Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR31. MARS 1983 FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 S'iMMií 13 Sigurbjörn við skrilborðið á heimili sínu. B Hjónin Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjöm Einarsson. Þegar Sigurbjörn gegndi prestskap á yngri áram var Magnea kona hans organleikari við kirkjuna. Hér er hún við orgelið á heimili þeirra hjóna. Tímamyndir GE „KRISTIN TRUARVISSA ER OF DYRMÆTUR HUITUR TIL AÐ MENN GETI HALDH) HENNI AN AREYNSLU, ASIUNDUNAR OG BARATTU” ■ Nú fara páskar í hönd. Um allan hinn kristna heim minnist kirkjan dauöa og upprisu ieiötoga síns. Kirkjan hefur undanfarin ár vakið meiri athygii á tiivist sinni en oft áður. Hún hefur gerst ieiðandi aðili fyrir einni stærstu fjöldahreyfíngu nútímans, friðarhreyfingunni, sem sameinar innan sinna vé- banda óiík öfl frá póiitísku sjónarmiði séð og teygir arma sína um allan hinn vestræna heim. Margir munu verða til þess að álykta að kirkjan hafi hafíð nýja sókn til áhrifa um lausn þeirra vandamála mannkyns sem hæst ber í dag. Það er nú liðið á annað ár síðan Sigurbjörn Einarsson lét af embætti biskups íslensku þjóðkirkj- unnar. Hann var um árabil einn áhrifamesti tals- maður kristni og kirkju í landinu. Mörgum mun leika forvitni á að heyra sjónarmið hans um stöðu þeirrar stofnunar sem hann helgaði líf sitt í samfélagi samtímans. Hann félist á að svara spurn- ingum blaðsins um þau efni og fer viðtalið hér á eftir. rætt við Sigurbjörn Einarsson biskup Telur þú að kirkjan og kristin lífs- skoðun séu í sókn á vesturlöndum nú um þessar mundir? Ég verð að játa, að ég hef ekki svar á reiðum höndum við þessu. Það vantar tæki til þess að mæla styrkleik andlegra áhrifa. Og hver einstakur hefur of tak- markaða yfirsýn og djúpsýn til þess greina og meta, hvert þróunin stefnir í samtíð hans. Þegar rætt er um áhrif kirkjunnar eða ítök kristinnar lífsskoðunar á Vestur- löndum, má benda á margt bæði með og móti. Það er til að mynda ótvírætt, að mörg grundvallarviðhorf í félagslegum efnum, sem viðurkennd eru í mannfé- lögum Vesturlanda, eru sprottin af kristnum áhrifum. Það er óumdeilf, að það beri að styðja lítilmagna, annast sjúka svo sem best má verða og aðra þá, sem eru hjálpar þurfi. Þaðerviðurkennt, að menn skuli bera hver annars byrðar, að allir menn eigi að vera jafnir fyrir lögum, að hvorki auður né annað vald, hvorki örbirgð né annað vanhæfi eigi að skyggja á þá staðreynd, að allir menn séu jafnir, hver annars bræður og systur, og að þjóðfélagið skuli miða við þetta í löggjöf, réttargæslu og öllum aðgerðum. Annað mál er, hvernig til tekst um framkvæmd. Þessi viðhorf hafa rutt sér til rúms meðal þeirra þjóða, sem hafa notið kristinna áhrifa um aldir, en hvergi annars staðar. Þau eru hins vegar í seinni tíð farin að láta.til sín taka nokkuð í öðrum heimshlutum fyrir áhrif frá vest- rænum mannfélögum. Grunnt á heiðninni í hugarheimi manna. Að þessu leyti hefur kristin lífsskoðun unnið á verulega, hún hefur síast inní almenna vitund. En ég hika við að telja að um sókn sé að ræða eins og stendur. Menn lifa á kristnum verðmætum, taka þau sem sjálfsagða hluti án þess að hugsa um uppruna þeirra eða gera sér grein fyrir nauðsyn þess að hlynna að þeirri arfleifð, sem þeir búa að. Engin sókn í andlegum efnum vinnur endanleg- an sigur, ekkert vinnst í eitt skipti fyrir öll, kynslóðir koma og fara og þó að það sé harla dýrmætt, sem þegið er úr höndum þeirra, sem áður hafa ræktað og sáð, þá er það aldrei tryggt eins og innstæða, sem skilar vöxtum sjálfkrafa, ekki fremur en skikinn, sem faðir minn ræktaði upp, kemur mér að notum, ef ég hirði ekki unt hann. Saga þessarar aldar sýnir því