Tíminn - 31.03.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 31.03.1983, Qupperneq 6
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 é ■ Hcr má sjá Margréli Þúrðardóttur mcð hálsmenið góða sem hún fékk frá einum eldri ættingja sínum og hún getur sérstaklega um í viðtalinu. ■ Skrýðst fcrmingarkyrtlinum fyrir athöfnina |3 % Tl HH t'. u u\ ■ Fermingarbörnin ásamt presti sínum. „ÉG ÁLfT KRISTNA HtÚ SERSTAKLEGA MIKILVÆGA FYRIR HVERN OG EINN” — segir Margrét Þórdardóttir sem fermd var nú á pálmasunnudag ■ Nú um páskuna eru fermingar í algleymingi og þau börn sem nú gangast undir fermingu víða um land skipta þúsundum. Okkur þótti því við hæfi að ganga á fund ungrar stúlku sem fermd var nú á pálmasunnudag og ræða lítillega við hana um ferminguna og allt þaö sem henni fylgir. Fyrir valinu varð Margrét Þórðardóttir Selvogsgrunni 22, fædd 7/ 11 1969. Hvar fermdist þú Margrét? „Ég var fermd í Laugarneskirkju af. sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni." Hvcrnig var undirbúningnum háttað? „Við mættum einu sinni í viku niðri í kirkju og presturinn hlýddi okkur yfir það sem hann setti okkur fyrir. Hann lagði höfuðáhersluna á trúarjátninguna og þurftum við að kunna hana utan að. Einnig lagði hann áherslu á að við kynnum 23.Davíðssálm og lærðum við hann líka utan að. Að öðru leyti reyndum við að meðtaka hinn kristilega boðskap eftir föngum". Hvað um gildi svona athafnar? „Ég tel að kristin trú sé ákaflega mikil- væg fyrir hvern og einn, enda búuni við að hinni kristnu arfleifð frá fyrstu tíð í þessu landi. Allt mitt fólk hefur gengist undir það sama og ég í einlægri trú og af góðum vilja og ég sá enga ástæðu til þess að fara aðrar leiðir". Finnst þér þú vera of ung til þess að gangast undir athöfn af þessu txi? „Það má e.t.v. segja að maður sé aðeins of ungur. Ég hefði t.d. talið eðlilegra að þetta ætti sér stað einhver- tíma um 16 ára aldurinn, því ég álít að þá sé minni hætta á að maður gleymi mörgu af því sem maður hefur lagt á minnið núna. Það má þó sjálfsagt deila um þessi atriði. Þó álít ég að fyrirhöfnin við undirbúningin sé full mikil fyrir svona unga krakka. Það töluðu t.d. margir krakkanna um að þetta væri töluvert erfitt og mikil fyrirhöfn. Hefur þú tekið þátt í einhverju kristi- legu starfi áður? „Já, þegar ég var yngri starfaði ég í KFUK. Að sjálfsögðu bý ég að mörgu því sem þar var gert. Þar var t.d. mikið um bænalestur og söng og þar lærði ég fyrst trúarjátninguna. Undirbúningurinn undir ferminguna var því að mörgu leyti léttari fyrir mig en annars hefði verið" Hvað um gjafirnar? „Jú, þetta hefur alltaf verið mikið, atriði, einkum nú í seinni tíð. Ég held að þær gjafir sem ég fékk séu nokkuð dæmigerðar fyrir það sem gengur og gerist nú í seinni tíð. Ég fékk t.d. stereosamstæðu frá foreldrum mínum, þá fékk ég ensk-íslenska orðabók, rit- safn Jónasar Hallgrímssonar, tvo hringa, tvær hálsfestar, svefnpoka og nokkuð væna fjárupphæð. Ég held að fólk verði bara ao gera sér grein fyrir aldarandan- um eins og hann er þó auðvitað megi finna að hlutunum eins og þeir eru. Annars fékk ég eina gjöf sem mér fannst mjög mikið til koma. Það var hálsfesti sem ég fékk frá eldri konu sem er mér nátengd, en það var fyrsti skartgripurinn sem hún eignaðist og ég ber hér um hálsinn eins og þú sérð. Þetta er gjöf sem mér finnst mjög mikils virði, þó auðvitað þyki mér vænt um allar hinar gjafirnar líka“, sagði Margrét Þórðardóttir að lokum. ÞB ■ Til hamingju

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.