Tíminn - 25.02.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983.
3
fréttir
9. fulltrúaráðsfundur Landssamtaka
Klúbbanna Öruggur Akstur:
„LAGDIR VERDI150
KM. AF BUNDNU SUT-
LAGI Á HVERJU ÁRI”
— sagði Steingrímur Hermannsson
samgönguráðherra m.a. í ávarpi
■ Níundi fulltrúaráðsfundur lands-
samtaka klúbbanna Öruggur akstur
stendur nú yfir í Samvinnutryggingahús-
inu, en honum lýkur í kvöld. Baldvin
Ottóson formaður LKL ÖA setti fund-
inn eftir hádegi í gær og eftir kosningar
fundarstjóra (Stefán Jasonarson) og rit-
ara (Guðmundur Höskuldsson) lýsti
Baldvin yfir kjöri fyrsta heiðursfélaga
LKL ÖA en það er Baldvin Þ. Kristjáns-
son.
Baldvin Þ. Kristjánsson sagði að þetta
hefði komið honum á óvart en honum
þætti vænt um þennan virðingarvott og
þakkaði hann hjartanlega fyrir.
Að þessu loknu ávarpaði Steingrímur
Hermannsson samgönguráðherra
fundinn. Hann sagði að fyrst og fremst
þyrfti að vinna að því að koma í veg fyrir
slys og þá með almennri vakningu og
skilningi á því að maður er með hættu-
legt tæki í höndunum, þar sem bíll er, ef
ekki er fylgt fyllstu aðgætni. Mál hans
var síðan að meginhluta til um vegamál
landsins.
„Það er ætlun okkar að ekki verði
lagðir undir 150 km. af bundnu slitlagi á
hverju ári í framtíðinni" sagði Stein-
grímur m.a. í ávarpi sinu.
Hann sagði ennfremur að stórátak
hefði verið gert er langtímaáætlun í
vegagerð var samþykkt af Alþingi 1981
en hún nær til 12 ára tímabils 10 tonna
burðarþunga, að vegum verð lyft upp
þar sem snjóþyngsli eru, að bundið
slitlag verði lagt á vegi þar sem umferð
er 100 bílar á dag eða meiri og að
umferðaröryggis sé allstaðar gætt.
Hann sagði það mikilvægt að framlög
ríkisins til vegagerðar væru nú ákveðin
í ár 2,2% af þjóðartekjum og yrðu
komin upp í 2,4% árið 1985 en þau voru
2,1% í fyrra og næstu 10 ár á undan
1,8% þarna væri því um verulega aukn-
ingu að ræða.
Bundið slitlag á stofnbrautum landsins
(aðalvegæðum) næmi nú 650 km. og
hefðu 60% þess verið lagt á síðustu 3
■ Óskar Ólafsson,yfirlögregluþjónn, flytur erindi sitt á fundinuni í gær.
(Tíniamynd:Jón Þór)
árum. Samkvæmt langtímaáætluninni
eiga þetta að vera orðnir 1140 km. árið
1986, 1750 km. árið 1990 og 2520 km.
árið 1994.
Heildartjón af umferðinni
440 millj. kr.
Á eftir samgönguráðherra flutti Davíð
Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri er-
indi undir heitinu „Hvað kosta umferð-
arslysin?“ en hann hefur á undanförnum
árum tekið slíkt saman. Hann sagði í
máli sínu að tollur umferðarslysa í
heiminum væri hár, þannig létust í þeim
árlega 250 þúsund manns, 2,5 milljónir
slösuðust alvarlega og í dag væru í
heiminum um 30 milljónir manna sem
væru fatlaðir vegna þeirra.
En hvað kostuðu umferðarslysin okk-
ur íslendinga á síðasta ári. Samkvæmt
útreikningum Davíðs voru það hvorki
meira né minna en 440 millj. kr. Útreikn-
ingarnir hér að baki eru nokkuð flóknir
en tekið er saman, tekjutap vegna
dauðaslysa, tekjutap vegna annarra slysa
með meiðslum, kostnaður vegna vistar
á sjúkrahúsum og munatjón og þá fæst
ofangreind tala.
