Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 15 - Þcssi ríkisstjórn er óneilunlega nnkkuó sérstæft, u|> smnir liuf'a luliö, aö vegna þcss hvernig hún kum lil og hvers cölis luin er, þá liali kannski ekki veriö viö því aö búast, aö hún næöi mikilsvcröum árangri. Hvert var þilt álit á þvi þegar stjórnin var mvnduö? ,.Eg vcrð í hrcinskilni að játa. að cg var ckki bjartsýnn á þetta samstarf. En þó að ég væri ekki bjartsýnn þá varö það úr að ég fór í stjórnina. Ég átti Gunnari þakkarskuld að gjalda." - Finnst þér aö komið hafí í Ijós, aö sú svartsýni liafí átt viö rök aö styöjast? „Ég lield aö reynslan sýni. að þetta hafi ekki gengið jafnvel og þcir bjartsýnu vonuðu þá. Það er svo margt sérstætt um þessa ríkisstjórn. Sam- setning hennar er sérkcnnileg. Sjálfstæðisflokkur- inn, eða brot úr honum, hefur forystu í ríkisstjórn- inni, og svo eru Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag þar með. Þetta eru sundurleitir flokkar. Þar að auki er svo sjálf tilurðin. Líklegt varað það myndi draga nokkurn dilk á eftir sér, að brot úr Sjálfstæðisflokknum færi í þessa stjórn og stæði fyrir henni, og það virðist Itafa komið á daginn, að ekki hefur gengið vel að græða þau mein, sem af því hlutust." - Eru þá nokkrar likur til þess aö þetta stjórnarinunstur geti haldiö áfram jafnvel þótt það yrði hugsanlega einhver þingmeirihluti fyrir því? „Að mínu mati er algjörlega óraunhæft að gera ráð fyrir því. Það er nú heldur ekki líklegt að það muni ná meirihluta." - Á miöstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrr í velur sagðir þú þau orö, sem fleyg urðu, aö • efnahagsaðgeröir ríkisstjórnarinnar hefðu ein- kennst af „of lítið, of seint“. Verða þetta eftirmæli þessarar ríkisstjórnar að því er efnahagsmálin varðar? „Ég er hræddur um það, því miður. Það er mín sannfæring, að stjórnin hafi brugðist of seint við og að það hafi verið gert of lítið á meðan tími var tilV „Það skorti vilja í stjórninni“ - Sú efnahagsstefna, sem Framsóknarflokkur- inn haröist fyrir í síðustu Alþingiskosningum, bnn vd ^riiin fin BERJAST ALLTAF AÐ IB VINDMYLLUR” • ^ • •• - Heldur þú aö þetta kerfi verði aðgengilegt fyrir almenning? „Nei, það er ekki að mínum dómi aðgengilegt fyrst í stað, en éggeri ráð fyrir því að menn venjist því og átti sig á því. Það tekur að ég held nokkurn tíma fyrir fólk að setja sig inn í þetta kerfi ogskilja það. Það er náttúrlega annmarki á kerfinu, en það er þó svo, að ef menn vilja leggja á sig vinnu við að skilja þetta, þá held ég að flestir geti áttað sig á því". - Ef þú fengir aö ráða kosningalöggjöfinni einn, myndir þú þá taka upp gamla einmennings- kjördæmakcrfíð? „Ég var á sínum tíma tylgjandi einmennings- kjördæmum, en ég verð hrcinskilningslcga að játa, að ég tcl þau ekki gallalaus og cfast satt að segja um, að ég vildi hverfa að því ráði. Það er nú einu sinni svo að pólitík er málamiðlun, og þessu þjóðfélagi vcrður ekki stjórnað öðruvísi. Þar af leiðir að sjónarmiðin verða að komast að nokkuð í réttu hlutfalli við fylgi flokka. Einmcnningskjör- dæmakerfið myndi að vísu tryggja starfhæfan mcirihluta, cn þá yrði