Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 2
2_________ kvikmyndir FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 ■ Rúrik Haraldsson leikur roskinn alþingismann, og Helga Jónsdóttir leikur dótturina sem er þingmaður. Pétur Einarsson í hlutverki lcikara og Arnar Jónsson í hlutverki Ijósamannsins. A hjara veraldar, ný íslensk kvikmynd: Fjölskylduátök, sakamál og kynjamál — frumsýnd í Austurbæjarbíói laugardaginn fyrir páska ■ Laugardagirm fyrir páska, 2. apríl n. k., verðurfrumsýnd í Austurbæjarbíói í Reykjavík ný íslensk kvikmynd sem hlotið hefur nafnið Á hjara veraldar. Þetta cr leikin mynd f fullri lengd og er sýningartími hennar 112 mínútur. Höfundur handrits og leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, en hún hefur um árabil lært kvikmyndagerð og kvik- myndaleikstjórn í Frakklandi. (Magist- ersgráða og f.hl. doktor frá P. Valéry- háskóla og kvikmyndaleikstjórn frá Conservatorie Libre du Cinema Franca- is) • Kvikmyndin hefur verið í undirbún- ingi um allnokkurt skeið en tökur hófust í ágúst 1982 og var tekið fram í miðjan sept. og síðan aftur frá nóvemberlokum fram á Þorláksmessu. Myndin er tekin á mörgum stöðum í Reykjavík, bæði innanhúss og utan. Nokkrir staðir voru notaðir óbreyttir (Landsbankinn, Iðnó o. fl.) en byggð voru upptökustúdíó á einum fjórum stöðum í Reykjavík. Auk þess var tekið á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur, m.a. norður í Öxnadal, við Skaftárós, við Svartsengi, í Mosfells- sveit og víðar. Fimmtán til tuttugu manna lið vann að töku kvikmyndarinnar, allt atvinnufólk og sömuleiðis voru atvinnuleikarar í öllum hlutverkum. Aðstoðarleikstjóri var Sigurður Pálsson; yfirkvikmynda- ■ Slysið við höfnina þúsund manns þyrftu að sjá myndina til þess að ná inn fyrir kostnaði. Aðalhlufverkin eru þrjú og eru það móðirin, sonurinn og dóttirin. Þóra Friðriksdóttir leikur móðurina, Arnar Jónsson soninn og Helga Jónsdóttir dótturina. Auk þeirra eru tíu minni hlutverka og fjöldi aukahlutverka. Af söguþræðinum er það að segja að myndin gerist á íslandi vorra tíma og spinnst þráðurinn einkum milli hinna þriggja aðalpersóna. Móðirin kom að norðan á sínum tíma og hugðist fara til útlanda til að láta draum sinn rætast: að læra að syngja; en varð eftir í Reykjavík, eignaðist börnin tvo og hefur misst mann sinn. Börnin hafa valið sér ólíkar leiðir: sonurinn hefur veri til sjós og er nú ljósamaður í leikhúsi og ekki í sambandi við fólk, velkist um hálfofsóknaróður, reynir fyrir sér með kukli til þess að ná tökum á fólki. Dóttirin er alþingismaður og gengst m.a. fyrir virkjunarfram- kvæmdum í dal móðurinnar. Inn í þennan vef fjölskylduátaka fléttast síðan önnur mál, sakamál og kynjamál og aðrar persónur og þó aðallega tengiliður systkinanna, hin dularfulla Anna.. Almennar sýningar á myndinni hefjast á annan í páskum í Austurbæjarbíói, og mjög bráðlega verða send sýningarein- tök út á land. tökumaður Karl Óskarsson! hljóðstjóri búninga annaðist Sigurjón Jóhannsson. s.l. Heildarkostnaðureru.þ.b. 4milljón- var Sigurður Snæberg, leikmynd og Framleiðandi myndarinnar er Völuspá ir, og telja aðstandendur að nálægt 50 ■ Þóra Friðriksdóttir leikur móðurina ■ Sonurinn og dauði svartbakurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.