Þá kom einnig fram í máli hans að
umferðarslys eru sjöunda algengasta
dánarorsökin hérlendis og yrðu börn og
unglingar einkum hart úti í því sambandi-
nægir sem dæmi að nefna að 14,3%
dánarorsaka drengja á aldrinum 1-14 ára
voru umferðarslys.
Á eftir Davíð fluttu síðan erindi þeir
Óskar Ólafsson yfirlögregluþjónn og
Ómar Ragnarsson fréttamaður.
-FRI
„AÐFÖR AÐ ATVINNU-
REKSTRI FÉLAGSMANNA”
segir stjórn Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á
flutningaleiðum um „krónufrumvarpid”
■ „Stjórnin mótmælir harðlega fyrir-
huguðum skatti og bendir á hve gífurlegt
gjald hér er um að ræða,“ segir í ályktun
sem stjórn Landvara, landsfélags vöru-
bifreiðaeigenda á flutningaleiðum, gerði
í tilefni af frumvarpi um breytingar á
lögum um Ijáröflun tii vegagerðar, sem
nú liggur fyrir Alþingi, og fclur í sér að
Kvikmynda-
hátið í
Regnboganum:
„Verk
Emile
Zola á
hvíta
tjaldinu”
■ Um helgina mun hefjast í Regnbog-
anum kvikmyndahátíð, tengd sýningu á
verkum Emile Zola á Kjarvalsstöðum
og verður hátíðin þessa helgi og þá
næstu.
Fjölmargar af skáldsögum Emile
Zola, hafa orðið yrkisefni stórmynda.
Þann 26ta og 27da febrúar, svo og 5ta og
6ta mars verða sýndar í Regnboganum
(sal C) fimm sígildar stórmyndir sem
gerðar eru eftir skáldsögum Zola af
fimm mönnum úr hópi bestu kvik-
myndagerðarmanna Frakka.
Dagskrá fyrri helgarinnar er eftirfar-
andi:
- LA BETE HUMAINE eftir Jean
Renoir (1938) með Jean Gabin og Sim-
one Simon verður sýnd kl. 23 á laugar-
daginn og kl. 21 á sunnudaginn.
- THERESE RAQUIN eftir Marcel
Carné (1953) með Simone Signoret og
Raf Vallone verður sýnd kl. 19 á
laugardaginn og kl. 21 á sunnudaginn.
lögð verði ein króna á hvert kíló sem
nýjar hifreiðir vega.
„Bifreiðir félagsmanna eru að meðal-
tali um 11 tonn“, segir í ályktuninni, „og
nemur skatturinn því 11.000 krónum á
hverja bifreið. Bifreiðarnar eru þegar
ofskattaðar og í því sambandi má nefna
þungaskatt samkvæmt ökumæli sem er
núna 2,97 krónur á hvern ekinn kíló-
metra fyrir algengustu flutningabíla.
Skattur þessi hefur frá desember 1978
hækkað úr gömlum krónum 15,60 eða um
1.804 prósent á sama tíma og vísitala
byggingarkostnaðar hefur hækkáð úr
240 stigum í 1482 stig eða um 518
prósent."
Stjórn Landvara bendir einnig á að
slíkir skattar og gjöld á vöruflytjendur
auki mjög flutningskostnað og hækki
vöruverð í dreifbýli. „Frumvarpið er
hrein aðför að atvinnurekstri félags-
manna og er því skorað á alþingismenn
að samþykkja það ckki,“ segir í ályktun-
inni. -Sjó
Hvað
kostar
frumvarp
Hjörleifs?
■ Fyrirspurn hefur verið lögð frant
á Alþingi til iðnaðarráöherru um
kostnað við útgáfu á frumvarpi til
laga uni leiðréttingu orkuverðs til
Islenska álfélagsins. Það er Árni
Gunnarsson sent leggurfyrirspurnina
ftarn.
Sjálft frumvarpið scm hér um ræðir
er stutt og luggott en með því fylgir
greinargerð og fylgiskjöl og cr þetta
allt bundið í mikla bók sem telur 360
blaðsíður. Þingmenn hafa ekki séð
annað eins plagg í frumvarpsformi.
Er ritverkið meira að segja miklum
mun meira að vöxtum en fjárlaga-
frumvarp sent þó er mikið þingskjal.