stór hópur réttlftill. Hann næði að vísu kannski aftur síðar þeirri stöðu að vcrða stjórnarflokkur - þetta gengur á víxl í þcim löndum, sem hafa haldið í þetta kerfi. En ég efast um að það falli núna saman við hugmyndir manna um íýðræði". „Fljótleg upptalning“ - Víkjum þá að öðrum málum, Ólal'ur. Hvað telur þú að ríkisstjórninni hafi tekist vel á ferli sínum? Gcturöu taliö upp lielstu mál? „Ja, það ætti nú að vera nokkuð fljótlegt að koma mcð slíka upptalningu", svaraði Ólafur og brosti við. „Það verður auðvitað næst það scm ég hef sýslað með, utanríkis- og varnarmálin. Ég tcl að þar hafi verið fylgt alveg sömu stclnu og áður, sem er farsæl stefna, og ég tel að það hafi tekist sæmilcga, og vcl í sumum greinum. Utanríkis- og varnarmálin verða æ ríkari þáttur vegna þess, að við crum, hvort.sem okkur iíkar betur eða verr, komnir í þjóðbraut, tökum meiri og meiri þátt í alþjóðasamstarfi og verðum að fylgjast með í þeim og taka þar afstöðu. En að öðru lcyti, svo að ég bindi mig nú ekki bara við það sem mér viðkemur, þá má nefna ýmis nýmæli í lögum, sem hafa náðst fram. Það hafa orðið nokkrar umbætur á sviði félagsmála, sam- göngumála og dómsmála svo að eitthvað sé nefnt." „Þeir eru alltaf að berjast við vindmyllur“ - Þú hefur orðið fyrir gagnrýni l'rá samstarfsað- ilunum í Alþýðubandalaginu l'yrir afstöðu þína tii framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og í Helgu- vík. Hvernig standa þau mál núna, og hvernig svarar þú þessari gagnrýni? „Ég hef orðið fyrir æði miklu aðkasti úr þeirri átt, en það er kannski ekki nema það sem við mátti búast, því þeir hafa allt aðrar skoðanir á þessum efnum og það var ekki dregin nein dul á það í stjórnarsáttmála, að þeir myndu halda sínum skoðunum. Um framkvæmdirnar á vegum varnarliðsins er það að segja, að þær hafa verið alveg með svipuðum hætti og verið hefur, þótt þær geti auðvitað alltaf verið eitthvað brcytilegar frá ári til árs. Það hefur verið mikið deilt á byggingu nýrra flugskýla. Ég tel nauðsynlegt að flugskýli séu þarna, og að þau séu svo örugglcga úr garði gerð sem kostur er á. Þess vegna leyfði ég byggingu þriggja nýrra flugskýla af þeim níu, sem farið var fram á, en tók jafnframt fram. að ég myndi ekki leyfa fleiri flugskýli fyrr en búið væri að ganga frá „Hann skorti áreiðanlega fyrst og fremst hjá lAlþýðubandalaginu, en ég skal vel játa það, að nokkuð hafi vantað á að menn hafi almennt verið nógu einarðir í þessu og gert sér grein fyrir því í hvert svartnætti var stefnt. Auðvitað er það sumt, sem menn sjá ekki fyrir, og menn vilja ekki trúa, og svo eru auðvitað áföll, sem enginn ræður við, eins og við þekkjum varðandi aflabrögðin. Þau hafa gengið mikið niður. Auk þess hefur sölu- tregðan komið til. Það er t.d. ekki lítið áfall með skreiðina, að hún hefur ekki selst nema lítið enn sem komið er. Þetta hlýtur að hafa sitt að segja varðandi gjaldeyrisstöðu og skuldasöfnun þegar menn hafa viljað halda uppi framkvæmdum eins og áður og ekki draga saman seglin, a.m.k. ekki í tæka tíð. Og það er út af fyrir sig skiljanlegt, að það hefur verið erfitt fyrir þessa stjórn að