Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. Þeir eru alltaf að berjast við vindmyllur” þessum þremur þannig aö það sæist hvernig þau koma út. Það cr ekki búið að byggja nein flugskýli ennþá, þannig að þetta hafa nú verið púðurskot, sem beint hefur verið að mér út af þeim. Að því er varðar Helguvík, þá er það allt ennþá í undirbúningi. Framkvæmdir eru ekki hafnar. Gert er ráð fyrir því, að á þessu ári verði tveir stórir olíutankar fluttir úr hlíðinni fyrir ofan byggðina á fyrirhugað svæði, sem þeim er ætlaö, og þar með verði helmingurinn fluttur. Jafnframt verði lagðar leiðslur frá þeim upp á flugvöllinn og vegur byggður. En að því er varðar löndunarað- stöðuna, þá cru ekki komnar neinar endanlcgar teikningar af því, cnda engar framkvæmdir fyrir- þugaðar á þessu ári. Þarna tel ég mig aðeins vera ‘að framfylgja vilja Alþingis, því það var samþykkt á þingi að flytja þessa tanka. Og að því er varðar löndunaraðstöðu og höfn. þá er óhjákvæmilegt að flytja þetta úr Njarðvíkurhöfninni, en þar brotnaði bryggjan sem þar var. Þetta eru því óhjákvæmilegar framkvæmdir að mínu mati. En sáóskalisti, sem frám varsettur.varauðvitaðmun stærri en það, sem samþykkt hefur verið, t.d. var farið fram á fleiri tanka. Það bíður sfns tíma að ákveða, hvort slíkt verður samþykkt eða ckki." - Þrátl fyrir þetta lala Alþýðubandalagsmenn sumir um að nú standi yflr mestu hernaðarfram- kvæmdir um áratuga skeið? „Þeir eru alltaf að berjast við vindmyllur . Annars vil ég geta þess varðandi varnarliðið, að það hefur gerst í minni tíð, en ekki áður, að utanríkismálanefnd Alþingis hefur fariðá völlinn og fengið að skoða stöðina. Nefndin er velkomin núna aftur hvenær sem er og nefndarmenn mega þar skoða allt það, sem þeir hafa áhuga á að sjá“. „Trúi því að flugstöðin verði byggð“ - I'.itt af því sem þú liel'ur harist fyrir en ekki hefur náð fram er hygging nýrrar flugstöðvar? „Já, um flugstöðina er það aö segja, að um það voru skýr ákvæði í stjórnarsáttmálanum, að framkvæmdir við hana skyldu ekki hefjast nema allir ráðherrar væru um það sammála. Þar hefur Alþýðubandalagið beitt sínu neitunarvaldi. Með- an svo stendur gctur ekki orðið af byggingu hennar. Hins vcgar hefur fengist samþykkt heim- ild til lántöku, og hún vcrið framlengd, þannig að þegar að því kemur að menn eru tilbúnir, þá er hægt að hefja framkvæmdir. Það var gagnrýnt að flugstöðin væri of stór. Ég lét framkvæma cndurskoðun á henni og þá var hún minnkuð mjögvcrulcga. Ogégerennþánúna að láta fara fram nýja endurskoöun á teikningun- um til að reyna að minnka hana og ganga frá því þannig að þægilegra verði að byggja hana í áföngum. En flugstöðin cr mikið nauðsynjamál. Núver- andi stöð er orðin alltof gömul og ófullnægjandi þannig að beinlínis er hættulegt að hafa hana áfram. Það hefur vérið reynt að dytta að henni og gcra á henni endurbætur. Það hefur tekist að nokkru lcyti, en er dýrt. Á sínum tíma var samið um að farþegaflug og hernaðarleg umsvif þarna skyldu alveg aðskilin. Þá var alveg ljóst, að slíkt gat ekki átt sér stað nema flugstöðin væri færð á annan stað, og því varð að samningnum, þar sem þetta er ekkcrt síður í þágu Bandaríkjamanna en Islendinga, að bandarísk stjórnvöld skyldu í fyrsta lagi lcggja fram allan kostnað viö framkvæmdir utanhúss, og í annan stað taka þátt í kostnaði við byggingu sjálfs hússins að hálfu, en þó ekki yfir 20 milljónir dollara. Þcssi fjárveiting var útrunnin s.l. haust