Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. Bimm 7 ■ Arthur Thomas, starfsmaður M15, stórnaði leitinni að sovéskum njósnara innan stofnunarinnar. ■ Gordon Lonsdale, eða Kónon Móf ódí, var eini „ólöglegi“ sovéski njosnar- inn sem MI5 handtók. ■ James Jcsus Angleton stóð fyrir umfangsiniklum nornaveiðum innan CIA í fjölda ára. ■ Óleg Ljalín, KGB maðursem óskaði samtarfs við MI5. Það bar ríkulegan ávöxt. ■ Kim Philby kemur vitanlega við sögu, eins og venjulega. maður hans vera Martin Furnival Jones, yfirmaður annarrar deildar M15. Rann- sókn þessi hófst vorið 1963 og fékk dulnefnið Peters, og var svo leynileg að flestir yfirmenn í M15 höfðu ekki hug- mynd um að hún færi fram. Raunar olli það erfiðleikum við rannsóknina að Mitchell virtist vera orðinn þreyttur á starfi sínu og hafði farið fram á að mega láta af störfum í september 1963, enda þótt afsögn hans þá myndi leiða til skertra lífeyrisgreiðsla. Hollissamþykkti sem aftur leiddi til þess að Arthur Martin varð að flýta þessari mjög svo viðkvæmu rannsókn. Stjórnanda rannsóknar- innar innan M15 vikið úr starfí Og skemmst er að segja frá því að í upphafi var sem ýmislegt áthugavert væri við feril Mitchell hjá M15. Hér er ekki tóm til að rekja grunsemdir Martins nákvæmlega en þó honum væri fullljóst að sannanir hefði hann engar gegn Mitchell var sitthvað skrýtið. Allt gat þó átt sér eðlilegar skýringar en Martin fór fram á að fá að hlera síma Mitchells (sem var hafnað) og hann lét einnig koma fyrir leynilegum myndavélum hvar sem Mitchell var á ferðinni. Athuganir bentu eindregið til að Mitchell væri undir miklu persónulegu álagi af einhverjum ástæðum sem Arthur Martin gat ekki áttað sig á, en hann fékk ekki leyfi til að taka Mitchel! til yfirheyrslu. Þar kom að Mitchell lét af störfum eins og hann hafði hugsað sér og rannsóknin komst ekki lengra. Nokkru síðar var loks gefið leyfi til að Mitchell, sem nú helgaði sig skák og siglingum, yrði tekinn til yfir- heyrslu og tókst lionum þá að gcfa nokkurn veginn fullnægjandi skýringar á öllu því sem vakið hafði furðu Martins. Ekki svo að skilja að sakleysi hans væri endanlega staðfest, heldur hitt að sekt É í mörg ár var breska öryggisþjónustan nær HH óstarfhæf vegna rökstudds , gruns um að í röðum hennar leyndist háttsettnr sovéskur njósnari. Hann hefur aldrei fundist hans yrði aldrei sönnuð með þeim gögnum sem þá voru fyrir hendi. Er svona var komið gaf Hollis leyfi til þess að rannsóknin yrði færð út, ef svo má segja. í rauninni var hann með því að fallast á að hann sjálfur yrði rannsak- aður. Verður vikið að þcirri rannsókn hér að neðan, en fyrst ber að geta þess að nú hafði Peters-rannsóknin komist í hámæli innan M15 og olli miklum úlfa- þyt. Yfirmenn einstakra deilda kunnu hreint ekki að meta það að svo viðkvæm rannsókn hefði farið fram án þess að þcim væri gert viðvart og nú var svo komið að grunscmdir manna á milli og almennt vantraust á stofnunina höfðu vaxið svo að hún átti í mestu erfiðleikum með að gegna hlutverki sínu. Athygli heíur einnig vakið að þegar Aithur Martin komst á slóð Anthony Blunts um þetta sama leyti og hóf yfirheyrslur yfir honum, þá var hann skyndilega rekinn af Roger Hollis. Ástæðan var sögð sú að Arthur Martin væri farinn að hafa slæm áhrif á starfsandann innan M15 með sífelldum grunsemdum sínum, en margir hafa talið að Hollis hafi verið að hylma yfir með Blunt á viðkvæmu stigi yfir- heyrslanna. Raunar er varla rétt að Martin hafi verið rekinn, heldur var hann þess í stað lánaður yfir til M16, en yfirmenn þar höfðu mikið álit á honum. Loksins kemst M15 í feitt... Næstu árin voru mjög erfið fyrir M15. Önnur rannsókn sem fram fór staðfesti að aðeins Hollis og Mitchell gætu hafa verið í nægílega' góðri aðstöðu til að aðvara Philby og varfærnisleg rannsókn fór fram á Hollis. Hann lét af störfum árið 1965 og var skömmu seinna yfir- heyrður mjög nákvæmlega. Rétt eins og í máli Mitchells kom sitt af hverju upp á yfirborðið sem grunsamlegt mátti kallast, en yfirleitt gat allt það stafað af öðrum ástæðum en að Hollis væri njósn- ari Sovétmanna. Niðurstaða var því í raun og vcru engin en margir voru sannfærðir um sakleysi Hollis, og þar á meðal var eftirmaður lians í cmbætti aðstoðaryfirmanns M15, fyrrnefndur Martin Furnival Jones. Hann skrifaði árið 1981 bréf til dagblaðsins Times þar sem