herða tökin mikið í því efni, því hennar fyrsta boðorð hefur verið að halda uppi fullri atvinnu. Það er líka mitt fyrsta boðorð. Ég þekkti atvinnuleysi af eigin raun þegar ég var ungur maður og var að brjótast í skóla. Það voru erfið ár, kreppuárin. Ég held að atvinnuleysi sé það mesta böl, sem hent getur. En af hverju stafar atvinnuleysi? Það stafar af því að hjól atvinnulífsins snúast ekki. Ef atvinnuvegirnir eru þannig í stakk búnir, að þeir standa á traustum grunni, þá held ég að ekki þurfi að óttast atvinnuleysi. En það er nú eitthvað annað en að svo sé nú. Því miður virðist það blasa við, að atvinnuvegirnir geti ekki tekið á sig þessa hækkun, sem nú er að skella yfir. nema þá með því að gengið verði lækkað, og það þýðir ekkert annað en meiri verðbólgu". - Er ekki augljóst að með þeim hækkunum, sem koma eiga til framkvæmda 1. mars, er aöeins verið aö hefja nýja verðbólguhringrás? „Það er alveg Ijóst, og það verður stærri hringur en oftast áður." „Getur orði heitt í sætunum“ - En hvernig getur ríkisstjórnin sctiö kannski fram á mitt sumar án þess að grípa á þessum máliim? Er þaö hægt? „Það getur orðið heldur heitt i sætunum að mínum dómi. En við erum í þessari pólitísku sjálfheldu, sem er alveg sérstæð fyrir íslenskt stjórnmálaiíf, að það virðist ekki vcra hægt að koma nokkru máli í gegnum þingið. sem stjórnin reynir að impra á, sem lýtur að þessu. Það er eins og stjórnarandstaðan eigi ekkert áhugamál annað en að koma ríkisstjórninni frá. Það er eins og þeir leiði aldrei hugann að því, að svo. eigunt við að segja ólíklega, gæti farið, að þeir næðu meirihluta í þessum kosningum, sem framundan eru. ogyrðu að taka við. Og þá er ég nú ansi hræddur um að þeir yrðu að stilla áttavitann eitthvað öðruvísi heldur en hingað til". - Verður ríkisstjórnin ekki að ná samstöðu um einhverjar aögerðir, jafnvel i formi bráðabirgða- laga, á þeim vikum sem framundan eru fram að kosningum til þess að tryggja fulla atvinnu? „Að mínum dómi verður óhjákvæmilega að gera einhverjar ráðstafanir. Hvort ríkisstjórnin ber gæfu til þess að ná samkomulagi um nokkuð eða ekki neitt, því treysti ég mér ekki til að svara á þessari stundu". - En ráðstafanirnar veröur að gera? „Ég tel það. Annars verður straumþunginn svo mikill niðurávið að það verður ekki sætt". - Gæti ágreiningur um nauösyn slíkra aögerða leitt til þess, að þetta stjórnarsamstarf rofni fyrir kosningar? „Ég er ekki spámaður og treysti mér ekki til að vera með spádóma, en margt getur nú skeð. Nauðsyn brýtur lög er stundum sagt, og nauðsyn getur rutt ýmsum hindrunum úr vegi". - Sumir leggja nú inikla áherslu á aö kosið verði tvívegis, þ.e. fyrst í apríl og svo aftur í sumar, sem þýddi í reynd kosningabaráttu stans- laust fram í júlí. Er slíkt forsvaranlegt? ■ Ólafur Jóhannesson er tvímælalaust litríkasti og áhrifamesti stjórnmáialeiðtogi Framsóknaráratugsins sem svo hefur verið nefndur. Hann hefur setið í ríkisstjóm svo að segja óslitið frá sumrinu 1971 er hann myndaði vinstristjórn þriggja flokka; verið forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum, dómsmálaráðherra, viðskiptaráð- herra