Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. Ný hlið á hinum vinsælu bókum Charles Dickens: EINKENNAST BÆKUR DICKENS AF KVENFYRIRLITNIN GU? ■ I kringum raunverulega þroskaða konu heföi skáldsagnaheimur Dickens hljóðnað. Dickens and Women. Höfundur‘: Michael Slater. Útgefandi: Dent. ■ „Faðir minn skildi ekki konur“, staðhæfði dóttir Dickens, Katey. Hvað Dickens viðvíkur áleit hann víst að konur skildu hann ekki, sérstaklega ekki konan hans. Þegar hjónabandið splundraðist og Dickens, þá 46 ára gamall, tók saman við hina átján ára gömlu leikkonu Ellen Ternan, birtist í New York Tribune bréf, undirritað með nafni hans, sem upplýsti almenning um það að hann hefði búið í óhamingjusömu hjónabandi með frú Dickens um margra ára skeið, að hún væri haidin „geðrænum kvillum" sem gerðu hana óhæfa í eigin- konuhlutverkið og að hún hefði alltaf vanrækt börn þeirra skammarlega. f>essi drengilega játning, sem bresku blöðin kepptust við að endurprenta, varð til þess að sverta vesalings Catherine Dick- ens í augum ævisöguritara Dickens og það er ánægjulegt að Slater skuli endur- reisa hana. Hann bendir á það að allar heimildir beri þess vott að hún hafi vcrið um- hyggjusöm móðir og kjarkur hennar og léttlyndi hafi lengi átt ástir Dickens. í Tribune-bréfinu lagar hann á hinn bóg- inn fortíðina aðsínum eigin hagsmunum eins og hann var vanur að gera. Raun- verulegur glæpur Catherine var sá að eftir að hafa alið Dickens tíu börn í 22ja ára sambúð hafði hún glatað fegurð sinni og hreinleika. Svo sem algengt var á Viktoríutímanum áleit Dickens kynlífið dónalegt, jafnframt því sem hann hungr- aði í það, og skyldur eiginkonu hans sem löglegs rúmfélaga niðurlægðu hana óbætanlega í augum hans. Hann útilok- aði hana frá helguni reitum andans, segir Slater, í þeim mæli að hún hafði minni áhrif á list hans en næstum hvaða kona önnur sem hann þekkti. Kvenímynd hans var ckki eiginkona heldur systurleg mær sem hann gæti haft skírlíft og bróðurlegt samband við. Eina stúlkan sem hæfði þessu mynstri hans var Mary, systir eiginkonunnar, sem bjó hjá þeim fyrstu hjónabandsmán- uðina og dó úr hjartaslagi í örmum Dickens, sautján ára gömul. Dauðinn tryggði henni eilífan hreinleika og blindri ást Dickens andlega dýrð. Hann hlakkaði til þess að sameinast Mary aftur á himnum og pantaði næstu gröf við hliðina á hcnni í kirkjugarðinum til að auðvelda sameiningu þeirra. Hann dreymdi hana oft, og einu sinni kom hún til Itans í dulrænni sýn í Genúa klædd eins og Maríumynd eftir Raphael og ráðlagði honum að taka kaþólska trú - áreiðanleg vísbending skyldi maður ætla, komin beint að handan-semhann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hirti þó ekki um þegar hann vaknaði. Lífvana kvenpersónur Minningin um Mary blés lífi í heila bunu af deyfðarlegum söguhetjum í skáldsögum hans, þ.á m. Ruth Pinch og Kate Nickleby. Jafnframt birtist önnur möguleg Mary í líki fallegrar unglingsstúlku, píanóleikara sem hét Christiana Weller - „ungrar andlegrar veru sem ég óttast að örlögin hafi dæmt til að deyja unga“, skrifaði Dickens vongóður. Christiana hafnaði þó bæði félagsskap englanna og því að gerast systir Dickens. Þess í stað giftist hún gömlum vini hans sem Thompson hét - setti þannig dapurlega ofan í augum Dickens sem sagði að giftingin hefði alveg spillt henni. Sæti Mary á heimili Dickens var síðan skipað af annarri systur Catherine, „litla uppáhaldinu" hans Dickens sem var fimmtán árum yngri en hann og dvaldi áfram hjá honum þótt upp úr hjónabandinu slitn- aði. Þetta olli svo miklu umtali að hann virðist hafa talið hana á að útvega læknisfræðilegt vottorð um meydóminn til að sanna að hún væri enn ósnortin og einungis í systurlegu sambandi við Dickens. Söguhetjur Dickens sýna, eins og sá er skóp þær, hálf óviðkunnanlega ánægju af því að ná sér í systur á meðal þess kvenfólks sem fyrir hendi er. Davíð Copperfield krefst þess að fá að gera aumingja örvæntingarfullu Agnesi að andlegri systur sinni, og hinn bráðþroska Oliver Twist þrýstir sér að barmi Rose Maylie um leið og hann kallar hana elsku systur st'na þó að hann viti ósköp vel að hún er frænka hans. I augum Dickens hefur systkinalegt samband þann kost að það sameinar sakleysi og spennuna við gagnstæða kynið. Það felur einnig í sér meðul til þess að ná valdi yfir hinni útvöldu konu og svipta hana andlegu sjálfstæði sínu og ást- ríðum. Þetta var Dickens mikilvægt því að, eins og Virginia Woolf benti réttilega á, hann var bókstaflega