miður, að það er grunnt á heiðninni í hugarheimi manna. Hross- hófar eru fljótir að sparka viðkvæman gróður í flag, jarðýtan ryður um á vetfangi skógarlundi, sem iðnar hendur hafa ræktað upp á löngu skeiði. Sinnu- leysi almennings um kristna trú er alvar- legt tímanna tákn á Vesturlöndum nú- tímans. Ef tala á um sókn kristindómsins á vorum dögum, þá er ekki þangað að líta, heldur til annarra heimsálfa, eink- um Afríku. Kristin trú hefur hingað til verið trú hvíta mannsins. Nú er það breytt. Sókndjarfar kirkjur í Afríku fara bráðum að senda kristniboða til Evrópu og Norður-Ameríku til þess að vekja sofendur og lífga dauða. Kirkjan hefur brugðist við af dirfsku og röggsemi Fljótt á litið virðist svo sem kirkjan láti sig meira skipta nú en síðustu áratugi mál sem gjaraa hafa verið talin tilheyra sérfræðingum á ýmsum sviðum svo og stjórnmálamönnum. Hver er þín skoðun á því? Kirkjan hlýtur að standa öðruvísi að verki að mörgu leyti nú en áður, sú veröld, sem hún er kölluð til að þjóna, er ekki sú sama og áður var, þó að manneskjan sjálf sé söm við sig innan rifja, hvernig sem búningur og umhverfi breytist og kirkjan eigi sama erindi við manninn nú sem fyrr og alla tíð. Kirkjan var fyrrum kvödd til afskipta af margvís- legum málefnum og til forsjár um margt. Hún hefur ekki lögbundnar skyldur og ábyrgð í mannfélögum nútímans á sama hátt og áður þótti sjálfsagt, þegar bæði andleg og líkamleg velferð þegnanna þótti best komin í hennar höndum og þegar ætlast var til þess að hún hefði, ef svo má segja, vit fyrir öllum. Þetta gafst misjafnlega, eins og eðlilegt var. Lúther og siðbótin gerði stórt strik í þessa reikninga með þeirri hugsjón sinni og kröfu, að menn fengju að standa á eigin fótum, vera fullgildir hver á sínu sviði og með beina ábyrgð fyrir skapara sínum. En áfram var kirkjan samt lengi allsherj- ar forsjá. Út frá forsendum siðbótarinn- ar hafa mannfélög þróast á Vestur- löndum til lýðræðis og hugsunarfrelsis. Svo kemur tæknivæðingin og allt sem henni fylgir, m.a. stórvaxin siðfræðis- vandamál. Kirkjan hefur á síðari tímum brugðist við breyttri aðstöðu sinni og þeim nýj u aðstæðum, sem bylting tímans hefur fært að höndum, af áberandi dirfsku og röggsemi. Það held ég að sé og hljóti að verða réttur og óvilhallur dómur um kirkju nútímans. Þá er ég að tala um kirkjuna í veröldinni. Kristnir menn hafa komið á víðtæku samstarfi yfir um mæri landa og kirkjudeilda, þeir hafa haslað sér sameiginlegan vettvang til þess að ræða og kanna vandamál af margvíslegu tagi, þar sem til eru kvaddir sérfræðingar á ýmsum sviðum, kristnir og ókristnir, þeir hafa komið sér upp aðstöðu til þess fylgjast með því sem er að gerast í stjórnmálum og vísindum og því verður ekki neitað, að það er tekið eftir því, sem kirkjan segir og aðhefst, þó að hvorki páfinn né aðrir geti kveðið niður ailt óhreint, hvorki í Suður-Amer- íku, Póllandi né annars staðar. Þeirri gagnrýni er oft beint gegn kirkjunni að hún sé sinnulítil um þau mál sem varða félagslegt réttlæti og barátt- una fyrir því? Það má sjálfsagt finna mörg rök fyrir slíkri gagnrýni. Iðnbyltingin í Evrópu krafðist nýrra viðbragða, þjóðfélög höfðu gagnger hamskipti, menn voru seinir að átta sig í þeim iðuköstum, sem þeir bárust út í, eins og verða vill, þegar sagan færir stór örlög að höndum óvænt. Og margt stórt bar að í einu, sem reyndi á þolrif kirkjunnar og árvekni kristinna manna. Eftir á fá menn betri yfirsýn og ýmislegt, sem var dulið þeim, sem í eldinum stóðu, kemur skýrar í ljós. Þá er auðvelt löngum að dæma eða vera vitur eftir á. Biblían er berorð um mis- rétti arðrán og rangsleitni Það er of einhliða úrskurður að kirkj- an hafi verið sinnulítil