og utanríkisráðherra. Hann hefur að ýmsu leyti verið eins konar þjóðsagna- persóna með þjóð sinni; harður í horn að taka, ekki síst þegar hann hefur orðið fyrir óverðskulduðum árásum, og því einn hinna sterku stjórnmálamanna, en jafnframt frægur fyrir skemmtileg tilsvör sem gjarnan fylgja landsfrægu brosi út í annað. Þótt Ólafur Jóhannesson sé nú að verða sjötugur (á þriðjudaginn) þá lætur hann engan bilbug á sér finna í stjórnmálabaráttunni. Hann gegnir starfi utanríkisráðherra í núverandi ríkisstjórn og skipar jafnframt efsta sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins við kosningarnar nú í apríl. Okkur Iék forvitni á að heyra skoðanir Ólafs á mönnum og málefnum á þeim umrótatímum, sem nú eru, og heimsóttum hann því í vikunni á heimili hans og Dóru konu hans við Aragötuna. Samtalið beindist einkum að stjórnmálunum fyrr og nú, störfum núverandi ríkisstjórnar og þeirri sérkennilegu stöðu, sem ríkt hefur nú um skeið á Alþingi, en jafnframt að reynslu Ólafs í fyrri ríkisstjórnum og samskiptum við ólíka flokka og stjórnmálamenn. Þess vegna var lítið ininnst á langan feril Ólafs í Háskólanum, þar sem hann samdi m.a. merk fræðirit, sem enn eru kennd og sem enn er vitnað til þegar skera þarf úr um túlkunaratriði sem varða stjórnskipun landsins. Það er stjórnmálamaðurinn Ólafur Jóhannesson, sem hér situr fyrir svörum, og að venju er hann ófeiminn að segja skoðun sína á málunum. „Nei, slíkt er aö mínu mati algjörlega óforsvar- anlegt. Okkur ríður miklu meira á öðru á komandi sumri heldur en að hafa tvennar kosning- ar. Það, sem á ríður, er að það myndist starfhæfur meirihluti, sem geti staðið að ríkis- stjórn og tekið á málum. Ég sé ekki að heimurinn farist þó að kosningar bíði í eitt eða tvö ár“. - Eru horfur á því að þeir, sem vilja knýja fram tvennar kosningar, hafi silt fram? „Það er á valdi þess meirihluta, sem kemur til með að taka við eftir kosningar, að ákveða hvort aftur skuli gengið til almennra kosninga í sumar. Sá meirihluti getur alveg ráðið því. Mér þykir ósennilegt að hann verði svo fyrirhyggjulaus að fara út í slíkt glapræði. Það er ekki ákvæði um þetta í þeim breytingum, sem flokkarnir hafa náð samstöðu um að standa að í þinginu varðandi kjördæmamálið, og það er út af fyrir sig til bóta að hafa það ekki þar inni. Hugsanlegt er að á Alþingi flytji þessir áhugamenn um tvennar kosningar tillögu um slíkt ákvæði, og það er líka hugsanlegt að slíkt verði samþykkt. Ég mun ekki greiða því atkvæði. Og þeir, sem samþykkja slíkt, verða þá að bera ábyrgð á því að hafa gert slíka tillögu, sem skyldar beinlínis til þess að láta almennar kosningar fara strax fram, hvernig svo sem á stendur". ■ Þrír formenn Framsóknarflokksins: Hermann Jónasson, Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson. Myndin var tekin árið 1968 þegar Ólafur hafði verið kjörinn formaður flokksins. „Hafa hitt nokkuð á meðalveginn“ - Víkjum nánar að kjördæmamálinu. Nú hcfur þú veriö þingmaður bæöi fyrir landsbyggðarkjör- dæmi og þéttbýliskjördæmi og hefur því kannski betri yfirsýn en margir aðrir yfír þau ólíku sjónarmið, sem