Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 A faralds- . - - ^ ^ar- fæti Umsjón Agnes Bragadóftir ■ Þcir Magnús og Ari Trausti lánuðu Tímanum nokkur sýnishom af myndefni sem gæti komið í Fjallamennsku. Hér er sigið í Gígjökli, Eyjafjallajökli HAIUMENNSKII Kennslubók í fjalla- mennsku og ferða- mennsku, vænfanleg á markadinn ■ Höfundar Fjallamennsku, þeir Magnús Guðmundsson og Ari Trausti Guðmunds- son. (Tímamynd - Arni Sæberg) ■ Hér er klifrað á leiðinni 55 gráður norður í Þverfelli, Esju. Undir klettin um ofarlega sést í þann sem tryggir neðri ísklifrarann. ■ Fjallamennska heitir bók sem kemur út nú í aprílmánuði hjá Erni og Örlygi, og er hún unnin af þeim Ara Trausta Guðmundssyni og Magnúsi Guðmunds- syni, en Hreinn Magnússon hefur tekið velflestar myndirnar sem birtast í þessari bók. Lmsjónarmaður þcssarar síðu hafði fullan hug á að forvitnast um það hvers konar bók hér væri á ferðinni og fékk því höfundana tvo þá Ara Trausta og Magnús til stutts spjalls. Blm: Fjallamennska - hvað er það? Magnús: „Fjallamennska er samheiti um flestar tegundir útiveru og göngu- ferða sem eiga sér stað í einhverju fjalllcndi. Undir þetta falla gönguferðir, skíðagönguferðir, venjulegar fjall- göngur, jöklagöngur, fjallaklifur og fleira. Við reynum að gcra þessu öllu einhver skil." Blm: - Er þetta mikil bók? Og hvert er markmiðið með útgáfu svona bókar? Ari Trausti: „Þetta er ekki stór bók, hún verður um 130 síður, með miklu af myndum, bæði í lit og svarthvítu ég held að alls séu myndirnar 180.“ Nú, eins og nafnið ber með sér, þá er þessi bók fyrst og frcmst leiðbeiningar í sambandi við útbúnað, tækni, hættur og auk þess er komið inn á leiðir og leiðaval, þó það sé mun minna," Magnús: „Já, ætli það megi ekki segja að þetta sé kennslubók í ferðamennsku og fjallamennsku. Við komum inn á hluti sem reynst geta hagnýtir, eins og það hvernig sé best að vaða ár, hvar eigi að leita að vaði. Nú er miklu meira farið á fjöll á vcturna en áður var, og því er einn kafli í bókinni sem fjallar um snjóflóð, en auðvitað er það fyrst og fremst það scm gildir þar, að þekkja hætturnar." Ari Trausti: „Þá förum við töluvert út í útbúnað - ekki nein sérstök merki, heldur hvað getur komið sér vel að hafa meðferðis, hvað er gott við ákveðinn útbúnað og hvað getur verið slæmt, en menn hafa oft og einatt mikið með sér af vitlausum útbúnaði og jafnvel hafa slys orðið vegna slíkrar vitleysu." „Jafnhæfir og nokkrir tugir manna til að skrifa svona bók“ Blm: - Að hvaða leyti eruð þið svona miklir sérfræðingar, að þig getið skrifað bók um þessi málefni? Magnús: „Ja, þetta er góð spurning. við erum það í sjálfu sér kannski ekki, ekki meiri sérfræðingar en margir aðrir sem hefðu getað gert þetta. En við höfum í gegnum tíðina ferðast þó nokkuð og höfum báðir klifrað talsvert, og þegar menn eru komnir eitthvað að ráði út í klifur, þá fara menn að pæla miklu meira í þessum hlutum, því klifur krefst svo miklu meiri tækni en gönguferðir. í bókinni verða tveir kaflar sem fjalla eingöngu um klifur, og eru þeir stærstu kaflar bókarinnar." Ari Trausti: „Við höfum eins og Magnús segir, talsverða reynslu á þessu sviði og Magnús hefur verið í Flugbjörg- unarsveitinni, báðir höfum við verið talsvert við leiðsögn og auk þess erum við félagar í íslenska Alpaklúbbnum, þannig að allt í allt, þá erum við álíka vel til þess fallnir að skrifa svona bók og nokkrir tugir annarra manna. Það er mikil þörf fyrir svona bók, á því leikur ekki nokkur vafi.