O.Ó.
Mulli-
gan
kemur
ekki
■ Eins og fram hefur komið i
fréttum hefur Jassvakning gert ráð-
stafanir til að fá hingað til lands
bandaríska jasssnillinginn Gerry
Mulligan til tónleikahalds. Fyrir
nokkrum dögum var skýrt frá því að
Mulligan væri væntanlcgur í mars en
nú er Ijóst að ekki getur orðið af því
að því er Vernharður Linnet for-
maður Jassvakningar tjáði Tímanum
í gær.
Mulligan hefði gert samkontulag
við umboðsmann í Evrópu um
hljómleikaferðalag urn álfuna og átti
ísland að verða einn viðkomustaður-
inn en af einhverjum ástæðum hcfur
Mulligan hætt við fcrðalagið. Hins
vegar hefur hann fallist á að koma til
íslands í næstu Evrópufcrð. Ekki cr
vitað hvenær hún verður en vera má
að það verði á hausti komanda.
JGK
Ályktun Verkamannasambands
íslands:
Mótmæla Ihlutun
stjórnvalda í
kjarasamningana
■ Simone Signoret í Therese Raquin
- GERVAISE eftir Rqné Clément
(1955) með Maria Schell og Francois
Périer verður sýnd kl. 21 á laugardaginn
og kl. 15 á sunnudaginn.
- POT BOUILLE eftir Julien Duvivi-
er (1957) með Gérard Philippe og Dani-
ele Darrieux verður sýnd á laugardaginn
kl. 17 og á sunnudaginn kl. 19.
- GERMINAL eftir Yves Allégret
(1962) með Jean Sorel og Claude Brass-
eur verður sýnd kl. 15á laugardaginn og
kl*. 23 á sunnudaginn.
Allar myndirnar eru sýndar með ensk-
um skýringatextum.
■ „Þrátt fyrir verulega erfiðleika í
efnahagslífi þjóðarinnar, vegna minnk-
andi afla og sölutregðu á sjávarafurðum
nú um skeið, mótmælir sambandsstjórn
Verkamannasambandsins harðlega nýrri
íhlutun stjórnvalda í gerða kjarasamn-
inga“, segir í upphafi ályktunar fundar
samhandsstjórnarinnar.
Jafnframt telur sambandsstjórnin að
sú mikla verðbólga sem nú geysar í
þjóðfélaginu ógni atvinnuöryggi allrar
alþýðu í landinu. Það séu því augljósir
hagsmunir alls verkafólks að þjóðinni
takist að færa verðbólguna niður, með
sameiginlegu átaki.
ítrekaðar voru fyrri yfirlýsingar verka-
lýðshreyfingarinnar um að hún telji sig
reiðubúna til samninga um nýjan vísi-
tölugrundvöll og allar þær breytingar á
verðbótakerfinu, sem líklegar séu til að
gera hvorutveggja í senn, að tryggja
kaupmátt launa og draga úr verðbólgu.
Þá mótmælti sambandsstjórnin harð-
lega framkvæmd á greiðslu svonefndra
láglaunabóta.
Þá er í ályktuninni krafist að stjórn-
völd dragi úr óþörfum innflutningi og að
innflutningsóreiðan verði í heild sinni
tekin til gagngerðrar endurskoðunar.
Hinn geigvænlegi viðskiptahalli við út-
lönd stafi ekki einvörðungu af minnk-
andi framleiðslu og aukinni birgða-
söfnun, heldur ekki síður af óheftum
stjórnlausum innflutningi.
Að lokum krefst sambandsstjórnin
þess af stjórnvöldum að þau sinni þeirri
frumskyldu sinni að tryggja fulla atvinnu
í landinu án þess að lífsafkoma þeirra
sem búa við kröppust kjörin verið skert.
Lýsir Verkamannasambandið sig m.a.
reiðubúið til samningaviðræðna um nýjar
leiðir á greiðslu verðbóta cr tryggði
fullan kaupmátt lægri launa og minnir í
því sambandi á margumrædda krónutölu
við verðbótagreiðslurnar.
- HEI
■ Guðmundur J. Guðmundsson í
ræðustól á fundi sambandsstjórnar
Verkamannasambandsins.
(Tímamynd Árni)