ríkjandi eru í þessu máli. Er sú tillaga, sem flokkarnir hafa náð samkomulagi um, sá gullni meðalvegur, sem landsmenn eiga allir aö geta sætt sig við? „Ég held að það hafi verið reynt að koma á málamiðlun milli þessara tveggja sjónarmiða, sem vissulega hafa mikið til síns máls. Þetta er mjög viðkvæmt mál og tilfinningar blandast inn í það. Það er krafa um jafnari kosningarétt en verið hefur. Að mínum dómi er það réttmæt krafa, en þó svo, að það verður að gæta viss höfs og taka tillit til þeirrar sérstöðu, sem strjálbýlið hefur. Hins vegar hefur kosningaréttur hér aldrei verið jafn. Kjördæmin hafa allt frá því að Alþingi var endurreist verið rpjög misjafnlega mannmörg. En ég tel það eðlilegt að Reykvíkingar og Reyknes- ingar vilji fá nokkra lagfæringu á þessu, af því að hlutfallið hefur skekkst allmikið frá 1959, og ég álít að það hafi verið hitt nokkuð á meðalveginn í þessu efni og að það mcgi við það una, þó að sjálfsagt verði ýmislegt tínt fram, sem benda má á sem annmarka á þessum breytingum." - Framsóknarflokkurinn hcfur vfirleitt áður verið í andstöðu við þær breytingar, sem gerðar hafa veriö á kjördæmaskipan í landinu, t.d. 1959. Nú er Framsóknarflokkurinn hins vegar með. Felst í þessu stefnubreyting hjá flokknum t.d. frá 1959? „Ég veit nú ekki hvort hægt er að tala um að flokkurinn hafi breytt um stefnu. Ef t.d. er litið á breytingarnar, sem gerðar voru 1942 og 1959, þá var þannig staðið að þeim breytingum, að það var erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að taka þátt í þeim. Þá var í raun og veru verið að einangra Framsóknarflokkinn og breytingarnar gerðar til þess að rýra hansstöðu. Það varekki það samstarf um breytingarnar, sem æskilegt er ef reyna á að fá samkomulag um málið. Það sem að mestu varðar núna er, að haldið hefur verið öðru vísi á málunum, og það hefur verið vilji hjá öllum, að ég held, til þess að ná samkomulagi um máliö, en ekki haldið þannig á málinu að einn væri settur til hliðar. Það má vel vera að það sé líka einhver áherslubreyting hjá flokknum, og að menn finni aðgerðir. Loksins náðist svo samkomulag með útgáfu bráðabirgðalaganna 21. ágúst og yfirlýs- ingu í því sambandi. Það átti einmitt við um þær aðgerðir, sem þar var um að tefla, að þær komu of seint og ekki á sem heppilegustum tíma. Ég tel hins vegar hiklaust að bráðabirgðalögin hafi verið spor í rétta átt - lítið spor. Þegar menn eru að fárast yfir því núna, að þau^rafi orðið árangurs- laus, þá er það ekki rétt. Menn verða í því efni að gá að því, hver verðbólgan hefði verið ef þau hefðu ekki komið til. Hún er óskaplega há núna, en hún væri áreiðanlega eitthvað hærri ef þau hefðu ekki gilt. Hins vegar má vissulcga scgja, að þetta var ekki stórt spor og ófullnægjandi eins og málum var háttað." „Dauðadæmd vitleysa“ „Þær hliðarráðstafanir, sem gera átti og boðað- ar voru í þessari yfirlýsingu, sem fylgdi með, hafa margar hverjar komist í framkvæmd og verið sett um þau löggjöf. En þótt þær séu út af fyrir sig góðar, þá verkuðu þær sumar hverjar eiginlega í aðra átt heidur en bráðabirgðalögin og hafa orðið til útgjalda fyrir ríkið. Um