Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 4
4 immm SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. ■ Bók Erlcnds Haraldssonar og Karlis Osis SÝNIR Á DÁNARBEÐI (Rvík 1979) hefur komið úl í fjölmörgum útgáfum erlendis og vakið mikla alhygli. Niðurslöður og rannsóknaraðferðir höfundanna hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndar. ■ Alla ævi crum við vitni að því að dýr og jurtir deyi. Slíkt hreyfir okkur sjaldnast; við tcljum það cinfaldlega part af eðlilegri hringrás náttúrunnar. En þegar dauðinn snýr að okkur sjálfum horfir öðru vísi við. Fæst eigum við auðvelt með að sætta okkur við dauðann og mörgum línnst að án framhaldslífs og ódauðleika sé lífið einskis virði. Trúarbrögðin vcita ófáum fullvissu um að sál þcirra lifi af líkamsdauöann. Slík trú viröist sumu fólki nauðsynleg og léttir af því áhyggjum og jafnvel örvæntingu. Framfarir í vísindum hafa aftur á móti stöðugt veriö að veikja undirstöður trúarhragðanna, og að margra mati kippt stoðum undan þeim. I því efni hefur þáttur þróunarkenn- ingar Darwins verið drýgstur, en Darwinskenning- in varð.kveikja þcss að menn reyndu að Finna trúarbrögðum vísindalegan grundvöll með svo- kölluðum sálarrannsóknum. Dulsálfræðinga, háskólamcnntaða mcnn sem rannsaka dulræn fyrirbæri. grcinir á um fram- haldslíf. Sá frægasti þcirra, frumkvöðull dulsálar- fræðinnar, Joscph heitinn Rhinc taldi t.d. að gátan um líf að loknu þcssu yrði ckki ráðin af lifandi mönnum pg því tímaeyðsla að reyna að gcta hana. Fleiri dulsálfræðingar hafa tckið í sama streng, t.d. Gardner Murphy. Aðrir hafa hins vcgar ríkan áhuga á því að ráða gátuna og heita má að nokkur undanfarin ár hafi rannsóknir á framhaldslífi veriö í tísku meðal dulsálfræðinga og sálarrannsóknarmanna. í hópi rannsakenda er einn íslcndingur: dr. Erlendur Haraldsson lcktor í Háskóla íslands. Einn af kunnustu formælendum fyrir þcirri kenningu að líkamslíf á jörðinni sc aðeins hluti þess lífs sem mannfólkið lifi er dr. lan Stevenson scm margsinnis hcfur komið hingað til lands og haldið fyrirlestra um sálarrannsóknir. Hann telur sig hafa í höndum sannanir fyrir tilvcru likamslausra anda sem geti yfirgefið líkamann og byggir þá staðhæfmgu m.a. á samræðum sínum við börn á Indlandi. Vinsælt hcfur og verið að athuga frásagnir fólks sem hefur „dáið“ einhverja stund, þ.e. hjarta þess hcfur hætt að slá en síðan tekið til starfa á ný, en margir sem orðið hafa fyrir slíkri reynslu telja sig hafa scð sýnir í þcssu ástandi, cöa jafnvel komist á annað tilvcrustig. Tíðindi úr dauðadái Raymond Moody, scm samið hcfur tvær mct- sölubækur um framhaldslífið, tclur aö rcynsla sjúklinga sem komist hafa til meðvitundar eftir skammvinnt dauðadá færi okkur nægilegar sann- anir fyrir sjálfstæðu lífi sálarinnar eftir líkams- dauðann. Fólk af ólíkum uppruna og með mis- munandi trúarviðhorf lýsir nrjög svipaðri rcynslu í dauðadái, og Moody telur að þessar sameigin- legu lýsingar scu til marks um veruleika í handanheimum. Lýsingarnar eru fjölbreytilegar en eftirfarandi má heita að sc þeim sameiginlegt: Á þeirri stundu þegar þjáning sjúklingsins er mest hcyrir hann lækninn lýsa sig látinn og hann heyrir óþægilega hringingu eða suð. Honum finnst hann dreginn hratt