um félagslegt réttlæti, til þess að hann standist sann- gjarnt mat. Hitt er rétt, að menn sáu oft ekki málavexti eða drógu ályktanir um þá út frá þeim forsendum í hugsun, sem þeir þó vildu fylgja heilshugar. Og oft var það of stór freisting háklerkum að sjá hlutina með augum þeirra forréttinda- stétta, sem þeir tilheyrðu sjálfir, ellegar þá að vilja bæla alla hugsanlega ólgu, sem þeir töldu að leiða myndi af sér öngþveiti og verri afdrif fyrir alþýðu manna en ef haldið væri í líku horfi og áður. Því verður ekki neitað, að ríkis- studdar kirkjur sumra landa voru á tímabilum svæfðar í örmum valdsins. Á hinn bóginn er spurningin sú, hvaðan menn fengu hugmyndirnar um félagslegt réttlæti. Að því var vikið áðan. Biblían er berorð bók um misrétti, um arðrán og rangsleitni í viðskiptum við verkamenn, hún stendur alltaf með þeim, sem eru fátækir og fordæmir auðshyggju, ágirnd og kúgun í skjóli fjármagns eða annarrar aðstöðu. Orð hennar, sem kirkjan byggði boðun sína á og viðurkennd voru raunar almennt sem æðsta viðmiðun um breytni manna, hlutu að hafa áhrif, þau voru súrdeig, sem síaðist inn í vitund, stungu samviskuna, þegar gengið var í berhögg við þau, og vöktu margt tíma- bært orð og aðgerðir. Það er hægt að benda á stór afrek frá síðustu öld á sviði líknarmála og mörg drengileg viðbrögð kristinna vökumanna. Vakningahreyfing- ar tendruðu nýjar glóðir á arni irékjunn- ar, þær urðu víða til þess að vekja alþýðu til sjálfsvitundar og gera hana mynduga, ef svo mætti að orði komast. Trúarlegar vakningar ruddu oft brautina fyrir félags- legar hugsjónahreyfingar. Annars var þetta alltsaman ekki með sama hætti í öllum löndum. Enskir kirkjumenn t.d. margir voru virkir í verkalýðsbaráttunni frá upphafi og sumir þeirra (Coleridge, Maurice. svo tveir séu nefndir) lögðu mikið af mörkum í þjóðfélagsumræðu. Tekist var á um lífsskoðan- ir og tilverutúlkun Margir mundu vilja segja sem svo að kirkjan hafi hopað fyrir ýmsum straum- um í vísindum og heimspeki 19. aldar og þessarar, marxisma og borgaralegri frjálshyggju, hún hafi gerst of vilhöll þeim öflum þjóðfélagsins sem helst voru fulltrúar varanleika og stöðnunar, gerst of borgaraleg ef svo má að orði komast. Hvert er svar þitt við því? Þessi spurning er eðlilegt framhald af hinni næstu á úndan. Það var fleira en nýjar félagslegar aðstæður, sem bregðast þurfti við á síðustu öld. Tilverutúlkun margra áhrifamanna, sem töldu sig vera fulltrúa og merkisbera vísindanna á sigurgöngu þeirra, gekk þvert á kristin grundvallarsjónarmið. Sjálfumglöð efn- ishyggja í skartklæðum vísindagyðjunn- ar (klæðin voru að vísu stolin en gengu í augun samt) veittist harkalega að krist- inni trú. Ein greinin á þessum meið var heimspeki marxismans og sú greinin, sem lífsseigust hefur orðið og teygt sig lengst og dýpst til áhrifa. Og í sambandi við næstu spurningu hér á undan verður að hafa þá staðreynd í huga, að þar sem verkalýðsbaráttan komst alls kostar eða að miklu leyti undir merki marxismans og laut forystu manna, sem töldu hann vera hina einu réttu lífsskoðun, altæka og borna til allra yfirráða yfir líkama og sál, þá gat kristnum mönnum ekki dulist, að þar áttu þeir að mæta berum og svæsnum fjandskap, svo að þeim var með engu móti vært í neins konar sambýli eða samvinnu við það afl., Annars er hér um mikið og víðtækt mál að ræða, ef greina skyldi stefnur og strauma síðustu aldar, sem hafa fengið nokkuð rík ítök í almennum hugsunar- hætti þessarar aldar, bæði til góðs og ills. Ég hef oft bent á það, að harðar deilur fyrri tíma um vísindakenningar, t.d. kenningu Darwins, spruttu ekki af nein- um raunverulegum árekstrum trúar og vísinda, heldur var tekist á