Tíminn - 31.03.1983, Page 19

Tíminn - 31.03.1983, Page 19
FIMMTUDAGUR 31. MARS 1983 19 ■ Brátt verður hægt að stunda alla vinnu í eldhúsinu nema að sinna eldhúsverkum. Verksmiðjur sjá um þann þátt mannlífsins ef heldur sem horfir. Ætíð ber að gæta þess, að maturinn bullsjóði um leið og hann er settur ofan í kassann, og það má ekki opna við og við og gæta að, hvort nóg er soðið, því að þá getur potturinn kólnað nóg til þess að hætti að sjóða.“ Síðan er gefinn upp suðutími nokk- urra rétta og skal einn þeirra talinn hér: „Kindakjötssúpa með grjónum er soð- in á eldstæði í 30 mín. og síðan í heykassanum 2-3 klukkustundir, og þeg- ar hún er tekin upp úr honum, er henni brugðið á eldstæði og soðin aftur 5-10 mín. Þá þarf vandlega að gæta þess, að hræra vel í, svo að ekki brenni við.“ Aðrir réttir svo sem kjötsúpa úr stórgripakjöti og slagvefjur (rúllupylsur) þarf að sjóða í heykassanum í 3-4 klst. Fyrirhafnarsamur skemmtiréttur Þótt hrærivélar og ísskápar séu nú til á hverju heimili, er sjaldgæft að þessi nauðsynjatæki séu notuð til að búa til ísbætinga. Það er einfaldara og líklega kostnaðarminna að kaupa ísinn í næstu búð og úr nógu er að velja. En það er ekki langt siðan að mikið var haft við að búa til rjómaís til bragðbætis á stórhátíð- um. Jóninna kunni ráð til að frysta ísinn þótt engan hefði hún ísskápinn: „Það er hægt að framleiða margra stiga frost í íláti, þar sem blandað er saman salti og ísmöl. Saltið bræðir ísinn, en um leið skapast ákafur kuldi, sem hægt er að frysta matvæli við og annað. Til að frysta ísbætinga þarf að hafa 12-25 kg. af muldum ís og 2-3 kg. af salti. Þessi blanda af ís og salti er látin í götótta fötu eða ílát, svo að það sem þiðnar, geti runnið burt. ísbætingarnir eru látnir í venjuleg bætingsmót með loki. Mótið er látið í ísblönduna, og meðan bætingurinn er að frjósa, þarf við og við að skafa frá hliðunum og botnin- um og hræra það saman, svo að bæt- ingurinn frjósi jafnara í mótinu. Er töluvert frost er komið í bætinginn, er lok látið yfir mótið og ís og salt ofan á og iátið svo standa í 3-4 klst. Er þá lokið tekið ofan af. Þegar bætingurinn er stíffrosinn, er mótinu brugðið sem snöggvast ofan í heitt vatn og bætingnum hvolft á fat. Til eru frystitæki til að frysta ísbæt- inga, eru þau ódýr og auðvelt að panta þau frá útlöndum. Þau eru miklu hent- ugri og ísbætingarnir heppnast betur í þeim en með þeirri eiföldu aðferð, sem hér er lýst. Þessi frystitæki eru tréfata með blikkfötu innan í. Er þá eggjabráðin látin í blikkfötuna og snúið með þar til gerðri sveif, þangað til hún er svo frosin, að ekki er hægt að snúa lengur. Þá er gott að geyma bætinginn í mótinu." Síðan koma margar uppskriftir af lysti- legum ísréttum og er mælt með að þeir séu borðaðir sem síðasti réttur til mið- degisverðar eða skemmtiréttur á dans- leikjum. Hitamælar í bökunarofnum eru nú- tímafyrirbæri. En hvernig var farið að áðuren þau þarfaþing komu til sögunnar. Einfalt ráð: „Mjög er einfalt að hafa góðan og jafnan hita á bökunarofnum þegar bakað er. Allt, sem á að baka, verður miklu betra og fallegra. Þeir, sem hafa æfingu í brauðbakstri, geta fundið hvort hitinn er mátulegur, með því að reka hendina inn í ofninn. Gott er fyrir viðvaninga að láta hvítan pappír inn í ofninn, verði hann móbrúnn á 3-4 mín. er hitinn góður.