cftir löngum göngum. Hann tekur eftir því að hann hefur eignast nýjan líkama með mátt frábrugðinn hinurn gamla, og scr jafnvel sinn gamla líkama liggja á sjúkrabcðinu, og lækna og hjúkrunarlið t kring. Sjónarhóll hans cr utan líkamans og fyrir ofan hann. Hann sér svipi látinna ættingja og vina, og hittir „vcru" sem er mjög Ijós, „alúðlegan hlýjan anda". Þessi vera hjálpar honum að rifja upp í sjónhendingu það sem á daga hans hefur drifið um ævina. Hann er gagntekinn ástarþeli, gleði og innri friði. Honum finnst hann kominn í snertingu við alviskuna sjálfa. Að lokum kemur hann að einhverskonar hliði en cr látinn snúa aftur og samlagast líkama sínum á ný. Fegar hann hefur vcrið lífgaður úr dauðadáinu er hann hrærður, en óttast ekki lengur dauðann. Ályktunarvilla Moodys Moody cr geðlæknir og vcit að ákveðnar sálrænar aðstæður geta hafa valdið reynslu eins og þcirri scm að ofan er lýst. Hann staðhæíir hins vegar að skýringar sóttar til sálarfræði eða lífeðlis- fræði dugi ekki til að varpa Ijósi á þessi íyrirbæri. Hann horfir hins vegar framhjá ítarlegum rann- sóknum sem gerðar hafa verið á ofskynjunum, og leiðir að mestu hjá sér að ræða vandkvæði á rannsóknaraðferðum sínum. Moody er þeirrar skoðunar að í þeim tilvikum sem rannsókn hans nær til fyrirfinnist engir augljósir orsakavaldar ofskynjana (sem er fljót- færnislcg ályktun) og því hljóti að vera um yfirskilvitlega reynslu að ræða. Þetta minnir á dæmigert samtal Abbott og Costello, þar sem annar þeirra „sannar" að hinn sé „ekki hér“.: „Ertu í Lundúnum?" „Nei." „Ertu í París?" „Nei." „Ertu í Moskvu?" „Nei." „Nú ef þú ert ekki í Lundúnum, París eða ' Mosvku, þá hlýturðu að vera á einhverjum öðrum stað." „Já, ætli það ekki." „Nú ef þú ert á einhverjum öðrum stað, þá geturðu ekki verið hér." Með öðrum orðum: Ef ekki er unnt að finna skýringar í sálarfræði, taugafræði eða lyfjafræði til að varpa ljósi á fyrirbærið þá er ekki um neina náttúrlega skýringu að ræða, og leita verður til handanheimafræða. Þetta er vitanlega ógild álykt- un, en því miður mjög algeng í ritum og ritgerðum dulsálfræðinga. Ástæða er til að draga í efa að minningar viðmælenda Moodys séu traustar. Þeir sögðu honum frá reynslu sinni löngu eftir að þeir urðu fyrir henni og eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur hans um efnið. Þess ber og að geta að enda þótt viðmælendur hans nefni ekki nema eitt til tvö atriði úr hinni dæmigerðu lýsingu hér að framan telur hann það nægilegt til að sanna hugmyndir sínar. Hann viðurkennir hins vegar að sumt fólk sem lifað hefur af dauðadá reki ekki minni til neinnar slíkrar reynslu. Það er athyglisvert að yfirleitt segja viðmælendur Moodys að reynslu þeirra verði ekki með orðum lýst, þótt niðurstaðan verði einatt önnur. Moody viðurkennir að fólk hefur greint frá samskonar reynslu án þess að hafa legið í dauðadái: áhrif eiturlyfja og trúarlegrar reynslu geta t.d. verið svipuð. í framhaldi af því kemst hann ekki hjá því að vekja upp þá spurningu hvort í báðum tilvikum hafi sams konar starfsemi farið af stað í taugakerfi manna. Þess má geta að annarri bóka Moodys Life After Life (1975) hefur verið snúið á íslensku og nefnist Lífið eftir lífið (Rvík 1977). Sýnir á dánarbeði Dr. Erlendur Haraldsson, sem fyrrvar nefndur til sögu, er ásamt dr. Karlis Osis höfundur bókarinnar Sýnir á dánarbeöi (Rvík 1979) sem upphaflega kom út í enskri útgáfu 1977, og síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál og vakið mikla athygli. Bókin cr sögð „ávöxtur yfirgripsmikilla rannsókna á reynslu deyjandi fólks og sýnum á dánarbeði". Dæmigerðri reynslu af „dauða" er lýst á eftirfarandi hátt: 1. Upphafning hugarástands eða hugaræsingur rctt fyrir „dauða". 