Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. ■ Það kann að virðast að bera í bakkafullan lækinn að skrifa hér langt mál um njósnir Sovétmanna í Bretlandi og víðar; svo mjög sem um þær hefur verið fjallað í íslenskum blöðum undan- farin ár. En ástæða þcss að hér skal enn af stað farið er sú að við höfum nýlega fengið í hendur vel aðgengilega bók, sem freistar þess að gefa heildarmynd af umræddum njósnum síðastliðna áratugi og reynir auk þess að svara ýmsum þeim spurningum sem cnn vefjast fyrir mönnum. Hér er um að ra:ða bókina A Matter of Trust; MI5 1945—72 eftir Nigel West, sagnfræðing og blaðamann, en hún kom út seint á síðasta ári. West hafði áður ritað sögu M15, öryggisþjón- ustu Bretlands, frá stofnun hennar árið 1909 og til ársins 1945 og fékk sú bók ákaflcga góða dóma. Athyglisverðast við þcssa nýju bók er að West, sem þó verður alls ekki sakaður um að vera æsingamaður eins og margir sem um þetta hafa skrifað, að hann virðist taka undir staðhæfingar um að í marga ára- tugi hafi leynst mjög háttsettur sovéskur njósnari innan M15; njósnari sem valdið hafi því að öryggisþjónustan var svo að segja óstarfhæf í langan tíma. Aldrei hefur komist upp um þennan njósnara en ýmsir telja að hann hafi verið sjálfur yfirmaður M15, sir Roger Hollis, scm nú er látinn. West vill ekki taka undir þaö og bendir á sterk rök máli sínu til stuðnings. Raunar cr vafamál að þessi njósnari finnist úr þessu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á árunum fyrir scinni heimsstyrjöld gckk fjöldi breskra þegna til liðs við Sovétríkin og féllst á að njósna fyrir þau um leyndarmál föðurlands síns. Ástæð- urnar voru fyrst og fremst samúð með hinum kommúnísku stjórnarháttum r Sovétríkjunum en slík samúð var mjög algeng meðal ungra breskra mennta- manna á þessum árum. Margir njósnar- anna urðu st'ðar heimsfrægir fyrir starf- ■ Sir Roger Hollis, yfirmaöur MI5 1956 -’65, var grunaöur um að vera sovéskur njósnari... fyrrum yfirboðurum sínum. Þessi maður var Anatóli Gólítsr'n, öðru nafni Kagó. Sovéskur flóttamaður kcmur með merkilegar upplýsingar Gólítsín-málið hófst í rauninni árið 1954 þegar sovéskur flóttamaður var beðinn um að semja lista yfir leyniþjón- ustumenn sem hugsanlega mætti fá til samstarfs við Vesturlönd. Gólítsín var ofarlega á lista flóttamannsins vegna þess að hann var óvinsæll meðal félaga sinna í KGB og kona hans, Svetlana, þótti skass nokkurt. Gólítsín var þá staðsettur í Vínarborg en áður cn leyni- þjónustumenn Vesturlanda gætu sett sig í samband við hann hafði hann verið kallaður til Moskvu og næstu sex árin var hann í aðalstöðvum KGB í Moskvu. Síðan var hann sendur til Helsinki og kallaði sigþá Anatóli Klímov. Árið 1962 bankaði hann upp á hjá yfirmanni CIA í Helsinki og bað um pólitískt hæli fyrir sig, eiginkonu sína og dóttur í Banda- ríkjunum. í staðinn bauðst hann til að gefa allar þær upplýsingar um starfscmi KGB heima og heiman scm hann bjó yfir og þær reyndust ekkert smáræði. Raunar hafði Gólítsín undirbúið flótta sinn mánuðum saman og sánkað að sér gífurlegum upplýsingum sem áttu, sem fyrr sagði, eftir að hafa feiknaleg áhrif. Fullyrðingar hans ollu klofningi í röðum leyniþjónustumanna í næstum hverju