um lífs- skoðanir og tilverutúlkun. Það var ekki verið að deila um manninn sem náttúru - fyrirbæri eða hlut, sem vísindi geta fjallað um og náð tökum á, heldur um þann skilning hans á sjálfum sér, sem engin vísindi hafa neitt úrskurðarvald um. Þar voru trúarleg og siðgæðisleg meginefni í húfi. Ef kennig Darwins t.d. um, að það lifi sem lífshæfast er (survival of the fittest) var gerð að siðgæðislegu grund- vallarviðhorfí, þá var þar fengin réttlæt- ing á hömlulausri samkeppni, á nýlendu- stefnu og ránskap hvítra manna í öðrum heimsálfum, þeir voru í rétti samkvæmt „vísindalega sönnuðum" lögum náttúrunnar í krafti yfirburða sinna. Svo höfum við fengið önnur afbrigði þessara hugmynda um náttúru- val. Þar eru kynþáttakenningar nazis- mans hugmyndirnar um hinn aríska vatxarbrodd mannkynsins (þær hug- myndir eru ekki óþekktar á íslandi) og þar af leiðandi miður hæfa kynþætti, sem eigi að rýma fyrir hinu göfgara kyni. Og kenningin um hina útvöldu öreiga- stétt, sem eigi að erfa heiminn samkvæmt náttúrunnar lögmáli, er í talsverðum skyldleika við fyrmefndar skoðanir. Að hafast við í gömlum skotgröfum Ekki skal ég draga úr því, að kristnir menn hafi oft staðið illa að verki bæði í sókn og vörn. En að því slepptu og þegar á allt er litið voru þeir að verja og sækja mál, sem varðar allt mannkyn. Þeim sást yfir margt og missáu sig einatt, annað væri næsta ólíklegt, því ekki voru þeir annað en menn. Og kirkjan er ekki hrædd við að endurskoða sjálfa sig, enda eru tímar og menn alltaf að breytast. Einna verst er það, ef menn halda áfram að berjast við forynjur, sem eru ekki lengur til, eða hafast við í gömlum skotgröfum og senda púður þaðan út í loftið án þess að láta sér skiljast, að lífið er búið að fylkja upp á nýtt og komið áallt annan vígvöll. Stundum hafa menn sólundað góðum kröftum á þennan hátt. Flest það í heimspeki og guðfræði, sem hitaði mönnum mest í hamsi fyrir hundrað árum, hefur þokað af dagskrá í allri alvarlegri umræðu vegna nýrra verk- efna og gjörbreyttra viðhorfa. Þar fyrir eru hin dýpri rök stórra málefna ekki úr sögunni, þau koma aðeins fram í nýjum myndum og höfða á nýjan hátt til hugsunar og árvekni. Spíritisminn hefur verið áhrifamikill innan íslensku kirkjunnar á þessari öld. Er spíritisminn að þínu mati andstæður kristinni lífsskoðun? Spiritisminn eignaðist á sinni tíð mikil- hæfa og atkvæðamikla málssvara hér á landi. Þeir höfðu gáfur og aðstöðu til þess að láta um sig muna í andlegu lífi þjóðarinnar, enda höfðu þeir mikil áhrif. Spiritisminn hafði talsverðan byr sums staðar erlendis um þetta leyti. Ýmsir gerðu sér vonir um eða treystu því að aðferðir hans til þess að ná sam- bandi viðósýnilean heim myndu reyn- ast sterkt andsvar við efnis-, hyggju samtímans. Menn tóku gildar ríkjandi forsendur í hugsun þess tíma: Vísindalegum röksemdum verður ekki svarað nema með vísindalegum gagn- rökum. Úr því að vísindalega rökstudd efnishyggja hefur ekki rúm fyrir annan heim og annað líf, verður að hnekkja henni með aðferðum, sem hún tekur gildar. Og menn voru sannfærðir um, að með því að gefa gaum að hæfileikum miðla, athuga þau fyrirbæri, sem fram komu hjá þeim og kanna annað óvenju- legt, sem bendir til þess, að ekki sé allt sem sýnist, myndu fást sannanir fyrir öðru lífi, sem hlytu að verða viðurkennd- ar á vísindaöld. Trúarhreyfíng sem byggöi á fyrirfram viðteknum forsendum Þessi sjónarmið hafa verið gagnrýnd frá upphafi, bæði af vísindamönnum og kirkjunnar mönnum, þótt spiritisminn hafi átt fylgismenn í fylkingum beggja. í fyrsta lagi þykir mönnum spiritisminn hafa farið mjög úrskeiðis frá þeirri stefnu, sem vikið var að. Hann varð trúarhreyfing, sem byggði á