Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 25
inin andskoti neðarlega >a ad við séuin komin á a að taka til höndulm og •f að tala tæpitungulaust, leiknum. Ég held að flest óti að ramba á barmi ðbólgustig og verðlagið lón Hákon Magnússon, ijónvarps og núverandi sölusviðs Slippfélagsins í förum við út á Seltjamar- Hákon, eiginkonu hans rdóttur og börn þeirra ára og Hörð Hákon, sex bílafyrirtæki, kannski mest vegna þess að ég var skuldum vafinn eftir námið, - ég átti ekkert til - og blaðamannsstarfið var illa launað. Haustið 1969 urðu svo kaflaskil í lífi mínu þegar ég fór til Afríku í Biafra- stríðið til að vinna fyrir fyrirtækið Flughjálp, sem flutti skreið er íslending- ar gáfu Biaframönnum. Þá var flogið inn til Biafra frá eyjunni Sao Tome. Ég sá um daglegan rekstur starfseminnar þar í nokkra mánuði. íslenskirflugmenn sáu um þctta flug og notuðu gamlar flugvélar sem Loftleiðir áttu, þetta var í raun upphafið að Cargolux. Þetta tímabil er vafalaust litríkasti kafli lífs míns, reynslumikillog ævintýra- legur, þó það hafi verið sorglegt að taka þannig óbeint þátt í þeim stríðsátökum scm þarna áttu sér stað og sjá allar hörmungarnar. Sú reynsla hafði gífurleg áhrif á mig, sérstaklega að sjá hvernig þeir sem minnst mega sín þjást mest. Áslaug kom svo út til mín um jólin, en ég kom heim snemma árs-1970. Þá bað Markús Örn Antonssön mig um að leysa sig af sem fréttamann við sjónvarp- ið á meðan hann færi í prófkjör til borgarstjórnar. Ég hcld hann hafi ekki reiknað með því að hafa það, a.m.k. stóð aldrei til að cg yrði lengur cn á meðan á prófkjörinu stóð en ég ílentist í sjö ár því að Markús náði kosningu." - Hvernig var hjá sjónvarpinu? „Það var mjög gaman, þetta var líka mjög skemmtilegur tími hjá sjónvarp- inu, hin ungu og fersku uppbyggingarár voru ekki liðin. Ég var þarna nánast cingöngu í erlendum fréttum, ef til vill vegna þess að ég hafði stundað nám í stjórnmálafræði. „Gaman að vera á fyrsta bekk í almenn“ Skemmtilegast við starfið var að ég átti þess kost að fara í nær allar samn- ingaferðir með Einari Ágústssyni utan- ríkisráðhcrra þegar verið var að semja um útfærslu landhelginnar, fyrst í fimm- tíu mílur og svo í tvöhundruð. Það var óskaplega gaman að vera svona á l'yrsta bekk í almcnn. og fylgjast með svo mikilvægum atburðum íslandssögunnar í návígi. Atburðum sem hafa svo mikið gildi í lífi okkar. Ég fylgdi Einari svo fast cftir, að um tíma var álitið að ég væri öryggisvörður hans. Ég var vakandi og sofandi yfir honum. Einu sinni þegar við vorum í Osló hafði ég hann grunaðan unr aö vera á leynifundum með breska utanríkisráð- herranum Anthony Crossland. Einar bjó á Grand Hotcl og ég var viss um að hann væri citthvað að pukrast með Crossland svo ég settist í gcstamóttök- una á hótclinu, alvcg við lyftuna og ætlaði að grípa Einar þegar hann kæmi inn cða færi út. Það endaði aftur á móti með því að þaö var Crossland sem kom út úr lyftunni ásamt scndiherra Breta í Reykjavík, Kenneth East. Þá vissi égað þcir hcfðu vcrið á lcynifundi í hcrbergi Einars og þar með var hulunni svipt af leynifundunum og það var skýrt frá þeim í fréttunum um kvöldið. Ég var einnig fréttaritari breska blaðsinsThc Financial Times og sendi þcim fréttina strax og notaði tímann í gestamóttökunni til að tapa ekki tíma. Einar fyrirgaf mér þctta strax, hann skildi hvað hlutvcrki ég hafði að gcgna og var alla tíð afskaplcga samstarfslipur. Þessi frétt kom sér hins vcgar mjög illa ■ Ásamt Einari Ágústssyni fyrrverandi utanríkisráðherra að loknum blaðamannafundi NATO í Brússel í desember 1975 fyrir Crossland. Bretum þótti það mikil hneisa að breski utanríkisráðherrann skildi ganga á fund þcss íslenska en ekki öfugt. Hann hlaut því skömm í hattinn fyrir." - Er einhver inunur á því að vinna á blaöi og í sjónvarpi? „Einhver munur er nú á því já, cn mér þótti alltaf ofsalcga gaman að vera blaöamaður. Ég var í þessu áður en offsettprentið kom til sögunnar og mér fannst alltaf alveg feykilcga gaman í prentsmiðjunni í Skuggasundinu, það var alveg sérstakt andrúmsloft þar. Mér finnst líka mjög nauðsynlegt að fréttamenn útvarps og sjónvarps fái reynslu á blöðunum áður cn þeir ráðast til þeirra starfa, enda lield ég að bestu fréttamcnnirnir á útvarpi og sjónvarpi hafi þann bakgrunn. Maður fær nefni- lcga svo alhliða reynslu á blöðunum, byrjar á því að skrifa smáfréttir og vinnur sig síðan upp. Þannig fá blaða- mcnn mjög alhliða þjálfun. Sá sem fcr á sjónvarpið fer hins vegar bcint í mjög sérhæftstarfog missiraí þcssaridýrmætu reynslu. Ég hefði t.d. ekki viljað fara á mis viö hana. „Verslunar- og blaðamað- urinn togast á í mér“ Það scm mér fannst svona fremur ncikvætt við.starfið í sjónvarpinu var það aö maður hætti eiginlega að vera sjálfstæður einstaklingur og varð nokk- urs konar almenningseign. Þetta var ákaflcga óþægilegt, sérstaklega ef ég fór á skemmtistaði, enda hættum við því alveg á þessum tíma. Maður gat aldrei um frjálst höfuð strokið hvort sem fólk var óánægt með mann eða ekki. Þessi viðbrögð eru þó skiljanleg því að frétta- maðurinn er heima í stofu hjá fólki hvort sem því líkar betur eða verr. En þó ég hafi gaman af að umgangast fólk vil ég helst losna við að vekja þvílíka athygli." - Hvað hefurðu verið að gera síðan þú hættir hjá sjónvarpinu? „Síðan hef ég stundað verslun og viðskipti, rak bifreiðasöluna Vökul þar til í fyrra. Við versluðum með amcríska bíla, mér þóttu bílaviðskiptin skemmti- leg en dollarinn hefur verið svo erfiður. Hann er svo sterkur gagnvart öðrum gjaldmiðlum að hlutfall amerískra bíla hefur á nokkrum árum hrapað úr 30% af heildarmarkaðnum hér á landi niður í 1.6%. Á árinu 1982 einu saman hækkaði dollarinn um 105% gágnvart. íslensku krónunni." - Fóruði á hausinn? „Við fórum fremur illa út úr þessum bisncss, cn þó ekki á hausinn vona ég. Við hættum rekstrinum í ágúst 1982 og erum enn að gera upp og ganga frá. Það er því enn ekki alveg ljóst hvernig staðan Sjá næstu sídu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.