landi í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Gólítsín var ekki beinlínis auðveldur viðfangs og oft virtist hann ramba á barmi ofsóknaræðis. Það var þó varla skrýtið ef það var rétt sem hann hélt fram; ncfnilega að Sovétmenn hefðu háttsetta njósnara í hverri einustu leyni- þjónustu Vesturlanda og gætu fylgst með svo að segja hverri hreyfingu þeirra. ■ ...en sir Martin Furnival Jones, eftir- maður hans, kvaðst fullviss um sakleysi hans. Bretlandi, og hann bætti því við að háttsettur sovéskur njósnari væri í flota málaráðuneytinu í London. Sattaðsegja voru sovéskir njósnarar hvarvetna í kerfinu í Bretlandi ef marka mátti Gó- lítsín. Breska öryggisþjónustan, M15, leit þetta mál vitanlega mjög alvarlegum augum og ákveðið var að stofna sérstaka rannsóknarnefnd, sem fékk dulnefnið Fluency, til að kanna ásakanir Gólttsíns eða Kagós, eins og hann var nefndur meðal Breta. Njósnara í flotamála- ráðuneytinu fórnað? Byrjað var á því að fara í saumana á Philby-málinu, rétt einu sinni. Bretar þóttust raunar vissir um að Philby hefði verið sovéskur njósnari en allarsannanir skorti gegn honum og þar bætti Kagó ekki úr skák. Hann kvaðst viss í sinni sök en gat ekki framvísað gögnum sem dugað gætu til sakfellingar fyrir breskum dómstólum. Aftur á móti lagði hann fram gögn sem vísuðu veg að njósnara í flotamálaráðuneytinu, William Vassall. M15 hafði um skeið verið að rannsaka upplýsingaleka úr flotamálaráðuneytinu en ekki tekist að finna rétta manninn fyrr en Kagó kom til sögunnar. Vassall hafði ekki verið í mjög hárri stöðu innan flotamálaráðuneytisins en um hendur hans fór eigi að síður mikill fjöldi leynilegra skjala sem hann hafði framselt til KGB. Hann hafði ekki njósnað af hugsjónaástæðum, heldur hafði hann verið kúgaður til þess af Sovétmönnum; Vassall var kynvillingur og því veikur fyrir kúgunartilraunum. Hann var dæmdur í átján ára fangelsi en ekki leið á löngu uns grunsemdir vöknuðu um að honum hefði beinlínis verið fórnað til að varðveita annan og mikilvægari njósnara í flotamálaráðuneytinu. Böndin bárust að virtum flotaforingja en sir Roger Hollis neitaði undirmönnum sínum um ■ WilliamVassal njósnaðifvrir Sovétríkin í mörg ár áður en upp um hann komst. En var honum fórnað? Kagó hafði á boðstólum og næstu árin var komið upp um fjölda sovéskra njósnara í mörgum löndum vegna upp- Ijóstrana hans. Hvers vegna náði M15 svo litlum árangri í mörg ár? En nú var svo komið að CIA, sem hafði umsjón með hinum umfangsmiklu yfirheyrslum yfir Kagó, fór að þykja nóg um stæla hans. Svo virtist sem Kagó liti á sjálfan sig sem leiðtoga í heilagri krossferð gegn KGB og hann talaði oft um að hann viidi stofna sérstaka stofnun til að berjast gegn sovésku leyniþjónust- unni sem hvarvetna teygði anga sína ef marka mátti hann. Kagó þótti fáir innan CIA hafa raunverulegan skilning á hættunni, nema þá James Jesus Ang- leton, yfirmaður gagnnjósnadeildar CIA. Af biturri reynslu treysti Angleton fáum eða engum; hann hafði nefnilega verið mikill vinur Kim Philbys á árum áður án þess að hafa hugmynd um hverjir væru hinir raunverulegu hús- bændur Bretans. Næstu árin stundaði Angleton umfangsmiklar nornaveiðar innan CIA til að leita að þeim