Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 16
16 mmm FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 Guffen 2,6 mykjudreifara Guffen 4,2 mykjudreifara Bögballe 221 fyrir tilbúinn áburö BÆNDUR Hugsið snemma til vorverkanna Eigum til afgreiðslu strax Bögballe 600 fyrir tilbúinn áburð VÉLADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900 %' Úmferð um páska ■ Um páskahelgina eru margir á ferð og flugi um allt land. Allra veðra er von, svo mikilvægt cr að klæðast hlýjum fatnaði og góðum skóbúnaði, hvernig sem ferðast er. Þeir sem fara á eigin bílum þurfa að hafa meðferðis skóflu og keðjur, auk nauðsynlegra varahluta, ásamt skjólfatnaði og teppi. Mikilvægt er að afla áreiðanlegra upplýsinga um veður og færð, ekki síst á fjallvcgum. Enginn ætti að leggja út í tvísýnu, "því ekki er víst að aftur verði snúið, ef menn sitja fastir á heiðum uppi. Sérstaklega má benda þeim sem á ein- hvern hátt hafa skerta likamsorku, t.d. vegna heilsuleysis á þetta atriði. Ekki er ólíklegt að nú séu malarvegir á landinu einhversstaðar auðir og einmitt nú fá margir að endurnýja kynni sín af þeint. Þegar ekið er á malarvegum er mikilvægt að hafa hættuna af grjótkasti í huga.- Hún er mun meiri nú en að sumarlagi, því flestir eru með snjóhjól- barða undir bílum sínum. Það er því brýnt að draga vel úr ferð við mætingar. Notkun ökuljósa er einnig afar mikilvæg og ættu ökumenn ekki að spara þau. Stöðuljós má aldrei nota í akstri. Þeir sem hyggja á langferðir ættu að reyna að aka á jöfnum, hæfilegum hraða miðað við aðstæður. Slíkur akstursmáti sparar eldsneyti og eykur öryggi, því framúr- akstri fylgir ætíð áhætta. Víða má búast við mikilli umferð í nágrenni skíðasvæða. Þar er sérstök ástæða til að halda hæfilegu bili á milli bíla. Tryggja þarf, að bílar sem lagt er meðan menn bregða sér á skíði, valdi ekki hættu fyrir aðra vcgfarendur. Gagn- kvæm tillitssemi er allt sem þarf. Vegfár- endur verða að virða þarfir og takmark- anir hvers annars til að umferðin gangi eðlilega og allir séu ánægðir á ferð. Hestamcnn ættu t.d. að ríða utan vega alls staðar þar sem kostur er, eða velja fáfarna vegi. Ökumenn ættu að muna. að hesturinn er lifandi vera, en ekki dauð vél. Sama tillitssemi á og að ríkja á milli göngu- og skíðamanna og þeirra sem aka um á vélknúnum farartækjum. Þetta á ekki síst við um þá sem þeysa um á vélsleðum. Akstur þeirra krefst marg- háttaðrar tillitssemi. Um leið og Umferðarráð óskar fólki góðrar ferðar, hvort sem það fer í langar ferðir eða stuttar, minnir það góðfúslega á, að með því að virða í hvívetna reglur um hámarkshraða eykst að mun eigið öryggi og annarra í umferðinni. Ef fólk hefur í huga það sem hér hefur verið bent á, einsetur sér að vera í góðu skapi og notar bílbeltin í páskaferðalaginu, ættu allir að geta samglaðst í helgarlok yfir velheppnaðri ferð. Höfum boðskap norræns umferðarör- yggisárs í huga í páskaumferðinni. Við eigum samleið. Tillitssemi - allra hagur. Umferðarráð óskar landsmönnum öllum gleðilegrar og slysalausrar páskahátíðar. Ferðir strætisvagna Reykjavíkur um páskana 1983. Skírdagur: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Föstudagurinnlangi: Akstur hefst um kl. 13. Laugardagur: Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Akstur hefst á venjulegum tíma. Páskadagur: Ekið eftir venjulegri laugardagstímatöflu. Akstur hefst um kl. 13. Annar páskadagur: Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Ath: Ekki ekið að Geithálsi á föstudaginn langa og páskadag. Aðstoð við landsbyggðina Dreifbýlismiðstödin býður einstakl- ingum og fyrirtækjum þjónustu sína. Útvegum með stuttum fyrirvara flestar þær vörur, sem þig kann að vanta. Símaþjónusta: Ef nauðsyn krefur, má hringja eftir iokun í síma 76941. Dreifum einnig vörum utan af landi, í Reykjavík og nágrenni. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 14-17. n Skeifunni 8 - tfeykjavík. - Sími 91-39060.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.