“ íshús á hvert heimili Geymsla á matvælum hefur löngum verið vandamál þótt þau séu nú leyst með sjálfsögðum heimilistækjum. í matreiðslubók Jóninnu eru gefin ráð sem þá voru þekkt til að halda nýmeti fersku svo lengi sem kostur var á: „Hvert heimili þarf að eiga ískasSa eða ískofa, því að oft á árinu fellur til ýmist nýmeti, sem ekki þolir geymslu nema á köldum stöðum, og skal hér nokkuð skýrt frá slíkri ísgeymslu. Búið til eða fáið ykkur þykkan og stóran trékassa með jafnþykku loki. Búið svo til blikkkassa, sem er 30-60sm. minni en trékassinn á hæð, lengd og breidd. Látið svo ís í botninn á trékassanum, ásamt salti, blikkkassann þar ofan á, og fyllið svo með ís og salti á milli kassanna alveg upp á barma. Slá þarf trélista innan á hliðarnar á blikkkassanum. Nýmetið (kjöt eða fiskur), sem frysta á, er svo hengt á prik, sem svo er látið hvíla á trélistunum innan íblikkkassanum. Lok- ið þarf svo að falla vel yfir kassann. Þannig má geyma allt nýmeti lengri tíma. Bæta verður ís í kassann, ef hann vill þiðna. ískofa má búa þannig til: Grafið innan stóran hól og hlaðið hann innan með grjóti, ef vill. Hafið 60-120 sm. löng göng inn í hólinn móti no'rðri. Hurðir þurfa að vera við ytri og innri inngang- inn. Látið svo ís í kofann, en ekki má fylla hann alveg, því það sem geyma á, er lagt ofan á ísinn, og helst þá nýmetið svo kalt, að þótt það ekki frjósi á sumrin, er hægt að geyma það dálítinn tíma. ísinn þarf að endurnýja á hverju vori eða síðari hluta vetrar. Líka má grafa ofan í hólinn og refta yfir og þekja svo með torfi, en þakið þarf að vera mjög þykkt, svo að hiti komist ekki í gegn. Þarna má geyma kjöt, fisk, svið, rjúpur, síld o.fl. o.fl. Þetta eru auðveldustu og ódýrustu geymsluhús fyrir nýmeti, og ætti engum að vera ofvaxið að koma þeim upp. En kjöt sem ekki frýs, geymist ekki margar vikur." En þjóðin verður sjálf að hjálpa til Löngum hefur það verið landlægt á íslandi að kunna ekki að matreiða og borða síld. Á dögum Jóninnu ekki síður en fyrr og síðar. Um þetta segir hún: „Margur hefur sagt við mig á þá leið. að ég ætti að kenna fólkinu að borða síld. Mér mundi verða það hin mesta ánægja, en þjóðin verður sjálf að hjálpa til með því að lesa uppskriftirnar, mat- reiða eftir þeim og borða svo réttina. Hér í bókinni eru yfir 20 uppskriftir, sem síld er höfð í, og eru það þær uppskriftir, sem ég ál ít handhægastar og hentugastar fyrir almenning til að byrja með. Gott er að reykja síld í tunnum. En það er gert á þennan hátt: Tunna er grafin dálítið í jörð niður og svo búin til 2-2 1/2 metra göng frá jarðholunni nokkuð víð. Lagt er svo að yst í göngunum, svo að reykurinnfari í gegn- um þau upp í tunnuna. Síldin er verkuð og flött og stráð í hana salti og látin liggja með því í 1/2-1 sólarhring. Síðan er hún hengd á prik, er látið er ofarlega inn í tunnuna. Gisinn hlemmur eða þykkur strigi þarf að vera ofan á tunnunni.Með þessari aðferð reykist síldin á 4-6 dögum og jafnvel sytttri tíma og er afbragð að hafa hana ofan á brauð. Með sömu aðferð má reykja allar fisktegundir. Ágætt er fyrir hvert heimili að eiga lítinn reykingakofa, þar sem hægt er að hafa reyk bæði dag og nótt. Má þá nota afrak og svarðarrúst til að halda reyknum við. Allt, sem er reykt verður miklu ljúffeng- ara, ef það ekki harðnar í reyknum. Til er miklu fullkomnari útbúnaður, bæði hvað reyk- og íshús snertir, heldur en ég hef lýst hér, en mín skoðun er sú, að það sé enn seni komið er, alltof dýr útbúnaður fyrir einstaklinga að koma þcim upp, og verður því þess vegna ekki lýst hér að þessu sinni. En eins og allir vita, er mikið og mest komið undir því, að farið sé vel með öll matvæli, svo að matreiðslan geti tekist vel, og maturinn vrði að tilætluðum noturn." Skyrblanda betri Um 700 uppskriftir eru í Matreiðslu- bók Jóninnu Sigurðardóttur, og allar í besta máta þjóðlegar því þær