sovésku njósnurum sem Kagó sagði að þar væru til staðar en fann ekki. Starfsemi Angle- tons hafði aftur á móti þær afleiðingar að CIA varð um hríð nær óstarfhæf vegna innbyrðis grunsemda og flokkadrátta. Sama átti eftir að gerast hjá M15 í London þegar Kagó hélt til Englands. Það var Fluency nefndin sem fékk Kagó til að koma til Englands og hann var ekki lengi að sá grunsemdum um að innan M15 væri starfandi mjög háttsettur njósnari. Og þegar Bretar fóru að kanna málið kom ýmislegt óþægilegt í ljós. Þrátt fyrir, eða vegna, Philby-Burgess- Maclean málanna, höfðu Bretar ímynd- að sér að M15 hefði unnið fyrirtaks starf á Bretlandi á árunum eftir heimsstyrjöld- ina. Þeir höfðu handtekið nokkurn ■ Anthony Blunt veitti MI5 miklar upplýsingar um njósnanet Sovétmanna eftir að hann játaði loks árið 1964. flóttamennirnir hefðu illan bifur á Bret- landi. Þettagat að vísu átt sér þá eðlilegu skýringu að Bandaríkjamenn gerðu langbest allra Vestur-Evrópu þjóða við flóttamenn af þessu tagi, en engu að síður vakti þessi staðreynd óróa á Bretlandi. Þegar starfsemi M15 var rann- sökuð aftur í tímann kom líka á daginn að ýmsir sigrar stofnunarinnar á undan- förnum árum stöfuðu ýmist af heppni, uppljóstrunum annars staðar frá, eða þá sigrarnir reyndust er að var gáð næsta tvíeggjaðir. Og svo, þegar Bretar fengu loks í hendur gögn sem staðfestu svo að óyggjandi mátti teljast, sekt Kim Philbys, virtist um leið staðfest að so- véskur njósnari væri innan M15. Yfirmadur M15 eða varamaður hans í þjónustu Sovétmanna? Það var undir árslok 1962 að háttsettur starfsmaður M15 komst í kynni við konu nokkra sem Philby hafði trúað fyrir njósnastarfsemi sinni. Þessi starfsmaður M15, Arthur Martin að nafni, komst að þeirri niðurstöðu að nú mætti loks höfða opinbert mál gegn Philby en málið var fengið í hendur M16, leyniþjónustunnar. Hún sendi sinn mann, Nicholas Elliott, til fundar við Philby í Líbanon og Philby reyndist reiðubúinn að játa. Stuttu seinna hvarf hann hins vegar og dúkkaði ekki upp aftur fyrr en mörgum árum síðar, þá vitanlega í Moskvu. í Ijós kom einnig að játning sú sem Elliott hafði haft upp úr Philby var síður en svo fullnægjandi, og niðurstaðan af öllu þessu var sú að Philby hcfði verið fullkunnugt um að Bretar væru að loka hringnum um hann, jafnvel áður en Elliott hélt af stað til Beirut. Og þá var spurningin: hver hafði lekið þeim upp- lýsingum til Sovétmanna sem síðan höfðu komið þeim áleiðis til Philbys? í blöðum var á sínum tíma nokkuð NJOSNIR INNAN semi sína; Philby, Burgess, Maclean, Blunt og allt það gengi, en margir fleiri komu við sögu. Eftir að farið var að gera þessi mál upp, ekki síst eftir játningar Blunts árið 1964, kom á daginn að fjöldi þeirra scm með einum eða öðrum hætti höfðu liðsinnt Sovétríkjunum var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. í mörgum tilvikum var um nokkurs konar bernsku- brek að ræða og viðkomandi voru látnir afskiptalausir, sumir voru yfirheyrðir og jafnvel handteknir en allar sannanir skorti gegn enn öðrum. Raunar hafði sovéskur flóttamaður komið miklu róti á leyniþjónustu Vesturlanda með upp- Ijóstrunum sínum nokkru áður en Blunt játaði, og framburður þessa flóttamanns átti eftir að