“ Blm: - Þið segið þörf - fenguð þið hugmyndina að því að skrifa bókina eða var leitað til ykkar? Ari Trausti: „Já, við fengum hana, það var ekki útgefandinn, en í vinnslu og meðförum hefur upphaflega hugmyndin tekið nokkrum breytingum." Magnús: „Þörfin er óneitanlega fyrir hendi, því ef allar þessar greinar sem við vorum að tala um áðan eru taldar með - skíðagangan, fjallgangan, klifrið, jökla- göngur, gönguferðir á vegum ferðafélag- anna og fleira, þá eru það fleiri þúsund manns sem fást við þetta og í mörg ár hefur ekki verið til bók, sem hefur verið nútímaleg í þessu. Það hafa verið gefnir út svona af og til hlutar úr bókum, tímaritsgreinar eða smáhandbækur, en ekki svona bók, þannig að það var alveg kominn tími til að svona bók yrði að veruleika. Blm: - Eruð þið búnir að vinna lengi að þessari bók? Ari Trausti: „Það er komið rúmt ár síðan við byrjuðum.“ Blm: - Eruð þið ekki bjartsýnir á móttökur? Báðir: „Við vonum hið besta.“ „ÍSLENDINGAR ERU ALVEG SÉRSTAKIR" — segja þeir Roberto Forster og Lorio Nurello, hjá ferðamálaráði Lignano ■ Nú eru liðin um 10 ár frá því að ferðaskrifstofan Útsýn hóf ferðir sínar til Lignano á Ítalíu, og í því tilefni efndi Útsýn til ítalskrar helgi um síðustu helgi og fékk m.a. hingað til liðs við sig sjö manna hóp ítalskra framámanna í ferð- málum. Umsjónarmaður þessarar síðu ræddi lítillega við tvo þessara ítala, þá Roberto Forster, framkvæmdastjóra ferðamála- ráðs Lignano og Lorio Nurello,, for- mann ferðamálaráðs Lignano, á fundi sem Útsýn hélt fyrir helgina með ítölunum og fréttamönum, og spurði þá fyrst hvað það væri nú helst í þeirra augum sem laðaði ferðamenn til Lignano Sabb- iadoro - eða eins og hún hefur verið nefnd á íslensku, Gullnu strandarinnar. Forster: „Eins og þú kannski veist, þá er Ítalía eitt mesta ferðamannaland í heiminum, enda getum við boðið upp á einstaka náttúrufegurð, gnægð lista, sögulegan bakgrunn, líflegt þjóðlíf, stór- kostlega tónlist og svo óendanlega margt fleira. Lignano, hefur held ég að mér sé óhætt að fullyrða, talsvert mikla sérstöðu sem sumardvalarstaður, því frá náttúr- unnar hendi er hún gædd miklum töfrum og við höfum byggt hana þannig upp að við höfum ávallt haft í huga að reyna að uppfylla óskir ferðalangsins og reynum að gera það á smekkvísan og nútímaleg- an hátt. Ströndin, sem er 8 kílómetrar á lengd er hrein og falleg, gististaðirnir sem við bjóðum upp á eru í tölu þeirra vönduð- ustu og svo mætti lengi telja. Nurello: „Það má kannski bæta því við hérna, að Lignano er svo þægilega staðsett, að það er ekki nokkurt mál að fara í kynnisferðir t.d. til Feneyja, Florenz og Rómar. Þá hafa íslenskir dvalargestir í Lign- ano einnig nofært sér ferðir sem Útsýn hefur skipulagt fyrir þá og nefnist „Þriggja landa sýn“ en þá er farið til Austurríkis og Júgóslavíu." - Er heimsókn ykkar hingað til lands einungis tilkomin vegna þess að nú eru liðin 10 ár frá því að Islendingar hófu skipulagðar ferðir til Lignano, eða er annar tilgangur vegna heimsóknar ykkar? Forster: „Fyrst og fremst erum við hingað komnir til þess að sjá landið og hitta forstöðumenn Útsýnar, sem við höfum átt mjög gott samstarf við í 10 ár. ■ Lorio Nurelio og Roberto Foster segjast vera mjög hrifnir af íslendingum. (Tímamynd Róbert) Við viljum treysta þetta ágæta samstarf um leið og við viljum sýna í verki, að við kunnum að meta það hversu vinsælt það er hjá íslendingum að sækja okkur heim. Það má kannski segja, að við séum hingað komnir til þess að fullvissa íslend- inga um að við ætlum í engu að slá af kröfunum sem við gerum til þeirra sem taka á móti ykkur í Lignano, og munum eftir sem áður reyna að tryggja að íslendingar fari ánægðir heim frá. okkur." Nurello: „Þú mátt alveg koma því á framfæri í blaðinu þínu, að í okkar augum eru íslendingar hreint alveg sér- stakir. Auðvitað koma til okkar í Lign- ano ferðamenn frá svo til öllum heims- hornum, en í okkar augum hafa íslend- ingar alltaf sérstöðu, og ég hygg að þeim sé tekið af enn meiri hlýju en öðrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.