en fékkst framlengd um eitt ár og rennur því út fyrsta október næstkomandi. Þá þurfa framkvæmdir að ycra hafnar ef fjárveitingin á ckki að falla niður. Geri hún það þá getur oröið erfiðara að fá liana síðar." - Hefur þú trú á því að þessi flugstöð verði byggð þött crflölega hafl gengiö undanfariö? „Já, ég hef trú á því. Og ég cr satt að segja alveg forviða á afstöðu Alþýðubandalagsins, Þeir hafa sérstaklega borið fyrir sig, að þeir vilji ckki taka á móti bandarísku fé, en þá hafa þeir bara miðað við það sem tilheyrir húsinu, en hitt cr nú meira bandaríska féð, sem fer í framkvæmdir utan hússins. Ég tel þctta ekkert óeðlilegt framlag af Bandarík janna hálfu þar sem þetta er líka æskilegt og nauðsynlcgt þeirra vegna, auk þess sem þeir fá gömlu flugstöðina upp í. Þegar það er reiknað ineð er óvíst hvaö beint framlag þeirra til byggingarinnar veröur mikið. Þetta er alveg nauðsynleg framkvæmd cf halda á uppi flugsamgöngum hér, og þrátt fyrir svartsýni hjá mörgum í þeim efnum, þá hefur flugumferðin farið talsvcrt vaxandi og varla ástæða til að ætla annað en að það haldi áfram. En það hefur æði mikið að segja í því sambandi, að flugstöð sé sæmilega aðgengileg.' - Atiíi 'í að við þessa endurskoðun, sem þú ert nú að cra, niuni flugstöðin minnka enn frekar? „Já, þetta verður dregiö eitthvaó saman og reynt að hafa bygginguna eitthvað ódýrari'*. Staða Framsóknarflokksins í kosningunum - Kosningar eru framundan. Hvernig metur þú stöðu F'ramsóknarflokksins meðal kjósenda í dag? „Maður rennur álltaf blint í sjóinn meðkosning- ar. Ég varð t.d. fyrir miklum vonbrigðum 1978. Mér fannst þau úrslit koma mér á óvænt miðað við það, sem maður heyrði í fólki þá, en til þess lágu margar ástæður sem ég fer ekki út í hér. Það virðist af sumum skoðanakönnunum að minnsta kosti, og þá þcim sem verða að teljast áreiðan- legri, að Framsóknarflokkurinn hafi nokkuð stöðugt fylgi. I lann virðist hafa haft það á þessum árum, sem stjórnin hefur setið. Það virðast ekki hafa oröið stórar sveiflur á fylgi hans - því miður ekki stórar sveiflur upp á við, en ekki heldur stórfelldar niður á við. Hvort einhverjar brcyting- ar vcrða á þessu núna síðustu vikurnar fyrir kosningar er ekki gott um að segja. Þaðer ^ýnilegt að los cr í pólitíkinni núna. Það eru margir óákveðnir. Sá áróður, sem rekinn hcfur vcriö á móti stjórnmálaflokkum, á móti Alþingi, hefur boriðeinhvern árangur, og það er alls ekki gott að segja, hvað út úr þessu kemur.,, - En hvað llnnst þér um stöðu flokksins hér á höfuðhorgarsvæðinu? „Það er líka óráðið. Ég hef sagt það áður, að ég gerði ráð fyrir því, að það yrði þungt fyrir fæti, og það er betra að vera við öllu búinn. En það er líka svo, að enn er að verulegu leyti ókannað um undirtektir. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að hið flokksbundna fólk -bæði í Framsókn- arflokknum og ég hygg líka í öðrum flokkum - er ckki svo ýkja margt. Það er margt fólk óflokks- bundiö, og það er Ijóst, að í síðustu alþingiskosn- ingum fcngum við allmikið af slíku fólki hér í Rcykjavík. Þar með er ekki sagt að það kjósi aftur eins nú . Það vcit maður aldrei, og yfirleitt er aldrei hægt að vita hvert það fólk kann að fara. Það gctur svo mikið farið eftir því, hvaða tilfinningar og viðhorf eru ráðandi rétt um það bil sem kosningar fara fram. Og það fer ákaflega mikið eftir því, hvort tekst að ná eyrum fólks, tekst að sannfæra það um að við séum besti kosturinri. Það