hafa svo mikil áhrif bæði innan M15 og CIA að við skulum hefja frásögnina þar sem liann snýst gegn Svo dæmi sé tekið þá taldi Gólítsín sig upphaflega vita um tíu vel staðsetta njósnara innan M15 en áður en varði hafði sá fjöldi risið upp í 250! Ekki var að undra þó margir tækju slíkum fullyrð- ingum með varúð en ekki var heldur vafi á því að uppljóstranir Gólítsíns, að minnsta kosti til að byrja með, voru mjög áreiðanlegar. Hann kom til að mynda upp um vandlega skipulagðan njósnahring Sovétmanna í París, hélt því fram að kanadískur sendiherra, Herbert Norman, væri njósnari KGB (Norrnan framdi sjálfsmorð cr hann fretti af því hann yrði brátt yfirheyrður), og staðfesti grun Breta um að Kim Philby væri og hefði alltaf verið sovéskur njósnari. Philby, sagði Gólítsín, var hluti af fimm manna njósnahring sem Júríj nokkur Módín hafði starfrækt á leyfi til að yfirheyra hann; flotaforinginn var þá ekki lcngur í aðstöðu til að fá Sovétmönnum ríkisleyndarmál í hendur og átti þar að auki stutt í eftirlaunaaldur. Þessi neitun Hollis hefur sumurn þótt benda til staðfestingar á að hann væri sjálfur sovéskur njósnari. Leitin að öðrum njósnara í flotamálaráðuneytinu varð á hinn bóginn til þessaðsumirtöldu að Kagó væri enn í þjónustu Sovétmanna og hefði verið fenginn til að koma á framfæri röhgum eða lítt merkilegum upplýsingum til að vcrnda enn mikilvæg- ari njósnahringi. Mcðal þcirra sem voru þessarar skoðunar var aðstoðaryfirmað- ur M15 á þessum áruni, Graham Mitchell, sem á eftir að koma meira við sögu. Þeir voru þó ekki margir sem voru þessarar skoðunar því óumdeilanlega voru það mjög merkar upplýsingar sem fjölda njósnara en nú ráku þeir sig skyndilega á að meðal þeirra hafði aðeins vcrið einn einasti Sovétmaður, það er að segja Gordon Lonsdale, eða Kónon Mólódí. eins og hann hét réttu nafni. Auðvitað vissu Bretar að fjöl- margir Sovétmenn voru að störfum undir fölskum nöfnum í landinu (svokallaðir „ólöglegir njósnarar"; „löglegir” nefnd- ust þeir sem höfðu diplómatíska starf- semi að yfirvarpi), en Lonsdale var sá eini þeirra sem þeir höfðu náð að handtaka og ýmislegt benti til að hann hefði ekki veri ýkja mikilvægur og jafnvel að honum hefði verið fórnað til að hylja slóð annarra. Einnig veittu Bretar því nú athygli að allir þeir Sovétmenn sem flúðu heimaland sitt eftir að hafa stttrfað hjá KGB völdu að fara til Bandaríkjanna; það var eins og rætt um að þar hefði Anthony Blunt verið að verki en það er fráleit tilgáta. Rannsóknin á málinu var upphaflega cingöngu miðuð við M15 og Arthur Martin komst að því að ekki nema fimm menn í stöfnuninni höfðu haft vitneskju um þá stefnu sem rnál Philbys var að taka. Þeir voru Arthur Martin sjálfur, ritari hans, Malcolm Cunning yfirmaður einnar deildar M15, Graham Mitchell varayfirmaður, og Roger Hollis. Eftir ýtarlega rannsókn komst Martin svo að því að hinir grunuðu væru í raun aðeins tveir; Mitchell og Hollis. Yfirmaðuf M15 og aðstoðarmaður hans! Martin hélt þá á fund Hollis og lagði niðurstöður sínar fyrir hann. Eftir vand- lega íhugun féllst Hollis á að ferill Mitchell yrði kannaður og skyldi Martin hafa umsjón með rannsókninni en yfir-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.