Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.02.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983. 19 Feneyjar, þangað sem þau fara á bát, fylgir kyrrðinni tómið. í félagsskap kann einsemdin að gleymast, en hún hverfur ekki: hún er þarna. Karlmaður, segir ung vinkona Mavi þegar Niccolo spyr hvar hún sé, gerir konu gott aðeins sjálfs sín vegna, til að sýnast hetja og vera aðdáunarverður. Kona gerir annarri gott hennar vegna, ekki sín. Er þetta vonlaust? Karl og kona: gengur ekki. Kona og kona: skárra. Tölum ekki meita urn það. En lífið veit framávið. í lokin þegar Niccolo segir syni systur sinnar frá myndinni sem á að verða og sólin hylur tjaldið meir og meir, spyr barnið: Et dopo - og svo, hvað næst? Það eru lokaorð myndarinnar. Það er alltaf fram- tíðin, og þó Antonieta sjái sér enga og deyji, þá ætlaði Vasconcelos að snúa at'tur heim og frelsa þjóðina. Við vitum að það varð aldrei, en jörðin snýst. Kvikmyndir í París Að staðaldri er verið að sýna einar þrjú hundruð kvikmyndir í þessari borg; alla daga eða dag og dag, allan daginn eða á ákveðnum tíma, í fleiri sölum eða einum. Vikulega hefjast sýningar á tíu eða tólf eða fleira. Meiriháttar myndir berast hingað fljótlega og eru sýndar í mánuði eða vikur; tildæmisnúnamyndir eftir: Wajda: Danton (1982), Wim Wenders: The State of Things (1982), Woody Allen: Midsummer Night’s sex comedy (1981), Coppola: One from the heart (1982), Paolo og Vittorio Tavani: La notte di San Lorenzo (1981), Roger Waters: Pink Floyd. The Wall (1982). Sömuleiðis myndir á borð við E.T. Rocky III, Tron og allskyns franskar „gamanmyndir" og franskar og banda- rískar spennumyndir og framtíðarmynd- ir. Endursýningar á eldri myndum vönd- uðum eru ótalmargar, svo sem: Fellini: La Strada (1954), Ken Russell: Tommy (1974, Visconti: Dauðinn í Feneyjum (1970), Antonioni: Profession: reporter (1974) og Avventura (1959), sem ekki er ósvipuð „Identificazione" að efni og gerð, en betri, Bertolucci: 1900 (1976), Alain Resnais: Hiroshima mon amour (1958) og Providence (1976), John Huston: The Maltese falcon (1943), Orson Welles: Citzen Kane (1945), Pol- anski: Chinatown (1974), Kurosawa: Dersou Uzala (1975), Liliana Cavani: Handan góðs og ills (1971-75, um Nietz- sche). Enn fleiri slíkar og svipaðar eru sýndar í tveim „cinémathéques" sem starfa við Pompidou-miðstöðina og í tengslum við Kvikmyndasafnið: Sternberg, Lang, Ivens, Comencini - yfirleitt alls fjórar sýningar á dag á hvorum stað, jafnmarg- ar eða fleiri myndir; Endrunt og sinnum taka og stöku kvikmyndahús sig til og hafa sérstaka dagskrá um leikstjóra, leikara eða land. Kjörlendi; það er fullt starf að fylgjast með. Í margar þessara mynda allra mætti eyða ófáum orðum og löngum tíma. Ef vel á að vera verður að sjá góðar myndir oft, þær eru þess virði og eiga það skilið. Að móta með sér hugmyydir og skoðun kostar yfirvegun, sem er tími. Að skrifa um mynd er ennþá meira mál, og erfitt. Og þegar allt kemur alls, hver er það sem talar? Er það myndin, er það hún sem talar þegar ég segi frá, eða er það ég sem tala? Verður nokkur nokkru nær um ntyndir af að lesa um þær án þess að hafa séð? Og á kannski ekki eftir að sjá. Tala ég um myndirnar eða tala ég um sjálfan mig? Ég sé eitt í mynd, aðrir sjá annað. Ég legg áherslu á citt og sleppi öðru, aðrir gera annað. Orð mín um mynd, eru þau