er alltaf dálítið óvíst hvernig tekst til um það. Það er hvort tveggja komið undir málefnum og mönnum. Ég tel að við munum verða með vcl frambærilegan lista hér í Reykja- vík. Aö vísu skal það játað, að ég verð kominn upp á efri hæðirnar, en ég hef líka fengið ýmsa lífsreynslu og ég tel að það sé gott útsýni af þeirri - hæðinni, sem ég cr á“. - Það kom flatt upp á inarga þegar annar af þingniönnum flokksins í Reykjavík ákvað allt í einu að hætta. Hvað viltu segja um þá ákvörðun Guömundar G. Þórarinssonar? „Ég harma að hann skyldi hverfa að því ráði“. - Kom það þér á óvart að hann skyldi taka þessa ákvörðun? „Já, það kom mér á óvart. Ég vissi ekki um það fyrr en á allra síðustu stundu. Það sem réði því mikið aö ég gaf nú kost á mér í þetta skipti var, aö ég taldi að ég gæti einmitt sameinað viss öfl, sem höfðu svolítið skiptar skoðanir. En ég vcit ckki hvað hcfur ráðið ákvörðun Guðmundar. Kannski hefur honum fundist að ég væri að þvælast-fyrir sér. Stundum er það svo, að menn eru að þvælast fyrir öðrum". - En maöur keniur í manns stað eins og þar stendur og þú telur aö listinn í Reykjavík sé vel skipaður? „Já, ég tel að listinn sé vel skipaður. Þetta eru ágætir menn. Haraldur Ólafsson er frábær maður að mínum dómi og hefur reynslu á ýmsum sviðum mannlegs lífs. Síðan koma þrír ungir frambjóð- endur hver öðrum álitlegri; Björn Líndal, ungur lögfræðirigur, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem ég held að sé mjög frambærileg, og svo er ungur og efnilegur maður, Bolli Héðinsson í fimmtasætinu. Þannigaðégtel þetta góðan lista". Árásirnar á flokkana - Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir virðist Vilmundur Gylfason hafa umtalsvert fylgi. Hvers vegna? „Eins og ég sagði áðan þá er los á fólki. Það virðist hafa verið nokkuð lengi einhver ókyrrð í Alþýðuflokknum og hún hefur nú brotist út. Það er vafalaust að Vilmundur tekur með sér allvænan kvóta þaðan. En auk þessskírskotar hann sjálfsagt til hóps af fólki, sem einmitt hefur orðið fyrir áhrifum frá þessum áróðri, sem ég minntist á áöan að hefur verið rekinn gegn stjórnmálaflokkunum, stjórnmálamönnum og jafnvel Alþingi. Það fólk cr nánast á móti, - það að vera á móti er helsta einkenni þess. Það getur vel verið að Vilmundur fái eitthvert fylgi; ekki er gott að segja til um það. En Alþýðuflokkurinn virðist nú hafa þurft meira á öðru að halda en aðstanda í innbyrðisstyrjöld.” - Það er einmitt athyglisvert að Alþýðuflokk- urinn hefur sífellt tapað fylgi þótt hann hafi verið í stjórnarandstöðu. Hvernig skýrirðu það? „Ég kann nú enga einhlíta skýringu á því. Það er sótt að honum úr ýmsum áttum. Upp úr þessum kosningasigri, sem'hann vann 1978, komu nýir menn til sögunnar; sumir efnilegir en sumir kannski nokkuðfljóthuga. Kosningasigurinn 1978 sté þeim til höfuðs þannig, að sumir þeirra gátu aldrei tyllt tánum á jörðina". - Þessar árásir á stjórnmálaflokka og stjórn- málamcnn, sem þú nefndir áðan að væru orðnar mjög almennar, - telur þú að flokkarnir hafl að einhverju leyti unnið til þessara árása, eða eru þær með öllu ósanngjarnar? „Það veldur sjaldan einn þegar tveir deila, og sjálfsagt má benda á sitthvað, sem miður hefur farið hjá flokkunum. Það má gagnrýna þá fyrir ýmislegt. En hitt er staðreynd að skipulögð samtök, stjórnmálaflokkar eða hvað sem menn vilja nefna þau, eru nauðsynleg forsenda fyrir lýðræði. Án þeirra getur lýðræðisskipulag ekki þrifist, og þess vegna er það, að ef menn grafa undan þessum samtökum þá geta þeir um leið, kannski óafvitandi, verið að grafa undan því lýðræðisskipulagi, sem ég vona að flestir vilji þó innst inni búa við, en óski ekki eftir því einræði, sem sums staðar annars staðar ríkir.