fullur með hinum hefðbundnu karlmannalegu dyggðum, árásargirni og stjórnsemi. í tómstundum sínum naut hann þess að hræða ungar stúlkur - hrinda þeim undir fossa eða draga þær út í sjó til að rennbleyta klæði þeirra - og þessir leikir hans sýna hversu erfitt hann átti með að greina kynlífið frá karlmannlegri drottnun. í skáldsögunni fer kvennakúgunin þannig fram að kvenpersónurnar eru gerðar að englum, leikföngum og kettl- íngum eða að öðrum kosti að heimskum fuglahræðum eins og frú Nickleby sem Dickens skóp í mynd móður sinnar. Kvenhetjunum er ætlað að vera barns- lega saklausar og skjálfa af ótta þegar karlmaður nálgast. Skynsemi er ekki krafist: Það er talið Esther Summerson til tekna að hana skortir „skjótan skilning". Allt hugrekki, jafnvel hið smávægilegasta, hefur illt í för með sér - eins og þegar uppreisn Caddy Jellyby gegn fáránlegri móður sinni leiðir til þess að barn hennar fæðist heyrnarlaust. Ahugi kvenna á listum og menningu er óhjákvæmilega hlægilegur líkt og sér- hver löngun þeirra til frama, sem í besta falli getur leitt til þess að þær vanrækja heimilisstörfin, eins og sýnt er fram á í skáldsögunum. Skáldverkin endurspegla raunverulega fordóma Dickens Þau sjónarmið sem birtast í skáldverk- um Dickens endurspegla raunverulega fordóma hans. Eins og Viktoríu drottn- ingu fannst honum hugmyndin um það að konur færu á þing „brjálæðisleg, siðlaus og heimskuleg“. Þegar hann var sérlega niðurdreginn gat hann jafnvel fengið óstöðvandi hlátursköst væri hon- um sagt frá fundi um kvenréttindi. Andúð hans á hæfileikaríkum konum getur hugsanlega hafa stafað af systkina samkeppni. Fanny systir hans hafði tón- listargáfur og var send í Konunglega tónlistarskólann í þeirri von að hæfileik- ar hennar gætu bjargað fjárhag fjölskyld- unnar. Hann minnist þess að einhverju sinni er hann fór til að sjá hana taka á móti silfurverðlaunum hafi sett að hon- um óstjórnlegan grát, þar sem hann sat á meðal áhorfenda, vegna þess hversu ójafnt hlutskipti þeirra var. Jafn kapps- fullur karlmaður og Dickens var ekki líklegur til að fyrirgefa slíkan árangur og Slater getur sér þess til að hann hafi hefnt sín á Fanny, meðvitað eða ekki með því að umbreyta henni í Fanny Dorrit og Konunglega tónlistarskólan- um í hrörlegt leikhúsið þar sem Fanny slær í gegn með því að sýna á sér fótleggina. Slater er ögrandi og fullur efasemda í samanburði sínum á þeim konum sem Dickens þekkti og sögupersónum hans. Hann dregur þá viðteknu skoðun í efa að hin kaldhæðna íssölustúlka Estella og Rosa Bud í „Edwin Drood“, birti á- kveðna þætti í fari Ellen Ternan, séða með augum roskins manns sem girntist hana. Slater bendir á að áhugi Dickens á Ellen hafi hugsanlega verið andlegs eðlis - tilbrigði við stefið um hina hreinu systur. í Tribune-bréfinu hélt Dickens því vissulega fram að Ellen væri eins saklaus „og mínar eigin elskulegu dætur“. Samt sem áður virðist samband- ið þó ekki hafa orðið eins föðurlegt er á leið ef marka má Katey sem segir að Dickens hafi eignast son með Ellen. Þegar að bókmenntafræðilegu hliðinni kemur lofar Slater konur eins og Louisa Gradgrind og lesbíuna ungfrú Wade, sem næstum sleppa undan sterku taki Dickens sem höfundar. En séú þær persónur bornar saman við t.d. Jane Eyre er ófullkomleiki þeirra augljós. (Dickens greindi spyrjanda nokkrum frá því að honum þætti lítið til „Jane Eyre“ koma og hefði ekki lesið hana). Slater kemst þó að þeirri niðurstöðu að ekkert af þessu skipti miklu máli. Dick- ens sé „mesti skáldsagnahöfundur á enska tungu“ þrátt fyrir það að kvenper- sónur hans séu að mestu leyti skopstæl- ingar. Vanmáttur hans á sviði kvenlýsinga hafi verið frumforsenda þess árangurs sem hann náði. Víður, hjáróma og saklaus vettvangur listar hans hefði ekki þolað innrás raunverulegrar og þroskaðrar konu. í kringum slíka konu hefði skáld- sagnaheimur Dickens hljóðnað. Sú mynd sem dregin er upp af per- sónuleika Dickens í þessari bók hefði áreiðanlega reitt hann til reiði og hann hefði vel getað fundið eitthvað særandi til að segja um Slater í New York Tribune. En hvað sem því líður er erfitt að hugsa sér fræðilegri og hæfari um- fjöllum um þetta efni. Hleðslugler utanhúss sem innan fertL Jí Jupiter 24x24x8 cm. Oríon 24x24x8 cm. Malta 19 x 19x8 cm. Wolke 19x 19x8 cm. og 24 x 24 x 8 cm. Sýningarbás hjá Byggingaþjónustunni Hallveigarstíg 1, Reykjavík. GLERVERKSMIDJAN Samvei*k hf. Sími 99-5888 — 850 HellU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.