Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 12 erlend hringekja Hvernig er best að stytta sér aldur? Leiðarvísir um sjálfsmorð veldur deilum í Bretlandi ■í Bretlandi er nú unnt að verða sér út um nýjan bandarískan leiðarvísi um það hvernig þægilegast er að fara að því að stytta sér aldur. Þetta er athyglisvert þegar haft er í huga að miklar deilur urðu þar í landi fyrir tveimur árum vegna sams konar leiðarvísis sem samtök sem kalla sigh Voluntary Euthanasia Society eða EXIT, höfðu látið semja og seldu félögum sínum. 18. apríl n.k.munu dómstólar í Bretlandi skera úr um það hvort breski ritlingurinn sé ólögmætur, en saksóknari hefur beiðið um slíkan úrskurð og jafnframt að hann verði tekinn úr umferð. ■ Nikita Krúsjeff Verðiir Krásjeff nú endurreistur? ■ Hinir nýju ráðamenn í Sovétríkjunum hafa nýlega tekið mikilvægt skref í þá átt að veita Nikita Krúsjeff uppreisn æru, með því að viðurkenna opinberlega að hann hafi gegnt forystuhlutverki í orrustunni um Stalíngrad, sem var einn af vendipunktum í sögu síðari heimsstyrjaldar sem kunnugt er. I fyrsta sinn síðan Krúsjeff var vikið frá árið 1964 hefur nafn hans verið nefnt í opinberu tímariti í hrósskyni. Það var í tímaritinu Kommúnistinn sem er viðurkennt málgagn miðstjórnar Kommúnistaflokksins og umræðuvettvangur fyrir hugmyndaleg efni. Menn hafa verið að velta vöngum yfir því hvort Yuri Andropov, hinn nýi aðalritari Kommúnistaflokksins, muni brátt reyna að skipa Krúsjeff á nýjan leik á sinn bekk í sovéskri sögu; „endurreisa" hann eins og það heitir. Andropov var á valdaárum Krúsjeffs sendiherra Sovétríkjanna í Ungverjalandi, m.a. á dögum uppreisnarinnar 1956. Þar stóð hann dyggan vörð um hag stórveldisins og fyrir það kom Krúsjef honum í ritaraembætti í miðstjórn flokksins árið 1962. ■ Ríkisstjórn Mittcrands í Frakklandi hefur ákveðið að loka rannsóknarstofnun sem ríkið kom á fót fyrir sex áruni í því skyni að kanna staðhæfingar um heiinsókn vitsmunavera frá öðrum hnöttum til jarðarinnar í fljúgandi l'urðuhlutum. Ríkisstofnun þessi var einstök í sinni röö á Vesturlöndum. Ákvörðun ríkissyórnarinnar hefur mætt-andstöðu margra. þ.á.m. nokkurra vísindamanna sem sannfærðir eru um heimsókn fljúgandi furðuhluta til jarðarinnar. Einn vísindarithöfundur, Jean-Francouis Bocdec. hefur látið svo ummælt að rannsóknarstofnunin, Groupe d’Etudes des Phenonénes Spatiaux, hafi orðið að gjalda tengsla sinna við Giscard ** mm ■ Ein af ótalniörguin niyndum sem teknar hafa verið af fljúgandi furðuhlut - því miður rcynast þessar myndir ýmist falsaðar af mikilli hugvitsemi eða sýna einfaldlega náttúrufyrirbrigöi á himni. Ekki lengur skyggnst eftir fljúgandi furðu- hlutum í Frakklandi d’Estaing fyrrum Frakklandsforseta. sem kom henni á fót árið 1977. Ríkisstjórnin þverneitarað ákvörðun hennar sé pólitísk í þessum skilningi. Talsmenn hennar segja að stofnunin hafi verið kostnaðarsöm vitleysa frá upphafi Komið hefur í Ijós að vísindamaður nokkur. náinn vinur Giscards. fékk hann til að opna rannsóknarstofnunina á sínum tíma, en forsetinn fyrrverandi hafði mikið dálæti á sögum um fljúgandi furðuhluti. Vinurinn stjórnaði stofnuninni í eitt ár, en lét síðan af störfum til að taka þátt í nýju ævintýri. siglingu umhverfis jörðina á lystisnekkju. Frá því stofnunin var sett á fót hafa starfsmenn hennar einkum setið með sveittan skallann og lesiö skýrslur sjónarvotta um fljúgandi furðuhluti og bréf frá almenningi. Hún hefgr einnig látið scmja og dreifa leiðarvísi til lögreglumanna (sem sendur var til 15 þúsund lögreglustöðva