“ - En hafa flokkarnir brugðist rétt við þessum árásum? „Það má kannski segja að þá hafi brostið kjark til þess að verja sig. Þeir verða auðvitað að skoða sig með vissri sjálfsgagnrýni og reyna að bæta úr því, sem að bestu manna yfirsýn er áfátt í þeirra starfi. Þeir starfa orðið núna miklu meira fyrir opnuin tjöldum en áður var. Ég er ekki viss um að menn hafi áttað sig á því. Og þar keniur náttúrlega til hlutverk fjölmiðlanna, ogþásérstak- lega sjónvarps, því það hefur brcytt ákaflega miklu. Að sumu leyti hefur þessi tækni gert hlutverk stjórnmálamanna miklu erfiðara en áður var. Áður þurftu menn ekki að sæta því að vera kallaðir allt í einu í sjónvarpið að svara þar spurningum misjafnlega ágengra fréttamanna. Nú verða þeir að gera það - annars er bara auglýst að þeir hafi ekki viljað koma. Þeir verða að mæta hvernig sem á stendur, hvort sent þeir eru vel eða illa fyrirkallaðir. Stundum tekst þetta ekki hjá mönnum og þá fær almenningur ekki rétta mynd af þeim gegnum sjónvarpið, heldur miklu óhag- stæðari mynd en réttmætt er. Það kemur einnig sjálfsagt til að nú teljast miklu fleiri en áður kallaðir til þess að gegna trúnaðar- störfum, þar á meðal þingmennsku. og að taka þátt í stjórnmálastarfi. Það er miklu meiri og almennari upplýsing meðal fólks en áður var. Áður fyrr voru oft einhverjir menn sem stóðu svo uppúr að þeir máttu heita nokkurn veginn sjálf- kjörnir oddvitar, cn því er ckki eins til að dreifa nú, því það eru svo margir sem eru hæfir.” - Það er einuig áberandi hversu mikið er uni sérframboð og klofning i einstökum kjördæmum. Er sú þróun, samfara vaxandi árásum á sljórn- málamenn og stjórnmálaflokka, ekki hættulcg fyrir stöðugleika þjóðfélagsins? „Jú, þetta er hættuleg þróun og það þarf vel að vera á verði og reyna að bregðast við með réttum hætti. Annars getur stefnt í óefni. En þetta er síður en svo aðeins íslenskt fyrirbrigði. Þetta brýst út nokkuð víða og ástæðurnar eru margar, eins og ég hef aðeins drepið á. Það er tiltölulega auðvelt að ná saman hópum ef bara er byggt á óánægju. en hitt verður erfiðara ef menn þurfa að fara að byggja upp jákvæða stefnu. Það er þannig í stjórnmálaflokkum, að auðvitað eru ekki allir sammála um allt, sem þar er gert, en menn verða að sætta sig við málamiðlun. Hitt er auðvitað hættulegt cf menn vilja ekki una því eða þeim vilja meirihluta, sem fundinn er með réttum leikreglum. Það gefst ekki vcl, enda geturauðvit- að enginn maður verið alveg hundrað prósent sannfærður um, að hann einn hafi rétt fyrir sér en hinir ekki.“ Ánægjuefni og vonbrigði á Framsóknaráratugnum - Síðasti áratugur hefur verið kenndur við Eramsóknarflokkinn og jafnvel við þig persónu- lega, en þú hefur setið í ríkisstjórn svo til óslitið allt frá árinu 1971, samtals í fjórum ríkisstjórnum, og þar af forsætisráðherra í tveimur. Hver af þessum ríkisstjórnum þótti þér best? „Þetta er nú samviskuspurning. Ég get eiginlega ekki svarað henni, en nýjabrumið var mest í fyrstu stjórninni! Ég hef starfað með mörgum ágætum mönnum í þessum ríkisstjórnum, jafnt skoðana- bræðrum og mönnum úr öðrum flokkum, en ég get ekki farið að kveða upp neina dóma - það verður að bíða endurminninganna þegar ég fer að skrifa þær.