Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1983. Si'lf'i 27 „Ég les allar kokkabækur sem ég kemst í“ - Hver er þín óska ríkisstjórn? „Það er sú stjórn sem þorir að koma hreint fram, tala um hlutina umbúða- laust og vinna markvisst að því að skapa hér aftur gott þjóðfélag." - Hverjum treystirðu best til þess? „Þeim sem falla undir þessa skilgrein- ingu, en það er margt sem verður að koma í ljós í kosningabaráttunni sem er framundan. Menn verða að fara að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Sem sjálfstæðismaður vildi ég gjarnan sjá Sjálfstæðisflokkinn í þeirri stjórn, ég held að hann eigi fullt erindi inn í hana, heill og óskiptur." - Hver eru ykkar tómstundaáhuga- mál? „Ég hef mjög gaman af að lesa um pólitík, aðallega alþjóðapólitík. Ég fer líka svolítið í laxveiði, hef m.a. farið undanfarin þrettán ár með Indriða G. vestur í ísafjarðardjúp til að veiða lax og sækja vestfirskan kraft. Mér finnst líka mikil afþreying í því að lesa matar- uppskriftir. í t.d. kvennablöðum og les allar kokkabækur sem ég kemst í. Mér finnst líka mjög gaman að kokka og geri það um helgar ef tími vinnst til. „Hann er frábær kokkur," segir Ás- laug, „og eldar oftast handa mér kín- verskan og ítalskan mat. En hann er hins vegar ákaflega lítið fyrir það gefinn að skúra gólf og ryksuga. Ég sé sem sagt um það sem gera þarf innan dyra, en hann sér um utanhússstörfin. Það álítur hann jafna verkaskiptingu.“ - Ertu sammála hans skoðun? „Ég álít eðlilegt að ég taki til hendinni fyrst ég er heimavinnandi, í stað þess að bíða eftir því að hann komi heim til að gera húsverkin. En ef ég væri útivinnandi yrði verkaskiptingin endurskoðuð." „Nú, svo njótum við þess mjög að vera með vinum okkar og ég hjóla líka á sumrin, svona til að bæta heilsufarið," segir Jón Hákon. „Ég hef mikið yndi af . því að fara í leikhús og á tónleika," segir Áslaug, „og sækja listsýningar yfirleitt en hef ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess að undanförnu. Svo les ég mikið alls kyns bækur, allt sem mér berst í hendur. Ég hef hins vegar lítið gaman af hannyrðum og sinni þeim lítið, en saum- aði þó öskupoka fyrir börnin um daginn,“ segir Áslaug sposk. „Já, ráðherra og Tommi og Jenni eru uppáhalds sjónvarpsþættirnir“ - Horfir fyrrverandi sjónvarpsmaður- inn ekki mikið á sjónvarp? „Nei, ég horfi lítið á sjónvarp, maður velur og hafnar. Þó horfi ég alltaf á þættina „Já, ráðherra", sem sýndir eru um þessar mundir. Þeir eru mjög skemmtilegir, ég sé svo marga íslenska ráðuneytisstjóra í þeim. Uppáhalds- þættirnir mínir eru „Já, ráðherra" og „Tommi og Jenni.“ En mér finnst eigin- lega skemmtilegra að hlusta á góða plötu eða lesa bók. Ég er líka mikil blaðaæta og les mikið erlend tímarit og dagblöð vegna þess að mér finnst erlendu fréttirn- ar í íslensku blöðunum ekki nógu ítar- legar. Auk þess skrifa ég að staðaldri í The Financial Times í London um íslensk efnahags- og stjórnmál. Ég hef einnig skrifað í The Economist, The Christian Science Monitor o.fl.“ - Eruði miklir ferðalangar? „Við höfum ferðast talsvert", segir Jón Hákon, „og farið allar götur austur til Kína. En við eigum austantjaldslönd- in eftir, mig langar til að sjá þau öll. Síðan börnin fæddust höfum við alltaf tekið þau með okkur, Áslaug Svava fór ellefu mánaða gömul í sína fyrstu reisu, en þá keyrðum við gegnum Evrópu. Hún átti eins árs afmæli í Bonn fyrir hádegi og í Brússel eftir hádegi - og fékk tertu á báðum stöðum." - Eruð þið hamingjusöm? „Já, ég held að þegar á heildina er litið séum við það,“ segir Jón Hákon, „ og það er margt sem stuðlar að því. Við erum bæði svo lánsöm að éiga foreldra á lífi og við eigum góða vini og góð börn. Það held ég að sé mikilvægast, miklu meira virði en einhver veraldleg gæði." „Ég tel okkur mjög hamingjusöm," segir Áslaug, við höfum líka þekkst svo lengi og mótað smekk hvors annars. Við höfum svipaðar skoðanir og áhugamál, en það þýðir þó ekki að þetta sé eitthvert lognmolluhjónaband. enda væri það óeðlilegt." - sbj Vinnubíllinn frá MAZDA með mörgu möguleikana E 1600 pallbíllinn frá MAZDA hefur þegar sannað ágæti sitt við fjöl- breyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er að- eins 73 cm með skjólborðin felld niður. Örfáir bílar til afgreiðslu strax á sérstöku afsláttarverði. Verð áður kr.UðöröOtJT Verð nú kr. 169.000. gengisskr. 16.2.'83 Góðir greiðsluskilmálar. Smiöshöföa 23 sími 812 99 Bilaleigan\f} CAR RENTAL ö 29090 SSSfrÍl3 REYXJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Húsgögn og . f . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar._ samvirki =V SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(5 66 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.