hann lýsti því yfir að hann væri viss uni að Hollis, sem hafði látist árið 1973, væri sýkn -en Hollis-málið var þá nýlega komið upp á yfirborðið á Bretlandi. Um sama leyti var því lýst ýfir af Stjórnvöld- um að ekkert væri upp á „Peters" að klaga, en Graham Mitchell var aldrei ncfndur á nafn fyrr en í bók Nigels West. Þannig að þessar mjög svo viðkvæmu rannsóknir gegn Hollis og Mitchell skiluðu í raun og veru engum árangri, öðrum en þeim að auka sundurlyndi og misklíð innan M15. Þegarupp varstaðið haföi enginn njósnari fundist enda þótt margir væru sannfærðir um að einhvers staðar væri hann að finna. Hitt er svo annað mál að árið 1971 þóttust menn fá staðfestingu fyrir því að hafi háttsettan njósnara verið að finna innan M15 þá væri hann alla vega ekki starfandi þar lengur. Það ár komst M15 nefnilega í tæri við háttsettan KGB foringja í London, Óleg Ljalín að nafni. Ljalín var að nafninu til vérslunarfulltrúi en rak umfangsmikið njósnanet í Bretlandi. Hann setti sig í samband við M15 og kvaðst vilja leita hælis á Bretlandi gegn því að veita allar þær upplýsingar sem hann bjó yfir. M15 tókst að sannfæra Ljalín um að flýja ekki að svo stöddu heldur gerast njósnari þeirra í Moskvu, en þangað átti hann að fara fljótlega og taka við nýju starfi. Svo illa vildi hins vegar til að Ljalín var tekinn af lögregl- unni og kærður fyrir ölvun við akstur sem næstum áreiðanlega hefði leitt til þess að hann hefði verið rekinn frá KGB. Ljalín fékk því leyfi M15 til að flýja strax og upplýsingar sem liann gaf leiddu meðal annars til þess að 105 sovéskir sendimenn voru lýstir óæskileg- ir á Bretlandi vegna starfsemi þeirra fyrir KGB. Þessi mikla brottvísun, sem vakti gífurlega athygli á sínum tíma, virtist koma Sovétmönnum algerlega í opna skjöldu svo að M15 starfsmenn komust að þeirri niðurstöðu að KGB hefði ekki haft hugmynd um að Ljalín léki tveimur skjöldum. Ef háttsettur sovéskur njósnari hefði enn verið innan MI5 hefði tilboð Ljalíns til Breta vart farið framhjá honum. Náttúrlega hcfur verið bent á að árið 1971 höfðu bæði Hollis og Mitchell látið af störfum, þó það-segi að vísu ekkert í sjálfu scr um sckt eða sakleysi þeirra. Hver það var veit nú enginn... En víkjum að lokum að Kagó, hvers uppljóstranir færðust sífellt í aukana, uns CIA - sem aftur hafði tekið við honum - var farið að gruna að hann væri kominn með snert af stórmennskubrjál- æði. Hann átti þó ætíð vísan stuðnings- mann í Janies Jesus Angleton sem eyddi mörgum árum í að reyna að finna háttsettan sovéskan njósnara innan CIA sem Kagó kvað ganga undir dulnefninu Sasja. Sasja fannst aldrei en rétt eins og hjá M15 höfðu stööug undirferli Angle- tons þær afleiðingar að móraliinn innan C1A fór niður í ekki neitt, og grunscmdir Angletons leiddu einnig til þess að starfsþrek CIA var satt að segja afar lítið í langan tíma. Þeir voru því margir sem héldu því fram að linnulitlar nornaveiðar gerðu ekki annað en að þjóna hagsmun- um Sovétríkjanna þegar allt kæmi til alls. Einnig má geta þcss hér að miklar deilur stóðu um það árum saman hvort Kagó væri svo sannferðugur sem hann vildi vera láta. Skömmu eftir að hann flúði vestur fylgdi annar sovéskur KGB á eftir honum, Nósenkó að nafni og Foxtrot að dulnefni. Upplýsingar frá þeim stönguðust í veigamiklum atriðum á, svo að Angleton og ýmsir fleiri komust að þeirri niðurstöðu að Foxtrot hefði verið scndur til að kasta rýrð á framburð Kagós. Sannarlega kom í ljós margt og mikið grunsamlegt við Foxtrot og það sem hann hafði að segja, en endir málsins varð þó vart í samræmi við það. Á síðasta áratug var Angleton látinn hætta störfum hjá CIA og sakaður um undirróður og eftir það hafa fáir orði til að taka mark á Kagó, enda þótt allir viðurkenni að upplýsingar hans fyrsta kastið hafi verið mjög mikilvægar. Og niðurstaða? Nú er mjög farið að hægjast utn bæði hjá M15 og CIA eftir allt umrótið á sjöunda áratugnum, að því er best er vitað. Sasja fannst aldrei og vafamál hvort hann hefur veri til, eða alla vega hvort hann hefur verið eins mikilvægur og Kagó og Angleton vildu vera láta, en hins vegar eru flestir sannfærðir um að einhvers staðar innan M15 hafi lcynst sovéskur njósnari á þessum tíma sem hér hefur verið frá sagt. En hver liann var er ekki vitað og verður ef lil vill aldrei.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.