Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983
5
Skýrsla um möguleika á alþjódlegu ráðstefnuhaldi hér á landi:
Hótel Loftleiðir eru sennilega eitt af fáum íslenskum hótelum sem uppfyllir skilyrði þau sem sett eru til hótela þar sem alþjóðlegar ráðstefnur eru haldnar.
Rádstefnu
gesturinn
arðvæn-
legastur
— eyðir fimmfalt
á við
ferðamanninn
■ „Það kemur fram í þessari skýrslu að
það er mjög til fyrirmyndar allt sem
heitir viðurgerningur og þjónusta á
veitingastöðum hér á landi,“ sagði Birgir
Þorgilsson framkvæmdastjóri Ferða-
málaráðs m.a. er fulltrúar Ferðamála-
ráðs Arnarflugs, Ferðaskrifstofu ríkis-
ins, Félags íslenskra ferðaskrifstofa
Flugleiða og Sambands veitinga- og
gistihúsa kynntu blaðamönnum úttekt
sem þeir fengu danska fyrirtækið Scand-
inavian Consulting Group til þess að
vinna fyrir sig, en úttektin fjallaði um
möguleika íslenskra hótela, flugfélaga, og
ferðaskrifstofa á að hefja samkeppni á
alþjóðlegum vettvangi, í þeim tilgangi
að fá hingað til lands í auknum mæli
alþjóðlegar ráðstefnur.
Alþjóðlegt ráðstefnuhald er stór þátt-
ur ferðamála, í flestum þeim löndum þar
sem ferðaþjónusta er stunduð sem at-
vinnugrein, enda kom það fram í máli
Heimis Hannessonar, formanns Ferða-
málaráðs á fundinum að ráðstefnugest-
urinn er einn arðvænlegasti gesturinn í
ferðabransanum, þar sem hann eyðir að
meðaltali fimmfaldri upphæð á við
venjulega ferðamanninn.
Danska fyrirtækið telur að við eigum
framtíðarmöguleika a þessu sviði, en
bendir jafnframt á að hingað sé langt að
ferðast, og dýrt, auk þess sem aðstæður
á íslenskum hótelum, sem þeir hafa
kynnt sér vel, bæði hér í Reykjavík og á
landsbyggðinni, séu ekki nægilega hent-
ugar fyrir ráðstefnuhald. Benda þeir á
að hentugasta stærð hótela fyrir alþjóð-
legt ráðstefnuhald sé 2 til 300 rúma.
Helstu niðurstöður skýrslunnar, sem
er umfangsmikil, að á Islandi sé að finna
margar þær aðstæður sem geri landið
eftirsóknarverðan dvalarstað fyrir þátt-
takendur í alþjóðlegum ráðstefnum. Á
hinn bóginn séu hótel hér á landi ekki
álitin vera nægjanlega vel í stakk búin
til að sinna slíkum gestum og fundarhöld-
um. Sögðu Danirnirá fréttamannafund-
inum að við værum talsvert mörgum
árum á eftir öðrum Norðurlöndum á
þessu sviði. Ýmist væru hótelherbergin
ekki nógu vel búin eða aðstöðu og áhöld
skorti til fundahalda.
Danirnir setja fram tillögur í níu
liðum í lok skýrslunnar, sem fjalla um
nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta. Af
þeim má nefna stofnun ráðstefnuskrif-
stofu innan Ferðamálaráðs, áætlun á
sviði markaðs- og sölumála fyrir tíma-
bilið 1984 til 1986, endurbætur hótelher-
bergja og fundaraðstöðu og prentun ráð-
stefnubæklings til kynningar á landi og
þjóð.
Er skýrsla Dananna nú til frekari
vinnslu hjá aðilum þeim sem létu vinna
hana, en síðar verður tekin ákvörðun um
framhaldið.
Skýrsla þessi og vinnan henni tengd,
kostaði 100 þúsund danskar krónur, og
er hún fjármögnuð af þeim aðilum sem
að ofan eru greindir.
(Tímamynd G.E)
Með ákvörðun
fyrir 8. apríl
getur þú gengistryppgt sumarferðina
SL-kjörín haía aldrei notið meiri vinsœlda en í dr
og nú bjóðum vió öllum viðskiptavinum að velta
lerðamöguleikunum fyrir sér yíir pdskana og tryggja
sér síðan réttu íerðina á SL-kjörum íram til 8. apríl.
Þetta sérstaka greiðslufyrirkomulag tryggir
íarþegunum íast verð sem stendur óhaggað þrátt
lRAnWnl rnánudaga
teSlsrSs
SSsgsgssSL.-
1 kiauiunum herb. *uð _
Ipœmiumveiö. * ^
\ 12^700^ 1
\ ^®Sutn vel&' V
fyrir gengislœkkun eða hœkkun á eldsneytisverói.
Með því að greiða 1/2 eða allan ferðakostnað er
verðið fest í sama hlutfalli við gengisskráningu
Bandaríkjadollars á innborgunardegi. SL-kjörin
gilda í allar íerðir.
Sumarhús í Danmörku
Aukaíerð 28. maí!
Það þarí ekki að haía mörg orð um ágœti dönsku
sumarhúsanna, eftirspurnin segir best til um það. Nú
er uppselt í flestar brottfarir sumarsins og við efnum
því til 14 daga aukaferðar 28. maí.
t9e'um ,??9s>Q}Ar --
°^Esc ‘ 09 19 í°l
Rútuferðir -_____________
san?einast,1 hressilegum íeróaanda og
ogleymanlegu rútuœvintýri. ^
nVhalfu fœði kr. 23.900
m ■■■ ■ mmm — __