Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 20
20_____________ spurningaleikur mmm FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 DÆGRftSTYTTING PftSKALEYFI ■ Um áramótin síðustu lauk í bili spurningarleik þeim sem á annað ár birtist að jafnaði hálfsmánaðarlega í Helgar-Tímanum. Síðasti sigurvegari var Stefán Hermannsson. f ráði mun að brytja upp á nýrri gestaþraut í helgar- blaðinu einhvern tímann með vorinu, en frá því verður nánar greint síðar. Aftur á móti áttum við í fórum okkar spurning- arleik sem aldrei var keppt f, og höfum nú í hyggju að leyfa lesendum að glíma við gátur hans í páskaleyfinu. Reglurnar eru einfaldar: Sá sem svarar spurningu rétt í fyrstu vísbendingu fær fimm stig, fjögur stig ef hann svarar rétt í annarri og svo framvegis þar til aðeins er boðið upp á eitt stig í fimmtu vísbendingu og ekkert stig ef staðið er á gati. mest er því hægt að fá 50 stig. Aldrei í sögu spurningarleiksins tókst neinum að komast svo hátt, og 30 stig þóttu yfirleitt mjög góður árangur. Að venju er svör að finna við hlið krossgátunnar annars staðar í blaðinu. 1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Við spyrjum um nafn: þýskt skáld sem prédikaði „listin fyrir listina“ yfir dyggum læri- sveinum hét þessu að eftimafni. Einnig báru það sex Englands- kóngar. Ekki að furða, því sjálfur verndardýrlingur Englands hét einmitt þetta. Enn einn með þessu nafni þykir gírlaus í meira lagi. Og fyrsti forseti USA hét þetta að fornafni. 2. spurning Eitt andartak girntist þessi maður bandarísku leikkonuna Jill St. John; Hann hafði afar gaman af að bjóða gestum sínum uppá viiligaltaveiðar. \ Hann átti óstýriláta dóttur sem var í einhverjum tygjum við Bóris sígauna. Hann er tiltölulega nýlátinn en hafði Icngi verið veikur. Hann var einn lautinanta Krússjofs, en reis enn hærra en meistarinn. 3. spurning Þetta ár lést í New York fyrrum heimsmeistari í skák, Emanúel Lasker. En í Sviss geispaði James Joyce golunni. Hér á Islandi lauk Ofvitinn við að koma út í fyrstu útgáfu. Og íslendingar ákváðu hvenær og með hvaða hætti þeir segðu skflið við Dani. ' Þjóðverji nokkur, Adólf Hitler, sendi heri sína ínn í Sovétríkin. 4. spurning Nú er komið í Ijós - þó fyrr hefði verið; - að maður þessi lamdi yngri bróður sinn gjam- an er báðir voru drengir... Hann ritaöi eitt sinn fræga grein um kvikmyndagagnrýni Morgunblaðsins og Pauline nokkra Kael. Öllu fyrr skrífaði hann bókina 'I'ilraun um manninn, og er sú um heimspeki Faðir hans var í eina tíð menntamálaráðherra, sjálfur er hann háskólakennarí. Yngri bróðirinn sem fyrst var nefndur heitir Vimmi.... 5. spurning Bók þessi hefst svona: „Áðan flugu tveir svanir austryflr.“ Þar segir m.a. nokkuð frá hinum miklu athafamönnum, Ylflngum... ....og stúlkan Diijá er býsna fyrirferðamikil. Ánnars heitir aðalkallinn Steinn Elliði. Krístján Albertsson hóf rit- dóm um bókina á frægum orðum: „Loksins, loksins. 6. spurning Fræg dóttir hans var Þetis, er átti einn frægari son. Hann var vitanlega guð og honum voru m.a. hestar og höfrungar helgaðir. En tákn hans var þríforkurinn. Hann var einn þríggja bræðra og réði einni undirheimum en hinn var höfuðguð í grískri trú. íslenskur starfsbróðir hans var .Ægir. 7. spurning Sagt er - og talið til tíðinda - að maður nokkur úr þessari stétt hafi dáið eftir að hafa runnið á bananahýði á Man- hattan. Stéttin er ekki fjölmenn og aðeins tvær konur teljast full- gildir félagar. íslendingar eiga enn engan fulltrúa í þessari starfsgrein, en hópur slíkra manna stundaði þó æflngar hérlendis um skeið. Fyrsti maðurinnn í stéttinni var Rússi er síðar fórst í flugslysi. Frægastur hér vestra er þó líklega Neil Armstrong. 8. spurning Þetta land hefur fætt af sér fleiri Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum en nokkurt annað. Þar eru nú jafnaðarmenn við völd. Áður hét það Gallía og Caesar lagði það undir Róm. Seinna var þar í landi kóngur- inn Karlamagnús. Höfuðborgin heitir ... París. 9. spurning Eftir hann þýddi Sigfús Daða- son: „Sannarlega lifi ég á myrkum tímum. / ... Sá sem hlær á aðeins enn óheyrða hina hræðilcgu frétt.“ Og Halldór Laxness snaraði: „Ungfrú María, ættarnafn Farrar, í apríl fædd; / ómynd- ug. Sérstök einkenni: engin. Illa frædd...“ Annars er ‘ann frægastur fyrir leikrit, t.d. Galfleó. Einnig Góðu sálina frá Sesúan og Mútter Courage, Púntflia og Matta. Hann var Þjóðverji og kaus að starfa og deyja í Austur-Þýska- landi. 10. spurning í sumar var þess kraflst hann yrði páfl. En þó lét hann sig hafa það að skrifa formála í íslenska bók. Fyrir nokkru flæktist hann í umfangsmikið mútuhneyksli. En nú vilja víst flestar ítalskar mæður fá hann fyrír tengda- son. Og flestir knattspyrnuþjálfarar í heimi vildu víst hafa hann í liði sínu því hann er markhepp-1 inn mjög. Roccoco - sófasett Stakir stólar og sófaborö. Úrval af gjafavörum. Reyr-húsgögn og málverk. Fermingargjafir í úrvali. Verslunin Reyr Laugavegi27, sími19380 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN é^dda hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.