eitthvað? Eg skil þau, en veit að þau segja ekki allt - hvorki um það sem ég hef hugsað né um það sem hægt væri að tala um eina mynd. Skilja aðrir? Hversu er hægt að skilja orð annara og líf? Hversu langt er hægt að láta skilja, gera skiljanlegt? Saura fjallar um að skilja fortíðina og tímann Anton- ioni fjallar um að skilja annað lifandi fólk. Skilningur og skilningsleysi, van- skilningur og misskilningur. Hjá báðum Saura og Antonioni örlar á og má sjá út aðgreiningu sem er góð, og væri annarsvegar að skilja, hinsvegar að vilja skilja. Að skilja ekki er þeim augljóst og eðlilcgt, því verður ekki haggað. Að vilja ekki skilja er verra: að hafna, að hlusta ekki. Þar fæðast illindin og hatrið, en þar er og vonin um að megi breyta. Hversu mögulegur er skilningur- inn, hversu langt getur hann náð? Aftur: hvað er hægt? GULLNA LÍNAN FRA marantz MARANTZ DC-350 Svstem 1 50-70 Wött. . Frá aldaöðli hafa menn reynt að búa til hreint gull en enn hefur engum tekist það. Hreint gull hefur aldrei verið til og jafnvel besta gull er aðeins hreint að 99,98% en 0,02% eru önnur efni. Samt sem áður hafa menn talið gull vera tákn fullkomnunar og lykil að auðæfum og velsæld. Á þessari öld hafa verkfræðingar, vísindamenn og tónlistarmenn leitast við að uppfylla annarskonar draum: drauminn um fullkomin hljómtæki. En 100% hreinn hljómur hefur reynst vera jafn torfundinn og 100% hreintgull. Tæknimenn MARANTZ hafa þó að okkar mati komist nær tak- markinu en gullgerðarmenn. Oullna línan frá MARANTZ er svo nærri fullkomnun að jafnvel besta tónevra greinir ekki mun. Aðeins tæknimenn MARANTZ geta með réttu sagt að enn megi bæta ögn um, en við látum okkur nægja dóma tónlistarsnillinga og notenda um heim allan. Ressvegna höfum við hjá MARANTZ ákveðið að gull skuli vera framtíðarlitur allra tækja okkar. Fannig getur þú á augabragði greint MARANTZ frá öðrum tækjum, sem ekki hafa náð sömu fullkomnun. MERKI UNGA FÓLKSINS i tilefni ferminganna bjóöum viö System 1 á vildarkjörum, tilboð okkar samanstendur af: 0Magnara2x25W RMSeða2x35 W DIN. Þetta er hæfilegur kraftur fyrir kröfuharða tón- listarunnendur. #Útvarpsmóttakari: FM-Stereo og MW bylgjur. #Segulbandstæki: Dolby, Metal, Fluor mælar. 0Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, léttarmur, vökvalifta. #Skápur: Sá flottasti I bænum. ^Hátlarar: 2x60 Wött 3 way trvggja hljómgæði sem eru einstök. Allt þetta kr. 5.000.- út og rest á 6 mán. Stgr. kr. 23.730.- Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 RAFSTHAUMUR SF. Háaleitisbraut 6ð, Box 653 Reykjavik, l'sland. Önnumst alla raflagnaþjónustu í nýtt og eldra , -y , ILIMKUÍ S.343/4 aherslu a vandaða Randyer s. 41054 vinnu og goða þjonustu. Stefén s 663a9 Árs ábyrgö á efni. Löggiltir meistarar. VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT - RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. i húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK simi 54491. Útboð Ólafsvíkurhreppur óskar ettir tilboðum í byggingu 2. áfanga íbúðar fyrir aldraða I Ólafsvík sem er uppsteypa hússins frá botnplötu í fokhelt ástand. Tilboðsgögn verða afhent frá og með 28. febr. á skrifstofu Ólafsvíkurhrepps og á teiknistofu Gylfa Guðjónssonar Skólavörðustíg 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð 14. mars á skrifstofu Ólafsvíkurhrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.