2. Óeðlilcga miklar ofskynjanir rétt fyrir „dauða". 3. „Sýn", vanalega á meðan sjúklingurinn er með fullri meðvitund og er ekki afslappaður. Sýnin er venjulega af látnum vini eða ættingja sem oftast er lýst svo sem hann sé að taka á móti sjúklingnum. Sú spurning vaknar hvort við getum treyst frásögn sjúklingsins. Þeir Erlendur og Osis yfir- heyrðu ekki einu sinni sjúklingana í þessu tilviki heldur sendu langan spurningarlista til lækna og hjúkrunarkvenna (Bandaríkin) eða afhentu sjálfir heilbrigðisstarfsfólki spurningarlista (Indland). Þeir halda því fram að þessir aðilar séu líklegri til að vera nákvæmari í skýrslum sínum en sjúkling- arnir sjálfir. Erfitt er að fallast á þetta sjónarmið. Þegar spurningarlistinn (sem ekki fylgir íslensku útgáfunni) er athugaður kemur í ljós að það sem beðið var urn var skýrsla um mat hjúkrunarfólks- ins á reynslu sjúklinganna, mat á reynslu annarra, sem þar að auki náði yfir margra ára tímabil. Það er nánast sjálfgefið að slík vinnubrögð leiða til niðurstaðna sem eru að mjög óverulegu leyti marktækár.Og einsog tilað hnykkja á þessum aðferðalegu meinbugum eru spurningarnar sjálfar þannig gerðar að þær hlutu að geta af sér ruglingslegar niðurstöður. í þeim er öll dauða- reynsla manna sett undir sama hatt, svo ógerlegt er að greina á milli venjulegra misskynjana dauðvona sjúklings og þess sem hugsanlega væri reynsla af handanheimi eða utan líkama. Léttvæg gögn Alvarlegur ljóður á rannsókn Erlendar og Osis er að aðeins fimmtungur (20%) fólks í bandarísku könnuninni svaraði spurningum þeirra. Höfund- arnir reyna að leiða þennan veikleika hjá sér og þegar þeirri hugmynd er hreyft að ef til vill hafi þeir einir svarað sem aðhyllast fyrirfram tilgátuna um líf að loknu þessu svara þcir á eftirfarandi hátt: „Við hugsuðum sem svo, að þau svör sem fyrst bárust væru frá verulegum áhugamönnum um þessi efni, sem ekki hefðu verið seinir á sér að grípa tækifærið, en hinir sem endursendu spurn- ingarlistana seint eða ekki fyrr en eftir ítrekuð tilmæli, hefðu minni áhuga á þessum efnum. En ekki fundum við samt nokkur tengsl milli þess, hve fljótt menn svöruðu spurningarlistanum og þeirra fyrirbæra sem þar var skýrt frá.“ Þeir álykta að þessi 20% séu í engu frábrugðin hinum 80% sem ekki svöruðu. Á það er auðvitað ekki unnt að fallast, og hljóta menn að sjá í hendi sér hve léttvægt svar þeirra er. Það er hryggilegt að hugleiðingar þeirra um aðrar hugsanlegar skekkjur í könnuninni eru á sama plani. Gögnin sem þeir Erlendur og Osis hafa í höndum eru mjög svo óáreiðanleg. Það eina sem leyfilegt er að álykta af þeim er að sumt starfsfólk í heilbrigðisgreinum segist hafa það eftir nokkrum Sálin og ódauðleikinn: ER LÍF AÐ LOKNU ÞESSU?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.