Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 31. MARS1983 Gluggað í Matreidslubók Jóninnu Siguróardóttur: Grafið innan stóran hól... Þegar þjóðira hætti að éta súrt og þurrkað ■ - Hvaö ætli maður þurfí cinlægt að vera að éta, það er ósiður. Eitthvað á þessa ieið svaraði Guðrún Jónsdóttir stúlka, er hún var spurð hvers vegna hún hefði iátið ógert að næra sig á 6 punda brauði sem hún hélt á í þriggja sólahringa villu uppi á heiði og lifði ekki við annan kost en pollavatn. Brauðið var annarra eign og því kom ekki annað til mála af trúu hjúi en að skila því óskertu til húsbændanna þótt hún lenti í að rangla um óbyggðir. Hvað sem Itöur þeirri skoðun að það sé ósiður að vera einlægt að éta verður ekki hjá því komist ef mannfólkið ætlar að halda heilsu og lífi. Enda líta ekki allir sömu augunt á þá nauðsynlegu athöfn að horöa og lcngi minnast menn orða Þorsteins matgoggs - ég vildi ég væri sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta, er hann gat ekki troðið meiru í sig í veislu þarsem höfðinglegavarveitt. Það hefur löngum verið ærinn starfi fyrir íslenska þjóð að afla sér næringar. Eitt af því sem gerði búsetu hér á landi fýsilega á sínum tíma voru þau ummæli, sem fréttust víða að á lslandi drypi smjör af hverju strái. Lýsingar eru til um vötn og firði fulla af fiski, takmarkalítilli hágabeit, fugli og lival og nægum eidivið. Sögusagnir af ofgnóttinni átti ríkan þátt í að land byggðist og varð albyggt á tiltölulega skömmum tíma. Hvort sem þetta var orðum aukið auglýsingaskrum cða að búsetan spillti landsins gæðum verður engum getum leitt að hér. En staðreyndin er að löngum hefur verið þröngt í búi á íslandi og snenrma urðu tii sögur um þröngan kost og horfelli og menn börðust um björgina á hvalfjöru sem bendir til að slíkur reki hafi frcmur verið undantekn- ing en regla. sögðu eitthvað á þá leið, að ef menn færu <tð rækta rótarávexti og kál ætu þeir meira kjöt og minna kæmi til verslunar- innar. Líklega hefur kaupmönnum einn- ig þótt betra að menn keyptu meira af innfluttu korni. í ferðabók Eggerts og Bjarna er getið um kálgarða og voru þá ekki nema 4-5 matjurtagarðar litlir í Borgarfirði, 2 í Snæfellsnessýslu, nokkru fleiri í Barðastrandasýslu. Á Norður- landt er getið um 3 kálgarða, enga á Austurlandi, en einna menningarlegast varástand í þessum efnum áSuðurlandi. Þessi tregða til að rækta matjurtir segir talsvert um þann doða scm ríkti með þjóðinni, sem þó varð að neyta allra sinna krafta til að hafa ofan í sig. í hinni fróðlegu samantckt Jónasar frá Hrafnagili um íslenska þjóðhætti er sitthvað um matargerð og mataræði, einkum á öldinni sem leið. En það er eftirtektarvert í því verki hve víða er minnst á mat í köflum sem fjalla um allt aðra hluti. Aukabitar voru gefnir af alls kyns tilefni og virðist að ávallt hafi veriö tilhlökkunarefni að fá tilbreytingu í mat og þótti mikils um vert að fá meira f svanginn en skammtinn sinn. Þetta gæti bent til að fólk hafi yfirleitt verið vannært og ckki fengið fullan kvið nema við sérstök tækifæri. Fremur skóflr en matjurtir Víða er að finna í heimildum ófagrar lýsingar á matarleysi óg til hverra ráða þjóðin. greip til að halda í sér lífinu og var þá fleira matur en feitt kjet. Hjátrú og þekkingarskortur í sambandi við matar- æði átti sinn þátt í að fólk svalt fremur en að leggja sér til munns ýmist það „óæti“ sem hún er talinn herramanns- matur. Hér má nefna til skelfisk, sem hvergi var étinn nema á Vestfjörðum, hrossakjötsát þótti óhæfa og undarlega var mörlandinn afundinn gagnvart kál- görðum, fremur átu menn skófir og villtar rætur en að rækta sér matjurtir. Enda þótti kálslap ekki mannamatur og