veigamesta atriðið, og það sem stóð cfst í þessari yfirlýsingu - nýtt viðmiðunarkerfi - fékkst hins vegar ekki sam- komulag, og það er náttúrlega búið að ganga talsvert á út af því. Nú seinast lagði svo forsætis ráðherra fram þetta frumvarp, en Alþýðubanda- lagsnrenn snérust algjörlega á móti því. Það er frumvarp, sem við Framsóknarmenn erum sam- þykkir og sem gengur í rétta átt að mínum dómi, en má ekki líta á það sem einangrað heldur þarf margt fleira að fylgja með. Frumvarpið breytir nokkuð því vísitölukerfi, sem lengi hefur verið hér og sem litið er á af mörgum sem einhvern helgan dóm . Það er undarlegt af því að það blasir við augum, og ætti öllum að vera Ijóst núna við síðustu útreikninga á þessari vísitölu, að þetta er hið versta kerfi fyrir láglaunastéttirnar. Þegar Dagsbrúnarmaðurinn fær kannski eitthvað á annað þúsund í hækkun þá fæ ég sjö til átta þúsund. Þetta er svo dauðadæmd vitleysa, að það er alveg furðulegt að foringjar verkalýðsstétta og stéttasamtaka, sem vilja telja sig fulltrúa fyrir láglaunahópinn, skuli halda verndarhendi yfir þessu vitlausa kerfi". - Þú segir að viljann hafí skort. Skorti hann bara hjá Alþýðubandalaginu eða kannski líka hjá flcirum í stjórnarsamstarfínu? ■ Ólafur Jóhannesson í heimsókn hjá Jimmy Carter í Hvíta húsinu í Washington. Með þeim á myndinni er Mondale varaforseti. Myndin var tekin árið 1980. ■ Dóra Guðbjartsdóttir og Ólafur Jóhannesson ásamt barnabörnunum Guðbjarti og Ólafi. (Tímamyndir: GE) hlaut góðan byr meöal kjósenda. Hvers vegna tókst framkvæmdin ckki bctur? „Þessi niðurtalningarstefnaergóðstcfna. Égtel mig hafa sett hana fyrst fram í skýrslu minni um Þjóðhagsáætlun 1979. Þarerhanaaðfinna, nafnið og annað. En sú Þjóðhagsáætlun komst aldrei til umræðu af því að þá varð krötunum svo brátt í brók, að þeir stormuöu út og mynduðu ríkisstjórn á ábyrgð Sjálfstæöisflokksins. En þú spyrð hvers vegna ckki het’ur tekist bctur að koma þessari stefnu í framkvæmd. Það eru sjálfsagt til þess ýmsar ástæður, en kannski er nú best að svara því mcð fleygum orðum forsætisráðherrans, að vilji er allt scm þarf! Ég hcld að það hafi skort vilja hjá mönnum í stjórninni, og kannski hjá almenningi líka. Ég hef alltaf álitið. að það væri talsverð ást á verðbólgunni meðal landslýðsins. Menn hafa staðið í þeirri meiningu að þeir græddu á henni, og ég held að það eimi mikið eftir af því enn. Við Framsóknarmenn vorum að nudda um þetta og náðum nokkrum árangri i þessa átt um áramótin 1980/1981. Það tókst fyrri árshelminginn 1981 að ná aðeins árangri. Þá var ýmislegt stöðvað. Sjálfsagt hefur eitthvað safnast fyrir - það gerist alltaf þegar stöðvun er beitt en þá verða menn bara að hafa úthald. Ég held að úthaldið hafi vantað. Svo korn þaö til, að menn - ogþá einkanlega Alþýðubandalagsmenn er mér óhætt að segja - fcngust ekki til að taka á málunum, íengust ekki til að líta raunhæft á hlutina að mínu mati. Þess vegna var flotið of lengi sofandi. Það var auðséð i ársbyrjun 1982 að í óefni stefndi, en það dróst og dróst að samkomulag næðist um nokkrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.