Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 21

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 tilkynningar Námskeið í frönsku og franskri menningu fvrir kennara og Ivrirsvarsmenn æskulýðssamtaka ■ - Ef þú erl á aldrinum 20 til 45 ára - Ef þú hefur ábvrgöarhlutverki aö gegtta í æskulýðssamtökum einhvers konar eða ef |iu hefur umsjón rn.eö kennslu eða tóm- stundastarfi utan viö hiö eiginlega skólákerfi eöa þá ef þú kennir við óldungadeild og ef þú talar þegar dálítið frönsku þá stendur þér til boða að taka þátt. þér að kostnaöarlausu í námskeiði í frönsku og franskri menningti. sent sérstaklega er skipulagt fyrir þig. Námskeiðiö fer fram frá 23. maí til IS. júní næstkomandi í Antibes við Miðjaðarhafs- strönd Frakklands. 35 þátttakendur frá 20 löndunt ntunu þar komasaman'. Á námskeið- inu verður veitt kennsla i frönsku með Itjálp nvsígagna („audiovisuel") auk samræðutima og einnig verða fundir og untræður um franskt þjóðfélag nú á dögunt. um félagsstarf. fullorðinnalræöslu. nýjungar í tómstunda- starfi, um félágssamtök og alþjóðleg mót æskufólks o.s.frv. Menningarferðir, skoðunarferðir. fundir með frönskum' starfsbræðrum verða einnig reglulega á dagskrá. Námskeiðið fcr frani í menningarmiðstöð er stendur í garði um 400 metra frá strönd- inni. Ekki hefur gleymst að skipuleggja frítímann: þttr er fyrst að nefna ströndipa að sjálfsögðu, tennjs, hjólreiðaferðirog fleira. Sérhver þátltakandi mún þurfa að skipu- leggja eina kvöldskcmmtun þar sem hann á að kynna Ivrir hinum þátttakendunum land sitt og þjóð. Nántskeiðið gisting. fæði og skipulagðar skemmtanir eru þátttakendum algjörlega aö kostnaðarlausu en ferðakostnað til Anitbes greiða þeir sjálfir eða þau félagssamtok er þeir tilheyra. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér hið allra fyrsta til menningardeildat franska scndiráðsins, Túngötu 22, því umsókn þarf að skila þangað fyrir miövikudaginn 23. mars. Gert er ráð fyrir að þátttö.ku tveggja Islendinga í námskeiði þessu. Til aö al’la nánari upplýsjnga skal hrinnt í síma 17621 eða 17622. ' Norræna félagið: Höfuðborgarráðstefna í Osló 13.-15. maí ■ Höfuðborgadeildir Norrænu félaganna hafa með sér ýmiss konar samvinnu. Einn þáttur þessarar samvinnu er, að á hverju ári er í einhverri höfuðborginni haldin ráðstefna um eitthvert efni, sem snertir norræna sam- vinnu. Fyrir þrem árum var haldin slík höfuðborg- arráðstefna í Reykjavík, og var þar fjallað um listina og borgina. Sóttu hana um 90 manns frá hinum Norðurlöndunum. Fyrir tveim árum var ráðstefnan haldin í Stokk- hólmi ogfjallaðum BellmannogStokkhólm. í fyrra var ráðstefnan haldin í Kaupmanna- höfn og Suður-Slésvík og fjailað um syðstu héruð Norðurlanda. í ár verður höfuðborgarráðstefnan haldin í Oslo 13. til 15. maí og fjallað um tengsl höfuðborganna við aðra landshluta. Þátttak- endur mega vera allt að 25 frá hverri höfuðborg. Ráðstefnan fer fram í Hótel Voksenásen rétt utan við Oslo, en það er ráðstefnumiðstöð, sem Norðmenn gáfu Sví- um sem þjóðargjöf í þakklætisskyni fyrir aðstoð þeirra á styrjaldarárunum. Þátttöku- gjald er aðeins 880 norskar krónur, og er innifalin í því gisting og fullt fæði. Á dagskrá ráðstefnunnar er m.a. heimsókn í Akershús- höll, hádegisverður í Ráðhúsinu í Osló, sýning á Leðurblökunni í Norsku óperunni og skoðunarferð um Osló. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 7. apríl. Fréttatilkynning frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur ■ Hinu árlega TOMMA-RALLY, verður dagana 9. og 10. apríl '83. TOMMA-RALLY '83 er fyrsta rally keppnin á árinu. Eknar verða hefðbundnar leiöir ínágrenni Réykjavíkurallsum300km. Er Tomma-rallv ’83 ekið í tveimur áföngum þannig að eknir verða u.þ.b. 150 km. á dag. Sérleiðir eru um 30% af keppninni. Skráning keppenda er hafin og hafa 17 keppendur skráð sig nú þegar. Öðrum skrán- ingarfresti lýkur þann 24. mars og þriðja skráningarfresti lýkur þann 31. mars og eru væntanlegir keppendur sem ekki hafa skráð sig hvattir til að gera það nú þegar. Allar nánari upplýsingar um TOMMA- RALLY ’83 og um rally yfirleitt er hægt að fá alla fimmtudaga milli kl. 20-23 á skrifstofu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur að Hafn- arstræti 18 Rvík. sími 12504 svo og í stjórnstöð og upplýsingamiðstöð TOMMA- RALLYS ’83 í félagsmiðstöðinni Þróttheim- um við Holtaveg dagana 9. og 10. apríl. Keppnisstjórn Tomma-rally ’83 21 Hentugt fyrir: skipafélög, bændur, fiskverk- endur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vant- ar frysti/kæligám getum við útvegað hvort heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttar- vagna eða frysti/kæli sem getur staðið hvar sem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa með sér- stak/ega stórri frystipressu, afköst: 1000 kg pr. k/ukkustund. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ Kaupleigusamningur allt að 12 mánuðum eða sériega góð greiðslukjör. Kynntu þér kjörin. — Sendum upplýsingabæklinga. Við höfum lausnina. t \ Frysti- eða kæliútbúnaðurínn, sem er felldur inn í framhlið gámsins, verður prófaður og stilltur áður en afhending fer fram. Ef aðeins er um kæliútbúnað að ræða verður gámurínn afhentur með uppsettri þjöppu (compressor). Ef flytja á djúpfrystar vörur verður útbúnaðurinn með nýrri og stærri þjöppu og nýjum varma- þensluloka fthermo expansion valvel, hitastilli o.lI. FRYSTI- 0G KÆLIGÁMAR HF. Skú/agötu 63. Sími 25880. A THl Breytt simanúmer. Símsvari svarar allan sólarhringinn. Útboð Laxárdalshreppur óskar eftir tilboðum í að fullgera 2. áfanga á grunnskóla í Búðardal. Húsið sem er uppsteypt og glerjað er 725 ferm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Laxárdalshrepps í Búðardal, Verkfræði og teiknistofunni s.f. Kirkjubraut40rAkranesi og undirrituð- um gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á sömu stöðum föstudaginn 22. apríl 1983 kl. 11.30. m S ORMAR ÞÓR GUÐMUNDSS0N ARKITEKTASTOFAN SF örnOlfur hall arkitektar fai Borgartún 17 • 105 Reylgavik • Simi 26833 Útboð Reyðarfjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í að reisa og gera fokhelt 280m2 dagheimili á Reyðarfirði. Húsið er úr timbri og skal verkinu lokið 5. ágúst 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Reyðarfjarðarhrepps og á Teiknistofunum Laugavegi 42, Rvík, frá og með 6. apríl 1983 gegn 2.500.- króna skilatryggingu. Teiknistofurnar Laugavegi 42

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.