þótti slæm vist að vera á bæjum sem boðið var upp á slíkt. Á 17. öld voru til kálgarðar og sumstaðar stórir á höfð- ingjasetrum, en þegar kom fram á 18 öldina voru þeir að mestu niður lagðir, og víðast hvar horfnir. Upp úr 1700 var reynt að fá menn til aðgera kálgarða en árangur varð lítill, enda lögðust kaup- menn á móti slíkum framkvæmdum, Frá vannæringu til ofáts En tímarnir breytast og þar sem bjargarskortur var áður citt höfuðmein þjóðarinnar er svo komið að nú á dögum er oft talað um að offramleiðsla á matvælum sé eitt af efnahagsvandamál- um og að hægt verði að búa betra lífi í landinu ef draga mætti úr matarfram- leiðslu. Ekki er nú víst að svo sé, en hitt er annað að íslendingar framleiða meiri mat en þeir geta torgað og fiskveiðar eru svo miklar að við fæðum milljónir manna erlendis á því sjávarfangi sem hér er dregið úr sjó. Nú á dögum lifum við í allsnægtum, flytjum inn ferskar matvörur úr flestum heimshornum, ávexti, grænmeti og meira að segja bakninga úr verksmiðjum í fínupr stórborgum menningarland- anna. Viðurværið hefur breyst að sama skapi, og afkomendur þang og skófna- ætna gefa út ótal fagurlega prentaðar matreiðslubækur þar sem kennt er að matbúa allt heimsins hnossgæti. í blöð- um eru reglulegir pistlar sem sprenglærð- —y- ■ Hcimavinnundi starfskraftur nútímans á um margt auðveldari ævi en húsfreyjur er gættu bús og barna og nutu virðingar og matarástar. ar menntakonur leggja metnað sinn í að gera sem best úr garði og leiða sauðsvart- ann almúgann í allan sannleika um hina göfugu matgerðarlist og þeir sem eru fyrir breyttan mat þurfa ekki að borða sama réttinn nema einu sinni á ævinni þótt þeir setjist að matborði þrisvar á dag alla sína lífstíð. Meðferð, geymsla og tilbúningur matarins hefur tekið slíkum stakka- skiptum að ömmur okkar hefði skort bæði skilning og trúgirni til að meðtaka þau býsn éf einhver hefði haft hug- myndaflug til að spá um öll þau furðutól sem nú eru samankomin í ósköp venju- legu eldhúsi. Rafmagnseldavélar, ís- skápar, frystikistur, hrærivélar með fylgihlutum og örbylgjuofnar sem full- steikja á tveim mínútum og fleira og fleira og enn fleira heyra nú til daglegu amstri í matseldinni, en hefðu fyrir örfáum áratugum þótt lyginni líkast. Hér skal engin tilraun gerð til að rekja matartilbúning og mataræði enda standa efni ekki til þess. Matreiðslubækur hafa verið gefnar út hér á landi annað slagið, allt frá því menningarfrömuðurinn Magnús Stephensen konferensráð skrifaði og gaf út kennslubók í matargerð arhst handa heldri manna konum og skal sú menningarviðleitni heldurekki rakin. Allt eldsneyti er dýrmætt Fyrir réttum 40 árum kom út fjórða útgáfa aukin af Matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur með heilsufræðilegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson lækni. Höfundur bókarinnar rak hótel og veitingasöluna Goðafoss á Akureyri og var annáluð dugnaðarkona og mat- reiðslumeistari í besta lagi. Matreiðslu- bók Jóninnu var mikið keypt og notuð, enda enginn svikinn af þeirri kennslu sem þar er veitt. Enn í dag fletta rnargar konur iðulega upp í þessari góðu bók þegar vel á að vanda til matargerðar og hafa á orði að ekki sé betri leiðbeiningar að fá annars staðar, sérstaklega að því er viðkemur því sem kallaður er ís- lenskur matur, svo sem sláturgerð og fleira sem innlent hráefni er meginuppi- staða í. Óhætt er að fullyrða að bók þessi sé klassísk í besta skilningi. Ekki er meiningin að fara náið út í matargerðarlist Jóninnu í þessu ágripi, en grípa niður íþeim köflum, sem viðkoma meðferð á matvælum. Þótt ekki sé liðinn lengri tími en raun ber vitni frá því Matreiðslubókin kom síðast