“ - En hvaða mál ert þú ánægðastur með að hafa komið í gegn á þessunt Framsóknaráratug? „Það eru tvímælalaust tvö mál, sem ég tel þar gnæfa yfir. Það er í fyrsta lagi landhelgismálið. Ég tók þátt í tveimur landhelgisstríðum - vegna útfærslunnar í 50 mílur og í 200 mílur. Ég var forsætisráðherra í fyrra sinnið en dómsmálaráð- herra í þeim báðum. Og ég tel, án þess að ég vilji fara út í nokkurn meting um það hverjir hafi þar unnið mest að verki, að það hafi mætt mest á utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra á meðan þessi stríð stóðu yfir. Þessi deila var farsællega til lykta leidd og það er varla hægt að leiða hugann að því, hvernig komið væri hag okkar íslendinga nú, ef við hefðum ekki brugðið við eins og gert var í þessu máli. Þá væru fiskimiðin hér við land uppurin og dauð og þar með verið kippt grundvelli undan sjálfstæðri þjóðartilveru okkar íslendinga. Þetta er augljóslega stærsta málið. f öðru lagi er það sú atvinnubylting, sem átti sér stað og við beittum okkur sérstaklega fyrir í stjóminni 1971-1974. Þá voru útveguð atvinnutæki til ýmissa staða.út um landið og þeim rétt örvandi hönd á margan hátt. Ég held að það sé ekkert ofmælt, að þetta hafi gerbreytt mannlífi á þessum stöðum á þessum tíma. Fólkið hætti að flytja þaðan, húsin stóðu ekki lengur auð með neglt fyrir glugga, heldur var hvarvetna hægt að sjá blómstr- andi athafnalíf. Þetta var gott verk að mínum dómi. Hitt er svo annað mál, að menn hafa kannski ekki alltaf á síðari árum gætt hófs í þessu efni. Hver staður hefur til dæmis viljað fá togara þegar íbúarnir þar hafa séð, hvað slíkt hafði að segja fyrir annan stað í nágrenninu, og svo framvegis. En það verður ekki skrifað á reikning þessarar aðgerðar, sem var algjör nauðsyn eins og þá stóð á. Ég get líka nefnt þriðja málið, sem mér er ákaflega minnisstætt og mjög reyndi á í fyrstu ríkisstjórninni, það voru eldgosin í Vestmanna- eyjum. Það var mikið viðfangsefni ríkisstjórnar- innar og mér er það mjög minnisstætt. Ég tel að það hafi tekist að halda farsællega á því máli og þar eiga auðvitað margir hlut að máli og þá auðvitað ekki síst Vestmannaeyingar sjálfir." - En hvað olli þér mestum pólitískum von- brigðum? „Já, það er náttúrulega sitt af hverju, því maður verður alltaf fyrir einhverjum vonbrigðum. Von- brigðin í kosningunum 1978 voru talsvert mikil. Eins varð ég fyrir vonbrigðum út af brotthlaupi Alþýðuflokksins 1979. Það var að mínum dómi ákaflega ótímabært vegna þess, að þá vorum við einmitt komnir á það stig að byrja að leggja grundvöll, sem hefði verið hægt að byggja á ef unnt hefði verið að sameina þessi öfl sem að stjórninni stóðu. Þetta samstarf var frá upphafi erfitt og er kannski víti til varnaðar fyrir þá, sem vilja reyna að sameina Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag í eina sæng, en í sannleika sagt held ég að það sé hérumbil ómögulegt verk. Frá þessum tíma eru lög þau, sem við ntig eru kennd og nefnd Ólafslög. Þau hafa stundum verið nefnd kjara- skerðingarlög, og verkalýðssamtök og foringjar þeirra voru andvíg lögunum á þeim forsendum. Nú verða þeir hins vegar að horfa á það, að lögin veita þeim hækkun launa vegna bættra viðskipta- kjara!" ■ Þorskastríðið við Breta 1973: Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hittir Edward Heath, forsætisráð- herra Breta, í Downing stræti 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.