Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 17 ■ „Einn allra nauðsynlegasti kostur á stjórn- málamanni er að hann sé alltaf tilbúinn að leggja sjálfan sig að veði ef sannfæringin býður honum það.“ Minnisstæðir stjórnmálaforingjar - Þú hefur á þínum langa stjórnmálaferli haft samvinnu við fjölmarga aðra stjórnmálaforingja, bæði samherja og andstæðinga. Hverjir eru þér nú minnisstæðastir? „Þetta er líka spurning, sem erfitt er að svara. Það þarf að fara ákaflega varlega í að nefna nöfn í þessu sambandi. Ég starfaði auðvitað mikið með forystumönnum Framsóknarflokksins, bæði Hermanni og Ey- steini, en ég tók við varaformennsku í flokknum árið 1960. Ég hef starfað mest með Eysteini og kynntist honum af eðlilegum ástæðum meira en Hermanni og um samstarfið við hann get ég ekki sagt nema allt hið besta. Svo eru það auðvitað margir hæfileikamenn í Framsóknarflokknum, sem ég hef kynnst og starfað með. Það verður nú einhvern veginn þannig. að maður lítur meira upp A til þeirra sem voru eldri en maður sjálfur, þótt nú séu þeir komnir, sem yngri eru og auðvitað alveg eins góðir, en viðhorfið er einhvern veginn annað. Ég starfaði t.d. mjög mikið með Steingrími Stein- þórssyni og mat hann ákaflega mikils. Og marga aðra get ég nefnt, sem sumir hverjir og kannski flestir eru horfnir af sjónarsviðinu. Að sjálfsögðu hef ég líka kynnst stjórnmála andstæðingum, bæði þeim sem eru lífs og þeim sem eru liðnir. Bjarni Benediktsson var kennari minn í lögfræði og ég hafði mætur á honum. Hann var mikilhæfur stjórnmálamaður.“ ■ „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að skrifa endurminningar“ Samstarf til hægri og vinstri - Þú hefur starfað með öllum stjórn- inálaflokkunum, þe. bæði til hægri og vinstri. Hvorum vængnum þykir þér betra að starfa með? „Það er ákaflega þægilegt fyrir Framsóknar- flokkinn að starfa ýmist til hægri eða vinstri vegna þess, að hann er að mínum dómi og á að vera miðjuflokkur sem getur látið málefnin ráða og verður að vera reiðubúinn að vinna hvort sem er til hægri eða vinstri eins og það er kallað. En ég held að það séu nokkuð áberandi vinstritilhneig- ingar í Framsóknarflokknum. Það virðist svo sem mönnum hafi þar almennt verið geðfelldara að vinna til vinstri, en ég held að það megi ekki verða að neinni trú. í þessu efni verður að aka seglum eftir vindi. Ég get ekki gert upp á milli flokka að því er varðar með hverjum sé betra að vinna með. Hitt get ég sagt að það er náttúrulega ólíkt og miklu þægilegra á margan hátt að vinna í tveggja flokka stjórn en í þriggja flokka stjórn. Það hefur orðið mitt' hlutskipti að veita forstöðu þriggja flokka stjórnum, sem hafa ekki verið auðveldar í rekstri . Ég hef nú orðið talsverða reynslu af Alþýðu bandalagsmönnum í ríkisstjórnum, því þetta er þriðja stjórnin þeirrar gerðar þar sem þeir eru, sem ég sit í. Mér féll að mörgu leyti vel við þá í stjórninni frá 1971 til 1974. Persónulega féll mér heldur ekkert illa við þá, sem sátu í stjórninni sem ég myndaði 1978 og sitja svo líka í þessari, og það verður að segja þeim til hróss, að það voru ekki þeir sem biluðu í þessum stjórnum, sem ég ■ „Nú hef ég sett mér þá reglu að taka hvorki áhyggjumar né verkin með mér heim.“ myndaði - í fyrri stjórninni var það hluti af Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna sem bilaði, og í þeirri seinni var það Alþýðuflokkur- inn. Þannig að að því leyti til þá vil ég ekki hallmæla Alþýðubandalagsmönnum. En það er bara staðreynd, að þeir hafa svo ólík sjónarmið, að því er ntér finnst, og ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum, að það er erfitt að starfa með þeim.