út hefur orðið slík breyting á meðferð matar að það er fyrir þá sem leggja sig eftir að ástunda hinn göfuga matartilbúning við n útímaaðstæður að frétta hvernig þetta var fyrir aðeins örfáum áratugum og hve aðstæður hafa breyst mikið. Orkuskortur er engin ný bóla og hátt orkuverð vex nútímamanninum mjög í augum en ráð voru til að nýta sem minnsta orku við matartilbúning og enn allt óhóf og óþafa eyðsla var Jóninnu mjög á móti skapi. Hún hefur kennslubók sína á stuttum kafla um eldsneytissparnað: „Allt eldsneyti er dýrmætt, sérstak- lega kolin, sem stundum kunna að hækka mjög í verði. Það er gremjulegt að sjá, hvernig oft er bruðlað með eldivið. Við uppkveikju er tíðum alltof mikil steinolía notuð. í stað þess að oftast nægir að væta mó- köggul lítillega með olíu. Stúlkunum virðist jafnaðarlega sem súgur sé ekki nógur í eldavélinni, opna því hurðina á vélinni upp á gátt, en gleyma síðan að loka henni aftur, loginn blossar þá upp eldavélin hitnar fram úr hófi og ekkert er hugsað um, hvað kolin kosta. En það er ekki nóg, að hin óhóflega eldiviðareyðsla sói peningum til einskis, heldur veldur hún oftast því að maturinn heppnast illa. Allur matur, sem soðinn er of geyst, verður bragðminni en ella, og ef ekki er nóg aðgæsla höfð, verður hann hreint og beint óætur eða illboð- legur, með því að hann verður sangur eða viðbrenndur. Það er ætíð best að sjóða allan mat hægt við lítinn eld, svo að aldrei þurfi að taka hlemminn ofan af, þegar farið er að sjóða, og þá þarf venjulega aldrei að hræra í. Með þessu móti verður matur- inn næringarmeiri og sætari á bragðið. Ennfremur eyðist minni tími í að hræra í og eldiviður sparast að miklum mun." Orkusparnaður Ekki var spöruð fyrirhöfnin eða til- færingarnar við matargerðina ef það mætti verða til að spara útgjöldin. Hey- suða, eða suða í hitageymi er aðferð sem Jóninna mælir með, og lýsir svo: „Öllum þeim mat, sem krefur langa suðu, ætti að halda við suðu í hitageymi, því að það sparar eldivið svo ákaflega mikið. Hvernig getur maturinn haldið áfram að sjóða í hitageymi? Það sýnist í fjótu bragði ótrúlegt, að maturinn geti haldið áfram að sjóða í potti eftir að hann hefur verið tekinn ofan af hlóðunum. Þó er þetta svo, og er auðvelt fyrir sérhvern að sannfærast um þetta, en þetta er bundið vissu skilyrði, og það er, að potturinn geti haldið á sér hitanum, og verður því að koma í veg fyrir, að hitinn streymi út í loftið. Þetta er hægur leikur með því að láta pottinn ofan í hitageymi undir eins og hann hefur verið tekinn ofan af eldinum. En hita- geymirinn er ílát með þannig löguðum veggjum, að þeir hleypa eigi hita í gegnum sig. Einfaldasti hitageymir og ódýrasti er heykassi, og geta allir með mjö£ litlum tilkostnaði látið búa sér til þess konar áhald, eftir þeirri fyrirsögn, er hér fylgir. Fáið yður ferstrendan kassa, sem er xh metri að þvermáli, og hér um bil 3/4 metra á dýpt. Á kassanum verður að vera lok á hjörum. Nú fær maður sér poka, nægilega stóran til þess, að venju- legir pottar (sem eru 25-30 sm. að þvermáli) geti hæglega gengið ofan í. Þá sprettir maður upp pokabotninum og neglir síðan neðra opið á þessum poka- hólk niður í kassabotninn. Að því búnu er troðið heyi í kassann utan við pokann og síðan neglir maður rendurnar á efra pokahorninu allt í kringum kassaopið. í botninn á pokarúminu leggur maður laust hey, sem hægt er að skipta um við og við. Nú er hægt að láta sjóðandi pottinn ofan í pokarúmið, en nauðsyn- legt er, að góður hlemmur sé yfir pottin- um. Og ennfremur verður að hafa kringlótta heydýnu til að byrgja með opið á pokarúminu og loka síðan kassan- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.