarekstur. Oddný vinnur líka með honum. Hún gerir reikningana og kemur þeini í innheimtu, - en segist annars vera heimavinnandi húsmóðir. Itörnin eru fjögur, á aldrinum 9-lK ára, og eru öll í skóla. Oddný vann á Ijósmyndastofu i Reykjavík hér áður fyrr, en liefur lítið unniö úti síðan hún fór að eiga liörnin. Hún var sl. ár í Fjölbrautaskólanum á Akranesi, á félagsfræðibraut, en tekur sér frí þessa önn til að hugsa meira um börnin og heimilið, meðan þau eru öll í skóla. Hún helúr hug á að halda áfram síðar, þegar um hægist heima fyrir. Félagsmálastörf taka líka töluverðan tíma hjá Oddnýju, en hún liefur verið forseti í deild málfreyja á Akranesi. Deildin heitir ÖSP og tilhcyrir hún „Fyrsta ráði málfreyja á íslandi.“ I blaðinu FREYJA, sem er inálgagn málfreyja á íslandi, er smáviðtal við Oddnýju, þar sem hún gerir í lok viötalsins grcin fyrir tilgangi félagsins og segir þar: „..Við höfum fengiö sönnur á, að málfreyjusamtökin eru félagasamtök, sem flestar konur ættu að geta sameinast í. Við lærum að vinna í hópum, nýta hælileika okkar, skipulcggja - og síðast en ekki síst miðlum af reynslu okkar og treystum vináttubönd“. Heiðarleg tilraun til þess ómögulega Hálflukt augu morgunsins skima til vekjaraklukkunnar. Líklega cr van- þakklátt starf að vera „vekjara- klukka". Heyrst hefur að þær fái oft óblíða meðhöndlun, og skiptir þá ekki máli hvort þær hringja á réttum tíma eður ei. Klukkan er nú tæplega 7. Ibúar Akraness eru að vakna til nýs starfsdags. Ég dríf mig á fætur, og geri svo heiðarlega tilraun til þess ómögu- lega: Að gera allt í cinu, - vekja krakkana, setja kaffið yfir, leggja á borðið og hleypa hundinum út, og gá til veðurs. Það síðastnefnda kemur af sjálfu sér á meðan hundurinn lýkur sínum morgunvcrkum. Þá lít ég í átt til strompsins á semcntsverksmiðjunni. Reykurinn gefur vísbendingu um vind- áttina og rakinn í loftinu segir mér að líklega verði rigning í dag, en ekki mikið rok. Annars finnst mér við oft vanþakklát hér á Akranesi þegar við erum að bölsótast yfir veðurfari hér. Að vísu höfum við ekki getað í ár „laumast" yfir veturinn á sumardekkjunum, en þó alltaf komist allra okkar ferða í vetur. En tíminn líður hratt á morgnana, og ekki er tími fyrir vangaveltur um' veðrið. Klukkan gengur afar hratt milli 7 og 8 á morgnana, og mér finnst næstum óskiljanlegt hve miklu er hægt að afkasta á þessum tíma. ..ég nýt þeirra „forréttinda“.. Rétt fyrir áttaeru krakkarnir komnir á stað í skólann og húsbóndinn í vinnuna. Þar scm ég nýt þeirra „for- réttinda" í þessu þjóðfclagi krcppu og tilbúinna vandamála, að vera heima- vinnandi húsmóðir, gct ég nú sest niður og notið þess að drekka kaffið mitt í næði. Hugsanir mínar fara vítt og breitt, og orðið „kreppa" nær á mér föstum tökuni. í Orðabók Mcnningarsjóðs segir: Að vera í kreppu með: Örðug- lcikar í efnahagsmálum, með atvinnu- leysi, sölutrcgðu og markaðs- þrengslum. Kaldhæðin hugsa ég með sjálfri mér, að hér séum við að nota orð, sem við gerum okkur ekki alls kostar grein fyrir hvað þýðir. Hvernig í ósköpunum er hægt að' tala um kreppu í atvinnumálum - á sama tíma og við flytjum inn erlendan vinnukraft? Heilsíðuauglýsingar dag- blaðanna, sem bjóða okkur sólar- landaferðir á kostakjörum. Og þá getum við eytt dýrmætum gjaldeyri í minjagripi og fatnað á fjöTskylduna. Hinir „glaðlyndu herrar“ á Alþingi finna lausnina Ég lýk við kaffið mitt og tek til við morgunverkin, og hugga mig við það, að hinir „glaðlyndu hcrrar" á Alþingi (sem við sáum svo hressa í sjónvarp- inu) hljóti að finna skjóta lausn á tímabundnum erfiðleikum þjóðarinn- ar. Já, - eða bara „fresti" þeim! A meðan ég sökkti mér niður í þessar hugsanir hef ég vélrænt skipt á rúmunum og lokið við að þurrka af og ryksuga. Nú nálgast hádegi. Maturinn er framreiddur á mettíma: steiktur ■ Þar sem Oddný hafði áður unnið á Ijósmyndastofu kunni hún að meta vinnubrögöin við þessa mynd, en báðar myndirnar eru teknar af Guðjóni Guðmunds- syni á Akranesi, en hann tók myndina af Oddnýju við skriftir. Dagur í lifi Oddnýjar Valgeirsdóttur, heimavinnandi húsmóður á Akranesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.