um allt Frakkland) um það cftir hverju þeir eigi að skyggnast og hvaða spurningar eigi að spyrja sjónarvotta. Allar lögreglustöðvarnar fengu sérstakan ljósmyndabúnað til að geta fest á filmu einkennileg Ijósfyrirbrigði á hirnni. Á sex ára ferli sínum hefur stofnunin unnið það frægasta afrek að afhjúpa scm lygasögu staðhæfingar fólks sem þóttist hafa verið rænt af geimverum og fiútt um borð í furðuhlut frá annarri plánetu. en þeirri sögu hafði mjög verið hampað í fjölmiðlum árið 1979. Afhjúpunin tók tvö ár. Útgefendur bandaríska leiðarvísisins segja að þeir muni halda áfram að senda ritið á breskan markað hvað sem líði niðurstöðum dómstólsins um breska ritlinginn. Bandaríski leiðarvísirinn er saminn af félagsskap sem heitir Hemlock Society og stofnaður var í Kaliforníu árið 1980 af breskum blaðamannai, Derek Humphrey að nafni, en hann hjálpaði konu sinni Jean, sem þjáðist af ólæknandi sjúkdómi, til að ráða sér bana árið 1975. Ritlingurinn heitir á ensku „Let Me Die Before I Wake“ og hefur verið auglýstur til sölu á 10 dollara í hinu virta læknariti The Lancet. Ritlingurinn hefur þegar selst í 10 þúsund eintökum í Bandaríkjunum, og 1500 eintökum utan þeirra. Ástæðan fyrir því að ritlingurinn er auglýstur í Thc Lancet cr sú að forsvarsmenn samtakanna telja að margir læknar séu beðnir um ráðleggingar varðandi sjálfsmorð, en verði oft fátt um svör. Margir læknar í Bandaríkjunum hafa pantað nokkur eintök af ritlingnum til að fá sjúklingum sínum í hendur. Derek Humphrey segir í nýlegu viðtali við The Sunday Times að leiðarvísir Hemlock Society um sjálfsmorð sé ekki eins óheflaður og sá breski, hann sé ekki eins tæknilegur og geri meira úr tilfinningum sjúklinganna. í ritlingnum er fjallað um sjálfsmorð frá mismunandi sjónarhornum, sálrænum, trúarlegum og menningarlegum, og lögð er áhersla á að sjálfsmorð sé meira en það eitt að skófla í sig pillum. Humphrey kvaðst álíta að umræðan um rétt manna til sjálfsmorðs væri skynsamlegri og yfirvegaðri I Bandaríkjunum en í Bretlandi. Hemlock Society hefði þar að auki forðast að blanda sér í einstök mál, öndvert við það sem EXIT í Bretlandi hefur gert. EXIT í Bretlandi komst í kast við dómstólana árið 1981 þegar formaður samtakanna, Nicholas Reed, var sakaður um að hafa á laun hjálpað öðrum til að fremja sjálfsmorð. Hann var sakfelldur. Prófmálið sem kemur fyrir rétt í apríl mun kveða upp úr hvernig túlka beri aðra grein sjálfsmorðslaganna frá 1961, sem segja að ólögmætt sé að aðstoða eða hvetja aðra til að stytta sér aldur. EXIT lítur svo á að í klausunni felist aðeins bann við beinni aðstoð við sjálfsmorð, en ekki óbeinni í formi leiðarvísis, enda séu flestar upplýsingarnar i ritlingum þegar aðgengilegar á við og dreif í öðrum ritum sem ekki hafi verið bönnuð. Þegar hafa selst 8 þúsund eintök af breska leiðarvísinum, en það eru eingöngu félagar í EXIT sem náð hafa 25 ára aldri sem fengið hafa að kaupa hann. Til sölu Notaðar dráttarvélar og hey- bindivélar Upplýsingar veitir Ágúst Ólafsson sími 99-8313. Eigum fyrirliggjandi CAV 12 volta startari: Bedford Perkins L. Rover D. M.Ferguson Zetor Ursusofi. CAV 24 volta startari: Perkings Scania JCB o.fl. Lucas 12 volta startari: M. Ferguson Ford Tractor ofl. CAV 24 volta alternator: 35 amper einangruð jörð 65 amper einangruð jörð Butec 24 volta alternator: 55 ampers einangruð jörð Einnig startarar og alternatorar fyrir allar gerðir af japönskum og enskum bifreiðum. Þyrill s.f. Hverfisgötu 84 101 Reykjavík Sími 29080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.