fyrirfram viðteknum forsendum. I reyndinni hefur hann ekki litið á þær forsendur sem leiðsögutilgátur, heldur staðreyndir, sem hann hefur gengið út frá. Þar með hefur tilkall hans til þess að vera vísindi eða vísindalegar tilraunir fallið um koll. I öðru lagi hefur mönnum þótt vafa- samt, að ekki sé meira sagt, að telja tilkomu spiritismans til tímamótavið- burða í sögu mannlegrar þekkingarleit- ar. Þau fyrirbæri, sem hrundu þessari hreyfingu af stað og hún hefur snúist um, eru á engan hátt í neinum sérflokki né nein nýlunda. Að tala um þau sem nýja opinberun skýtur mjög yfir markið. Fyrirburðir af þessu tagi hafa fylgt mannkyninu á öllum tímum. Alls háttar viðskipti við anda hefur verið ríkur þáttur í lífi manna og er enn meðal flestra s.n. frumstæðra þjóða. Oftast hefur mönnum þótt standa nokkur ógn af þessum ósýnilegum nábúum, hvort sem um var að ræða framliðna menn eða aðrar andaverur og þeir töframenn, sem töldust kunna nægilega mikið fyrir sér til þess að umgangast þessar verur, leita frétta hjá þeim, halda þeim í hæfilegri fjarlægð og afstýra hrekkjum eða illvir- kjum af þeirra völdum, voru og eru býsna voldugir víða í mannfélögum. Og hér er komið að þriðja atriðinu: ✓ Ymislegt sem ekki er vert að leika sér með Öll æðri trúarbrögð hafa snúið baki við þessari tegund átrúnaðar. Það er ekki bara Biblían, sem varar við því að leita sambands við arida, hún á það sameiginlegt með ritningum og leiðbein- ingum annarra þroskaðra trúarbragða. Og ég er sannfærður um, að þetta er engin tilviljun. Varúð og varasemi á þessu sviði byggist á reynslu og innsæi manna, sem þekktu mannlega sál og ósýnilegt umhverfi mannsins. Við búum yfir ýmsu í djúpum sálar, sem getur snúist gegn okkur sjálfum, ef við sökkv- um okkur þar niður, það veit sálfræði nútímans og það hafa vitrir trúarlegir leiðsögumenn í austri og vestri alltaf vitað. Og það er ýmislegt í kringum okkur, sem ekki er vert að leika sér með eða taka inn á sig. Undir þessi orð mín hafa gætnir spiritistar reyndar tekið, þeir hafa varað við gáleysi í þessum sökum. En eigi að síður hefur spiritisminn örvað mjög margvíslegt gálaust fikt við huliðsöfl og ekki trútt um, að þeir sem telja slíkt varhugavert, fái slæman vitnisburð, hjá fulltrúum hans, þyki afturhaldssamir og þröngsýnir. Tvennt þarf ég að fá að taka fram enn: Þeir fyrirvarar og gagnrýni, sem hér er tæpt á, fela ekki í sér það, að ég neiti „dularfullum fyrirbærum“. Það ber ýmislegt fyrir flesta menn, sem þeir geta ekki skýrt og enginn skýrir. Það er hverjum greindum og gætnum manni samboðnast að yiðurkenna og það gera kristnir menn ekki síður en aðrir. En að taka slíku með athygli, ef svo ber til, og að leita eftir þv: með áfergju, það er tvennt ólíkt. Þar skilur á milli heilbrigðs og óheilbrigðs á þessu sviði. Hitt vil ég líka segja, að ég virði alla rannsókn, sem svo getur kallast með réttu. En til þess að um réttnefndar rannsóknir sé að ræða, þurfa þær að vera framkvæmdar af fullu vísindalegu raun- sæi og óvéfengjanlegu hlutleysi. Slíkar rannsóknir eru stundaðar núna að nokkru marki, og er það vel. Um árangur skal ég ekki dæma að svo búnu. En góðra gjalda vert að vísindamenn viðurkenni að hér sé um eðlilegt rann- Sjá næstu síðu Alsjálfvirk-einföld - ódýr: Ljósmyndun verður leikur einn,fyrir hvern sem er.með Kodak Diskmyndavélinni, Hún hugsar íyrir öllu, þú smellir bara aí. SKVELIN Vel á minnst, hefur þú hugsað fyrir fermingar- gjöfinni? Kodak Dlskur 4000... 1.300 kr. Kodak Diskur 6000 ... 1.900 kr. Kodak Dlskur 8000... 2.900 kr. HfiNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIRÆ AUSTURVERI UMBODSMENN UM LAND ALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.