eru miðað- ar við það hráefni sem tiltækt var í landinu á hennar tíð og leggur hún ávallt mikið upp úr að búa sem bcst að sínu og kaupa sem minnst af innfluttri vöru, sem bæði var dýr og næsta óþörf. Hún gefur m.a. uppskriftir af nokkrum tedrykkjum úr íslenskum jurtum, hún mælir með að ekki sé eytt peningum í kaup á geri og ýmsu því sem notað er til matargerðar og bakstur, en kennir í þess stað hverntg búa megi efnin til. En hættervið að vinnudagur húsmæðra og matreiðslu- meistara væri ansi langur ef farið væri að ráðum þessarar mætu og þjóðlegu vel- gerðarkonu matháka í einu og öllu. Eitt af því sem hún telur hinn mesta óþarfa er að flytja inn vín. Auk þess að kenna tilbúning öls eru í bók hennar nokkrar vínuppskriftir og er uppistaðan í þeim íslenskur jarðargróður. Um tilbúning vína skrifar Jóninna: „Að búa til vín úr ýmsum ávöxtum og berjum er ávallt nokkur vandi. Hér verður aðeins getið um örfáar tegundir, af því að hér á landi er oft lítið um þau efni, sem þarf til þess að framleiða vín, að minnsta kosti ekki á hverju heimili. Sérstaklega þarf að hafa öll ílát, sem á að nota, vel hrein, og varast að láta blikk koma nokkurs staðar nærri. Gott er að renna kvartilin, sem vínið á að geymast í, innan með víni rétt áður en lögurinn er síaður í þau. Alvarlega verður aðgæta þess, að ekki sé myglulykt úr ílátunum, því að það getur eyðilagt vínið. Hitinn þarf alltaf að vera jafn meðan gerjunin fer fram. Sé hitinn eitthvað rninni, þarf vínið að vera lengur í ílátunum, sem gerjunin fer fram í. Þcgar búa á til góð vín, er mest komið undir því, að hafa góð áhöld og nákvæmni. Það getur oft verið tilbreyting og gaman, að hafa ávaxtavín á borðum, cn það er talið fremur óhollt að drekka mikið af þeirn. Eru þau einkum ætluð með mat. Við þorsta er miklu hollara að drekka súra skyrblöndu. Eitt glas af henni er mörgum sinnum betra heldur en mörg glös af þessu svokallaða portvíni, sem vínverslanir hafa á boð- stólum.“ Byltingaskeið Vera má að þeim sem aldir eru upp við rennandi heitt og kalt vatn í hverri íbúð og rafmagnstæki til flestra hluta, hraðfrystingu og örbylgjuofna, svo ekki sé talað um ofgnótt kjörbúðanna, finnist þær lýsingar sem hér eru teknar upp á geymslu og meðferð matvæla forneskju- legar. En svo er alls ekki. Jóninna Sigurðardóttir lifði sín manndóntsár á fyrri helmingi aldarinnar, sem var mikið framfaraskeið og róttækar breytingar urðu á tækni og atvinnuháttum á því tímabili. Þær kæliaðferðir sem hún kennir og mælir með eru í grundvaílaratriðum hinar sömu og notaðar voru í íshúsunum á sínum tíma, en með tilkomu þeirra varð mikil atvinnubylting á íslandi þegar mögulegt varð að frysta fisk og kjöt og geyma óskemmt um lengri tíma. Með þessu varð gífurleg breyting frá því sem áður var. Það er heldur ekki svo langt síðan kolaeldavélar voru teknar í notkun hér á landi með tilheyrandi bakarofnum. Miðað við hlóðaeldhúsin og þá meðferð og geymslu matar sem heyrði þeim tima varð gífurleg breyting er kolakyntar eldamaskínur og frysting ruddu sér rúms. Höfundur matreiðslubókarinnar gerir sér grein fyrir því að það framfaraskeið sem hann af góðum vilja vill láta sem flesta njóta er hvergi nærri á enda runnið og veit að betri og fullkomnari aðferðir við geymslu matar og matreiðslu eru í sjónmáli, en kennir og útbreiðir þær aðferðir sem öllum almenningi voru tiltækar á þeim tíma sem bókin er skrifuð á og margendurútgefin, eins og þetta ritverk átti fullkomlega skilið. (Samantekt OÓ) ■ Ofát er að verða meiri heilsuspillir en næringarkostur áður fyrr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.