“ „Að vera tilbúinn að leggja sjálfan sig að veði“ - Þú crt m.a. þekktur fyrir það scm stjórnmála- maður að þora að standa fastur fyrir ef þér fmnst mál miklu skipta. Þær raddir heyrast oft að þann eiginleika skorti í marga stjórnmálamenn nú orðið; að stjórnmálamenn láti um of leiðast með straumnum í stað þess að veita forystu. Hvað viltu segja um það? „Ég veit ekki hvað segja skal. Þeir eru margir hverjir reiðubúnir til að taka tillit til þrýstihópa. Það hafa þingmenn kannski alltaf verið, en það ber meira á þessum þrýstihópum nú en áður var. Ég hef mínar ákvcðnu skoðanir og hef reynt að fylgja þeim eftir, en það þýðir ekki að ég hafi ekki og geti ekki skipt um skoðun. Það gcri ég og það er afleitt ef menn standa alltaf í sama stað og breyta aldrei skoðunum, því umhverfið, aðstæð- urnar, málefnin breytast og maður verður að taka tillit til þess. Annars væru menn steinrunnir. Ég tel mig eiginlega orðinn þroskaðri og umburðar- lyndari og geta litið á málin af meiri skilningi en ég gerði kannski alltaf áður fyrr. Ef til vill eru þetta elliglöp. En þetta er nú svona. Það er um að gera að stjórnmálamenn geti staðið fast á sínu. Ég var í þeirri góðu aðstöðu að ég var ekki beint háður stjórnmálum. Ég hafði mitt starf og gat út af fyrir sig alltaf hætt þess vegna og hef getað það hvenær sem er. Ég hef því ekki þurft að bera neinn kvíðboga fyrir minni afkomu eða neinu slíku. Og égheld aðþetta auki mönnum sjálfstæði. En annað finnst mér örðið áberandi í okkar þjóðfélagi, og það er að menn eru allir að verða svo líkir hver öðrum. Það fara flestir í gegnum svipuð menntunargöng, mótast svipað m.a. af fjölmiðlum. Áður voru stjórnmálamenn margir hverjir með meiri einstaklingseinkenni. Mér finnst orðið ntinna af slíkum mönnum, og það tel ég út af fyrir sig skaða. Og þó að menn verði að geta unnið í hópi, unnið saman, þá tel ég það vera einn allra nauðsynlegasta kost á stjórnmálamanni, að hann sé alltaf tilbúinn að leggja sjálfan sig að veði ef sannfæringin býður honum það“. Ótrauður í slaginn - Þú minntist á endurminningar áðan - ertu farinn að huga að þcint? „Ég hefði vafalaust getað haldið mörgu saman og búið í haginn fyrir ritun endurminninga, en ég er lítill reiðumaður í því að halda slíku saman. Auðvitað gæti ég sagt frá ýmsu, sem ekki er á allra vitorði, sumu sem er á fárra vitorði og sumu sem kannski enginn veit fullkomlega um nema ég. En ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að skrifa endurminningar. Það hafa sumir verið að brjóta upp á því við mig, að þeir væru tilbúnir að gerast skrifarar hjá mér, en ég hef ekki fallið fyrir þeirri freistingu ennþá.“ - Nú ert þú að verða sjötugur, Ólafur. Er aldurínn ekkcrt farinn að segja til sín? „Ó, jú. Ég tel mig hafa haft mjög gott starfsþrek áður fyrr, gat unnið mikið, en ég hef ekki lengur sama úthald og áður. Þá gat ég tekið verkefni heim með mér og unnið hér, en nú hef ég sett mér þá reglu að taka hvorki áhyggjurnar né verkin heim með mér, heldur hvíla mig og slappa af“. - Og hefurðu getað staðið við þá reglu? „Já, ég er alveg búinn að temja mér það“. - Og þú leggur ótrauður út í harða kosninga- baráttu? „Já, þegar ég hef tekið þá ákvörðun að fara fram, þá reyni ég að berjast og gera mitt besta, og svo verða örlögin að ráða því, hvort mann ber að landi eða ekki“. -ESJ R Kfl11 KR. 30.000.- Raunverð kr. 188.000. SPARIÐ Okkar verð kr. 158.000.- Nú er ZETORINN enn þá fullkomnari. Nýtt eldsneytis- kerfi, iðnaðarkúpling o.fl. o.fl. Enginn traktor hefur eins mikinn og fullkominn aukabúnað sem ZETOR. Gerið hlutlausan samanburð Allir ZETORARNIR afgreiddir með ryðvörn og útvarpi. ZETOR MEST SELDA DRÁTTARVÉLIN Á ÍSLANDI ■ unr.boðió: íslensk tekK'veska verslunarfelagió h.f. Lagmula 5. Simi 84525. Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.